Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990 11 eftirArnþór Ingólfsson Frídag verslunarmanna árið 1990 ber upp á 6. ágúst. Verslunar- mannahelgin er sú helgi ársins sem telja verður að sé einhver mesta umferðarhelgi um allt land. Það hlýtur að vera hveijum manni ljóst að þegar svo margir nota vegakerfi landsins á sama tíma þá er það lífsspursmál í þess orðs fyllstu merkingu, að þama náist sú sam- vinna, það samspil á milli allra, að ekki verði vandræði eða óhöpp af. Ég fæ með engu móti skilið að það þurfi að vera einhverskonar lögmál, að svo og svo mörg umferð- aróhöpp eða slys verði um verslun- armannahelgar, jafnvel þótt um- ferðin sé gífurlega mikil. Það á að vera hveijum sæmilega vitibornum manni ljóst að í mikilli umferð þarf að sýna sérstaka varkárni og að- gæslu. Það verður að gera, og eru gerðar, þær kröfur til allra öku- manna, að þeir hafi til að bera þá dómgreind að treysta megi því, að þeir stofni ekki samborgurum sínum í hættu með gáleysislegri og ábyrgðarlausri hegðan. Lögreglan í Reykjavík, og efa- laust lögreglulið hvar sem er á landinu, mun um þessa verslunar- mannahelgi auka eftirlit með um- ■ SKÁ TASAMBAND Reykjn- víkur og Bandalag íslenskra skáta í samvinnu við Iþrótta- og tómstundaráð gengst fyrir ferða- lögum unglinga á aldrinum 13-17 ára í ágústmánuði. Fyrsta ferðin er Reykjanesferð. Gengið verður frá Kleifarvatni, yfir Sveifluháls, Trölladyngju og Keili. Gist er við Arnarvatn, en daginn eftir gengið niður á Vigdísarvelli, þaðan í Krísuvík og endað í Hverahlíð. Önnur ferðin er um Hengilssvæðið. Gengið verður frá neyðarskýlinu á Hellisheiði að Skarðsmýrarfjalli. Gist verður í skátaskálum. Gengið frá Skarðsmýraríjalli um Frem- stadal og Klettatjarnir niður á Úlfljótsvatn. Þriðja ferðin er um Hvalfjörð og Þingvelli. Gengið frá Botni í Hvalfirði til Þingvalla um Leggjarbijót. Gist í tjöldum á leiðinni. Á námskeiðum fýrir ferð- irnar verða kennd grunnatriði í ferðamennsku. Upplýsingar eru veittar hjá Bandalagi skáta. |{ JAPAN VIDEOTÖKUVÉLAR 3 LXJX ÞRÁÐLAUS FJARSTÝRING 3 LUX MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJARSTÝRINGU SEM GEFUR ÞÉR MÖGULEIKA Á AÐ AFSPILA BEINT VIÐ SJÓNVARPSTÆKIÐ ÞITT, MEÐ ALLRA BESTU MYNDGÆÐUM. — 3 LUX ÞÝÐA ALLRA BESTU LJÓSNÆMNI A MYNDBANDSVÉLUM A MARK- AÐNUM ( DAG. Þ\Ð ER EKKl BARA NÓG AÐ TALA UM UNSUOPSTÆRÐ, HELDUR VERÐUR UÓSKUBBURINN AÐ VERA ÞETTA NÆMUR. — MACRO UNSA 8xZOOM - SJÁLFVIRKUR FOCUS — MYNDLEITUN í BÁÐAR ÁTTIR — SJÁLFVIRK UÓSSTÝRING — VINDHUÓÐNEMI — FADER — RAFHLAÐA/HLEÐSLUTÆKI/MILLI- STYKKI o.n. - VEGUR AÐEINS 1.1 KG. SUMARTILBOÐ, KR. 79.844,- stgr. Rétt verð, KR. 99.950,- stgr. QB Afborgunarskilmálar (g) VÖNDUÐ VERSLUN HUÓMCO, „í mikilli umferð þarf að sýna sérstaka var- kárni og aðgæslu.“ ferð eins og kostur er til að reyna að halda málum í því horfi sem reiknað er með. Öflug löggæsla er nauðsynleg, um það eru allir sammála, ekki síst á sviði umferðarmála. Æskilegasta staðan í þessum málum er þó sú, að ekki þurfi að koma til aðgerða lögreglu en þar kemur að borgaran- um. Þar kemur að samvinnunni, umgengnisháttum hvers og eins, kurteisi og tillitssemi og ekki síst sjálfsgagnrýni. Ef þessir þættir í fari manna eru fyrir hendi, þá þarf raunar ekki að örvænta um fram- gang mála. Þetta er e.t.v. of mikil óskhyggja og ekki raunhæft að bera hana fram, þó held ég að þrátt fyrir allt, þá sé þetta ekki einungis óskhyggja, sem betur fer. Eins og áður sagði mun lögreglan í Reykjavík auka umferðareftirlit eftir mætti og nota til þess bifreið- ir og bifhjól á þeim umferðaræðum sem mest mæðir á. Undanfarin ár hefur lögreglan einnig notið góðrar samvinnu við Landhelgisgæsluna vegna notkunar þyrlu við umferðar- eftirlit, bæði í byggð og utan. Þetta eftirlit hefur gefið mjög góða raun og standa vonir til að þessi háttur verði hafður á nú í ár sem undanfar- in ár. Að endingu vil ég leyfa mér að skora á alla vegfarendur, hvar sem þeir verða, á hverskonar farartæki sem þeir eru, unga sem aldna, að hafa það efst í huga að valda ekki sjálfum sér eða öðrum tjóni eða sársauka. Þetta er í sjálfu sér ekki háleitt takmark, þetta er sjálfsagð- ur hlutur, hveijum og einum nauð- synlegur. Ég óska öllum vegfarendum góðrar ferðar, ánægjulegrar dvalar á áningarstöðum og góðrar heim- komu. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn. Arnþór Ingólfsson LAU6ARDAGSRISAR0KK Vegna gífurlegrar eftirspurnar eftir midum á risarokkið í Reiðhöllinni föstudaginn 7. september hefur verið bætt við öðrum hljómleikum kvöldið eftir. CöhiTesNAlse Föstudaginn 7. september ogLAUGARDAGiNN 8. SEPTEMBER MIÐAVERÐ kr. 3500,- Forsala aðgöngumida Reykjavík: Skífan, Kringlunni og Laugavegi 33; Hljóðfærahús Reykjavíkur, Laugavegi 96; Steinar, Austurstræti, Álfabakka 14, Glæsibæ, Laugavegi 24, Rauðarárstíg 16 og Eiðistorgi; Myndbandaleigur Steina; Plötubúðin Laugavegi 20. Hafnarfförðun Steinar, Strandgötu 37. Akranes: Bókaskemman. Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga. ísafjörðun Hljómborg. Sauöárkrókur: Kaupfólag Skag- firðinga. Akureyri: KEA. Neskaupstaður: Tónspil. Höfn: KASK. Vestmannaeyjar: Adam og Eva. Selfoss: Ösp. Keflavík: Hljómval. Einnig er hægt að panta aðgöngumiða í síma 91 - 667556. Þeirsem hringdu í síðustu viku og hafa enn ekki fengið sendan gíróseðil eru beðnir að hafa samband strax. Töfin stafar af of miklu álagi á símsvara. Munið: Fiugleiðir veita 35% afslátt af verði flugferða gegn framvísun aðgöngumiða að risarokktónieikunum. Beint þotuflug til Akureyrar nóttina eftir risarokkið Valdið ekkí tjóni eða sársauka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.