Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1989 U lk í fréttum Eitt megin aðdráttaraflið við rokkhijómleika er að blanda geði við ungviðið. TÓMSTUNDAGAMAN Hefurfarið 12.000 sinnum út að skemmta sér síðan 1947 YEITINGAREKSTUR Hefur aldreiséð gjöfina Mandy Smith, táningsstúlk- an sem giftist hinum fimmtuga Bill Wyman í Rolling Stones um leið og hún hafði ald- ur til, en hún var aðeins 13 ára er þau bytjuðu að vera saman, fékk sérkennilega brúðkaups- gjöf frá sínum heittelskaða á dögunum: veitingahús í miðborg Glasgow! Mandy hefur aldrei komið nærri veitingarekstri enda vart búin að slíta barnsskónum. Til þessa dags hefur hún ekki einu sinni litið fyrirtæki sitt augum, enda í nógu að snúast heima fyrir, sunnar á Bretlandseyjum. En sagt er að hún sé mjög ánægð með gjöfina. Daglega hringir hún norður til Glasgow og gefur fyrirskipanir eins og ströngum og ákveðnum hús- bónda sæmir, eða í þessu tilviki húsfreyju. Haft er eftir Mandy, að fyrr eða síðar muni hún fara til Glasgow og líta á brúðkaups- gjöfina. Frú Wyman komin í veitinga- rekstur. Karl einn, hinn 68 ára gamli John Cristi í Miami a Flórída, hefur merkilegt áhugamál. Hann stundar alls konar sýningar, leik- hús, ballett, tónlistarviðburði af öll- um gerðum, íþróttaleiki í öllum útg- áfum og þannig mætti lengi telja. Hann fer á svona 300 til 320 slíkar uppákomur á hveiju ári og stefnir allt í nýtt met á þessu árh.Nýlega sást til hins gráhærða Cristi meðal 3000 trylltra ungra síðhærðra og leðurklæddra áheyrenda á þrum- 'andi þungarokkstónleikum með hljómsveitunum Metalica og Ant- hrax. „Þetta er æðislegt, frábært, “ , sagði kappinn ljómandi af ánægju innan um fólkið sem skók höfuð sín upp og niður í taktföstu samspili við ærandi rokkið. Kvöldið áður var Cristi á hljómleikum með öllu „léttari" tónlistarmönnum, poppurunum Doobie Brothers. Og þannig mætti lengi telja. Auðvitað er Cristi álitinn sérvitr- ingur af sjaldgæfri gerð og margur hefur innt hann eftir því eftir hveiju hann sækist eiginlega á tónkleikum eins og þessum. Svarið er iðulega þetta: „Bara! Þetta er gaman! Son- ur minn er alltaf að hringja í mig og segja mér að ég sé að verða búinn með lífeyrinn, en mér er nokk sama um það. Hvað myndi ég ann- ars gera? Sitja heima og glápa á hafnabolta eða Bronson-bíómynd í imbanum og sofna svo. Nei, ég nenni því ekki, ég get ekki verið kyrr.“ Margir sem frétta af Cristi freist- ast til að halda að hann hafi tekið sér þetta sérkennilega áhugamál í Kát hjónakorn, Melanie og Don. BOKMENNTIR Booker- verðlaunum uthlutað Booker-verðlaununum bresku var úthlutað síðastliðinn fostudag og hlaut þau að þessu sinni rithöfundurinn Kazuo Is- higuro. Er hann af japönskum ættum eins og nafnið gefur til kynna en hefur búið í Englandi frá fimm ára aldri. Verðlaunin, sem eru 20.000 pund (um 2 millj. ísl. kr.), fær hann fyrir sína þriðju bók er nefnist The Remains ofthe Day. í henni segir frá dæmigerð- um, breskum bryta, sem þjónað hefur húsbændum sínum af fá- dæma trúmennsku og gert bryta- starfið að innihaldi tilverunnar. Þegar hann fær óvænt tækifæri til að líta yfii' farinn veg kemur þó í Ijós, að sjálfu lífinu hefur hann aldrei lifað. Hefur þessari bók, sem Ishiguro hefur hér í höndunum, verið einstaklega vei tekið í Bretlandi. MANNFJÖLGUN Fjölg'ar hjá Don Johnson Nú hefur fjölgað hjá þeim hjón- um Don Johnson og Melanie Griffiths. Má segja að þar með hafi ný kona komið inn í líf leikar- ans og popparans Dons Johnsons, ljóshærð og bláeygð eins og eigin- konan. Haft er eftir Don að hann sé himinlifandi og búist ekki við afbrýðisemi frá hendi konu sinnar þótt hann kjassi „nýja kvenmann- inn“ og ávarpi hana blíðlega. Don var við fæðingu dóttur sinnar sem var skírð strax og hún kom í heim- in og gefið nafnið Dakota. „Árið hefur verið ótrúlegt, ekkert nema hæðir og toppar, vonandi eru ekki lægðir á næstu grösum,“ sagði Don við fréttamenn fyrir skömmu. HNEYKSLISMÁL Fawn er að rita afhjúp- unarbók Hin þrítuga Fawn Hall, sem komst heldur óvænt í frétt- irnar er húsbóndi hennar Oliver North, starfsmaður bandaríska forsetaembættisins, var afhjúpað- ur í tengslum við Íran/Kontra- hneykslið fræga vestur í Banda- ríkjunum, er að færa sér aðstöð- una í nyt. Hún er að rita bók um hlut sinn í hneykslinu og segist þar sveipa hulunni af ýmsum við- kvæmum málum, mörgum sem aldrei komu fram í réttarhöldun- um yfir North. Bókin er væntan- leg á markað áður en langt um líður. Ungfrúin var ritari Norths og reyndist honum yfirleitt vel meðan á réttarhöldunum stóð. Hún gefur lítið upp um efni bókarinnar um- fram það sem rakið hefur verið, en margir telja að hún leiði rök „Nei, ég gef ekkert upp“, gæti Fawn Hall verið að segja blaða- mönnunum. að því að flestir aðrir en North beri ábyrgð á málinu, hann hafi í raun aðeins hlýtt skipunum yfir- boðara. Ungfrúin kann vel við athyglina sem hún vekur og stundar hið ljúfa líf í Los Angeles. Þar er varla haldin veisla meðal frægara fólksins án þess að Fawn Hall sé þar djarflega klædd og áberandi. Cristi kariinn með aðgöngumiða að næstu uppákomum. leiðindum er hann tók að reskjast. Það er misskilningur. Hann hefur að jafnaði „farið út að skemmta sér“ 300 kvöld á ári hverju allar götur síðan árið 1947. Hann er alæta á það sem býðst og fer oft á sömu sýningamar eða skemmtan- irnar. COSPER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.