Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 26
£6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1989 Utandagskrárumræða um undirbúning virðisaukaskatts: Sjálfstæðisflokkur- inn vill tvö skattstig Fjármálaráðherra gagnrýndur fyrir óvönduð vinnubrögð Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu Ólaf Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra harðlega í utandagskrárumræðu fyrir að sniðganga þingkjörna nefnd, sem fjalla átti um framkvæmd virðisaukaskatts, sem og þingflokka sljórnarandstöðu, við undirbúning málsins. Þeir sögðu undirbúning óvandaðan af hálfú ráðherra og að enn væru ýmis ágreiningsefni óleyst milli stjórnarflokka og ráðherra um fram- kvæmd skattsins, sem þó ætti að koma til framkvæmda um áramótin. Halldór Blöndal (S-Ne), sem hóf umræðuna, sagði það hrein ósannindi, sem fjármálaráðherra hafi haldið fram í sjónvarpi, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sett fram hugmyndir um 25% virðisauka- skatt. Tillögur flokksins hafi verið 22% skattur. Að auki hafi flokkur- inn krafizt tveggja skattþrepa, þ.e. lægra þreps fyrir matvæli. Þing- maðurinn gagnrýndi og ráðherrann fyrir að sniðganga þingnefnd, sem fjalla átti um framkvæmdina, sem og þingflokka stjórnarandstöðunn- • ar. Það kórónaði svo vandræðagang ráðherrans að stjórnarflokkarnir ættu enn óleystan alvarlegan ágreining sín á milli um fram- kvæmdina. Ólafur Ragnar Grímsson ljár- málaráðherra sagði að ríkisstjórn- in væri þessa dagana að móta end- anlega afstöðu til framkvæmdar skattsins. Drög að frumvarpi hafi þegar verið send þingflokkum stjórnarinnar og yrðu einnig send stjómarandstöðu. Hann sagði að allir þingflokkar hafi átt þess kost að fylgjast með framvindu málsins og haft aðgang að embættismönn- um, sem að undirbúningi unnu. Fjármálaráðherra tók ekki aftur fullyrðingu sína um meinta tillögu Sjálfstæðisflokksins að 25% virðis- aukaskatti. Hann kvaðst þurfa að fletta nánar fjölmiðlum og gögnum um málið áður en til þess kæmi. Hreggviður Jónsson (FH-Rn) gagnrýndi feluleik ijármálaráðherr- ans, sem sniðgengið hafi þá þing- nefnd, sem honum bar að hafa sam- ráð við. Það, sem fela þurfti, var ágreiningur um framkvæmdaatriði skattsins, jafvel efnisatriði, hjá getuleysisbandalaginu, eins og ríkisstjórnin væri almennt kölluð nú orðið. Danfiríður Skarphéðinsdóttir (SK-Vl) sakaði fjármálaráðherra um hroka og valdníðslu. Það væri og dæmigerður tvískinnungur að kjósa þingnefnd til að sinna ákveðnu máli og sniðganga hana síðan í raun. Hún minnti á þann atburð er íjármálaráðherra hafi staðið upp á kassa í Miklagarði og heimtað niðurfellingu matarskatta. Nú væri hann í hlutverki íjármála- ráðherra sem heimtaði hæsta neyzluskatt í Evrópu á matvæli al- mennings. Jóhannes Sigurgeirsson (F-Ne) kvaðst taka undir gagnrýni stjórn- arandstöðunnar að hluta til. Stór hluti þings og þjóðar vill tvö þrep í skattinn, hið lægra á matvæli, sagði hann. Hann vitnaði og í yfir- lýsingu ASÍ, BSRB, Stéttarsam- bands bænda og Neytendasamtak- anna í þessa veru. Eyjólfúr Konráð Jónsson (S- Rv) krafðist þess að ijármálaráð- au &JÓNUSTA Rafl. og dyrasímaþj. Gestur rafverkt. s. 623445,19637. Wélágsúf □ MÍMIR 598911277-1 Atk Frl □ GIMLI 598927117 = 1 Auðbrekku 2.200 Köpavogur Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Samkoma kl. 19.30. Ræðumað- ur Gunnar Sameland. Ath. breyttan samkomutima. íkíj Útivist Dagsferð sunnd. 26. nóv. Ný gönguleið um skemmtilegt vatnasvæði sunnan við Úlfars- fell: Hafravatn - Langavatn - Reyn- isvatn. Brottför kl. 13.00 frá Umferðarmiðstöð-bensínsölu. Sjáumst. Útivist. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferð sunnud. 26. nóv. Kl. 13 Helgafell (338 m) Helgafell er i suðaustur frá Hafn- arfirði. Gengið upp fjallið á rana norðaustan í því. Létt fjallganga. Verð kr. 800,- Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn i fylgd fullorðinna. Feröafélag íslands. herra bæði afsökunar á ósannindum fram settum í sjónvarpi um tillögu- gerð Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Július Sólnes ráðherra Hag- stofú sagðist ekki sérstakur aðdá- andi virðisaukaskatts, sem kallaði á mikið skrifræði. Hinsvegar hafi hann gert samkomulag um málið og við það yrði að standa. Halldór Blöndal Ragnhildur Helgadóttir (S-Rv) sagði að slitnað hafi upp úr fyrra stjórnarsamstarfi m.a. vegna kröfu Sjálfstæðisflokks um tvö þrep í virð- isaukaskatti. Sá hafi verið aðdrag- andi núverandi ríkisstjórnar, sem standi fyrir stöðugri kjaraskerðingu í landinu. Þorsteinn Pálsson (S-Sl) sagði að Júlíus Sólnes hafi fremur talað sem ráðherra Spaugstofu en Hag- stofu. Þingflokkur Framsóknar bæri fulla ábyrgð á stjórnarstefn- unni um eitt virðisaukastig. Olafúr Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði verðlækkun matvöru framundan, á fyrstu vikum nýs árs: mjólk lækkaði um |I0%, dilkakjöt um 5-10%, fiskur um '10% og ferskt grænmeti um 10%. Guðmundur H. Garðarsson (S- Rv) sagði að heimildir Kjararann- sóknarnefndar stæðu til þess að kaupmáttur hafi rýrnað um 13-14% í tíð þessarar ríkisstjórnar. Ljóst væri að með komu virðisaukaskatts rýrnaði hann enn, trúlega um allt að 4%, hvað sem liði talnaleikjum ijármálaráðherrans. Fleiri þingmenn tóku þátt í um- ræðunni. Eyjólfur Konráð Jónsson í EFTA-EB umræðu: Meiri kraft í tvíhliða viðræður við EB Samflot og tvíhliða viðræður, sagði sj ávarútvegsráðherra Eyjólfúr Konráð Jónsson (S-Rv) sagði það afdráttarlausa skoðun Sjálfstæðisflokksins að taka eigi upp beinar viðræður við Evrópu- bandalagið um breytingar á bókun 6 til að treysta viðskiptalega stöðu okkar á Evrópumarkaði. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra sagði ekki um tvennt að velja, EFTA-viðræður við EB eða tvíhliða viðræður íslands og EB, heldur þyrfti að fara báðar leiðirnar. Ingi Björn Albertsson (FH-Rv) var fyrstur á mælendaskrá í fram- haldsumræðu um skýrslu utanríkis- ráðherra [viðræður EFTA og EB], sem fram var haldið á Alþingi í gær. Ingi Björn sagði að við yrðum að ganga til þessara viðræðna með opnum, jákvæðum huga — en fara þó að öllu með gát. Þróunin kunni að vera í átt til Bandalags Evrópu, það er til eins hagkerfis og eins gjaldmiðils. Við mættum ekki ein- angrast, en yrðum að standa vörð um undirstöður efnahagslegs full- veldis okkar: auðlindir sjávar og orkuna. Ef rétt væri á málum hald- ið gæti skammstöfunin EB staðið fyrir eitthvað betra. Eyjólfur Konráð Jónsson (S- Rv) rakti ítarlega störf þingkjörinn- ar nefndar, sem hann er formaður í, og kannað hefur „þróun sem fyr- ir dyrum stendur í Evrópu, einkan- lega með tilliti til ákvörðunar EB um sameiginlegan innri rnarkað". Hann sagði sjálfsagt og eðlilegt að halda áfram störfum í EFTA, enda hafi vera okkar þar borið ríkulegan árangur: EFTA-ríkin hafi lýst yfir fríverzlun með fisk. Starfið næstu vikur og mánuði eigi þó ekki að einskorðast við viðræður um gagn- kvæm samskipti EFTA og EB. Leggja verði samliða ríka áherzlu á tvíhliða viðræður milli Islands og EB, m.a. um breytingar á bókun 6. Eyjólfur staðhæfði að „fiskveiði- stefna“, sem mótaði afstöðu EB- ríkja innbyrðis, þyrfti ekki að ná til samninga við ríki utan EB, þ.e. að fiskveiðiréttindi kæmu gegn tollfríðindum. Enginn hefði umboð, hvorki þings né þjóðar, til að semja út á við á þeim forsendum. EB hefur, sagði hann, gert fjölda samn- inga við ýmsar þjóðir um viðskipta- málefni án þess að fiskveiðiheimild- ir bæri á góma — og hvaða fisk- veiðiréttindi ætti EB að ásælast í Sviss eða Austurríki eða Ungveija- landi. Eyjólfur sagði að eftir að þær þjóðir, sem mest kaupa af saitfiski héðan, gengu í EB, leggist mun hærri tollar á þessa útflutningsvöru okkar heldur en fyrirhugað var. í bókun 6. Það er fullkomið sanngirn- ismál, sagði hann, að Evrópubanda- . lagið endurskoði þessi ákvæði. Við höfum þegar fellt niður tolla af meginþorra iðnvarnings frá EB- löndum. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagði ekki um tvennt að velja, annaðhvort samflot innan EFTA í viðræðum við EB eða tvíhlíða viðræður íslands og EFTA, heldur þyrfti að fara báðar leiðir. Það hafi hinsvegar torveldað síðari kostinn að EB hafi haft þá stefnu að fiskveiðiréttindi komi fyrir toll- fríðindi. Sjávarútvegsráðherra sagði það sína skoðun að á einhveiju stigi máls kæmu tvíhliða viðræður ríku- legar inn í myndina. Semja mætti um rannsóknir og verndun fiski- stofna, framboð og gæði á ferskum fiski og hugsanlega gagnkvæm skipti á veiðirétti. Hann sagði að kolmunninn væri sameiginlegur stofn sem semja þyrfti um eins og samið hafi verið um loðnuna. Þar hafi verið samið um gagnkvæman veiðirétt. Fleiri þingmenn tóku til máls þó ekki verði frekar rakið að sinni. mSELFOSSI. Skotfélag Suðurlands tekur formlega í notkun nýtt æfingasvæði í skotfimi laugardaginn 25. nóvem- ber. Æfingasvæðið er í Ölfusi, norð- an Óseyrarvegar. Á nýja æfingasvæðinu hefur ver- ið komið upp tveimur leirdúfuköst- urum og steyptum pöllum, fyrir skytturnar, samkvæmt ólympíu- staðli. — Sig. Jóns. ■ AÐALFUNDUR Félagsins ís- land—Palestína verður haldinn í Lækjarbrekku sunnudaginn 26. nóvember kl. 15. Á fundinum flytur Salman Tamimi ávarp sem nefnist „Intifada 2 ára“, og verða umræður að því loknu. ■ NÁTTÚRUVERNDARFÉ- LAG Suðvesturlands fer göngu- ferð um Fossvogsdal sunnudag- inn 26 nóvember. Farið verður kl. 10 frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogsdal. Gengið verður um dalinn að sunnanverðu og til baka að norðan. Áætlað er að gangan taki um tvo klukkutíma. ■ DANS- og dægurlagahljóm- sveitin „Gömlu Brýnin“ fer í sína fyrstu ferð út á landsbyggðina nú um helgina, og mun hún skemmta á Hótel Akranesi í kvöld, laugar- dagskvöld. Um næstu helgi er för- inni svo heitið til Vestmannaeyja. Hljómsveitin hóf starfsemi nú í haust, en liðsmenn hennar hafa leikið með ýmsum þekktum rokk- og danshljómsveitum í gegnum tíðina^ ■ JÓN Baldvinsson opnaði í síðustu viku sýningu á rúmlega tuttugu olíumálverkum í hliðarsöl- um Islensku óperunnar. Opnun sýningarinnar fór saman við frum- sýningu á óperunni Tosca. Sýning- in stendur um óákveðinn tíma og er opin daglega frá kl. 16-19. Vorum a.ö taka upp sendingar af: Jakkafötum Stökum jökkum Peysum Sokkum Ullarfrökkum Mittisjökkum Skyrtum Skóm Vatteruðum frökkum Úlpum Bindum Opiö virka daga frá kJL 9-18, laugardag frá kl. 10-16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.