Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 25
T MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990 25 Finnska kammeróperan flytur kvæðabálkinn Friðþjófssögu Norræna húsið: FINNSKA kammeróperan flytur Friðþjófssögu eftir Esaias Tegnér við tónlist finnska tónskáldsins Bernhards Crusells í hótel Valhöll á Þingvöllum á laugardag og í Norræna húsinu á sunnudag. Kvæðabálkurinn Friðþjófssaga (Frithiofs saga) kom fyrst út árið 1825, alls 24 kvæði. Hann er byggður á fomaldarsögunni Frið- þjófssögu hins frækna. Mörg tónskáld hafa samið tónlist við kvæðin: óperur, sinfónísk ljóð, verk fyrir kór og hljómsveit og ein- söngsverk. Verk Bernhards Crus- ells er meðal hinna síðast nefndu. Bernhard Crusell fæddist árið 1775 í Nystad í Finnlandi og lést í Stokk- hólmi árið 1838. Hann nam klarinettuleik í Berlín og tónsmíðar í París. Hann þýddi margar óperur á sænsku, skrifaði tónlistargagnrýni og ritgerðir. Flytjendur Friðþjófssögu eru Tuula-Marja Tuomela, píanó og sópran, Matti Pasanen, tenór, Petri Lindroos, bassi, og Risto Hirvonen, barýtón. Leikstjóri er Lisbeth Landefort. Syngja þau á sænsku, en áheyrendur munu fá textahefti þar sem allir textarnir eru á sænsku og íslensku. Finnska kammeróperan er hing- að komin fyrir tilstilli Norræna hússins, Menningarsjóðs íslands og Finnlands og Norræna menningar- sjóðsins. í haust hyggur hópurinn á tónleikaferð um Danmörku og finnska útvarpið mun taka Frið- þjófssögu upp í finnskri útgáfu einnig í haust. Næsta verkefni hóps- ins verður Betlaraóperan eftir John Gay í nýrri uppfærslu. Friðþjófssaga verður flutt tvisvar á laugardag í Valhöll klukkan 15 og klukkan 20.30. Á sunnudaginn hefst dagskráin klukkan 16 í Nor- ræna húsinu. Heimsókn Finnlands- forseta MAUNO Koivisto, forseti Finn- lands, Tellervo, kona hans, og Assi Komulainen, dóttir þeirra, koma í heimsókn til Islands dag- ana 25.-28. ágúst 1990. Heimsóknin er ekki opinber, eins og ranghermt var í frétt blaðsins í gær, en þau munu hitta forseta Islands og forsætisráðherra, fara til Þingvalla og Vestmannaeyja og e.t.v. einnig í Austur-Skaftafells- , sýslu. - - t'i-ÁÍ'í ■ m| 3T % Lofta- plötur og lím Nýkomin sending Þ.ÞORGRlMSSON&CO Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640 LEO ljósmyndari á ísafirði tók þessa mynd af Steingrími St. Th. Sigurðssyni, þar sem hann var að störfum í Neðsta (kaupstað) á Isafirði. Hinu megin á landinu, í Eden í Hveragerði, stendur nú yfir sýning á verkum Steingríms, og lýkur henni mánudaginn 6 ágúst kl. 23,30. Flestar myndir á sýningunni hafa selst. Á sunnudag kl. 21 mun Guðbjört Kvien óperusöngkona syngja íslensk og ítölsk lög við undirleik Olafs Vignis Albertssonar. Niðursuðuvörur Góður kostur IRSR SÍMINN ER 689400 BYGGT & BUIÐ KRINGLUNNI Bna FOSTUDAGUR TIL FJAR KOLAGRILL Á KOSTNAÐARVERÐI I DAG í KRINGLUNNI L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.