Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990 21 ' Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík FlaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. Hernaður við Persaflóa Heimsmyndin hefur verið að breytast undanfarnar vikur og mánuði. Vegna bylt- inganna í Austur-Evrópu og aukins'samstarfs milli Banda- ríkjamanna og Sovétmanna hefur ótti við stórstyijaldir minnkað. Almennt er litið á heiminn sem friðsamari en áð- ur. Frá Bandaríkjunum og Bretlandi berast fréttir um nið- urskurð útgjalda til hermála. Miklar vonir eru bundnar við skjótan árangur í afvopnunar- viðræðum Sovétmanna og Bandaríkjanna og milli þeirra ríkja sem ræða í Vínarborg um öryggismál Evrópu. Við þessar aðstæður kemur enn meira á óvart en ella, að her íraka skuli laumast í skjóli nætur inn fyrir landamæri nágranna sinna í Kúvæt og leggja smáríkið síðan undir sig. í umræðum um hættustaði í veröldinni, þar sem kveikjan að alvarlegri stórstyrjöld gæti ver- ið, hafa menn gjarnan stað- næmst við Persaflóann. Þessa mikilvægu olíulind bæði fyrir Vesturlönd og Asíuríki svo sem Japani. í átta ár háðu írakar og íranir blóðuga styijöld í ná- grenni flóans. Vegna þess hve vestrænir menn höfðu mikla óbeit á stjómarháttum Khom- einis í íran má segja að Saddam Hussein, einræðisherra í írak, hafi notið meiri samúðar en hann átti nokkru sinni skilið. Hann er einfaldlega dæmigerð- ur hernaðarsinni sem hikar ekki við að beita valdi, þegar hann telur það þjóna hagsmunum sínum. Innan íraks krefst hann þess, að allir lúti ofríki sínu og hið sama vill hann greinilega að gildi um nágranna sína. í hervæðingu sinni hefur Hussein sýnt algjört skeyting- arleysi. Hann lýgur þegar hann þarf á því að halda og beitir fagurgala til að villa á sér heim- ildir. Hann er eini þjóðarleiðtogi samtímans sem hefur ótvírætt skipað her sínum að beita eit- urgasi gegn almennum borgur- um. Myndirnar af líkum kvenna og barna í mannauðu fjalla- þorpi Kúrda í norðurhluta Iraks eru mörgum vafalaust í fersku minni. Israelar eyðilögðu á sínum tíma kjamorkustöð sem Hussein hafði í smíðum og fyr- ir nokkrum mánuðum komst upp um leynileg áform hans um að eignast risabyssu, sem hann hefði getað notað til stórárása á nágranna sína. Sagan sýnir, að ofríkismenn hika sjaldan við að níðast á þeim, sem eru minni máttar. Þetta hefur nú gerst með innrás íraka í Kúvæt. Undanfarna daga hefur spenna verið að magnast á milli ríkjanna. Huss- ein telur að Kúvætar eigi sér skuld að gjalda, þótt hitt sé staðreynd að frá þeim fékk hann stórar fúlgur til að standa straum af herkostnaði í stríðinu við írani. Hussein vill einnig að olíuverð sé sem hæst, svo að sem mestir peningar streymi í fjárhirslur sínar. Látið er í veðri vaka, að íraski herinn verði kallaður heim, eftir nokkra daga eða vikur. Það kann hins vegar að vera jafn ósatt og sú tilbúna átylla, að Hussein hafi verið að bregðast við hjálpar- beiðni Kúvæta sem vildu fella eigin stjórn. Á meðan írakar og íranir börðust gripu Bandaríkjamenn til þess ráðs að skrá olíuskip frá Kúvæt í Bandaríkjunum, þannig að bandaríski flotinn gæti veitt þeim hernaðarlega vernd. Undanfarna daga hafa bandarísk herskip verið á æf- ingum undan strönd Kúvæts og fréttir berast af því að bandarískt flugmóðurskip á Indlandshafi hafi tekið stefn- una í átt til Persaflóa. Banda- ríkjastjórn hefur ekki skuld- bundið sig til að tryggja öryggi Kúvæts en Kúvætar líta til hennar og vina sinna í araba- heiminum eftir aðstoð. Á það hefur verið bent með haldgóð- um rökum, að þeir sem eigi að stemma stigu við yfirgangi Husseins séu ekki Bandaríkja- menn eða önnur vestræn ríki heldur arabar sem eru vinveitt- ir Kúvæt. Hættan er sú, að þeir leggi ekki í ofbeldissegginn í Bagdad. Innrásin í Kúvæt er áminn- ing til smáríkja um nauðsyn þess að þau geri haldgóðar ráð- stafanir í samvinnu við aðra til að tryggja öryggi sitt. Hefði Hussein talið víst að hann lenti í átökum við stórveldi réðist hann inn í Kúvæt hefði hann áreiðanlega hugsað sig um tvisvar. Innrásin minnir okkur sem búum í hinum friðsama hluta heims á að átökin í öðrum heimshlutum eru síður en svo úr sögunni og geta dregið dilk á eftir sér. Hernaður við Persa- flóa getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í heimsviðskiptum og stjórnmálum. Morgunblaðið/Einar Falur Fulltrúar fjölrniðlanna tóku ráðherra tali strax að loknum ríkisstjórnarfundinum í gærkvöldi. Á þessari mynd er engu líkara en forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, vilji hafa hönd í bagga með ummæl- um Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON: Vilji launa- fólks að efnahags- legur ávinn- ingur sé tryggður ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra og formaður Al- þýðubandalagsins, segir að ráð- herrar flokksins hefðu sannfærst um, eftir viðræður við forustu- menn i samtökum launafólks, að það væri eindreginn vilji launa- fólks að hinn efnahagslegi ávinn- ingur þjóðarsáttarinnar yrði tryggður. „Bráðabirgðalögin eru í þeirri mynd sem við vildum hafa þau. Við vildum ekki takmarka samningsrétt þeirra, sem eru með lausa samninga og það er ekki gert í þessum bráða- birgðalögum. Almennur samninga- réttur og lýðréttindi eru ekki skert með þessum lögum,“ sagði Ólafur Ragnar. Þegar hann var spurður hvort það væri ekki skerðing á samning- rétti og lýðréttindum að hafa sett lög á BHMR og ASÍ, sagðist hann ekki telja svo, útfrá þeim almennu markmiðum að varðveita lága verð- bólgu og hinn efnahagslega árang- ur. „Við áttum, forustumenn Al- þýðubandalagsins, viðræður við fjölmarga forustumenn í samtökum launafólks, bæði undanfama daga og síðasta sólarhring. Við sann- færðumst í þeim viðtölum um að það væri eindreginn vilji launafólks að þetta tvennt sé samtvinnað: hinn efnahagslegi árangur sé tryggður og lýðrettindin virt.“ — En hvað ef félög með lausa samninga ætla að fá meira en felst í þjóðarsáttinni. Verða þá sett lög á þau? „Þau geta auðvitað farið fram á hvað sem er. En lýðræðislegur rétt- ur þeirra til • að gera sjálfstæða samninga er ekki skertur í þessum bráðabirgðalögum,“ svaraði Ólafur Ragnar. Þegar hann- var spurður hvort Alþýðubandalagið hefði látið beygja sig í þessu máli, sagðist hann taka eftir því, að fjölmiðlar teldu að for- sætisráðherra hefði sett Alþýðu- bandalaginu tvo kosti. „Það gerði hann nú reyndar ekki, en það mætti útaf fyrir sig orða það að við hefð- um sett honum kosti, ef menn vilja fara í þannig leik. En það gerum við ekki í þessari ríkisstjórn," sagði fjármálaráðherra og bætti við, að þetta mál hefði sýnt enn á ný, að þessari ríkisstjórn hefði ávallt tek- ist, í anda samvinnu og drengskap- ar, sem ríkt hefði innan hennar, að ná árangursríkri og sameiginlegri niðurstöðu. Fjármálaráðherra sagðist ekki óttast, að BHMR yrði ríkisstjóminni erfíður ljár í þúfu, nú í kjölfar bráðabirgðalaganna. Haldið yrði áfram viðræðum við BHMR um kjarasamanburð. Þá yrði það rætt hvernig ríkið og BHMR gætu sam- eiginlega staðið að kynningu á launakjörum háskólamenntaðra manna, og þeim breytingum sem gerðar hefðu verið á kjörum há- skólamanna á Norðurlöndum. EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON, FORMAÐUR VSÍ: Þetta varð að gerast „ÞAÐ vorum við sem kröfðumst þessara laga og það ekkert ný- lega,“ sagði Einar Oddur Kristj- ánsson, formaður Vinnuveit- endasambandsins. „Við höfum verið mjög hreinskiptnir í þessu máli.“ Einar Oddur sagðist ekki hafa séð endanlegan texta bráðabirgða- laganna en miðað við það sem hann hefði séð væri hann tiltölulega sátt- ur við lögin. „Aðalatriðið var að BHMR-samningurinn varð að fara út. Ekki vegna þess að við höfum neitt á móti BHMR-mönnum heldur vegna þess að þeirra samningur gekk þvert á okkar samning. Áður en við gengum frá okkar samningi gerðum við öllum ljóst að þetta yrði að gerast. Það er bara hörmu- legt hvað það hefur dregist." Sagði Einar Oddur að lokum að reynt yrði að veija efnahagsstefn- una og kaupmátt launa með öllum tiltækum ráðum og stæðu vinnu- veitendur og verkalýðshreyfing þétt saman hvað það varðaði. STEINGRÍMUR HERMANNSSON FORSÆTISRÁÐ- - HERRA: Sáttur við þessaniður- stöðu STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, segist vera ásáttur við þá niðurstöðu sem ríkisstjórnin komst að og telur hana vera í samræmi við fyrri samþykkt ríkisstjórnarinnar um að þjóðarsáttin yrði varin með öllum ráðum. Þegar forsætisráðherra var spurður eftir fundinn hvort að það væri ekki visst áfall að þurfa að setja bráðabirgðalög á eigin gerðir svaraði hann að það væri alltaf erfitt að setja bráðabirgðalög og að það krefðist mikillar yfirvegun- ar. „Að því leyti er það alltaf visst áfall en það væri miklu miklu meira áfall ef efnahagsmarkmið og þar með gildandi kjarasamningar rynnu út í sandinn.“ Spurður hvort að ríkisstjómin ætti ekki vissa sök á þessu áfalli sagði forsætisráðherra fyrir sitt leyti hafa staðið í góðri trú og talið öruggt að ákvæði fyrstu greinar í samningi BHMR héldu. Félagsdóm- ur hefði hins vegar komist að ann- arri niðurstöðu. Steingrímur sagði undirbúning laganna hafa tekið svo langan tíma vegna þess að samræma hefði þurft mörg sjónarmið í samræmi við sam- þykkt ríkisstjómarinnar frá 25. júlí sl. Ríkisstjómin hefði' viljað hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins og það tæki allt sinn tíma. Taldi hann niðurstöðuna vera í samræmi við þá samþykkt. Aðspurður hvort hann hefði viljað ganga lengra sagði forsætisráð- herra að hann hefði ekki viljað ganga skemur en svo að ömggt væri að þau markmið næðust sem hefðu falist í fyrrnefndri samþykkt ríkistjórnarinnar. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON: Samningur BHMR mis- tök sem ríkisstjórn- in hefur nú bætt fyrir JÓN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, segir að með setningu bráðabirgðalaga á kjarasamning BHMR, hafi ríkis- sijórnin viðurkennt að gerð samningsins hafi verið mistök og um leið verið að bæta fyrir þau mistök. „Þetta þýðir að þjóðarsáttin er varin,“ sagði Jón Baldvin við Morg- unblaðið. „Ástæðan fyrir því, að brýna nauðsyn ber til setningar bráðabirgðalaga, er einfaldlega sú, að Félagsdómur túlkaði kjarasamn- ing ríkisins og BHMR, á þennan veg, og hleypti þessum kauphækk- unum umfram þjóðarsáttina út. Eftir að vinnuveitendur höfðu tekið ákvörðun um að sú hækkun færi út um allt kerfið, var ljóst að kom- ið var í algert óefni vegna þess að þá tók næst við sjálfvirniákvæði BHMR, sem þýddi að við vorum komin inn í víxlhækkanaskrúfu launa og verðlags. Þetta hefði þýtt óðaverðbólgu innan skamms tíma, þýtt verulegar verðhækkanir, bú- vöruverðshækkanir, vaxtahækkan- ir og kaupmáttarhrun. Þessu varð að forða og þessi bráðabirgðalög voru til þess sett og munu gera það. Þetta hefur verið gert í samráði við bandamenn okkar, sem stóðu að þjóðarsáttinni. Ég viðurkenni, að það verður að líta á BHMR samninginn sem mistök, en með þessum aðgerðum hefur ríkisstjórn- in viðurkennt þau mistök og bætt fyrir þau,“ sagði utanríkisráðherra. Jón Baldvin sagðist ekki óttast, að þessi lög hefðu í för með sér aðgerðir af hálfu BHMR. Þegar hann var spurður, hvaða áhrif að- dragandi lagasetningarinnar hefði haft á ríkisstjórnarsamstarstarfið svaraði hann: „Þetta hefur verið lærdómsríkt." ÞORSTEINN PÁLSSON: Réttað ijúfa þing og boða til kosninga ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ákvörðun ríkissljórnarinnar um að koma í veg fyrir launahækkun BHMR með bráðabirgðalögum sýni, að ríkisstjórnin ráði ekki við að fylgja eftir þeim efnahags- lega ávinningi, sem orðið hafí af kjarasamningum ASÍ og VSÍ. Hún hafi sjálf lýst því yfír, að meðferð hennar á málinu hafi verið stórkostleg pólitísk mistök Aiþýðubandalagið: Þingflokkurinn samþykkti umboð til lagasetningar Geir Gunnarsson og Hjörleifur Guttormsson greiddu atkvæði á móti ÞINGFLOKKUR Alþýðubandalagsins samþykkti á fundi sínum í gærmorgun umboð til ráðherra flokksins til að standa að bráða- birgðalögum á 4,5% launahækkun sem Félagsdómur dæmdi Banda- lagi háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna frá 1. júlí. Þetta var sam- þykkt í þingflokknum gegn atkvæðum Hjörleifs Guttormssonar og Geirs Gunnarssonar lagasetningu. Margrét Frímannsdóttir, for- maður þingflokks Alþýðubanda- lagsins, sagði að loknum fundi þingflokksins í gærmorgun, að þingflokkurinn hefði gefið ráðherr- um flokksins umboð til að ganga frá lagatexta í anda þeirra um- ræðna sem fram hefðu farið á fundinum. Hún vildi ekki tjá sig um innhald þess lagatexta, en sagði aðspurð að hún tryði því að þetta væri eina færa leiðin til að leysa málið með samkomulagi. Geir Gunnarson vildi ekkert segja um samþykkt þingflokksins annað en þetta: „Þetta er að mínum dómi ekki aðeins lagasetn- ing gagnvart samningi verkalýðs- félaga heldur einnig gagnvart dómstólum í landinu." Hjörleifur Guttormsson sagði, að að í setningu bráðabirgðalag- anna fælist afnám á lögvernduðum lýðréttindum samkvæmt stjórnar- skrá. Ríkið væri að grípa þarna inn í, þótt það væri annar aðili máls- ms. „Þetta eru vinnubrögð sem ganga ekki upp í réttarríki að mínu mati. Við erum ekki hér sem þing- menn, að fjalla um eitthvert inni- hald í kjarasamningum heldur eins og okkur ber að fjalla um og reyna að standa vörð um það að í landinu sé farið að lögum og réttum leik- reglum." Hann sagði að þetta væri dapur- legt skref hjá ríkisstjórninni og ekki síður að það lægi fyrir að forustumenn í verkalýðshreyfíng- unni hefðu komið að þessu með einum og öðrum hætti og væru beint og óbeint að kalla á lagasetn- ingu um launamál. Þetta væri stór- hættulegt fordæmi fyrir verkalýðs- hreyfínguna. „Menn skulu muna það, að menn eru hér að setja lög þvert á fallinn dóm í landinu. Aðili sem tapar fyrir dómi, er að setja bráðabirgða- lög, til að knýja fram aðra niður- stöðu,“ sagði Hjörleifur. Hann bætti við, að sér þætti ólíklegt að þessi lög stæðust fyrir dómstólum. Guðrún Helgadóttir sagði við Mórgunblaðið á miðvikudagskvöld, að það væri öllum fýrir bestu, að veija þann árangur sem orðið hefði með þjóðarsáttinni. „Ég held þess vegna, að það væri lítið vit í því, að sprengja þetta allt í loft upp, til að viðhalda ákveðnum forrétt- indum tiltölulega lítils hóps. Og það er ljóst að bæði ASÍ og BSRB vilja veija þjóðarsáttina og vilja þess vegna bráðabirgðalög. Það er auðvitað ekkert skemmtilegt, fyrir okkur í Alþýðubandalaginu, að standa að bráðabirgðalögum, en ég held að fyrst gerðir voru vitlausir samningar, sé skárra að laga þá til, heldur en að láta þá hafa áhrif á allt þjóðfélagið og hleypa öllu í bál og brand.“ Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins skýrir hlut Alþýðuflokksins í samþykkt bráðabirgða- laganna. Varaformaður flokksins, Jóhanna Sigurðardóttir fylgist með. og því sé rétt að rjúfa nú þing og boða til-nýrra kosninga. Þorsteinn segir, að sjálfstæðis- menn hafi margsinnis bent á, að rétt hefði verið að taka málið upp á Alþingi í vetur og óska þá eftir viðræðum við BHMR. „Ríkisstjórn- in lýsti því þá yfir, að engin ástæða væri til að breyta kjarasamningn- um. Nú hefur hins vegar komið á daginn, að ríkisstjórnin hefur skrökvað að Alþingi," segir Þor- steinn. Hann segir, að það hafi líka leg- ið ljóst fyrir, þegar ríkisstjórnin ætlaði að breyta þessum samningi með einhliða ákvörðun, að sú máls- meðferð stæðist ekki fyrir dómstól- um. Á það hafi henni verið bent, en eigi að síður hafi hún farið þá leið. „Þá tók ríkistjórnin ákvörðun um að segja samningnum upp,“ bætir Þorsteinn við, „en óskaði skömmu síðar eftir viðræðum við BHMR um að breyta þessum sama samningi. Og aðfarannótt síðastliðins þriðju- dag bauð hún svo BHMR að halda 4,5% launahækkun, en ætlar nú að afnema hana með bráðabirgðalög- um. Þessi ferill sýnir gleggst, að það er rétt sem formaður Alþýðu- flokksins segir, að ríkisstjórnin hafí staðið fyrir pólitísku umferðarslysi. Afleiðing þess hlýtur að verða sú, að ríkisstjórnin ségi af sér og boði til nýrra kosninga,“ segir Þorstéinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins. FORMAÐUR HÍK: Frá þingflokksfundi Alþýðubandalagsins í gær. Hjörleifur Guttormsson er lengst til hægri og hans megin við borðið silja Steingrímur Sigfússon, Geir Gunnarsson og Guðrún Helgadóttir. Margrét Frímannsdóttir, þingflokksformaður, situr við borðsendann og henni á hægri hönd eru Skúli Alexanderson, Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins, Ragnar Arnalds og á móti Hjörleifi situr Björn Grétar Sveinsson . Viðbrögð kennara verða hörð EGGERT Lárusson, formaður Hins islenska kennarafélags, sagðist í gærkvöldi ekki hafa séð bráðabirgðalögin. Hann gæti hins vegar lofað því að viðbrögð kennara yrðu mjög hörð ef taka ætti af þeim kjarasamning einu sinni enn. Hann vildi hins vegar ekki segja hver viðbrögð kenn- ara yrðu. „Menn verða bara að sjá þau þegar þau koma. Það eru margir möguleikar og við erum búnir að vera hugsa okkar mál í allt sumar,“ sagði Eggert. Auður Antonsdóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, sagðist ekki hafa séð innihald lag- anna er Morgunblaðið hafði sam- band við hana seint í gærkvöldi. Vildi hún af þeim sökum ekki tjá sig um lögin en sagðist almennt vera mótfallinn því að til lagasetn- ingarinnar hefði komið. Væri það hennar mat að hægt hefði verið að leysa þetta mál á annan hátt ef reynt hefði verið að gera það fyrr. Auður sagði að í dag yrðu þessi mál og viðbrögð við þeim rædd á fundum. Boðaður hefði verið fundur í samninganefnd BHMR klukkan tólf í dag og einnig yrði haldinn fundur fyrir almenna félagsmenn BHMR í Templarahöllinni síðdegis. HVAÐ SEGJA ÞEIR UM SETNINGU BRAÐABIRÐGÐALAGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.