Morgunblaðið - 11.05.1990, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.05.1990, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 pJtrp Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Fjármálaráðherra ræðst gegn Reykjavík Olafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra og for- maður Alþýðubandalagsins, er í sérstakri aðstöðu vegna kom- andi sveitarstjómakosninga. Hann hefur lent í andstöðu við Alþýðubandalagsfélagið í Reykjavík og neitar að lýsa yfir stuðningi við G-listann í höfuðborginni. Hefur með réttu verið á það bent að með því að kjósa lista Nýs vett- vangs í Reykjavík séu kjósend- ur að lýsa yfir stuðningi við Ólaf Ragnar í átökum innan Alþýðubandalagsins. í gær gerist það hins vegar hér í blaðinu, að Ólína Þorvarðar- dóttir, efsti maður á lista Nýs vettvangs, treystir sér ekki til samstöðu með Ólafi Ragnari i mikilvægu máli. Það frum- hlaup fjármálaráðherra að heíja umræður um að breyta eigi aðstöðu- og fasteigna- gjaldakerfinu, þannig að þessir skattar á einstaklinga og fyrir- tæki í Reykjavík renni til ann- arra sveitarfélaga, virðist hafa leitt til nýrrar sundrungar meðal vinstri manna vegna komandi sveitarstjórnakosn- inga, og þótti þó mörgum nóg fyrir. Astæðan fyrir því, að enginn sem sækir eftir kosningu með- al Reykvíkinga, getur lagt fjármálaráðherra lið í þessu nýja baráttumáli hans er ein- föld: Tillagan um að skattar Reykvíkinga vegna aðstöðu og fasteigna sem þeir njóta í höf- uðborginni renni til annarra en borgarinnar sjálfrar hefur að sjálfsögðu engan hljóm- grunn í Reykjavík. Hún er sett fram núna annars vegar til að storka Reykvíkingum, sem hafa treyst sjálfstæðismönn- um fyrir stjóm bæjarfélags síns, og hins vegar til að ala á öfund og úlfúð milli sveitar- félaga í landinu. Ættu lands- stjórnarmenn að telja sér sæma annað en slík uppátæki á síðustu dögunum fyrir kosn- ingar. I hinum dæmalausa málflutningi íjármálaráðherra var einnig dylgjað um það, að nágrannasveitarfélög bæm skarðan hlut frá borði vegna viðskipta við Hitaveitu og Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Davíð Oddsson borgarstjóri segir um leið og hann hafnar þessari viðleitni íjármálaráð- herra til að kippa stoðunum undan starfsemi í Reykjavík, að sér finnist óhugnanlegast, þegar fjármálaráðherra segi, að það sé góður vilji fyrir hug- mynd hans í ríkisstjórninni. Borgarstjóri bætir við hér í blaðinu í gær: „Þetta segir mér einnig að í þessari ríkis- stjórn, svokallaðri félags- hyggjustjórn, eru þeir sömu flokkar, sem vilja fá aðstöðu til að stjórna hér í Reykjavík. Það er náttúrlega ljóst að ef áhrif þeirra væru veruleg væri engin fyrirstaða gagnvart svona árás á borgina og borg- arbúa ... Sveitarfélögin í ná- grenni við borgina hafa sóst eftir því að fá þjónustu frá borgarfyrirtækjunum og stað- reyndin er sú að sveitarfélögin, sem kaupa þessa þjónustu, fá hana fyrir lægra verð en flest öll sveitarfélög landsins og það er Ijóst að mörg sveitarfélög landsins öfunda nágranna- sveitarfélög Reykjavíkur af þeim viðskiptum. Við höfum lagt áherslu á að styrkja at- vinnulíf í borginni með marg- víslegum aðgerðum og varið til þess miklum fjármunum. Það hefur skilað sér.“ Eins og áður sagði hefur Ólína Þorvarðardóttir snúist öndverð gegn þessum hug- myndum Ólafs Ragnars Grímssonar, sem Davíð Odds- son kallar guðföður og óbeinan stofnanda Nýs vettvangs. Sig- uijón Pétursson andmælir Ólafi Ragnari Grímssyni einn- ig í Morgunblaðsviðtali í gær og minnir á að Reykjavíkur- borg sé eina sveitarfélagið, sem hefur ekki aðgang að Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Um leið og þessi andmæli flokka Olafs Ragnars Grímssonar eru íhuguð skal hinu ekki gleymt, að hann og ríkisstjórnin hafa síst af öllu sýnt frambjóðendum eða borg- arfulltrúum vinstrisinna í Reykjavík sérstaka tillitssemi. Fráleitt er að ætla, að ríkis- stjóm Steingríms Hermanns- sonar hefði ekki sitt fram í þessu máli gegn Reykjavík, ef varðstaða meirihluta sjálf- stæðismanna undir forystu Davíðs Oddssonar um hag borgarinnar og íbúa hennar hyrfi. Hornsteinn stöðvarhúss Nesjavallaveitu lagður á sunnudaginn: Mosfellsbær ÍGrámelur [ópavogur 'Ölfusvatn Nesjavallaveita Hengill Hafnarf jöröur Heitt vatn til Reykjavíkur Skiljustöð Guta Kalt vatn úr borholu við Grámel Stöðvarhús Síðari áfangar NESJAVALLAVEITA Nesjavellir* Virkjuð borhola MbU GÓI Morgunblaðið/Sverrir Tvær útbygging'ar eru á stöðvarhúsi Nesjavallaveitu og er stjórnstöð veitunnar, skrifstofúr og rannsóknarstofa í þeirri fremri. Fjær má sjá gestasal sem ætlaður er þeim er vilja kynna sér veituna. Veitan er öll ein gullnáma - segir Gunnar Kristinsson hitaveitustjóri HORNSTEINN Nesjavalla- veitu verður lagður um helg- ina og í lok júní verður hún gangsett í fyrsta sinn til reynslu. Að sögn Gunnars Kristinssonar hitaveitu- stjóra tekur nokkurn tíma að reyna vélbúnaðinn en í ágúst verður veitan farin að ylja íbúum á höfúðborgar- svæðinu og má ekki tæpara standa, þar sem verulega heíur dregið úr afkastagetu Hitaveitu Reykjavíkur á síðustu árum. Framreiknað- ur kostnaður við Nesjavalla- veitu er 5,8 milljarðar en það samsvarar rúmlega tveggja ára brúttótekjum veitunnar. Rannsóknir á svæðinu hóf- ust árið 1965 skömmu eftir að Reykjavíkurborg festi kaup á Nesjavöllum en fram- kvæmdir við stöðvarhúsið, tengingu borholanna og lagningu 27 km leiðslu til Reykjavíkur hófst snemma árs 1987. Á Nesjavöllum mun Hitaveitan einnig hefja raforkuframleiðslu fyrst til eigin nota en einnig eru uppi hugmyndir um að þar rísi allt að 60 MW raforku- ver er selji orku til Lands- virkjunar. „Nesjavellir er sennilega stærsta háhitaSvæðið í heiminum, þar sem vatn verður nýtt til húshitunar,“ sagði Gunnar. „Það má því segja að við séum að vissu leyti að fara inn á nýjar brautir. Við lærðum að vísu mikið af virkjuninni í Svarts- 500m Morgunblaðið/Svemr Gunnar Kristinsson hitaveitustjóri, Jóhann Kristjónsson vélfræðingur og Guðmundur Kjartansson verkfræðingur, við tölvubúnaðinn í stjórnstöðinni. Veitunni verður stjórnað frá stjórnstöð Hitaveitu Reykjavíkur í Reykjavík en einnig verður hægt að stjórna henni frá Nesjavöllum ef með þarf. engi og jafnvel Kröflu en engin tvö háhitasvæði haga sér eins.“ Fræði- menn hafa metið orkugetu Nesja- vallasvæðisins og er talið að úr þeim 18 holum sem þegar er búið að bora megi fá milli 300 til 400 MW. í holunum hefur mælst allt að 380°C heitt vatn en vatnið, sem Hitaveitan sendir frá sér til húshit- unar er að jafnaði um 80oC. Kalda vatnið hitað upp Vatnið eða öllu heldur gufan sem fæst úr borholunum á Nesjavöllum er því of heit og því er brugðið á það ráð að nýta hitann úr borholun- um til að hita upp kalt vatn, sem síðan er sent yfir heiðina til Reykjavíkur. Kalda vatnið er fengið úr borholu við Grámel við Þingvalla- vatn. Þaðan er því dælt í kalda- vatnsgeymi við stöðvarhúsið og síðan eftir leiðslum inn í stöðvar- húsið í þijá skiljuvatnshitara eða forhitara, þar sem heita vatnið úr borholunum hitar upp kalda vatnið. MQrgunblaðið/Sverrir Á neðra gólfi stöðvarhússins er verið að tengja dælurnar, sem koma vatninu áfram til Reykjavíkur. Þegar framkvæmdir voru í hámarki unnu um 200 manns á Nesjavöllum en að þeim loknum er gert ráð fyrir að þar starfi um 16 við eftirlit og á vöktum. Morgunblaðið/Sverrir í þessum tönkum er vatnið soðið við undirþrýsting áður en því er dælt inn á leiðsluna til Reykjavíkur. Þaðan fer það í gegnum þéttivatns- hitara og gufuhitara og er þá orðið um 88°C. í kalda vatninu sem þannig hefur verið hitað er súrefni og til að forða leiðslum frá tæringu er vatnið soðið við undirþrýsting og í það blandað brennisteinsvetni, sem eyðir því súrefni sem eftir er áður en vatninu er loks dælt 86°C til Reykjavíkur. Eftir þessa meðferð á kalda vatninu verður það eins og vatn úr öðrum borholum Hitaveit- unnar, sami hiti og sama hveralykt- in. Fyrsti áfangi stoppar í gatið „Úr fyrsta áfanganum sem nú er að koma í gagnið fást 100 MW og nægir það svona rétt til að „stoppa í gatið“, ef svo má að orði komast," sagði Gunnar. „I frostun- um í vetur þurfti að grípa til kyndi- stöðvarinnar í Árbæjarhverfi og kostaði það Hitaveituna tæpar 90 milljónir króna. Ef vel á að vera þá verðum við að halda áfram og ráðast í 2. áfanga og önnur 100 MW.“ Stjórn veitustofnunar hefur heimilað hönnun áfangans en gert er ráð fyrir að hann verði tekinn í notkun eftir tvö ár. í upphafi var gert ráð fyrir að veitan yrði stækk- uð og er stöðvarhúsið hannað fyrir 200 MW veitu og allar leiðslur fyr- ir 400 MW og úr borholunum fást 400 MW. Þegar að 2. áfanga kem- ur verður bætt við vélum og öðrum búnaði. Ef allt gengur að óskum ætti veitan að hafa náð fullum af- köstum upp úr aldamótum.“ Árleg orkuaukning um 15 til 20 MW „Hitaveitan fær mest um 500 MW á haustin úr borholunum í Reykjavík, Elliðaárdal og Reykjum í Mosfelissveit en er komið niður í rúm 400 MW í lok mars. „Það hef- ur sýnt sig á undanförnum árum að Hitaveitan þarf að auka áfköst sín um 15 til 20 MW á ári eða 100 MW á fimm árum, svo að hægt sé að anna eftirspurn,“ sagði Gunnar. „Við sjáum Reykjavík, Kjalarnesi, Mosfellssveit, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Bessastaðahreppi fyrir heitu vatni. Byggðin er alltaf að stækka og svo er farið að tala um að hita upp götur og gangstétt- ir, sem auðvitað þurfa sitt.“ Sagði hann að menn hefðu almennt þá trú að Nesjavellir gætu gefið meiri orku. Rannsóknir á svæðinu hafa staðið yfír með hléum frá árinu 1965 og voru fyrstu könnunarhol- urnár boraðar á árunum 1965 til 1972. Þá varð hlé á framkvæmdum meðal annars eftir að heitt vatn fannst í Elliðaárdal en árið 1982 til 1985 voru holurnar 13 boraðar á Nesjavöllum og nú verða fjórar þeirra virkjaðar. Gunnar minnti á að Reykjavíkur- borg hefði keypt jörðina Olfusvatn, þar sem mikinn jarðhita væri að finna og þar væri meðal annars Ölkelduháls enn ókannaður. Hita- veitan ætti því mikla orku ónýtta. Allt að 60 MW raforkuframleiðsla Gert er ráð fyrir að túrbína til rafmagnsframleiðslu verði sett upp í stöðvarhúsinu í 2. áfanga og sagði Gunnar að þannig tryggði Hitaveit- an sér sitt eigið rafmagn ef straum- ur rofnaði hjá Landsvirkjun. „Við getum þá haldið áfram að dæla vatni til Reykjavíkur þó svo raf- magnið fari,“ sagði Gunnar. „Og nú er talað um að stækka túrbínuna og framleiða allt að 60 MW fyrir Landsvirkjun ef nýtt álver verður reist. Fyrst 30 MW til afhendingar árið 1993 en ef það á að takast verður fljótlega að taka ákvörðun um það og síðan 30 MW árið 1998. Rafmagn sem þannig fengist er ódýrt og þá veitu ætlar Hitaveitan að eiga og selja Landsvirkjun ork- una ef um semst. Þessi veita er öll ein gullnáma og leitt að menn voru sumir lengi að átta sig á því.“ Allt á fleygiferð í neðra Það heyrast drunur og dynkir frá borholunum á Nesjavöllum og á góðviðrisdögum sjá jafnvel Reyk- víkingar gufubólstrana stíga til himins. Sumir finna jafnvel hvera- fnykinn og kenna hveraloftinu um þegar fellur á silfrið. Veðurstofan hefur komið upp skjálftamælum á svæðinu sem sýna stöðugt væga skjálfta. Gunnar segir blaðamanni og ljósmyndara sem gengið hafa með honum um svæðið að virkjunin veki ávallt mikla athygli eriendra gesta sem þangað koma. „Hér er allt á fleygiferð fyrir neðan okkur og blásandi borholur og enginn þeirra hagar sér eins,“ sagði Gunn- ar. „Það sem kom okkur verulega á óvart þegar farið var að bora, var hvað þrýstingurinn var mikill f bor- hoiunum og hitastigið hátt. Þess vegna hefur ekki verið hægt að loka fjórum holum, sem blása hér stöðugt vegna hættu á að þær sprengi af sér öll bönd.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.