Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ ALDALÖNG SAMSKIFIIÍSLANDS OG BRETLANDS Sir Joseph Banks, enskur tignarmaður og ís- landsvinur. Hann var einn þeirra sem vildu leggja ísland undir Breta, einkum af umhyggju fyrir íbúunum sem hann taldi búa við illa stjórn Dana. (Úr Sögu 1989) Heilög þrenning fagnar Maríu mey á himnum, enskur útskurður úr alabastri af altarisbrík úr Hítardalskirkju: Brikin er frá 15. öld, „ensku öldinni" í sögu íslands. Á N ORÐUR-ATLANTSHAFI eftir Helgo Skúla Kjartansson FISKVEIÐAR Englendinga við ísland, sem leiddu til verslunar og margvíslegra samskipta þjóðanna, hafa gefíð 15. öld auknefíii í Islandssögunni: enska öldin. Með tilkomu togaranna á 20. öld urðu breskir fískimenn öðru sinni örlagavaldar í íslandssögunni, og er skemmst að minnast „þorskastríðanna“ sem fylgdu hverri útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Auk fiskveiðanna hafa ófriðartímar í Evrópu hvað eftir annað gefíð Bretum tilefíii til afskipta af íslandi, og urðu þau kynni nánust þegar þeir hernámu landið 1940. Við höfíim þó ekki aðeins kynnst Bretum sem flotaveldi og fiskveiðiþjóð, heldur koma þeir við sögu vegna verslunartengsla og menningaráhrifa á mörgum skeiðum íslandssögunnar. Steinþró Páls Jónssonar Skál- holtsbiskups, d. 1211. Hann hafði farið til Englands og „nam þar svo mikið nám, að trautt voru dæmi til að nokkur mað- ur hefði jafn mikið nám numið né þvílíkt á jafiilangri stund,“ segir í sögu hans. orðurlönd og Bretlands- eyjar eru þeir tveir hlutar Evr- ópu sem ná- lægðin hefur tengt ísland við. Að tengslin urðu svo miklu nán- ari við Norðurlönd má telja til duttl- unga sögunnar. Það vildi svo til að ísland fannst og byggðist á víkinga- öld, þegar Norður-Atlantshaf var athafnasvæði norrænna sæfara. Þótt frumbyggjar íslands kæmu að nokkru leyti „vestan um haf“, þ.e. frá Bretlandseyjum, þá var það frá yfirráðasvæðum víkinga og jafnvel norrænum byggðum eins og Orkn- eyjum, og íslendingar urðu í upphafi sú norræna þjóð sem þeir eru enn. Hvað blóðblöndun varðar og menningartengsl við heimafólk á Bretlandseyjum hafa íslendingar í upphafi átt meira saman að sælda við keltneskar þjóðir Irlands og Skot- lands en hina fjarlægari Engilsaxa. Þó hafa víðförulir íslendingar — eins og Egill Skalla-Grímsson — þekkt tii á Englandi. Kirkja og kristni Hinir sigursælu víkingar létu brátt sigrast af kristinni menningu suð- lægari landa. Norðmenn — og þar með íslendingar — sóttu í fyrstu hinn kristna sið mest til Englands. Þaðan komu vígðir menn sem komu á fót trúboðskirkju í Noregi, og hún festi furðuskjótt rætur á íslandi. Um þessi menningartengsl bera vitni fornensk tökuorð eins og bók, skrift, stafróf, guðspjall og helvíti, og þeim fylgdu bókstafirnir Þ og Ð sem orðið hafa langlífari í íslensku en ensku. Þegar kaþólska kirkjan í Noregi fékk fast skipulag tengdist hún Þýskalandi í stað Englands, og í þeim efnum fylgdi ísland Noregi. Þó bar það við að íslenskir lærdóms- menn sæktu nám í klerklegum menntum suður á Englandi, t.d. Skálholtsbiskupamir Þorlákur Þór- hallsson og systursonur hans, Páll Jónsson frá Odda. Guðmundur bisk- up Arason tók sér enska biskupinn og dýrlinginn Tómas Becket til fyrir- myndar. Suður á Englandi könnuð- ust menn líka við Þorlák, stúdentinn frá Lincoln, sem heilagan mann, og áttu þó til að kenna hann við mör- Iandann og kalla „mörbiskup". Hins vegar hefur lítið orðið úr kynnum íslendinga af hinni keltn- esku kristni eftir að víkingaöld lauk. Enska öldin Veldi Noregs hnignaði þegar leið á miðaldir. Um 1400 varð hann hluti af veldi Danakonunga, og fylgdu honum þá enn Atlantshafsey- jarnar Orkneyjar, Hjaltland, Færeyj- ar og ísland auk hinnar deyjandi byggðar á Grænlandi. Danakonung- ar höfðu tæpast flotastyrk til að halda uppi stjórn í þessu dreifða út- hafsveldi. Grænland týndist, en Orkneyjar og Hjaltland komust á vald Skota og síðar Breta. Um ísland mátti um skeið litlu muna að það yrði einnig viðskila við Norðurlönd. Upp úr 1400 hófu enskir fiski- menn að halda skútuflotum sínum til veiða við ísland. Jafnframt versl- uðu þeir við lamismenn. Sigling Eng- lendinga færði íslendingum bætt við- skiptakjör og aukin tengsl við um- heiminn, en samgöngur við Norður- lönd urðu stopular. Talsvert var um að íslendingar tækju sér far með duggurum til Englands og settust þar jafnvel að, og sagt er að þeir hafi fúslega gefið eða jafnvel selt útlendingum börn sín. Þá mun átt við fósturbörn eða lærlinga, enda var alsiða í báðum löndunum að börn fátæks fólks ælust upp hjá vanda- lausum. Danakonungum líkaði miður um- svif Englendinga á íslandi. Skattar íslendinga skiluðu sér illa, norskir kaupmenn misstu viðskipti, og Eng- lendingar hikuðu ekki við að beita valdi ef umboðsmenn konungs reyndu að stugga við þeim. Hvorugt ríkið lagði þó í að senda her til Is- lands, heldur áttust þar við enskir sjómenn og vopnað fylgdarlið ís- lenskra höfðingja. En konungarnir beittu hvor annan diplómatískum þrýstingi og neyttu áhrifa sinna hjá páfum og erkibiskupum til að koma umboðsmönnum sínum í biskupsstól- ana íslensku. I krafti auðs og jafn- vel vopnavalds voru biskuparnir traustari í sessi en nokkrir veraldleg- ir höfðingjar. Þó kom fyrir að þeir væru hraktir af stólunum, og Jóni Gerrekssyni var styttur aldur í þess- um sviptingum. Hann var maður Danakonungs og væntanlega hafa Englendingar bruggað honum ban- aráðin. England fjarlægist Það var á endanum ekki danskt vald heldur þýskt sem bægði Eng- lendingum frá áhrifum og verslun á íslandi. Þá hafði Danakonungur gert ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.