Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ ALIFARKA OG FUOTIÐ EFLAUST minnast margir fyrirtaks tónleika Malí- mannsins Alis Farkas Toures hér á landi 22. apríl síðastliðinn. Þar heillaði Ali um 400 áheyrendur uppúr . skónum með dyggri aðstoð Amadou Toure. Það var ýmist að menn féllu fyrir afrísku yíírbragði tónlistar- innar eða því sem þeir kölluðu blúsfrasa. Nýverið kom út frá Ali Farka ný plata, The River, Fljótið, sem gefin er út af World Circuit-fyrir- tækinu breska. Sú plata sker ekki úr um hvort Ali er að leika afríska tónlist eða blús, því þó á plötunni séu lög sem sveiji sig í ætt við hreina afríska tónlist þá eru þar einnig lög með frös- um sem minna óneitanlega á bandarískan sveitablús. Ali Farka brást reyndar hinn versti við því í viðtali við Morgunblaðið þegar hann var spurður að því hvort hann væri að leika blús og sagðist vera að leika afríska tónlist og slíkt hið sama væru bandarískir blússöngvarar að gera. Ali lýsti því í þessu sama viðtali að hann léki tónlist eftir því sem andinn segði honum það og það sinnið, en á plötunni eru nokkur lög sem eru í grunnþáttum þau sömu og hann lék á Hótel Borg. Með Ali á plötunni leikur Amadou Cisse á cala- bash og önnur ásláttarhljóð- færi, en hann fær einnig til liðs við sig nokkra breska tónlistarmenn, saxófónleik- arann Steve Phillips, munn- hörpuleikarann Rory Mcle- od og tvo meðlimi írsku sveitarinnar Chieftains, þá Sean Keane og Kevin Con- neff. Þeir eru þó ætíð í aukahlutverki, enda tók Ali plötuna alla upp með Amadou á tveimur tímum, en aðstoðarmennirnir hvítu kom ekki til sögunnar fyrr en verið var að leggja síðustu hönd á hana. The River er, ef marka má fyrri yfirlýsingar Alis, síðasta plata hans, því hann hyggst hætta tónlistariðkun utan heimaþorps síns í Malí á þessu ári. Ekki er gott að segja hvort hann standi við þau örð, því platan hefur farið einkar vel af stað og virðist ætla að koma honum vel á framfæri í Banda- ríkjunum meðal annars, aukinheldur sem hún getur ekki annað en aukið hróður hans hvarvetna í Vestur- Evrópu. DÆGURTONLIST Til hvers eru safnplöturf Sumarpopp og bullvertíd ÍSLENSKUR plötumarkaður er um margt sérstakur, enda dreifist útgáfa að mestu á þrjár vikur i nóvem- ber, sem gefúr ekki mikið svigrúm fyrir metnaðarfúlla tónlist eða skrumlausa framsetningu. Segja má að einu plötur sem gefnar cru út utan jólavertíðarinnar og eitthvað kveður að eru þær plötur sem gefnar eru út fyrir sumarvertíðina og þá oft safnplötur. Greifarnir Safnplötusveit nr. 1. eftir Árna Motthíosson Safnplötuútgáfa á ís- landi hefur reyndar tek- ið nokkrum breytingum síðustu ár. í upphafi tíðkaðist að gefa út plötur ■BBgaaae með vin- sælum ; Iögum er- lendum og Stein- ar hf. bvijaði að skjóta þar inn lögum með ís- lenskum flytjendum fyrir nokkrum árum. Með auknu poppflóði í útvarpi og sjón- varpi breyttist þessi útgáfa og íslenskt efni sótti í sig veðrið smám saman. Fyrir um þremur árum kom svo út hér á landi fyrsta safn- platan sem var eingöngu með íslenskum tónlistar- mönnum (ekki eru taldar plötumar Northem Lights Playhouse eða Geyser, sem báðar yom gefnar út til að kynna íslenska tónlist ytra), Bongóblíða, og síðan hafa fleiri bæst við. Á næstu dögum eru svo væntanlegar safnplötur sumarsins 1990, ein frá Stuðmenn Gert út á sumaspilamennsku. Steinari og ein frá Skífunni. Segja má að safnplötur komi í stað smáskífuút- gáfu, sem hefur ekki þrifíst hér á landi; menn gefa út plötur til að halda nafni hljómsveitar í vitund al- mennings og til að kynna nýtt efni með gamalli hljómsveit, eða þreifa fyrir sér með nýja sveit og óþekkta. Iðulega er því einnig svo farið að hljóm- sveitir nýta sér safnplötur til að afla meiri vinnu í ballspilamennsku sumars- ins; taka upp einskonar sungnar auglýsingar. Dæmi um slíkt em fjöl- mörg, en líklegast er kunn- ust hljómsveitin Greifarnir, sem hefur náð lengst á þessari braut, en sveitin gefur einmitt út í sumar plötu sem á er að finna safn laga sem flest em af safnplötum, auk fjögurra nýrra laga. Stuðmenn hafa einnig gert út á sumar-, markaðinn af móð, en þá með breiðskífum, sem hafa jafnan selst vel. Það ber þó að hafa í huga að þegar Stuðmenn selja 4—5.000 eintök að sumri, þá mætti eins reikna með að sveitin hefði selt af plötunni 10— 15.000 eintök á jólamark- aði. Það sem skiptir þó mestu máli að mati sveitar- manna er að sumarbreið- skífurnar tryggja atvinnu sumarsins, sem er jú helsta tekjulind hverrar sveitar. Ásóknin aukist Steinar Berg hjá Stein- um hf. sagði að sumir hefðu agnúast út í safn- plötuútgáfu í upphafi, en með tímanum hefði ásókn í að vera á slíkri plötu auk- ist til muna. Menn hefðu áttað sig á að safnplata gæti orðið til þess að koma nýrri hljómsveit vel á fram- færi og að styrkja eldri sveit á milii þess sem hún sendi frá sér breiðskífur; að halda nafni hljómsveit- arinnar á lofti. Hann nefndi sem dæmi hljómsveitimar Todmobile, Nýdönsk og núverandi mynd af Sálinni hans Jóns míns, sem hljóm- sveitir sem hefðu fyrst komið fyrir hlustir almenn- ings á safnplötu og síðar komist í fremstu röð íslenskra popp- og rokk- sveita. Steinar sagðist telja að safnplötuútgáfa á Is- landi væri að breytast úr hreinni sumarpoppútgáfu í að vera metnaðarfyllri, „safnplatan sem við send- um frá okkur í sumar er unnin með það fyrir augum að gera sem besta plötu, en ekki endilega sem að- gengilegasta". Safnplötur í stað smáskífa Pétur Kristjánsson hjá Skffunni sagði safnplötu- útgáfuna koma í stað smáskífuútgáfu hér á landi, enda hafi smáskífan jafnan átt erfitt uppdrátt- ar. Pétur sagði of langt að láta líða heilt ár á milli þess sem áheyrendur heyrðu frá hljómsveit og tók sem dæmi Síðan skein sól, en Skífan gaf út fyrstu breiðskífu sveitarinnar fyr- ir tveimur árum Sú plata seldist allvel, í um 5.000 eintökum. Síðasta sumar átti sveitin svo lög á safn- plötu sem urðu vinsæl og næsta breiðskífa, sem út kom síðasta haust, seldist í um 8.000 eintökum. Það væri því góður stígandi í velgengni sveitarinnar og í sumar ætti Sólin þrjú lög á safnplötu. Pétur sagði Skífuna finna fyrir þrýst- ingi frá hljómsveitum að koma lagi á safnplötu til að tryggja spilamennsku yfir sumarið, enda væri það helsta tekjulind manna; það græddi epginn á plötu- útgáfu á íslandi, „það skiptir þessar hljómsveitir svo miklu að geta fengið eitthvað inn á þessu þrem- ur mánuðum sem þær geta þvælst um landið“. Frá tónleikum Sykurmolanna í Hressó. UTIDÚR í HRESSO LISTAHÁTlÐ er fyrir alla er sagt við hátíðleg tæki- færi og á meðan stór- stjörnur erlendar fóru brattan I tónleikasölum og leikhúsum var „lágmenn- ingunni" sinnt í Hressó. Þar var til húsa klúbbur Listahátíðar, sem nefndist Utidúr, og komu þar fram fjölmargir listamenn, auk- inheldur sem á miklu sviði á Lækjartorgi var jafiian mikið á seyði. Klúbburinn í Hressó vakti mikla hrifningu, reyndar meiri en aðstand- endur hans töldu æskilega, og seinni viku hátíðarinnar skapaðist iðulega vand- ræðaástand, þegar færri komust að en vildu. Svo hart sóttu menn að komast inn á staðinn að dyraverðir þurftu að hafa sig alla við að hindra fólk í að klifrast inn um glugga eða yfir þök nærliggjandi húsa. Ýmsir listamenn sýndu gjörninga eða fluttu ljóð þessar tvær vikur, s.s. Matt- hías Johannessen, Ingibjörg Haraldsdóttir, Þorgeir Þor- geirsson, Vilborg Dag- bjartsdóttir, Þorsteinn frá Hamri, Elísabet Þorgeirs- dóttir o.fl., trúbadúrar léku, Bergur Þórðarson, Benóný Ægisson og fleiri, leikhópar sýndu og hljómsveitirnar Júpíters, Orgill, Risaeðlan, Inferno 5, Interferon 6, Ganymedes, Langi Seli og Skuggarnir, Blússveinar Andreu, vinir Dóra, og Syk- urmolarnir léku. Margt fleira var á boðstólum þó ekki sé það talið hér. fimleikar BLINDI gítarsnillingurinn Jeff Healey vakti feikna hrifningu með sinni fyrstu breiðskífu, See the Light, enda töldu menn sig ekki hafa áður héyrt önnur eins tök á gítar. Á plötunni var að finna keyrslu blúsrokk með miklum gítarfimleik- um og í síðustu viku kom út önnur breiðskífa hans. Þar ber mikið á gítarleik Healeys, en ekki siður á söng hans og lagasmíðum. See the Light, sem nú hefur selst í yfir tveimur milljónum eintaka, skaut Healey upp á stjörnuhimin- inn og sveit Jeff Healeys, sem skipuð er auk hans bas- saleikaranum Joe Rockman og trymblinum Tom Stephen, var á nánast samfelldu tón- leikaferðalagi þar til þeir fé- lagarnir tóku sér loks frí síðasta haust til að semja lög og taka upp nýja plötu. Lögin á plötuna voru valin úr 20 lögum, frumsömdum og eftir aðra. Á plötunni eru ellefu lög, þar af sex eftir Healey og félaga, en meðal hinna laganna er gamla bítlalagið While My Guitar Gently Weeps, þar sem Ge- orge Harrison kemur við sögu, Let it all Go, eftir John Hiatt og I Think I Love You too Much, sem Mark Knopfl- er samdi sérstaklega fyrir sveitina, og leikur hann á gítar sem gestur í laginu. Jeff Healey Blindur gítar- snillingur.^^ FOIK IPLÖTUR Roberts Nesta Marleys verða allar endurútgefnar á geisla- diskum innan skamms. Þær hafa áður verið til á geislum, en hljómgæði þóttu í minna lagi. í nýju útgáfunni voru notuð upprunaleg master-hljóm- bönd og segja kunnugir að miklu muni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.