Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR sunnudagur 10. DESEMBER 1989 + Faðir okkar, tengdafaðir og afi SVANUR STEINDÓRSSON prentarl Ásvallagötu 29, Reykjavfk, lést í Vífilsstaðaspítala fimmtudaginn 7. desember. Þórir Svansson, Matthildur Þórarinsdóttir, Svanhildur Svansdóttir, Svanur Þorsteinsson og barnabörn. t 'Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FINNUR RICHTER fyrrverandi brunavörður, Bústaðavegi 79, sem lést 2. desember verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 12. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög. Ragnhildur Richter, Kristján Richter, Ingunn Þorvaldsdóttir, Þórdís Richter, Valdimar Einarsson, Ingibjörg Richter, Júlíus Hafsteinsson, Ragnhildur Richter, Maria Richter, Jón Yngvi Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall eigin- manns míns, ÁSGRÍMS SIGURÐSSONAR, Selási 7, Egilsstöðum. Guð blessi ykkur öll. Steinvör Þórarinsdóttir. + Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur sam- úð við andlát og útför HALLDÓRU GUÐNADÓTTUR frá Eskifirði. Fyrir hönd œttingja hinnar látnu, . Erna Aðalheiður Guðjónsdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu hlýhug og samúð við ’ fráfall og útför INGIBJARGAR INGIMUNDARDÓTTUR, Gullteigi 12. Sigurður Sveinbjörnsson, Sveinbjörg Sigurðardóttir, Guðmundur Sigurðsson, Karl F. Sigurðsson, + Ég vil færa öllum ferðafélögum mínum, svo og starfsfólki Sam- vinnuferða - Landsýnar fyrir alveg sérstaka hjálpsemi og hlýhug við fráfall eiginmanns míns, ÞÓRARINS ANDRÉSSONAR, þann 14. október sl. Guð blessi ykkur öll. Kristín Hinriksdóttir, Skólavörðusti'g 22A. + Innilégar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinóttu við andlát og jarðarför ODDGEIRS PÉTURSSONAR, Grýtubakka 28, Anna Árnadóttir, Gígja Friðgeirsdóttir, Örn Erlendsson, Árni Hrafn Árnason, Hlín P. Wium, Örlygur Oddgeirsson, Jóhanna Kr. Hauksdóttir, Þorbjörg Á. Oddgeirsdóttir, Óttar Geirsson, Auður Oddgeirsdóttir, Árni V. Árnason, Pótur Oddgelrsson, Krlstrún Tómasdóttir, Sigurgeir Oddgeirsson, barnabörn og barnabarnabarn. Anna B. Böðvarsdótt- ir frá Laugarvatni Þegar það varð ljóst á liðnu hausti, að Anna Böðvarsdóttir væri alvarlega veik og að vart mundi vera um bata að ræða, setti alla hljóða hér á Laugarvatni. Anna hafði þar til fyrir tveimur árum verið símstjóri hér og afar vel látin af öllum. Hún var glaðvær og alúðleg í framkomu, án þess að því fylgdi nokkurt smjaður. Það átti hún ekki til. Kynni mín af Önnu hafa staðið um 30 ára skeið, og milli okkar myndaðist afar nota- leg vinátta, sem auðvitað — eins og öll sönn vinátta — stendur af sér storma og hríðir og er mest um vert, þegar mest á reynir. Þannig reyndist hún mér sannur vinur í djúpri sorg sem ég varð fyrir. Fyrir slíkt er aldrei hægt að þakka með orðum, en ég hefði viljað geta sagt henni, hve mikið hún hjálpaði mér. Anna hafði alltaf málefni að tala um, ekki bara fólk. Hún var kona með lifandi áhuga, og hún hafði hugrekki til þess að sinna áhuga- málum sínum. Þar á ég við, að hún var t.d. óháð því, hvort einhver vildi ferðast með henni, hún fór B'ara ein, og ég naut þess alltaf að hlusta á ferðasögur Önnu, þegar heim var komið. Hún stundaði íþróttir fram til þess er hún veiktist, t.d. synti hún flesta morgna allt árið. „Yndis- legasti vetur sem ég hef lifað, ég fór á skíði á hverjum degi og suma daga tvisvar,“ voru hennar orð við mig um síðastliðinn snjóavetur, þegar ég heimsótti hana sjúka nú í haust. Anna var mikil hannyrðakona, og allt varð fallegt í höndum henn- ar, t.d. hosur á börnin skyld og vandalaus, heklaðir dúkar o.fl. Þetta og ýmsa fleiri muni gaf hún út og suður. Og nú er hún allt í einu horfin. Ekkert er skrítið við að deyja, en það er skrítið að vera búin að missa hana héðan. Hennar er saknað, en eitt sinn sagði prest- ur í líkræðu: „Sá einn er fátækur sem einskis manns saknar.“ Því þakka ég samfylgdina og þann auð að hafa átt Önnu Böðvars- dóttur fyrir vin. Adda Geirsdóttir Okkur langar til að minnast með nokkrum orðum elsk'u ömmu okkar sem í dag verður borin til grafar í grafreitnum við Laugarvatn, í brekkunni fyrir ofan heimili hennar. Hún hét fullu nafni Anna Berg- ljót Böðvarsdóttir og fæddist 19. júní 1917 á Laugarvatni. Frá því að ég kom á Laugarvatn og systkini mín fæddust höfum við notið nærveru hennar við leik og störf í gegnum líf okkar og æsku. Amma okkar var mikill náttúru- unnandi og heilluð af fæðingarstað sínum, Laugarvatni, sem hún kenndi okkur að meta að verðleik- um og fegurð. Okkur eru ákaflega minnisstæðir óteljandi göngutúrar í kringum Laugarvatn eins og út á Velli, upp í Helgadal og út á Langa- mel. Þegar voraði eftir langan vetur hringdi amma ávallt til okkar og bauð einhveijum okkar með sér í göngutúra sem færðu okkur yl sum- arsins eftir kulda veturarins Á ferð- um þessum sagði hún okkur marg- ar sögur af því þegar hún var að vaxa úr grasi og var send á staði til að sitja yfír kindum og sækja Jiésta. Inn í sögur þessar spunnust ör- nefni staðanna í kring og kennileiti þeirra. Svo heilluð var ég af þessum fróðleiksmolum að ég notaði þá seinna meir við ritgerðarsmíð í námi. Á heimleið eftir gönguferðirnar, þegar séð var til Laugarvatns, var stoppað á Hálsinum og við spurð hvort við kynnum vísuna sem hún kenndi okkur öllum: Af Hálsinum starði ég hugfanginn á hverareykinn sig teygja hátt yfir vatnið í himininn hverfa, týnast og - deyja. Þó að Benjamin Berg næði ekki að fara í göngutúrana löngu var hann ávallt með þegar við sóttum ömmu heim og þáðum „bakkelsið" hennar góða. Amma bakaði nefni- lega bestu kleinur í heimi og hvera- bakaða brauðið hennar var víðfrægt. Amma var alltaf íþróttakona í sér, stundaði sund eins lengi og hún gat enda kenndi hún okkur öllum fyrstu sundtökin. Síðastliðinn vetur var mörgum þungur í skauti, en ekki ömmu, því ekkert fannst henni eins gott og að komast sem oftast á gönguskíði. Við fengum oft að vera með í för, þó sérstaklega Sab- ína, sem ömmu þótti svo gaman að kalla Skrækju (Erika) Hess í þessum ferðum. Amma var með mikla og góða kímnigáfu. Hér er stiklað á stóru um það sem okkur er minnisstæðast um elsku ömmu okkar sem var okkur ætíð svo ljúf og góð og kenndi okk- ur svo margt, Ömmu sem veiktist svo skyndilega og þurfti að beijast af öllum þrótti við sjúkjeika sinn. En amma var hvíldar þurfi. Elsku góði guð! Varðveittu ömmu okkar, minningu hennar og hjart- kæra eftirlifandi afa okkar um ókomna framtíð. Fyrir mína hönd, Mikaels, Sabínu og Benjamíns. Guðný Þorbjörg Ólafsdóttir í dag fer fram frá Skálholts- kirkju útför Önnu Böðvarsdóttur, fyrrverandi stöðvarstjóra Pósts og ÚTFAR ARÞIÓNU5TA OG LIKKISTUSMÍÐI í L^KKLSTiííVliMNLIS E YVINDA R ARHA&Q'UAM I.SYÍ:&’ 51, » V'K. Stm-AR. Í3.4.EÍ, '3?T23 + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, INGIBERGS J. JÓNSSONAR frá Drangsnesi, Jóni'na S. Pálmadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. síma á Laugarvatni. Hún lést, eftir stutta sjúkdómslegu, laugardaginn 2. desember sl. Með Önnu er gengin mikil mann- kosta kona. Mér auðnaðist að kynn- ast henni nokkuð, vegna samstarfs okkar í félagi stöðvarstjóra Pósts og síma, en þar var Anna mjög virkur félagi og sinnti þar stjórnar- störfum um árabil. Hun var mjög heilsteypt kona, tillögugóð, greind, ákveðin í skoðunum og alltaf reiðu- búin að vinna að málefnum stéttar- félags síns. Hún mætti vel á fundum í stpðvarstjórafélaginu og skipti ekki máli þótt fara þyrfti langan veg til fundanna en reynt var að hafa þá til skiþtis víðsvegar um landið. Það sýndi vel áhuga hennar fyrir þessu félagsstarfi og úrbótum á launakjörum stöðvarstjóra. Það voru ekki margir fundir haldnir án þess að Anna væri með í röðum viðstaddra. Þegar landsfundur Félags íslenskra símamanna var haldinn í Hveragerði 16. og 17. nóvember sl. fréttum við að Anna lægi á sjúkra- húsinu á Selfossi. Fórum við þá nokkur með blómvönd til hennar og kveðjur frá gömlum félögum, sem fundinn sátu og hún þekkti flesta svo vel. Ég held að henni hafi þótt vænt um að fá þessar kveðjur. En við áttum öll von á að sjá hana aftur með glöðu yfirbragði eftir unninn sigur á sjúkdómnum, sem hún barðist við. En það fór á annan veg. Hún lést á sjúkrahúsinu aðfaranótt laugardagsins 2. desem- ber. Við kveðjum hana með þakk- læti og virðingu. Blessuð sé minning hennar. Fyrir mína hönd og félagsmanna í stöðvarstjórafélaginu votta ég eft- irlifandi eiginmanni og afkomend- um hennar innilegustu samúðar- kveðjur. Hermann Guðmundsson, Akranesi. Þú, bláfylla geimur með heiðjöklahring, um hásumar flý ég þér að hjarta. 0, tak mig í faðm. Minn söknuð burt ég syng Um sumarkvöld við álftavatnið bjarta. (Stgr. Thorst.) I dag kveðjum við konu sem gaf okkur öllum svo mikið. Ég er viss 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiðöllkvöld tíl kl. 22,- eirtnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.