Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÚTVARP/SJÓNVARP SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 35 Rás 1: Miðdegissagan ■■■ í dag byijar lestur W 1 q 30 nýrrar Miðdegissögu lö — á Rás 1. Það er Sama- staður í tilverunni eftir Málfríði Einarsdóttur. Steinunn Sigurð- ardóttir les. Málfríður er einn sérkennilegasti höfundur okkar í seinni tíð og lýsti Guðbergur Bergson henni eftirminnilega í útvarpsþætti á á dögunum. Samastaður í tilverunni var fyrsta bók hennar, háaldraðrar, en hún er látin fyrir nokkrum árum. í bókinni rekur hún ýms- _ , . ar minningar sínar m.a. frá Málfríður Einarsdóttir. uppvaxtarárum í Borgarfirði. Þar fæddist hún um aldamót. En bæk- ur hennar fjalla ekki um neina ákveðna staði, heldur lýsa umfram allt hugarheimi höfundar sem vissulega átti sér fáa líka. EFF EMM FM 95,7 7.00 Arnar Bjarnason býður fyrirtækjum upp á brauð og kökurfrá Grensásbakarii. 10.00 ivar Guðmundsson. Létt mánudags- tóniist og kjaftasögur af Billanum. 13.00 Sigurður Ragnarsson. Tónlist. 16.00 Jóhann Jóhannsson. 19.00 Gunný Mekkinósson. 22.00 Ragnar Vilhjálmsson. „Ekki er þetta fagur söngur hjá 76 ára gömlum manni." 6-pack kl. 22.45-23.15. 1.00 Næturdagskrá hjá FM 95,7. STJARNAN FM102 7.00 Bjarni Haukur Þórsson. Morgunþátt- ur á Stjörnunni. Ungir íslendingar í spjalli og leigubílaleikurinn á sínum stað kl. 7.30. 11.00 Snorri Sturluson. Hádegisverðarleik- ur Stjörnunnar og Viva-Strætó kl. 11.30 15.00 Sigurður Helgi Hlöðversson. Mikið af nýrri tónlist. 19.00 Ekkert kjaftæði - stanslaus tónlist. 20.00 Breski vinsældarlistinn/Bandaríski vinsældarlistinn. Snorri Sturluson kynnir stöðu laga á þessum vinsældarlistum. 22.00 Darri Ólason. 1.00 Björn Sigurðsson. Næturvakt sem segir sex. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00,22.00 og 24.00. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Áfram ísland. 2.00 Fréttir. 2.05 Eftirlætislögin. Svanhildur Jakobs- dóttir spjallar við Rúnar Júlíusson hljóm- listarmann, sem velur eftirlætislögin sín. (Endurtekinn þáttur frá þriðjudegi á Rás 1.) 3.00 „Blítt og létt...“ Endurtekinn sjó- mannaþáttur Gyðu Drafnar Tryggvadóttur frá liðnu kvöldi. 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. Umsjón: Páll Heíðar Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. (Endur- tekinn þáttur frá deginum áður á Rás 1.) 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Lísa var það, heillin. Lísa Pálsdóttir fjallar um konur í tónlist. (Endurtekið úr- val frá miðvikudagskvöldi á Rás 2.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Á gallabuxum og gúmmískóm. Leikin lög frá sjötta og sjöunda áratugnum. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 kl. 8.10-8.30 og 18.03-19.00.Útvarp Norð- urland BYLGJAN FM 98,9 7.00 Sigursteinn Másson með fréttir af veðri, færð og kíkir i morgunblöðin. Tekin eru fyrir neytendamál. Bamasagan á sínum stað rétt fyrir 8. 9.00 Páll Þorsteinsson við hljóðnemann. Vinir og vandamenn kl. 9.30. Létt spjall við hlustendur, uppskrift dagsins valin. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Valdís Gunnarsdóttir tekur á mánu- dagsveikinni þegar að 13 dagar eru til jóla. Slúður og fleira skemmtilegt. Jólatón- listin allsráðandi. 15.00 Ágúst Héðinsson tekur púlsinn á þjóðfélaginu. Tónlist og fleira skemmti- legt, spjall og fólk í heimsókn. Getraun milli 16 og 17. 17.00 Síðdegisútvarp Bylgjunnar. Umsjón- armaður Haraldur Gíslason. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur. Sjónvarpið: Brageyrað ■■■■■ Senn tekur að fækka færum þeim, er íslenskir sjónvarpsá- OA 35 horfendur hafa til að tileinka sér hinar hefðbundnu reglur "v ljóðagerðar á skjánum, því í kvöld mun Árni Björnsson þjóðháttafræðingur flytja fjórða þátt sinn af sex. Árni er þar staddur í fræðunum, að ferskeytlan góða er nú að baki en umfjöllun hafin um hringhenduna. í fjórða þætti tekur Ámi svo upp þráðinn, þar sem frá var horfið í hringhendunni og svarar auk þess fyrirspurnum er borist hafa frá áhugasömum ljóðasmiðum í hópi áhorfenda. Odd- henda, braghenda og raðhenda bíða svo næstu þátta. 19.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 20.00 Ágúst Héöinsson á mánudagskvöldi. Tónlist og létt spjall tengt jólunum. 22.00 Frostrósir. Gunnlaugur Guðmunds- son stjömuspekingur og Pétur Steinn Guðmundsson fjalla um stjörnuspeki og stjörnumerki. Gestir líta inn, og er gestur þetta mánudagskvöld týpískur bogmað- ur, Ágústa Johnsen leikfimifrömuður. 24.00 Freymóður T. Sigurðsson á næturr- ölti. Fréttir á klukkutíma fresti frá 8-18. Stöð 2: Október ■■■■ Pjalakötturinn sýnir að þessu sinni eitt af meistaraverkum OQ 00 Sergei Eisenstein, Október, frá árinu 1927. Mynd þessi “ð var gerð í tilefni af tíu ára afmæli borgarastyrjaldarinnar 1917. Við gerð hennar var stuðst við fréttir fjölmiðla, fréttaljósmynd- ir og kvikmyndir frá þessum tíma. Auk þess var leitað sögulegrar vitneskju í ýmsum heimildaritum. Maltin: ★ ★ ★ ■ JÓHANNES Páll II páfí kom hingað til lands snemma í júní síðastliðnum, eins og mönnum er enn í fersku minni. Nærri má geta að páfi hefur ekki lagt leioð sína svo langt norður á bóginn til þess eins að sýna sig og sjá aðra, heldur átti hann erindi við fólkið, flutti því boðskap og sá boðskapur hans til íslendinga er viðfangsefni séra Hjalta Þorkelssonar í erindi sem hann flytur á fundi Félags kaþól- skra leikmanna mánudaginn 11. desember kl. 20.30 í Safnaðar- heimili kaþólskra, Hávallagötu 16. Allir eru velkomnir að hlýða á erindi séra Hjalta. ■ ÞINGEYRINGAR eru lystugir á list og jafnt þótt stutt sé á milli listviðburða. Miðvikudaginn 15. nóvember síðastliðinn heimsóttu séra Gunnar Björnsson og frú grunnskólann á Þingeyri og lék Gunnar á selló fyrir nemendur og kennara þeim til óblandinnar ánægju. Síðar settist hann við píanó skólans og allir tóku lagið. Næsta dag fóru þau, prestshjónin í Holti, vestur í Arnarfjörð og sóttu skóla- börn í Auðkúluhreppi heim. Laug- ardaginn 18. nóvember síðastliðinn voru nemendur Tónlistarskólans með samieik í félagsheimilinu og fluttu ýmis tónverk á flygil. Líka léku þau á blokkflautu og gítar. Húsfyllir var og að loknum hljóm- leikum var boðið upp á kaffi og hlaðborð. Nemendur skólans færðu skólastjóranum, Guðbjörgu LeifS' dóttur, 34 rauðar rósir frá verð- andi barnfóstrum. Fullorðnu fólki hefur fjölgað í tónlistarskólanum í vetur. Ix)ks hefur aðstaðan til tón- listarkennslu verið löguð í hólf og gólf svo sómi er að. - Hulda GÁRUR eftirElínu Pálmadóttur Sýningarglugginn á bílasiæðunum Mi enntamálaráðuneytið er að flytja í nýkeypta stjórnarráðsbyggingu, gamla Sambandshúsið við Sölv- hólsgötu. Verður brátt ekki leng- ur á tvist og bast um allan bæ. Hlýtur að vera að því mikið hag- ræði, fyrir starfsfólk og þá sem þar þurfa að reka erindi. Það þurfti þessi skrifari einn morgun- inn í vikunni. Reyndist óvænt ánægja að renna inn á bílastæð- ið. Var þar ekki búið að skrúfa af veggjum við auð stæði öll einkaleyfís-bilanúmerin! Nú máttu þeir, sem erindi eiga að reka í húsið, leggja bílum sínum þar án sektarkenndar. Svo notalegt að finna að að- komnir eru vel- komnir á stað- inn! Vonandi verður það hug- arfar áfram ríkjandi á þess- um stað menn- ingar og mennta, að hann sé ekki bara fyrir starfsfólkið og öll stæði ætluð því einu. Þóknist því ekki að nýta þau, þá standi þau bara auð. En slíkt er alsiða hjá opinberum stofunum. Og sýnir strax úti á stétt hugarfarið til gestkomandi og þeirra sem jafnvel eru boðaðir á staðinn. Þar er sýningargluggi á við- horfínu á staðnum. Erfiðleikamir á að koma frá sér bíl í miðbænum hafa löngum verið miklir og fara í desember- mánuði versnandi, þegar fólk streymir til jólainnkaupa í bæinn. Fyrir 1-2 áram átti ég eitt sinn erindi við Kvenfélagasambandið á Hallveigarstöðum. Vrti menn, var ekki laust stæði fyrir utan, era í húsið eða eiga þangað er- indi. Kannskí hefur þetta samtal orðið til þess að borgardómari tók þessi stæði á leigu — og merkti þau sérréttindabílum. Og kvenfélögin í húsinu merktu sér líka hvert sitt stæði. En Gárahöfundur er enn á því að ólöglegt — eða að minnsta kosti löglegt en siðlaust — sé fyrir opinberar stofnanir, sem fólk er nauðbeygt til að skipta við, að sýna valdsmannlega ut- anhúss að þær séu einungis fyr- ir starfsfólk. Og tryggja með merkingum að enginn annar # rr- •í** '-r 'W’.- 112 ' TZ/OWfl* sem bíllinn smaug inn í. Heyrist flautað. Kona þeytir flautuna fyrir aftan og kallar, hvort bílstjórinn vilji ekki víkja úr stæðinu, það sé aðeins fyrir starfsfólk borgardómara, sem er leiguliði í því húsi. Þótt stæðið væri ekki merkt, vék þessi kurt- eisi skrifari. Og fór að ræða um það við formann Bandalags kvenna í Reykjavík, sem er einn eigandi hússins. Kom þá í ljós að borgardómaraembættið átti engan rétt á bílastæðunum, hafði þau ekki einu sinni á leigu, hvorki sem einkastæði fyrir starfsfólk í húsinu eða til afnota fyrir þá vesalinga, sem boðaðir komi þar nærri, hvort sem verið er að nota stæðið eða ekki. í byggingareglugerðum er öllum húsum skylt að hafa tiltæk við húsið ákveðinn fjölda bílastæða. Og merkilegt er það ef þau stæði við opinberar byggingar, sem margir eiga erindi í, hafa ekki verið ætluð þeim líka. Löngum mæna menn á hring- sóli sínu um miðbæinn á lokuð og iðulega auð stæði Alþingis- hússins. Jafnlokuð þegar lítið er um fundi sem yfír háannatí- mann. Er þessi skrifari komst svo hátt í mannvirðingum að vera kjörinn varaþingmaður hér um árið og fá upp á það bréf, minntist hann á hringsóli sínu- um bæinn orða Páls Líndals, sem hafði skrifað undir þetta fína bréf. Hann hafði svarað í hálf- kæringi spumingunni um það hvað maður gerði við svona fínt skjal, með því að benda á að það kynni til dæmis að koma að noU um við að komast í bílastæði. í moksnjó þann sama vetur með tilheyrandi basli bíleigenda kom þessi bílstjóri auga á hálfautt alþingísstæðið, enda jólaleyfí og engir þingfundir. Freistingin sigraði og sveigt var að lokuðu slánni. Dyi'avörður kom úr Þórs- hamri og spurði hvort bílstjórinn væri þingmaður. Nei, en vara- þingmaður! Dugir.það? Hefurðu setið á Alþingi? Nei, ekki enn! Ja, þá gengur það ekkil Um þetta nálarauga var erfiðara að kom- ast en . . . Bréfið góða og virðu- lega dugði ekki einu sinni fyrir bílastæði í neyð. Nú er jólaumferðin að komast í algleyming í miðbænum og enn þrengir að. Að vísu eru komin tvö ný bflahús og bæta vísast úr. En tímunum saman mundi jafnvel jólasveinn varla komast ferða sinna — nema fljúgandi, jafnvel þótt þessir útlenskættuðu séu orðnir tæknivæddir (sjá mynd) og noti fljúgandi diska í stað huggulegra hreindýrasleða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.