Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIDWKUDAGUK l.'NOVEMBER 1989 25 * Olafur Ragnar Grímsson á opnum fundi Alþýðubanda- lagsins í Garðabæ: Eftir er að skoða veigamikla þætti í stækkun álversins ÓLAFUR Ragnar Gríinsson Ijármálaráðlierra sagði á opnuin fundi Alþýðubandalagsins í Garðabæ sl. inánudag að enn ætti eftir leggja mikla vinnu í að skoða alla þætti varðandi stækkun álvers- ins í Straumsvík. Hann sagði það höfuðatriði að íslendingar hefðu lögsögu yfír álverinu og að skattamál yrðu í samræmi við íslenska skattalöggjöf. Hann sagði að samningar um stækkun álversins væru mun skemmra á veg komnir en látið hefur verið að liggja. Enn væri eftir að semja um orkuverð, virkjanaröð og forræði Islendinga yfir álverinu. Steingrímur Sigfússon sam- göngu- og landbúnaðarráðherra sagði að ótímabært væri að full- yrða nokkuð um viðhorf Alþýðu- bandalagsins til stækkunar ál- versins. Fyrst þyrftu niðurstöður að liggja fyrir í mörgum veigam- iklum málum. Hann sagði að orkuverð til Landsvirkjunar væri úrslitaatriði í þessu máli og að kanna yrði hvort stækkun álvers- ins skilaði þeim arði sem vænst væri áður en ráðist yrði í fram- kvæmdir. Enn lægju engar tölur fyrir um hugsanlega arðsemi af stækkuninni. Þá gerði hann það að skilyrði að íslendingar hefðu forræði í þessum málum og nefndi þar til sögunnar vinnuaðbúnað og launakjör og sagði jafnframt að tryggja yrði að allur hagnaður af starfsemi álversins yrði ekki flutt- ur úr landi. Steingrímur sagði að hér væri um mjög stórt álver að ræða og að þrátt fyrir fullkomnasta hreinsibúnað mætti gera ráð fyrir að Yi-Í kg af flúor slyppi út í and- rúmsloftið fyrir hvert tonn af áli. Sagði hann að fyrir sitt leyti kæmi stækkun álversins ekki til greina nema ef ströngustu mengunar- vörnum væri fullnægt. Samgönguráðherra sagði að af Lítt miðar í salt- síldarviðræðum Sovétmenn hafa takmarkaða gjald- eyrisheimild til kaupanna LÍTIÐ miðar í samningaviðræðunum um sölu saltsíldar til Sov- étríkjanna. Sovétmenn hafa aðeins takmarkaða gjaldeyrisheimild til kaupanna og íslenzka samninganefndin vill fá skýrar línur um heildarmagn, áður en gengið verður fi-á ýmsum öðrum atriðum. Morgunblaðid/Tryggvi Þormóðsson Einn háhyrninganna tekinn frá borði Halldóru HF 61 á Höfh í Horna- firði á dögunuin. Hafa veitt og selt Qóra háhyrninga FJORIR háhyrningar, 3 kýr og tarfur, eru nú í húsi Sædýrasafnsins í Hafnarfirði þeir hafa veiðst undanfarið austur af landinu. Gunnar Flóvenz; formaður samninganefndar SUN, kvaðst í samtali við Morgunblaðið, sem minnst vilja tjá um saningaviðræð- urnar þar til úrslit lægju fyrir. „Allir þeir aðilar, sem við höfum fundað með, bæði viðskiptaaðilar og forsvarsmenn viðkomandi ráðuneyta, hafa málað efnahags- ástandið hér og gjaldeyriskrepp- una vægast sagt dökkum litum. Hér ríkir mikil óvissa um það, hvort sovézkum stjórnvöldum tekst yfir höfuð að leysa ,þann gífurlega efnahagsvanda, sem við er að glíma. Gjaldeyrsiheimild til saltsíldar- kaupa er takmörkuð við 12.000 til 13.000 tonn eða 120.000 til 130.000 tunnur. Við viljum fá skýrar línur varðandi heildar- magnið áður en gengið verður frá ýmsum öðrum atriðum. Það er búið að kanna ýmsar leiðir til að fá hækkun á þessari upphæð og þeim tilraunum er haldið áfram. Á þessu stigi er engin leið að spá neinu um það, hvernig þessum málum lýkur,“ sagði Gunnar Flóvenz. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 31. október. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 80,00 35,00 71,21 46,465 3.308.514 Þorskur(óst) 30,00 30,00 30,00 0,449 13.470 Þorskur(smár) 22,00 22,00 22,00 0,743 16.346 Ýsa 92,00 51,00 77,10 13,789 1.063.119 Karfi 18,00 18,00 18,00 0, 90 3.428 Ufsi 20,00 16,00 18,79 1,278 24.012 Langa 30,00 20,00 27,51 1,141 31.387 Langa(ósL) 25,00 25,00 25,00 0,505 12.625 Steinbítur 40,00 40,00 40,00 2,013 80.512 Lúða 215,00 160,00 196,23 0,483 94.778 Koli 35,00 30,00 31,73 0,072 2.275 Keila 11,00 10,00 10,81 1,928 20.848 Keila(ósL) 10,00 10,00 10,00 0,276 2.760 Tindaskata 5,00 5,00 5,00 0,328 1.640 Samtals 67,12 69,660 4.675.714 Selt var meðal annars úr Ljósfara ÞH. I dag verða m.a. seld 4 tonn af þorski, 11 tonn af ýsu, 34 tonn af karfa, 7 tonn af steinbít og 1 tonn af lýsu úr Elínu Þorbjarnardóttur ÍS og bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 104,00 30,00 62,61 45,376 2.841.195 Ýsa 91,00 50,00 65,06 20,854 1.356.819 Ýsa(smá) 13,00 13,00 13,00 0,728 9.464 Karfi 38,00 26,00 30,14 102,845 3.099.397 Ufsi 33,00 16,00 27,98 91,636 2.564.023 Steinbítur 49,00 49,00 49,00 0,241 11.809 Hlýri+steinb. 49,00 43,00 43,93 2,076 91.208 Langa 34,00 34,00 34,00 0,228 7.752 Lúða(stór) 145,00 125,00 134,03 0,186 24.930 Lúða(smá) 265,00 125,00 157,69 0,275 43.365 Grálúða 20,00 20,00 20;00 0,850 17.000 Skarkoli 25,00 25,00 25,00 0,085 2.125 * Skötuselur 170,00 155,00 167,97 0,266 44.680 Skötuselsh. 340,00 340,00 340,00 0,010 3.400 Samtals 38,00 265,756 10.097.386 Selt var m.a. úr Drangey SK, Krossnesi SH og Ásbirni RE. dag verða m.a. seld 25 tonn af þorski, 30 tonn af karfa og 30 tonn af ufsa úr Drangey SK, Ottó N. Þorlákssyni RE og fleirum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 62,00 57,00 58,43 88,543 5.173.582 Ýsa 71,00 70,00 70,67 3,043 215.020 Karfi 15,00 15,00 15,00 0,081 1.215 Ufsi 11,00 9,00 10,22 0,018 184 Steinbítur 44,00 24,00 37,16 0,181 6.726 Langa 33,00 33,00 33,00 0,174 5.742 Lúða 240,00 145,00 208,49 0,465 96.950 Keila 10,00 7,00 7,83 0,180 1.410 Skarkoli 35,00 35,00 35,00 0,099 3.465 Skötuselur 80,00 80,00 80,00 0,004 280 Lýsa 9,00 9,00 9,00 0,006 54 Samtals 59,32 92,793 5.504.628 Selt var úr Hauki GK. f dag verður selt úr línu- og netabátum. stækkun álversins í Straumsvík hlytist óhjákvæmilega mikil byggðaröskun. Hann kvaðst hvorki vera andvígur né meðmælt- ur stóriðju hér á landi að óathug- uðu máli en sagði að stóriðja væri ekki eina úrræði eða bjargráð íslendinga á samdráttartímum. Dýrin hafa öll verið seld erlendum dýragörðum en að sögn Helga Jón- assonar, formanns Faunu, félags sem stóð fyrir veiðunum og hefur endurreisn Sædýrasafnsins í Hafn- arfirði að markmiði, er kveðið á urn það í kaupsamningi að ekkert verði gefið upp um kaupanda, verð né hvenær dýrin verði send úr landi. Háhyrningarnir eru nú í sóttkví í liúsi Sædýrasafnsins og eru að jafna sig eftir flutninga landleiðina frá Hornafirði. Að sögn Helga Jón- assonar hafa miklar endurbætur verið gerðar á allri aðstöðu fyrir dýrin og væsir ekki um þau. Hef lausn í deilunní um dagvistarmálin - segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra JOHANNA Sigurðardottir félagsmálaráðherra telur sig hafa ákveðna lausn í þeirri deilu sem sprottin er vegna ákvæðis í frumvarpi til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þar er gert ráð fyrir að yfirstjórn dagvistarmála verði færð úr menntamálaráðuneytinu yfir í félagsmála- ráðuneytið og að sögn Jóhönnu telja sveitarstjórnarmenn brýnt að svo verði. Þessu liafa mótmælt meðal annarra Svavar Gestsson menntamála- ráðherra og Fóstrufélag Islands. Jóhanna sagðist ekki deila við fóstnar um uppeldislegt gildi dagvist- arstofnana, en benti á að sett hafa verið fram ákveðin rök fyrir því að flytja yfirstjórn málaflokksins yfir í félagsmálaráðuneytið. „Það er verið að samræma félagslega þjónustu sveitarfélaga og dagvistarmálin eru talinn mikilvægur þáttur í þjónustu þeirra. Þau bera fjárhagslega ábyrgð eftir breytta verkaskiptingu, sem tekur gildi um næstu áramót,“ sagði Jóhanna. „Þá fjármagna sveitarfél- ögin allan rekstur og stofnkostnað dagvistarstofnana og bera ábyrgð á innra skipulagi og uppeldisþáttum. Þetta eru meginrökin fyrir því að menn telja brýnt, og ekki síst sveitar- stjórnarmenn, að flytja þetta yfir. Ég hef hérna eindregna ályktun Sambands íslenskra sveitarfélaga um að yfirstjórn bæði barnaverndar- mála og dagvistarmála verði færð yfir til félagsmálaráðuneytisins." Sagði Jóhanna að sér þætti miður að umræðan um frumvarpið snerist um ágreining um þennan þátt máls- ins. Þarna væri verið að breyta fram- færslulöggjöfinni frá árinu 1947 og koma upp fyrsta vísi að félagsmála- löggjöf. „Það sem skiptir mig máli er að frumvarpið nái fram að ganga en ekki þessi einstaki afmarkaði þáttur,“ sagði Jóhanna. „Ég tel mig hafa ákveðna lausn á þessu máli þannig að Alþingi fái það til með- ferðar og þá lausn ætla ég mér að kynna forsætisráðherra í dag eða á morgun. Vegna ágreinings er málið í biðstöðu í ríksstjórninni, en ég tel ófært að halda því frá þinginu þegar það er svona mikið til umQöllunar í þjóðfélaginu." Næg verkeftii í Sovétríkjunum en tækniþekkinguna skortir - segir fulltrúi í samninganefnd Úkraínumanna Búdapest. Frá Oddnýju Björgvinsdóttur, fréttaritara Morgunbladsins. DR. FAZAKAS, nýskipaður aðstoðarforsætisráðherra Ungverjalands, sagði í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins að ungversk stjórnvöld stefhdu að því að tengjast efnahagskerfí Vesturlanda. „Sérstök við- skiptatengsl við Islendinga gætu reynst Ungverjum afar mikilvæg til að aðlagast samstarfi EFTA-ríkjanna.“ Að sögn Fazakas mun ísland skipa heiðursess á alþjóðlegri vörusýningu í Búdapest í september á næsta ári. Islenska samninganefndin undir- ritaði í gær rammasamning um fyrir- hugaðar framkvæmdir í Úkraínu. Áætlað er að ungverskir, íslenskir og úkraínskir aðilar stofni sameign- arfyrirtæki í janúar á næsta ári. Hluti samkomulagsins felur í sér að ungverskir og íslenskir sérfræðingar vinni að hagkvæmnisáætlun sem verði lokið fyrir þann tíma. Fréttaritari Morgunblaðsins átti samtal við fulltrúa úr samninganefnd Úkraínubúa og sagði hann að íslensk tækniþekking væri á háu stigi en þekking á nýtingu jarðhita væri ekki fyrir hendi í Sovétríkjunum. „Á geysistórum landsvæðum, allt frá Ukraínu, Georgíu, Ázerbajdzhan, Armeníu, Mið-Asíulýðveldin og aust- ur úr, hefur jarðhiti ekki verið nýtt- ur. Þjóðirnar geta unnið saman og verkefnin eru óþijótandi. Við höfum lært af mistökunum og óháðir stjórn- völdum í Kiev og Moskvu getum við framkvæmt miklu meira en áður. Við viljum að ísland hagnist á sam- skiptum við okkur,“ sagði fulltrúinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.