Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 42
££ 9U0A(iaAÍW' 'f?\ t llj MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25: N' 'im Framsóknarmenn í Reykjaneskjördæmi: Skerðingu vaxta- bóta mótmælt KJÖRDÆMISRÁÐ framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi sam- þykkti ályktun í byrjun mánaðarins, þar sem mótmælt er skerðingu bóta vegna vaxtagrteiðslna íbúðakaupenda. Hilmar F. Thorarensen, einn flutningsmanna tillögunnar segir að tilefiiið sé, að síðustu daga þings síðastliðið vor hafi verið samþykkt lög um vaxtabætur, sem hafi í för með sér að hámarks bætur skerðist um helming frá því sem fyrri reglur kváðu á um. Hilmar segir að upphaflega hafi __þessi mótmæli verið samþykkt á aðalfundi Félags framsóknarmanna á Seltjarnarnesi og síðan tillaga sama efnis á kjördæmisþinginu. Hann segir að málið verði ennfrem- ur borið upp á fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á laugardag með það markmið að þingmenn fái um það fyrirmæli frá miðstjórn að breyta iögunum þannig, að vaxta- bætur verði ekki lakari en sam- kvæmt fyrri reglum. í ályktun kjördæmisráðsins er vakin athygli á því, að „greiðslu- byrði húsnæðiskaupenda er nú eins og verst hefur verið á þessum ára- tug.“ Sagt er að því valdi misgengj y launa og lánskjara. Þá segir: „I ofanálag hafa þingmenn ítrekað á BÍÓHöLLIN hefúr tekið til sýn- inga myndina „Ungi Einstein". Höfúndur handrits og leikstjóri er Yahoo Serious sem einnig fer með eitt aðalhlutverka ásamt Peewee Wilson. Þó Albert Einstein sé af sveita- fólki kominn beinist hugur hans undanförnum árum rýrt möguleika einstaklinga til að eignast húsnæði með því að taka æ minna tillit til greiðslna vaxta og verðbóta við ákvörðun tekjuskatts.“ Hilmar segir að svo virtist sem þingmenn gerðu sér ekki grein fyr- ir hvað þeir hafi verið að sam- þykkja síðastliðið vor. Stjórnmála- menn segi það vera stefnu 'sína að stuðla að því að sem flestir einstakl- ingar eigi sitt eigið húsnæði. „Verk- in tala hins vegar á allt annan máta en yfirlýsingar stjórnmála- manna gefa til kynna.“ Lokaorð ályktunar kjördæmis- þingsins eru að skora á „alla al- þingismenn að taka þessi mál til endurskoðunar og færa þau í ekki lakara horf en var með lögum nr. -75/1981.“ ekki að landbúnaði. Hann er grúsk- ari mikill og finnur upp það snjall- ræði að kljúfa bjóratóm sem veldur því að gos kemst í bjór. Hann þarf að útvega sér einkaleyfi og þá hefst barátta við óprúttna náunga. Form- úlu Einsteins er stolið og útkoman verður atómsprengja í höndum glæpamanna. M KYRRÐARDAGAR verða í Skálholti 30. nóvembertil 2. desem- ber, við upphaf aðventu. Leiðbein- andi verður séra Karl Sigurbjörns- son. Á kyrrðardögum er nokkrum dögum varið til sjálfsprófunar og andlegrar uppbyggingar. í fréttatil- kynningu frá Skálholtsskóla segir að kyrrðardagar krefjist þess eins af þátttakendum að þeir finni sig þurfandi fyrir íhugun og ferð til móts við dýptir sjálfsins og frið. Dagskrá kyrrðardaga einkennist af íhugun og bæn. Skömmu eftir að þátttakendur koma í Skálholt og hafa kynnst lítið eitt heldir þögn innreið og er hún ekki rofin fyrr en að skilnaðarstund er komið, ef tilbeiðsla í helgihaldi er undanskilin. Fjöldi þáttakenda er takmarkaður en allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Skráning er á Biskups- stofú. H FYRSTI sunnudagur í jóla- föstu er í ár þriðji desember. Ein- hver misskilningur virðist vera á kreiki um upphaf aðventunnar í ár og hafði Morgunblaðið spurnir af því, að einhveijir hafi verið farnir að skreyta aðventukransa og festa kaup á aðventukertum til að tendra núna á^sunnudaginn, 26. nóvember. Það sem hefur ruglað fólk í ríminu er að aðfangadagur, 24. desember, er að þessu sinni á sunnudegi. Margir, þar á meðal nokkrir útgefendur dagatala, virð- ast hafa talið að hann teldist ekki til jólaföstunnar og því ætti hún að hefjast íjórum sunnudögum fyr- ir aðfangadag. Opinber fæðingar- dagur Krists og hinn eiginlegi jóla- dagur er hins vegar 25. desember. Aðfangadagur er því síðasti dagur- inn á jólaföstu og fjórði sunnudagur í aðventu. I dagatölum frá nokkrum verzl- unum og fyrirtækjum er fyrsti sunnudagur í jólaföstu skráður 26. nóvember, og hefur það ýtt undir ruglinginn. Nokkur brögð munu vera að því að fólk hringi í sóknar- presta til að fá áreiðanlegar upplýs- ingar um upphaf aðventunnar. ■ HIÐ íslenska náttúrufræðifé- lag gengst fyrir fyrirlestri í stofu 101 í Odda klukkan 20.30 mánu- dagskvöldið 27. nóvember. Þar munu Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur og Kjartan G. Magnússon stærðfræðingur fjalla um rannsóknir á samspili milli stofna þorsks og loðnu. Meðal ann- ars verður sagt frá nýju hermilíkani á samspili þessara tveggja stofna og af því hvaða áhrif mismiklar loðnuveiðar hafa á vöxt og afrakst- ur þorskstofnsins. ■ KONFEKTKVÖLD Kven- stúdentafélagsins verður 4. des- ember í Matreiðsluskólanum okk- ar, Bæjarhrauni 16, og hefst kl. 20.30. Aðgangur er takmarkaður, en nánari upplýsingar eru veittar í fréttabréfi félagsins. Meðal annars verður rætt um styrk til kvenna, sem félagið veitir í febrúar. Úr myndinni „Ungi Einstein“ sem BíóhöIIin sýnir þessa dagana. Bíóhöllin sýnir „Ungi Einsteinu ÁRNAÐ HEILLA ára aftnæli. Á morgun, 26. nóvember, verður áttræð Pála Katrín Einars- dóttir, frá Hörgslandi á Síðu, V-Skaíl., til heimilis á Framnesvegi 46, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í Víkingasal Hótels Loftleiða á afmælisdaginn kl. 15-18. ára afmæli. Á morgun, 26. nóvember, er sjö- tug Jósíana Magnúsdóttir, Lindargötu 14, Reykjavík. Hún og maður hennar, Stein- ar Guðmundsson, taka á móti gestum í Skíðaskálanum í Hveradölum, kl. 15-17 á af- mælisdaginn. ára afmæli. í dag, 25. nóvember, er sextug frú Sigríður Sigurðardótt- ir, Bjarmalandi 4, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Grétar Árnason og ætla þau að taka á móti gest- um á heimili sínu kl. 18—21 í kvöld, afmælisdaginn. lEjt'1.989 ' 1 1 Jóhann fyrir of- an miðju í Belgrad Skák Margeir Pétursson HEIMSMEISTARINN í skák, Gary Kasparov, heldur áfram sigurgöngu sinni á stórmótinu í Belgrad í Júgóslavíu. Hann hefúr unnið fimm af fyrstu sjö skákunum og er Iangefstur á mótinu með sex vinninga. Jó- hann Hjartarson hefúr byrjað vel, gerði fyrst fjögur jaíútefli við þá Damljanovic og Ljubojevic, Timman og Ehlvest, en vann síðan skák- meistara Júgóslavíu í ár, Zdenko Kozul, og Norðmann- inn Simen Agdestein. Þar með var Jóhann kominn einn í ann- að sætið, en í sjöundu um- Jóhann Hjartarson ferðinni tapaði hann fyrir Nig- el Shórt, með hvítu. Næstbezt að vígi á mótinu stend- t.d. í fyrsta skipti sem Jóhanni ur Timman með fjóran og hálfan tekst að leggja kappann að velli. vinning, en síðan koma þeir Jó- Hvítt: Simen Agdestein hann, Short, Jusupov og Ehlvest Svart: Jóhann Hjartarson í 3.-6. sæti með fjóra vinninga. Drottningarindversk vörn Júgóslavarnir á mótinu hafa 1. d4 — Rf6 2. c4 — e6 3. Rf3 valdið miklum vonbrigðum, Pre- — b6 4. g3 — Ba6 5. Rbd2 — drag Nikolic er efstur þeirra í c5 6. Bg2 — Bb7 7. e4 — cxd4 7.-8. sæti með Agdestein með Hér þykir varhugavert að leika 3 v. Þeir Ljubojevic, Damlj- 7. — Rxe4, eftir 8. Re5 verður anovic, Popovic eru næstir og svartur að gæta sín á gildrunni hinn 23ja ára gamli Kozul virðist 8. — Rc3?? 9. Dh5 — g6 10. ekki hafa aflað sér nægrar Dh3! og vinnur. reynslu, því hann er neðstur með 8. Rxd4— Bc5! 9. Rc2 — Dc7 einn vinning. E.t.v. eru Júgósla- 10. 0-0 — Be7 vamir þreyttir eftir frábæran árangur í heimsmeistarakeppni landsliða í Luzern þar sem þeir náðu 2. sæti. Það er vel hugsanlegt að Gary Kasparov komist upp fyrir 2.800 skákstig, en það hefur engum tekist áður. Til að ná því marki reiknast mér til að hann þurfi 9 vinninga á mótinu, eða þijá úr síðustu fjórum skákunum. Sem kunnugt er sló Kasparov gamalt stigamet Bobbys Fischers í Til- ■ burg á dögunum og er talinn verða með 2.790 stig á 1. janúar- Svartur má vel við stöðuna út listanum, ef stig hans breytast úr byijuninni una, hvítu riddar- ekki í Belgrad. Eins og Jóhann arnir standa báðir mjög klaufa- Þórir Jónsson, ristjóri benti á í lega. Síðasti leikur hans bendir nýlegu hefti tímaritsins Skákar, til þess að hann ætli að stilla upp þá sannar þetta engan veginn hefðbundinni „broddgaltar- að Kasparov sé sterkari skák- stöðu“, þ.e. með peð á e6, d6, maður en Fischer, eins og hamr- b6 og a6. En nú lagðist Agde- að hefur verið á í mörgum erlend- stein í þunga þanka og lagði út um og innlendum blöðum, þó í algerlega ótímabæra atlögu. ekki hér í Morgunblaðinu. 11. e5? — Bxg2 12. exfB Bxfl Forsendur stigaútreiknings 13. fxe7 — Bd3! hafa breyst mikið síðan Fischer Betra en 13. — Bxc4 14. Dg4 var upp á sitt bezta og munar — Bd5 15. Dxg7 — Dxc4 16. mestu að nú er í reglum að sigur- Dxh8-i— Ke7 17. Rf3 og staðan vegari móts getur ekki tapað er tvísýn. stigum. Þá virðist sem lítilsháttar 14. Df3 — Bxc2 15. Dxa8 — bólga hafi orðið í stigakerfinu frá Kxe7 16. b3 — Hd8 17. Ba3+ því Fischer var upp á sitt bezta. — Ke8 18. Df3 — De5 19. Hcl Það er því fráleitt að líta á stigin — Bg6 sem einhverskonar hlutlægan Svartur hefur gefið skipta- mælikvarða á árangur skák- muninn til baka, en er enn peði manna á mismunandi tímum, yfir og fyrir það hefur hvítur hver listi verður að skoðast sjálf- engar bætur. Vinningurinn er þó stætt. ekki auðsóttur, en Agdestein var Það er því rétt að taka undir orðinn naumur á tíma og Jóhann harða gagnrýni ritstjórans á bætir stöðu sína fljótt og örugg- þennan stigasamanburð, en auð- lega. vitað hefur Kasparov formlega 20. Ddl — Dd4 21. Bb4 — f6 séð slegið metið. 22. Bc3 — Dd3 23. h4 — h6 24. Jóhann hefur nú teflt mun Bal — Rc6 25. Hc3 — Df5 26. traustar en í fyrri mótum ársins, g4 — Df4 27. Hg3 — Kf7 28. en hann hefur átt sérstaklega g5 — hxg5 erfitt uppdráttar í seinni hluta Hér hefði svartur ekki þurft mótanna. Andstæðingar hans í að taka mark á örvæntingarfullu síðustu umferðunum eru Ka- sprikli hvíts og getað leyft sér sparov, gegn honum hefur Jó- að leika 28. — Dxh4. hann svart, Nikolic, Jusupov og 29. hxg5 — f5 30. Rf3 — d5 31. Popovic. Miðað við þessa erfiðu cxd5 — Hxd5 32. Dc2? andstæðinga virðist Jóhann Afleikur í tapaðri stöðu. mega nokkuð vel Við 50% vinn- 32. — Dd6! 33. Hh3 — Hdl+ 34. ingshlutfall una, eða 5 v. Kg2 — Hxal og hvítur gafst Við skuium nú líta á sigur upp. Þegar Agdestein lék afleikn- Jóhanns yfir Norðurlandameist- um í 32. leik hélt hann sig geta aranum, en fáir skákmenn hafa leikið 35. Dxc6 — Dxc6 36. Re5+ betra skor gegn íslensku stór- í lokastöðunni, en sá nú að ridd- meisturunum en hann. Þetta er arinn er leppur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.