Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 Minning: Guðjón F. Teitsson fyiTverandi forsijórí Fædd 14. febrúar 1906 Dáinn 2. maí 1990 í dag fer fram frá Neskirkju í Reykjavík útför Guðjóns Fjeldsteds Teitssonar, fyrrverandi forstjóra Skipaútgerðar ríkisins. Guðjón fæddist 14. febrúar 1906 að Grímarsstöðum í Andakílshreppi í Borgarfirði, sonur hjónanna þar, Teits Þorkels Símonarsonar, bónda og lengi oddvita og konu hans Ragnheiðar Daníelsdóttur Fjeldsted. Guðjón lauk gagnfræða- prófi frá Flensborgarskóla 1923 og burtfararprófi frá Samvinnuskólan- um 1926. Að prófi loknu vann hann fyrst við tollgæslu í Reykjavík og Vestmannaeyjum eitt ár 1927-28. Hann vann á skrifstofum Born- holms Dampskibsselskab í Kaup- mannahöfn veturinn 1928-29. Var í Skerrys College í Edinborg í þijá mánuði 1929. Hann var starfsmað- ur í dómsmálaráðuneytinu haustið 1929. Skrifstofustjóri Skipaútgerð- ar ríkisins frá stofnun hennar 1929-1953, og forstjóri Skipaút- gerðarinnar 1953-76. Guðjón var formaður og framkvæmdastjóri Verðlagsnefndar 1938-42. Hann var einn af stofnendum Samvinnu- mötuneytisins í Reykjavík og stjórn- arformaður þess 1934-46. Var í stjórn Taflfélags Reykjavíkur 1977. Hann þýddi og gaf út bókina í föð- urgarði. Hann var alla ævi mikill útivistarmaður, stundaði skíðasport og hestamennsku í tugi ára. Iþrótt- ir stundaði hann frá unga aldri og sýndi t.d. glímu opinberlega ásamt glímufélögum sínum í Kaupmanna- höfn 1929. Sund stundaði hann næstum fram á síðasta dag. Guðjón var mikill áhuga- og at- hafnamaður að hveiju sem hann gekk og tók mikinn þátt í lífinu í kringum sig, bæði opinberu lífi og einkalífi. Við sem þekktum hann og vorum vinir hans um áratuga skeið höfum margs að minnast í þeim efnum. — Skíðaferðir á vetrum upp á Hellsiheiði voru óteljandi og ferðirnar á Skarðsheiði á hveiju voru ófáar. Einn veturinn voru ferð- irnar á Hellisheiði orðnar 27 á gaml- ársdag. Guðjón var keppnismaður og kappsfullur og iðulega var keppt um það, hver í hópnum yrði fyrstur upp á Skálafell og dró Guðjón þá ekki af sér, enda oft fyrstur. — Hann lifði eina mestu umbrota- og breytingatíma, sem orðið hafa á þessu landi og var þátttakandi í þeim. Manni verður hugsað tii Einars Benediktssonar og orða hans „Hver ævi og saga, hvert alda bil, fer eina samleið, sem hrapandi straumur — Eilífðin sjálf hún er alein til, vor eigin tími er villa og draumur." frifafrífr í Kaupmannahöfn FÆST í ÐLAOASÖLUNNI A JÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG A RÁÐHÚSTORGI Þeir sem skópu sögu þessarar aldar og það þjóðfélag, sem við nú búum við, eru óðum að hverfa „sem hrap- andi straumur", en mikið verk hafa þeir skilið eftir sig og mikla sögu. Guðjón var skynsamur í besta lagi og hamhleypa til verka og þess sem hann tók sér fyrir hendur. Gengi hann á fund gleðinnar var hann allur í þeim leik og gleði hans var þá mikil. Mjög gestkvæmt var iðulega á heimili hans, og var hann þá hrókur alls fagnaðar og söng við raust, enda söngmaður mikill. Margir eru þeir, sem munu sakna gleðistunda með honum, en jafnan kunni hann sér þó hóf í gleðinni, enda var hann í raun varkár mað- ur. Eg hygg að hann hafi unað sér best við útivist, sem hann naut allt- af í ríkum mæli með félögum sínum. Guðjón var alla ævi ókvæntur og barnalus, en að honum standa fjölmennar og kunnar ættir. Um leið og ég þakka honum fyr- ir góða viðkynningu og margar ánægjustundir, votta ég ættingjum hans og aðstandendum innilega samúð. Egill Sigurgeirsson „Um tíma og eilífð í vitundarleysi er tíminn ei til, þótt tilveran breytist sífellt á eilífðarvegi, með hnetti á svifflugi í himins hyl, að hðfundar æðsta skipan, þó sjáist hann eigi. “ (Guðjón F. Teitsson, í Lesbók Mbl.) Myndræn lýsing á verki sköpun- ar, ósýnilegum höfundi, tímalausri tilveru. Fallegar kenningar eru perl- ur í skáldskap. Trúmálin hefur stundum borið á gómá. Mín afstaða var á hreinu. Sjálfur var hann harðlæstur á ytra borði. Hann vaggaði höfðinu og beygði skeifuna sína. „Eg held ekki.“ — Sannanir vantaði. — En svo kom hann til mín með saman- brotið blað í veskinu sínu, rétti mér og brosti. Eitt bros segir meira en mörg orð. Fyrir mér hafði hann afhjúpað sitt innsta leyndarmál. Hann hafði skrifað undir með eigin hendi. Þetta var hans innsigli. Tímalausa tilveran var í sjónmáli. Guðjón Fjeldsted Teitsson fyrr- verandi forstjóri Skipaútgerðar ríkisins var fæddur 14. febrúar 1906 á Grímarstöðum í Andakíls- hreppi í Borgarfirði og alinn upp þar. Foreldrar hans voru þau hjónin Teitur Símonarson bóndi (d. 1945) og Ragnheiður Daníelsdóttir Fjeldsted (d. 1933). Þau hjónin áttu 4 börn, Daníel (d. 7.’74), Sigurlaugu (d. 9.’68), Símon (d. 4.’87) og Guð- jón. Þau eru nú öll látin. Guðjón stundaði nám við Flens- borgarskóla 1920-23 og síðan Sam- vinnuskólann 1925-26. Haustið 1928 sigldi hann til Kaupmanna- hafnar og tók starf á skrifstofu Bornhoims Dampskibeselskab. Þar kynntist hann skipaútgerð á er- lendri grund og gerði það starf síðar að sínu ævistarfi. Eftir nám í Skerry’s College í Edinborg 1929 kom hann aftur til Islands og hóf störf í dómsmálaráðuneytinu við útgerð varðskipanna haustið 1929. I árslok 1929 var stofnuð Skipaút- gerð ríkisins og var Guðjón ráðinn skrifstofustjóri þar, og gegndi hann því starfi til 1953, að hann var ráð- inn forstjóri Skipaútgerðarinnar eftir að Pálmi Loftsson féll frá. Því starfi gegndi Guðjón í 23 ár til 1. nóvember 1976, að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hafði hann þá starfað fyrir Skipaútgerð- ina í tæp 47 ár. Árið 1966 voru sett lög um stjórnarnefnd Skipaút- gerðarinnar og var Guðjón formað- ur þar til 1. apríl 1977. Guðjón var fyrsti formaður og framkvæmdastjóri Verðlagsnefnd- ar 1938-42 og í stjórn Vinnuveit- endasambands íslands frá 1954-69. Hann var einn af stofnendum Sam- vinnumötuneytisins í Reykjavík og stjómarformaður meðan það var starfrækt 1934-46. Þá gegndi Guð- jón ýmsum öðrum opinberum trún- aðarstörfum. Á fyrstu forstjóraárum Guðjóns, árunum eftir stríðið, var margt öðru vísi en nú er. Samgöngur við dreif- býlið, flutningur á vörum og fólki, fóru að mestu fram á sjó með skip- um Skipaútgerðarinnar og var því mikið starf við að skipuleggja ferð- ir skipanna milli flestra hafna á landinu. Á tímabili voru farþega- skipin fimm, svefnpláss yfir 400 og farþegaflutningar á lengri leiðum að mestu leyti með þeim. Þetta breyttist um 1965, þegar innan- landsflug hófst með Fokker-vélum Flugfélagsins. Við flutninga á landi er gjarna miðað við yfir 300 km vegalengd sem lengri leiðir. Um 1960 er talið, að um helmingur af vöruflutningum á lengri leiðum hafi farið fram með skipum Skipaútgerðar. Síðar kom Eimskip og Sambandið inn í þá flutninga og vöruflutningar á landi stóijukust með stórum flutningabíl- um, sem þá komu til landsins. Forstjórinn var á þessum árum jafnan á vakt allan sólarhringinn og með sím_ann við rúmið. Flugsam- göngur vorú þá litlar innanlands, fáir flugvellir, vegir lélegir, og flutningatækin ekki stórtæk eins og nú. Hlutverk stjórnandans var því umfangsmikið. Guðjón lifði þarna tímana þrenna, tíma tveggja byltinga í samgöngumálum, fyrst við að koma á strandferðum og síðan við að draga saman og beygja sig fyrir nýrri tækni og framförum. Landhelgisgæslan var stofnuð 1952 og Pétur Sigurðsson ráðinn forstjóri hennar, en bókhald og skrifstofa var hjá Skipaútgerð. Áð- ur hafði stjórn varðskipanna verið á herðum Pálma Loftssonar og skrifstofustjóra hans. Guðjón kom því einnig við sögu stjórnar Land- helgisgæslunnar og tilheyrandi björgunarstörf. Á árunum eftir 1930 var land- helgin 3 mílur, flóar og firðir opnir fyrir veiðum og engar grunnlínur. Togararnir oft fyrir innan mörkin, en sigldu út fyrir, skömmu áður en varðskipið kom. Guðjóni þótti þetta afar einkennilegt og taldi brögð í tafli. Eftir að hafa skoðað stöðuna, komst hann að því, að togararnir hlutu að njósna um varðskipin og flytja boð um þau á rósamáli sín á milli með loftskeytum fyrir opnum tjöldum. Fékk hann loftskeyta- mann, Guðmund Pétursson, til að hlusta og skrá loftskeytasendin- garnar og fannst honum þá ætt- ræknin ótrúleg hjá skipstjórum. Þeir töluðu mikið um „ömmu“ sína, sem var mikið á ferðinni að gera hitt og þetta. Komst Guðjón að því, að „amman“ var varðskip hans. Gerði hann viðeigandi ráðstafanir og tók fyrir þessar njósnir um varð- skipin. Eftir þetta fékk Guðmundur viðurnefnið „Gvendur hlustarverk- ur“. Þannig tók Guðjón á hvetju máli. Nákvæmni og samviskusemi einkenndi öll hans störf. Hann hafði oft þann háttinn á, að leysa smáat- riðin fyrst og hin stærri síðast. Hann-lifði sig inn í starf sitt, helg- aði sig starfinu og sæti hans var ávallt vel skipað að allra dómi. Guðjón hafði háa og fallega söng- rödd, og hugurinn stóð til söng- náms, en til þess vantaði það afl, sem oft þarf til framkvæmda. Seinna fékk hann sér flygil og hóf nám á lyklaborðinu, en þá voru fing- urnir ekki ungir lengur. í jákvæðum hóþi skolaði söngvatnið þó öllum hömlum burt. Guðjón stóð þá gjarna upp, stillti tóninn, lifði sig_ inn í draumalandið, breiddi út faðminn til sönggyðjunnar, og söng til henn- ar af innri þörf og hjartans lyst og öllum þeim krafti, sem til var. I hita leiksins færðist litur ástarinnar yfir andlitið, þegar vel tókst. Þetta var sannkallaður „hjartatenór", sem enginn getur leikið eftir. Ógleymanlegt. Guðjón kvæntist aldrei og eign- aðist ekki börn, en í Borgarnesi á hann lítinn nafna, son Sigrúnar Símonardóttur bróðurdóttur sinnar. Húsið sitt á Hofsvallagötu byggði Guðjón árið 1949 ásamt Þorleifi Thorlacius, sem síðar var sendi- herra hjá Evrópuráðinu. Næsta hús byggði vinur Guðjóns, Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans og býr þar enn.. Fyrir rúmu ári sat ég ásamt fé- laga mínum á bekk í Sundlaug Vesturbæjar, þegar Guðjón gekk þar að venju á sundfötunum 'með sundtöskuna sína og sundhettuna, brosandi, léttur í spori og hraustleg- ur á leið út í skýli. Margir eru orðn- ir farlama gamalmenni á níræðis- aldri, en okkur kom saman um, að hann liti út fyrir að vera sextugur, og svona maður gæti vei orðið 100 ára. Þarna var heilsan í toppi, enda hafði Guðjón stundað íþróttir og heilsurækt frá barnæsku. Guðjón var svo ungur í anda, að furðu sætti. Ég man, að ég hlakkaði til að sjá Guðjón eftir 20 ár, en stóra glíman tók skjótan og óvæntan endi. Glíman við „Elli kerlingu" átti sér aldrei stað. Andstæðingur- inn laumaði á ósýnilegu bragði, sem kom innanfrá og lagði utan vallar þennan spengilega glímumann að velli á einu ári. Það er ennþá engin vörn til gegn slíkum glímubrögðum, þótt þeirra sé leitað með öllum til- tækum ráðum. Brögðin ósýnilegu eru ennþá við lýði, og þeim er stund- um'beitt, þegar annað dugar ekki. Svo var hér. Fyrirbyggjandi starf er nú í augsýn, því ekki vantar vilja, skipulag og starfskrafta. „Við íslendingar" erum líklega fremstir þjóða á þessu sviði, og vantar kannski aðeins réttá bragðið „innan frá“ til að leggja þennan vágest að velli á sama hátt og berklana á sínum tíma. Tilhlökkunarefni að skrifa þá minningargrein. Hestamennsku stundaði Guðjón lengst af, einkum í góðum félags- skap Guðna heitins Ölafssonar lyf- sala, sem lést í maí 1976. Þeir voru „perluvinir" og miklir félagar. Guð- jón lagaði kaffi að hætti lyfjafræð- ingsins. Kannan var sett á viktina og svo var reiknað. Þetta voru regl- ur kúnstarinnar. Guðjón hafði alla tíð verið góður skákmaður, skemmtilegur sóknar- skákmaður og tefldi mest hraðskák. Á árunum 1970-82 tefldi hann mik- ið við Harvey Georgsson landsliðs- mann 1972 og í 2. sæti Reykjavík- urmeistara 1972, sem þá bjó á Sel- tjarnarnesi. Guðni var ömmubróðir Harveys. Jafnvel í verstu illviðrum mátti þá búast við að sjá Guðjón gangandi á hringferð um Nesið, vel búinn að venju. í ferðalok fékk hann sér svo nokkrar skákir hjá Harvey. Þegar Guðjón komst á eftirlaun 1976 fór hann að tefla í-Taflfélagi Reykjavíkur og -taka þátt í hrað- skákmótum. Komst hann þar einu sinni í efsta sæti á æfingu ásamt dr. Guðmundi Pálmasyni. Guðjón átti sæti í stjórn félagsins frá nóv- ember 1977-87 og stjómaði þá 10 mín. æfingum á fimmtudögum í líkiega 13 ár. Munu flestir af þeim, sem nú leika lausum hala á skákborðinu, hafa hlotið æfingu hjá Guðjóni. Eftirminnilegt er að hafa séð þessa litlu peyja rúlla upp andstæðingn- um, á meðan þeir sjálfir máttu liggja á hnjánum á stólnum til að ná upp á skákborðið. Lítið vildi Guðjón samt gera úr þessu fram- lagi sínu, sem af öðrum er samt mikils metið. Guðjón stofnaði ásamt 5 öðrum sterkan skákklúbb haustið 1955 og hefur teflt í honum stöðugt síðan í rúm 34 ár til 20. desember 1989. Mun þetta vera elsti starfandi skák- klúbburinn, sem vitað er um hér- lendis. Mannaskipti hafa þó orðið. Meðlimir eru nú Kristinn Johnson og Lárus Arnórsson, sem voru stofnendur, og Björn Björnsson, Guðfinnur Kjartansson, Sigvaldi Friðgeirsson og Sæmundur Kjart- ansson. Seinni árin tefldi Guðjón auk þess mikið við vin sinn og klúbbfélaga, Sæmund Kjartansson lækni. Auðheyrt var, að við skák- borðið var Guðjón í góðum félags- skap. Harvey hafði orð á því, að líklega væri Guðjón sterkasti skákmaður í heimi í flokki 80 ára og eldri. Ekki kærði Guðjón sig um þá keppni. Ástæðan er okkar leyndarmál. Fundum okkar Guðjóns bar fyrst saman, þegar hann var að selja Herðubreið. Einn af mínum upp- finningamönnum hafði hannað, smíðað og starfrækt í áratug tæki mikið til að rista lokað ræsi í mýrar- jarðveg. Nú vildi hann fyrir mína milligöngu selja tækið og kaupa skip af Guðjóni. Það gekk eftir. Skömmu seinna mátti lesa það í blöðum, að við þrír hefðum þar með gerst vopnasalar. Herðubreið var siglt frá Islandi, ijórir stórir gúmmí- bátar með öflugum utanborðsmót- orum teknir um borð frá Frakk- landi, siglt til Egyptalands, upp Nílarfljót og inn í svörtustu Afríku, þar sem þetta saklausa strandferða- skip var, inni í miðju landi, skyndi- lega orðið ógnþrungið herskip með vopnað landgöngulið. Guðjón var „princip“-maður. Hann átti sínar grundvallarreglur, sem hann hvikaði ekki frá, hvað sem tautaði og raulaði. Grundvall- arreglurnar voru heiðarleiki, hrein- lyndi, nákvæmni og samviskusemi. Hann útskýrði gjarna sínar umferð- arreglur hins daglega lífs, og var oft gaman að fylgjst með. Hann stóð gjarna vörð um áunna virðingu vina og kunningja, sem sumir voru löngu liðnir. Tryggðin var fyrir öllu. Að þessu leyti og í útliti minnti hann mig stundum á föður minn. Seinni árin sótti Guðjón fast leið- réttingu á sínum lífeyrismálum, og flutti sjálfur mál sitt fyrir hæsta- rétti í janúar, þremur og hálfum mánuði fyrir andlátið, en án árang- urs. Viðurkennt var af andstæðing- um hans, „að hann hefði farið illa út úr sínum lífeyrismálum". En leið- réttingin kom ekki. Virðist lausnin hafa strandað á að finna réttu leið- ina. Hún var ekki fundin, þegar Guðjón féll frá. Slíkt óréttlæti og fyrirsláttur var Guðjóni óþolandi. Hans háttur var að leysa málin, og það vildu fleiri góðir menn. Guðjón var seintekinn og hleypti fáum nálægt sér, en þeir fáu, sem komust alla leið, höfðu forréttindi og fengu að njóta þess. Á unglingsárum var Guðjón lið- tækur glímumaður, og sýndi glímu ásamt 4 öðrum í Danmörku 1928-29. Hann fór í sund á hveijum degi, skokkaði gjarna um nágrennið í frakkanum sínum síðustu árin eða brá sér á gömlu hickory-skíðin sín að vetri eða fjallgöngu að sumri. Hann var vanur að bregða sér í utanlandsferð um jólin eða afmælið, og alltaf kom hann hlaðinn gjöfum og sagði: „Maður gleymir ekki vin- um sínum, þótt þeir séu langt í burtu.“ Guðjón var vel að sér í tungumál- um, ensku, þýsku og dönsku, og þýddi og gaf út 1948 bókina „I föðurgarði" (Life with Father) eftir Clarence Day. Guðjón var hagmælt- ur, orti á íslensku og ensku, og sum ljóð hans voru birt í blöðum. Þá var hann einn afkastamesti greinahöf- undur fyrst Tímans og síðan Morg- unblaðsins í 60 ár. Hafa aðrir gert betur? Deildi hann þá jafnan hart á menn, einkum fyrir óhóf og eyðslusemi, en slík árátta var hon- um lítt að skapi. Þá var ljóst, að hann var fastur í starfinu, og ekki fóru landsfeðurnir varhluta af ábendingum Guðjóns í greinum hans, og ósjaldan mun hann þannig hafa haft áhrif á gang mála. Sjálfur gætti hann hófs og sparn- aðar í hvívetna, var af gamla góða skólanum, og öðrum til fyrirmyndar í þeim efnum. Nægjusemin og virð- ing fyrir hreinni náttúru var honum í blóð borin. Óhóf og eyðslusemi ámælisverður löstur einkum hjá stjórnendum landsins. Stundum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.