Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SAIVISAFRÍIÐ ll'fk'UDAGim 2. SEPTEMBER 1990 C 35 Rokkdansinn stíginn í Silftirtunglinu við Snorrabraut. I rokkinu þótti tilheyrandi að fara í „splitt“ þegar hljóðfallið bauð upp á slík tilþrif og eins og sjá má lætur Sæmi sig ekki muna um það frekar en annað sem tilheyrði þessum dansi. SÍMTALID... ER VIÐ PJETUR HAFSTEIN JuÁRUSSONSKÁLD Forríkir Ijóðormar 19137 „Humm...“ — Góðan dag. Kristján Þor- valdsson heiti ég, blaðamaður á Morgunblaðinu. Er það Pjetur Hafstein Lárusson? „Já, sælir. Leyfist mér að ná í öskubakka?" — Gjörðu svo vel. — Pjetur, ég sé að þú ert bendl- aður við svokallaðan Ljóðorm. Hverslags ormur er þetta? „Ljóðormur er tímarit, sem birtir ljóð og efni um ljóð. Það hóf göngu sína í Stykkishólmi árið 1985. Fyrsta tölublaðið var prentað hjá þeim ágætu klaustur- systrum þar.“ — Segir það eitthvað um and- ann í þessu riti? „Ég hef aldrei fengið viður- kenningu á því, hvorki frá kaþó- likkum, vottum Jehóva, né frá Hjálpræðishernum. Og hefur þó mikið verið eftir henni sóst.“ — Hvernig er staðið að útgáf- unni? „Upphaflega var ætlunin að þeir höfundar sem ættu efni í hverju tölublaði kostuðu fyrirtæk- ið. Þannig byijuð- um við Sigrún Ragnarsdóttir með þetta tímarit, en síðan varð til rit- nefnd. Að henni standa auk mín þau Eysteinn Þor- valdsson, Heimir Pálsson, Þórður Helgason, Vigdís Grímsdóttir og Sigrún Ragnars- dóttir. Steinunn Sigurðardóttir var einnig í ritnefnd, en það er eitthvað á huldu hvort hún er þar ennþá.“ — Hvernig höfundar fá birt efni í ritinu? „Við höfum verið með þekkt skáld, Stefán Hörð Grímsson, Jón1 Óskar, Baldur Óskarsson, Þor- stein frá Hamri, Jón úr Vör og Vilborgu Dagbjartsdóttur, svo dæmi séu nefnd. Einnig höfum við verið með yngri skáld sem hafa verið að skjóta upp kollinum, og nokkrir hafa birt sín ljóð í fyrsta sinn í Ljóðormi. Við höfum líka verið með þýðingar og næsta blað, það tíunda sem kemur út, verður eingöngu helgað þeim.“ — Verða menn ríkir af svona útgáfu? „Jú, menn verða forríkir í and- anum. Það er mjög auðvelt að halda þeim auðæfum við, þar sem ríkisstjórninni og svokölluðum aðilum launamarkaðarins er vita- vonlaust að fá okkur í þjóðarsátt um andlegt hungur. Við tölum nefnilega ekki við hvern sem er, — erum vönd að virðingu okkar.“ —Þið eruð þá engin hungur- skáld? „Síður en svo. Hvað hinn pen- ingalega þátt varð- ar, þá tók Iðunn að sér fyrir tveim- ur árum að fjár- magna útgáfuna." — Þannig að ljóðormar lifa vel af veturinn? „Já, mjög svo.“ - Jæja, ég þakka þér fyrir spjallið Pjetur og vonandi gengur allt að óskum. „Ég þakka þér fyrir, vertu bless- aður.“ ÁRIÐ 1979 brydduðu veitinga- staðurinn Hollywood og SAM- útgáfan upp á þeirri nýjung í fegurðarbransanum að efna til keppninnar Ungfrú Hollywood. Sú fyrsta sem hlaut þann titil var Auður Elísabet Guðmunds- dóttir en verðlaunin voru ferð vestur um haf til Hollywood og fór svo áð stúlkan ilengdist þar í nokkur ár. En hvar ætli Auð- ur Elísabet ali manninn í dag? Auður Elísabet er útivinnandi húsmóðir, hún vinnur hálfan dag- inn í tískuversluninni Kókó í Kringlunni en sinnir þar fyrir utan tveimur ungum dætrum sínum sem hún og maður hennar Sveinn Sveinsson eiga. Þau reka síðan saman fyrirtækið Plús-film og hefur hún unnið að stöku verkefn- um fyrir það enda menntuð í föðr- un fyrir kvikmyndir. Aðspurð um það helsta sem á daga hennar hefur drifið frá því hún var kjörin Ungfrú Hollywood segir Auður að fyrstu fjögur árin hafi hún stundað nám í Banda- ríkjunum en síðan unnið þar um skeið. „Ég lærði þar föðrun fyrir kvikmyndir og fór svo að vinna hjá þeim Sigurjóni Sighvatssyni og Steve Golin sem nú reka Propaganda-film,“ segir Auður. „Ég vann við fyrstu kvikmyndina sem þeir gerðu og hér Hard Rock Zombies en aðallega var um að ræða vinnu við rokkmyndbönd." Auður fluttist aftur til íslands, ásamt manni sinum og dóttur, árið 1986 og þá stofnuðu þau saman fyrirtækið Plús-film. „Við eignuðumst aðra dóttur ári seinna HVAR ERU ÞAV NÚ? Hvar eruþau núf Aubur Elísabet Gudmundsdóttir ungfrú Hollywood 1979 Útivinnandi húsmóðir og þá hætti ég mikið til að vinna í fyrirtækinu þótt maður hafi grip- ið í þá vinnu af og til. Við höfum unnið mikið fyrir ferðaskrifstofur og því hafa ferðalög verið tíð hjá okkur undanfarin ár.“ Helsta áhugamál Auðar í gegn- um árin hefur verið hestamennska en bæði foreldrar hennar og Sveins eru mikið hestafólk. Um síðustu helgi fór hún þannig í þriggja daga reiðtúr, frá Lands- sveit í bæinn. „Ég hef ekki átt mörg áhugamál önnur en hesta- mennsku enda finnst mér hún mjög gefandi áhugamál," segir Auður. Þess má geta hér að keppnin Ungfrú Hollwood var endurvakin í vetur eftir nokkurra ára hlé og var Auður Elísabet þá í dómnefnd- inni. Hvað framtiðina varðar seg- ir Auður að þau hjónin muni ör- ugglega hafa vetursetu hér á landi í ár en hinsvegar sé alltaf volgt í þeim að flytja utan aftur. „Við höfum oft rætt um það að flytja utan en það eru ekki meir en umræður enn,“ segir Auður. „Enda erum við nú með tvö ung börn og það setur strik í reikning- inn.“ Frá krýningar- kvöldinu fyrir 11 árum. Það var Þór- unn Stefánsdóttir sem krýndi Auði Ungfrú Hollywood 1979. Auður Elísabet IKókó. -I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.