Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNtJDAGUR 24. JÚNÍ C 25 Siguijóna Sigmjóns- dóttir - Kveðja Fædd 7. ág'úst 1896 Dáin 21. maí 1990 Ég varð þrumu lostin þegar mamma sagði mér frá því að Sigga frænka á Freyjugötunni væri dáin. Það kom við mig og fyrsta sem ég hugsaði var að það væri ansi langt síðan ég kom síðast í heimsókn á Freyjugötuna. Sigga var systir Guð- jóns afa míns sem dó þegar ég var um þriggja ára gömul. Þegar ég var lítil var ég vön að fara í heim- sókn með mömmu og pabba til Siggu frænku og þá var nú gaman. Aldrei sá ég Siggu öðru vísi en að hún væri að pijóna eitthvað í horn- inu sínu þó svo að pijónaskapurinn hefði minnkað hin seinustu ár eftir að sjónin tók að daprast. Hún kom að miklu leyti í staðinn fyrir ömmurnar sem ég aldrei kynntist en þær voru báðar dánar þegar ég fæddist. Aldrei fórum við systkinin tómhent þegar við kvödd- um Siggu, hún stakk alltaf ein- hveiju að okkur sem gladdi okkur innilega t.d. bijóstsykri, ullarsokk- um og ullarvettlingum. Núna þegar ég minnist þessara tíma þyrmir al- veg yfir mig. Svo þegar ég eltist tók annað við og heimsóknirnar á Freyjugötuna urðu stopulli. Ég hef hugsað um það lengi að fara nú að heimsækja Siggu frænku en alltaf hefur eitt- hvað annað komið upp á og ekkert orðið úr. Sennilega hef ég tekið það sem sjálfsögðum hlut að Sigga frænka biði eftir því að ég kæmi í' heimsókn, hvenær sem það yrði. Núna fer hún til Magnúsar mannsins síns og Guðjóns afa og skilar til þeirra kveðjum frá okkur. Hún hefur mátt þola margt á sinni löngu ævi og nú fær hún að hvílast. Elsku Sigga gaf mér svo margt, hún var mér svo mikið, hún veitti Bryndís H. Steindórs- dóttir — Kveðjuorð Fædd 25. júlí 1972 Dáin 3. júní 1990 Ég gat ekki trúað að Dísa, Bryndís Halldóra Steindórsdóttir, væri dáin. Hún dó 3. júní, hvíta- sunnudagsmorgun, í bílslysi. Hún fæddist á Akureyri. Foreldrar henn- ar eru Steindór Runeberg Haralds- son og Ingibjörg Björgvinsdóttir. Systir hennar er Aðalheiður Marta Steindórsdóttir. Hún var svo ung stúlka og átti eftir allt lífið. Hún var alltaf svo hress, talaði mikið við fólk, mikið forvitin, lífsglöð, mjög bjartsýn og hamingjusöm. Hún hafði gaman af að passa börn. Hún hafði svo mik- inn áhuga á börnum. Hún kom oft til mín á sumrin þegar hún kom til Akureyrar og spjallaði við mig. Hún flutti til Skagastrandar fyrir nokkrum árum. Minningarnar um Dísu koma upp í hugann aftur og aftur, frá heima- vist, verslunarmannahelginni, íjöl- brautaskólanum í Breiðholti og sumrum þegar við höfum alltaf hist. * Hans Olafsson Fæddur 4. október 1933 Dáinn 13. maí 1990 Nú höfum við kvatt hinstu kveðju vin okkar, hann Hans Ólafsson sem fæddur var í Reykjavík en flutti tveggja ára með foreldrum sínum og systkinum til Vestmannaeyja. Haddi var sannkallaður eyjapeyi, hann ólst upp í Eyjum og útskrifað- ist úr Iðnskólanum þar, bæði sem vélvirki og járnsmiður. í Vest- mannaeyjum stofnaði hann sitt heimili með eftirlifandi börnum sínum, Helgu Rósu og Einari Vigni, þar til í gosinu 1973 en þá flutti fjölskyldan upp á land og settist að í Hafnarfirði. Haddi saknaði alltaf eyjanna eins og þær voru fyrir gos. Fjölskyldunni leið vel í firðinum, þar var yfirleitt meira logn en í eyjunum. Við vinir þeirra hjóna úr Keflavík minnumst þess ætíð hvað gott var að koma á heimili þeirra í Flata- hrauni. Haddi var alltaf svo sérstak- lega brosmildur og hjálpsamur ef með þurfti. Það kom einu sinni fyr- ir að konur urðu bensínlausar á Reykjanesbrautinni, þá var bankað upp á hjá þeim hjónum og Haddi var nú ekki lengi að „redda“ því. Lengi vel á eftir stríddi hann okkur t Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför hjartkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRNÝJAR SIGRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A7 Borgarspítala og heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins fyrir veittan stuðning í veikind- um hennar. Magnús Zakarfasson, Soffía Magnúsdóttir, Stefán Magnússon, Bára Jóhannsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Sjtefón Stefánsson, Laufey, Magnús Þór og Hlín. á þessu og hló mikið að klaufa- skapnum í kvenfólkinu. Eftir áramótin í vetur fór Haddi að kenna sjúkleika og lést á Landa- koti 13. maí sl. Við vottum Rögnu frænku, Helgu Rósu, Einari Vigni og fjölskyldu, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Afkomendur Gróu og Magnúsar frá Nýjahúsi. Greenpeace um varnir gegn sjávarmengun; Umhverfið njóti alls vafa - varúðarregl- an í framkvæmd „Latum umhverfið njóta alls vafa“ - „give the benefít of doubt to nature" - voru helstu inntaksorð í spjalli Peters Taylor ráðgjafa hjá Greenpeace á fundi samtakanna í Reykjavík á dögunum. Greenpe- ace efhdu til umræðufundar í Lögbergi vegna ársfundar Parísar- og Oslárráðsins sem nú stendur yfir í Reykjavík. mér svo mikla blíðu sem ég mun aldrei gleyma. Fjölskyldu hennar sendi ég inni- legar samúðarkveðjur, við eigum eftir að sakna hennar sárt en minn- ingin um elsku frænku mun fylgja okkur. Arndís Hilmarsdóttir Hún var svo góð við vini sína, sem heyrðu ekki, og fólk skilur þá ekki og fólk talar iíka svo hratt. Hún hafði tíma til að túlka fyrir vini sína. Ég sá hana síðast 20. maí í Perl- unni v/Öskjuhlíð í Reykjavík, sem ég, Lilla og Dísa fórum að skoða og spjölluðum um hvort við ættum að prófa einhvern tíma að borða þar. Þar sá ég hana síðast og við kvöddumst. Hún sagði: „Við sjáumst í sumar á Akureyri.“ Ég beið eftir að hún kæmi og segði mér frá ferðalagi með skólasystkin- um í Danmörku. Hún hlakkaði svo til að fara til Danmerkur. Hún ætl- aði að taka frí frá skólanum í eitt ár og vera hjá fjölskyldu og kærast- anum sínum. Foreldrum, systur, kærasta, afa, vinum og vandamönnum sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Harpa Arsfundir um Parísarsáttmálann frá 1974 og Oslóarsáttmálann frá 1972 hófust í byijun vikunnar og standa til 23. júní. Ráð um sátt- málana hafa sameiginlegt aðsetur í London. Um er að ræða alþjóða- samninga um mengun sjávar frá landi, skipum og flugvélum. Samn- ingarnir gilda á Atlantshafi norð- austanverðu. Greenpeace samtökin sækja nú fast að fá áheyrnarfull- trúa á fundina og afstaða til þess verður tekin á sameiginlegum fundi um sáttmálana eftir helgina. Peter Taylor er framkvæmda-. stjóri „Political Ecology Research Group“ í Oxford. Hann ræddi á fundi Greenpeace á fimmtudag meðal annars vandamá) varðandi svokallaða varúðarreglu í Parísar- sáttmálanum. Reglan segir að ekki skuli losa nein efni eða úrgang í hafið nema sýnt sé með vísindaleg- um hætti að umhverfi þess stafi ekki hætta af. Peter spurði hvenær ljóst væri orðið að umhverfi stafaði hætta af mengun. Hann benti á háskann sem fælist í að bíða ávallt óyggjandi sannana um umhverfis- spjöll, taka þyrfti fyrir líklega mengunarvalda áður en það væri orðið of seint. „Við verðum að grípa til aðgerða áður en skaðinn er orðinn. I þessu skyni verða að liggja fyrir ítarlegar upplýsingar um framleiðslu í hveiju landi. Það er nauðsynlegt að skoða Uthlutunarnefnd hefur lokið störfum. Undirbúningsstyrki fengu Kristín Jóhannesdóttir, 1 milljón fyrir „Svo á jörðu“, og Oskar Jónasson, 400.000 fyrir „Vont efni“. Tapstyrki hlutu Hrif, 1 millj- framleiðsluferlið sjálft, ekki einung- is það sem á endanum kemur úr^ verksmiðjunni og við lendum oft í* basli með að losna við. Höfuðatriði er að fá fyrirtæki til að framleiða vöru með hættulausu móti. Almenn- ingsálit og þrýstingur fjölmiðla hef- ur hér mikið að segja.“ Remy Parmentier frá alþjóða- samtökum Greenpeace talaði á fundinum um hlutverk óháðra sam- taka í alþjóðasamvinnu um varnir gegn sjávarmengun. Hann sagði að þar væri mikilvægust miðlun upp- lýsinga til almennings. ísland sem verið hefði meira og minna einangr- að nálgaðist nú önnur Evrópulönd, einnig hvað mengun umhverfis várðaði. Landið ætti mikilla hags- muna að gæta í aðgerðum til varn- ar mengun hafsins. Hann vonaðist eftir að fulltrúar landsins vanmætu ekki hlutverk sitt á þessum vett- vangi. Kirkjuvogs- kirkja í dag er guðsþjónusta í Kirkju- vogskirkju kl. 14. Sr. Örn Bárður Jónsson sóknarprestur kveður söfn- uðinn. Organisti SvanhvítHallgríms- dóttir. Sóknarnefnd. ón fyrir „Pappírs Pésa“, Umbi, 1 milljón, Leikfjallið, 100.000 fyrir „Tindáta“, og Jón Ragnarsson, Þor- steinn Jónsson, Þórhallur Sigurðs- son og Örnólfur Árnason, 375.000 krónur hver fyrir Atómstöðina. Kvikmyndasjóður út- hlutar tapstyrkjum og undirbúningsstyrkjum Ríkisstjórnin samþykkti nú í vor að veita aukalega 6 milljónum króna til kvikmyndamála. Að ósk menntamálaráðuneytisins auglýsti Kvikmyndasjóður íslands síðan eftir umsóknum um undirbúnings- og tapstyrki að upphæð 5 milljónir króna. Kvikmyndasjóður gerir ráð fyrir því að fá þá einu milljón sem á vantar til úthlutunar, nú í haust. TILBOÐ OSKAST íToyota 4-runner EFI 4x4 árgerð ’87 (ekinn 28 þús. mílur), Toyota Corolla XL.LB. árgerð ’88 (ekinn 36 þús. mílur) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 26. júní kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00. Sala varnarliðseigna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.