Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 SKÓIA ÚLPURNAR KOMNAR Marglitar úlpur d 6-1U ára kr. 4.485, Drengjaúlpur kr. 4.810,- Glæsibæ, sími 33830, Hamraborg, sími 45288, Eiðistorgi 11, sími 611733 Byggðastofnun opn- ar útibú á Isafirði ^ ísafirði. ÚTIBÚ byggðastofnunar á Isafirði hefur nú tekið til starfa. Sljórn stofnunarinnar bauð til hátíðar í stjórnsýsluhúsinu á Isafirði 14. ágúst í tilefni opnun- arinnar. Byggðastofnun sem nú er 5 ára var þarna að opna sitt annað útibú því fyrsta útibúið utan Reykjavíkur var opnað á Akureyri 1988. Matthías Bjarnason formaður stjórnar Byggðastofnunar sagði í ræðu að hlutverk stofnun- arinnar væri að stuðla að þjóð- hagslegri hagkvæmni byggðar í landinu. I tilefni opnunarinnar færði hann Byggðasafni Vest- íjarða 700 þúsund krónur að gjöf frá stofnuninni og veitti Jón Páll Halldórsson formaður Byggða- safnsins gjöfínni viðtöku. Forstöðumaður Byggðastofnun- ar á ísafirði er Aðalsteinn Óskars- son sjávarútvegsfræðingur, en hann kemur beint úr námi frá Tromsö í Noregi. Með honum starf- ar nú tímabundið Guðmundur Her- mannsson frá Þingeyri, en hann hefur nýlokið námi í iðnverkfræði í Danmörku með sjávarútvegsfræði sem sérgrein. Ætlað er að Guð- mundur verði starfsmaður atvinnu- þróunarfélags sem á að stofna á Isafirði. Auk þeirra mun einn skrif- stofumaður starfa við útibúið. Aðalsteinn sagði i viðtali við fréttaritara, að fyrst í stað yrði áhersla lögð á að kynna sér aðstæð- ur á Vestfjörðum, en hann mun síðan gefa álit á öllum lánaumsókn- um sem til Byggðastofnunar ber- ast. Þó hefur hann nú þegar hafið störf vegna Fiskiðjunnar Freyju á Suðureyri og Suðureyrarhrepps, en nú er beðið eftir að stjómarskipti Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Forstöðumaður Byggðastofnunar á Isafirði, Aðalsteinn Óskarsson, (tiV.) og Guðmundur Hermannsson atvinnufulltrúi. verði í Freyju eftir að Hlutafjársjóð- ur kom inn í fyrirtækið á síðasta vetri með verulegar upphæðir í formi hlutaíjár. Framundan er svo yfirreið þeirra félaga um alla Vest- firði sem væntanlega mun hefjast að loknum aðalfundi Fjórðungssam- bands Vestfirðinga sem halda á nú um helgina. „Okkar störf eru oftar en ekki björgunarstörf, þannig að veruleg áhætta hlýtur oft að fylgja aðgerð- unum. Ég vona bara að menntun mín komi að notum og auðvitað horfi ég til nýsköpunar á sviði sjáv- arútvegs og fiskiðnaðar hér vestra. En aðalmálið er að selja vestfirska afhafnasemi á almennum markaði. Ég trúi að það sé hægt og bendi á að sjá má á Vestijörðum byggðar- lög þar sem er mikil sveifla, eins og á Tálknafirði og Hólmavík. Þá má ekki gleyma því að ísafjörður er einn af sterkustu sjávarútvegs- bæjum landsins. Fyrst þarf að setj- ast. niður með mönnum og ræða málin, svo er bara að bretta upp ermar og taka til starfa,“ sagði þessi 28 ára Hnífsdælingur sem kominn er heim úr langskólanámi fullur af krafti og með bjartsýnina að leiðarljósi. - Úlfar VAR EINHVER AÐ TALil Hjó okkur færðu dýnur eftir móli í öllum verðflokkum—aðeins örlítið ódýrari-með óklæði eftir þín 20kg/m3 Ódýr bráðabirgðadýna? 27 kg/m3 Fyrir litla notkuri 35 kg/m3 Eðlileg ending, tveir stífleikar Stæróir i cm: VERÐ VERÐ VERÐ 70 x 200 x 9 2.898,- 3.906,- 4.838,- 70 x 200 x 1 2 3.864,- 5.208,- 6.451,- 90 x 200 x 1 2 4.968,- 6.696,- 8.294,- 1 20 x 200 x 1 2 6.624,- 8.928,- 1 1.059,- 1 60 x 200 x 1 2 8.832,- 1 1.904,- 14.746,- LANDSÞEKKT DÝNUÞJÓNUSTA: Viö gerum meira en aó framleióa fullunnar dýnur. Vió lagfærum og endurbætum gaml- ar svampdýnur, skiptum um áklæði og veitum ráóleggingar um val og frágang á dýnum sem henta vió mismunandi aðstæö- ur. Síma- og póstkröfuþjónusta. Uppgefið verð er fyrir óklæddar svampdýnur og getur breyst með stuttum fyrirvara. Við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.