Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 43
43 i i i i i i i i i í i i i Utídm FOLX ■ DAGUR Jónasson verður í sex mánaða banni í handknattleik frá 1. ágúst s.l. Dómstóll ÍSÍ félist í gær á kröfu HSI og Fram að vísa málinu frá, þar sem það hafði þeg- ar fengið faglega umfjöllun á tveim- ur dómstigum, hjá HKRR og HSÍ. Dagur má því ekki leika með Víkingum fyrr en 1. febrúar. ■ TERRY Venables, stjóri Tott- enhain, hefur boðið 1,5 millj. punda í Graeme Sharp hjá Everton. Skoski landsliðsmaðurinn, sem er BHHQ 29 ára, hefur verið FráBob úti í kuldanum hjá Hennessy Everton, en tíma- ÍEnglandi bilið 1985-86 var hann miðheiji liðsins ásamt Gary Lineker og saman gerðu þeir 59 mörk. ■ PETER Beagrie gekk frá samningi við Everton í gær, en lið- ið greiddi Stoke 750.000 pund fyr- ir miðheijann, sem er 23 ára gam- all. Liverpool, QPR, Tottenham og þijú erlend lið voru að auki á eftir Beagrie, sem sagðist hafa tekið ákvörðun og valið Everton eftir að hafa ráðfært sig við Alan Ball, þjálfara Stoke. ■ Grahame Souness, stjóri Glas- gow Rangers, hefur boðið Ray Wilkins nýjan tveggja ára samning, en núverandi samningur rennur út eftir hálfan mánuð. Wilkins vill fara til London og Spurs, QPR og West Ham hafa sýnt áhuga. „Við höfum verið 12 ár í burtu, sem er langur tími, og við förum aftur til London, en spurningin er aðeins hvenær,“ sagði Wilkins. ■ MARK Ward hefur loks íengið sínu framgengt og er kominn á sölulista hjá West Ham, þó samn- ingur hans við félagið renni ekki út- fyrr en eftir tvö ár. Ward er metinn á milljón pund og samið var um að hann yrði aðeins seldur til liðs í 1. deild. Ward er 27 ára og var keyptur frá Oldham fyrir 250.000 pund fyrir fjórum árum. ■ IPSWICH heí'ur boðið 300.000 pund í skoska landsliðsmanninn Peter Grant hjá Celtic. ■ ÚLFARNIR keyptu í gær óþekktan leikmann frá Norwich, Paul Cook að nafni fyrir 200.000 pund. Cook, sem er 22 ára miðvall- arleikmaður, lék aðeins átta leiki með Norwich, sem keypti hann af Wigan fyrir 18 mánuðum. H ARNOR Guðjohnsen og félag- ar í Anderlecht mæta Barcelona á Nou Camp velli í Barcelona í dag í 2. umferð Evrópukeppni bik- arhafa. Anderlecht, sem vann fyrri leikinn 2:0, er nánast í sömu sporum og fyrir 11 árum; vann þá fyrri leikinn 3:0, en tapaði síðan 3:0 og féll út eftir vítakeppni. ■ GUUS Hiddink, þjálfari PSV, er ekki of bjartsýnn fyrir seinni leik- inn gegn Steaua í Evrópukeppni meistaraliða. „Það er synd að annað liðið þurfi að falla úr keppni svo snemma, en möguleikar okkar fara fyrst og fremst eftir því hvort við náum að stöðva leikstjórnandann Gheorghe Hagi.“ PSV tapaði fyrri leiknum 1:0 á útivelli. ■ ROYHodgson, þjálfari Malmö, er óhræddur fyrir leikinn gegn Mechelen, en liðin gerðu marka- laust jafntefli í Svíþjóð í fyrri leikn- um. „Belgarnir eru sigurstrang- legri og verða að sækja. Það er okkar styrkur, en ef við leikum agaðan varnarleik eins og að und- anförnu, er ekkert að óttast." ■ RUUD Krool, þjálfari Mechelen, ber mikla virðingu fyrir Malmö, sem sló Inter Nílanó út í fyrstu umferð. „Þetta er ekki bara eitthvert lið, sem auðveldlega er hægt að afgeiða. Við verðum að beijast og megum hvergi gefa eftir í 90 mínútur — okkur verður refsað fyrir mistök.“ MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 1. NOVEMBER 1989 KNATTSPYRNA / 1. DEILD Olafur Gottskálksson gengur til liðs við KR Ólafur Gottskálksson á örugglega eftir að styrkja lið KR mikið. ÓLAFUR Gottskálksson, mark- vörður U-21 árs landsliðsins í knattspyrnu, hefur ákveðið að fara í KR. Olafur, sem undanfarin. tvö ár hefur leikið með liði Akurnes- inga, hefur þegar tilkynnt Skaga- mönnum ákvörðun sína. Félaga- skiptaeyðublað hans á eftir að fara fyrir fund stjórnar Knattspyrnufé- lags ÍA, en það er aðeins formsat- riði að stjórnin samþykki félaga- skiptin. „Það eru nokkrar ástæður fyrir þessum félagaskiptum,“ sagði Ólaf- ur við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Ég hef áhuga á því að fara í skóla og auk þess get ég ekki hugsað mér að hætta að spila körfubolta. Því ákvað ég að flytja til Keflavík- ur, en ekki kom annað til greina en halda áfram að leika með knatt- spyrnuliði í 1. deild. Mér líst vel á KR, þekki strákana, sem hafa Ieik- ið með mér í U-21 landsliðinu og Keflvíkingana í liðinu og auk þess hafði tékkneski markmannsþjálfari félagsins mikið að segja.“ Ólafur er Keflvíkingur. Hann á tvo leiki að baki með ÍBK í 1. deild- inni, 5 leiki með KA á Akureyri, þar sem hann var í eitt sumar, og síðustu tvö árin hefur hann verið á Skaganum sem fyrr segir. KNATTSPYRNA Djurícic kemur ekki til Þórsara „Ég vil taka það skýrt fram að þetta fór allt fram í góðu; við verðum í sambandi og hann er einmitt að vinna að vissu verkefni fyrir mig. Það er ljóst að Luka Kostic, vamarmaðurinn júgóslav- neski verður áfram hjá okkur næsta sumar, en ekki er víst að Bojan Taneski verði áfram. Hugs- anlegt er að annar miðvallarspil- ari eða framheiji komi frá Júgó- slavíu í hans stað, og Djuricic er einmitt að skoða það mál fyrir mig. En hvað þjálfaramálin áhrærir þá reynum við að leysa þau á næstu dögum.,“ sagði Sig- urður Arnórsson. MILAINJ Djuricic, Júgóslavinn sem þjálfaði knattspyrnulið Þórs á Akureyri á síðastliðnu - keppnistímabili, verður ekki við stjórnvölinn hjá liðinu næsta sumar. Það varð að samkomulagi á milli okkar að hann kæmi ekki aftur að sinni. Því er þó hald- ið opnu að hann komi hugsanlega aftur síðar — en það er af persónu- legum ástæðum að hann kemur ekki nú,“ sagði Sigurður Arnórs- son, formaður knattspyrnudeildar Þórs í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Milan Djuricic. KORFUKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ Njarðvík enn án taps Njarðvík, sem er eina taplausa liðið í deildinni, þurfti engan stjörnuleik til að sigra ÍR í gær- kvöldi — gestirnir léku aðeins eins og þeir þurftu. 30 sek. klukkan var bi- luð og var leikið án hennar, en það kom ekki að sök, því mik- ill hraði var í leiknum og sóknir stuttar. Ekki var mikið skorað til að byija með, varnir voru góðar og hittni slök. Njarðvíkingar pressuðu hins vegar stíft undir lok hálfleiksins og ÍR-ingar lentu í villuvandræðum. Fljótlega eftir hlé náðu gestirnir 19 stiga forystu, en þeir slökuðu á og heimamenn minnkuðu muninn í níu stig. Sá munur hélst til loka. Kaflaskipti á Króknum Leikur .UMFT og Reynis var kaflaskiptur. Fyrri hálfleikur var afspyrnu daufur, tilþrifalítill og leið- inlegur og mátti ekki á milli sjá hveijir sváfu sætast. Svo dapurt var það að dómaramir tóku ekki eftir, er sex leikmenn Reynis voru inná í augnablik! Eftir hlé tóku heimamenn öll völd og náðu Reynismenn ekki að skora fyrstu fjórar mínúturnar. Um miðjan hálfleikinn gerði Tindastóll endanlega út um leikinn, er heima- menn gerðu 18 stig gegn einu á rúmum þremur mínútum. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Frá Birni Bjömssyni „Við erum auðvitað mjög ánægð- ir með að fá Ólaf í okkar raðir, en við eigum efnilega markmenn, sem koma til með að veita honum harða keppni,“ sagði Stefán Haraldsson,»>- formaður knattspyrnudeildar KR. Ólafur er byijaður að leika með 1. flokki ÍBK í körfubolta, en stefnir á að leika með úrvalsdeildarliði fé- lagsins í vetur. ÚRSLIT ÍR — UMFN 81 : 90 íþróttahús Seljaskóla. Úi-valsdeildin í körfu- knattleik, þriðjudaginn 31. október 1989. Gangur leiksins: 0:2, 2:10, 10:12, 18:22, 22:32, 31:45, 33:52, 45:54, 60:74, 73:82, 81:90. Stig ÍR: Bjöm Steffensen 22, Thomas A. Lee 17, Jóhannes Sveinsson 16, Bragi Reyn- isson 12, Karl GuðlaUgsson 7, Bjöm Bo!la->"~ son 4, Bjöm Leósson 3. Stig UMFN: Patrick Releford 26, Friðrik Ragnarsson 14, Friðrik Rúnai-sson 14, Teit- ur Órlygsson 13, Jóhannes Kristbjömsson 9, Kristinn Einarsson 8, ísak Tómasson 4, Ástþór Ingason 2. Dómarar: Kristinn Albertsson og Kristinn Óskarsson dæmdu ágætlega þó svo þeir hefðu mátt dæma meira á köflum. Áliorfendur: Um 90. UMFT—Reynir 100:61 íþróttahúsið Sauðárkróki. Úrvalsdeildin í körfuknattleik, þriðjudaginn 31. október 1989. Gangur leiksins: 9:2, 22:18, 31:18, 43:27^*' 51:37, 57:37, 62:42, 69:49,87:52,100:61. Stig UMFT: Valur Ingimundarson 29, Bo Heiden 23, Sverrir Sverrisson 15, Pétur Vo[jni Sigui-ðsson 12, Björn Sigtryggsson 8, Ólafwr Adolfsson 6, Sturla Örlygsson 4, Örn Sölvi Halldórsson 3. Stig Reynis: David Grisson 16, Jón Ben Einarsson 12, Sveinn Hans Gislason 10, Einar Skaiphéðinsson 6, Víðir Jónsson 5, Jón Guðbrandsson 4, Ellert Magnússon 4, Helgi Sigurðsson 4. Dómarar: Bergur Steingrimsson og Kristj- án Möller dæmdu auðveldan leik ágætlega, en vom stundum smámunasamir. Áhorfendur: Um 450. Björn Steffensen, ÍR. Teitur Örlygsson og Patrick Releford, Njarðvik. Bo Heiden og Valur Ingimundarson, UMFT. David GrisJ^ son, Reyni. Bragi Reynisson og Thomas A. Lee, ÍR. Friðrik Rúnarsson og Friðrik Ragnarsson, Njarðvík. Pétur Vopni Sigurðsson og Sverrir Sverrisson, UMFT. Jón Ben Einars- sonr Reyni. Knattspyma Evrópukeppni félagsliða í gær. UEFA-keppnin Auxerre-Rovaniemi Palloseura.......3:0 Enzo Scifo (3., víti), Daniel Dutuel (65.), Fiwi- eric Dairas (76.) - Áhorfendur 12.000 Auxerre vann 8-0 samanlagL Austría Vín-Weider Bremen..........2:0 Ralph Hasenhuettl 2 (9., 79.) Áhorfendur 2.500. Werder Bremen vann 5:2 samanlagt Dundee United-Antwerpen...........3:-2 Mixu Paatelainen (43.), Michael O’NeilI (61.), John Clark (89.) - Hans Peter Lenoff (18.). Nico Claesen (20.) Áhorfendur 8.994. Antwerpen vann 6:3 samanlagt England 2. deild: Blackburn - Hull....................0:0 Ipswieh - Watfoixi..................1:0 Oldham - Bradford...................2:2 Sheffield United - Portsmouth.......2:1 3. deild: Birmingham - Cardiff................1:1 Blackpool - Bury....................0:1 Bolton - Walsall....................1:1 Ci-ewe - Bristol City...............0:1 Fulham - Northampton................1:1 Leyton Orient - Chester.............0:3^- Mansfield - Preston.................2:2 Notts County - Brentford............3:1 Shrewsburý - Tranmere...............3:1 Swansea - Rotherham.................1:0 Wigan - Reading.....................3:1 4. deild: Alderahot - Carlisle................1:0 Doncastcr- Maidstone...,............1:1 Gillingham - Rochdale...............1:0 Halifax - Hereford..................1:1 ^ Hartlépool - Cambridge..............1:2 Scunthorpe - York...................1:1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.