Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 Fjárhagsstaða Vest- mannaeyjabæjar: Spörum milljón á mánuði með skuld- breytingu - segir Guðjón Hjör- leifsson, bæjarstjóri GUÐJÓN Hjörleifsson, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum, segir að lausafjárstaða bæjarins sé afar erfið. 73 milljónir séu í van- skilum og að auki séu nú að gjald- falla skammtimalán, sem tekin hafi verið í lok síðasta kjörtíma- bils. Núverandi meirihluti telji nauðsynlegt að fá skuldbreyt- ingu og með því móti megi spara um eina milljón króna á mánuði í fjármagnskostnaði. I Morgunblaðinu á föstudag birt- ist athugasemd frá þremur fulltrúm minnihlutans í bæjarétjórn Vest- mannæyja, þar sem þeir segja, að fulltrúar meirihlutans fari með rangfærslur er þeir segi að van- skilaskuldir bæjarins séu 115 millj- ónir króna. Hið rétta sé, að þær nemi 73 milljónum. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, segir það rétt að 73 milljónir króna séu í vanskilum. Við það bætist yfírdráttur og skammtímalán, sem meirihluti vinstri manna hafí tekið við lok síðasta kjörtímabils, til að láta fjármál bæjarins líta betur út fyrir kosningamar í vor. Þau lán séu nú að gjaldfalla eitt af öðru. Guðjón segir, að lausafjárstaða Vestmannaeyjabæjar sé erfíð, enda hafi fjármálin ekki verið tekin nógu föstum tökum af meirihluta vinstri manna. „Þegar við tókum við stjórn bæjarins eftir kosningarnar í vor, var mikið í vanskilum og það virtist hafa verið aukaatriði að greiða lán. Við teljum, að til að koma fjármál- unum í rétt horf nú, þurfí að fram- kvæma skuldbreytingu. Með því að breyta skammtímalánum í lengri lán má spara allt að eina milljón á mánuði í fjármagnskostnaði að okk- ar mati. Auk þess munum við ör- ugglega þurfa að skera niður í rekstri bæjarins," segir Guðjón. © INNLENT Ljósmyndin sýnir Vestmannaeyjaflugvöll á miðri háey Heimaeyjar í nýjum búningi í nær 100 metra hæð. Ljósmynd/Ólafur Bragason Slitlag á V estmannaeyj aflugvöll Vestmannaeyjum. MIKLAR framkvæmdir hafa staðið yfir á Vestmannaeyjaflugvelli undanfarnar vikur þar sem unnið hefur verið að endurnýjun og uppbyggingu hluta flugbrautanna og lagningu bundins slitlags, otto- dekks, á báðar brautirnar sem eru um 1.100 metra langar. Framkvæmdin kostar tugi millj- óna króna, en Vestmannaeyjaflug- völlur er annar mesti umferðarvöll- ur á landinu utan Reykjavíkur með um 60 þúsund farþega á ári. Fram- kvæmdin reyndist viðameiri en ráð- gert hafði verið þar sem skipta þurfti um tugi þúsunda af undir- lagi, en lagning bundins slitlags er mjög mikilvæg því segja má að malarefnið í vellinum hingað til hafí fokið á 5 ára fresti. Lagningu bundins slitlags lýkur í næstu viku, en þá er eftir frágangur meðfram brautum og í haust verður byggð tækjageymsla á vellinum. Það er Klæðning h.f. sem framkvæmir verkið. - Grímur Skattahækkun vegna bensínverðshækkunar: Útreikningar fjármálaráðuneytis- ins breyta engu um tilmæli okkar - segir Þórarinn V. Þórarinsson ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands, segir að útreikningar fjármálaráðuneytisins um tekjutap ríkissjóðs á ársgrundvelli vegna olíuverðshækkana breyti engu um þau tilmæli Vinnuveitendasambandsins og Alþýðusambands- ins til ríkisstjómarinnar, að ríkið hækki ekki skatta sína a bensín í hlutfalli við hækkanir bensínverðs, heldur haldi sköttunum óbreyttum í krónutölu. Örn Friðriksson, varaforseti ASÍ, segir að samtök laun- þega muni ekki líða þao, að olíuverðshækkunin verði látin lenda á þeim einum. í Morgunblaðinu í gær var greint 400 til 500 milljóna króna tekjutap frá því, að fjármálaráðuneytið gerði fyrir ríkissjóð. ráð fyrir að yfirvofandi olíuverðs- Þórarinn V. Þórarinsson segir að hækkun_ geti á ársgrundvelli þýtt þessir útreikningar breyti engu um Samband íslenskra sveitarfélaga: Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son kjörinn formaður þau tilmæli, sem ASÍ og VSÍ hafi beint til ríkisstjórnarinnar. „Við ef- umst ekki um að það sé rétt, að ríkið muni ekki hagnast á hækkun bensínverðs þegar til lengri tíma er litið. í okkar tilmælum vorum við hins vegar ekki að tala um lengri tíma, heldur aðeins, að ríkið gefi eftir hluta skatttekna sinna á næstu vikum vegna þessara hækk- ana.“ Öm Friðriksson, varaforseti ASÍ, segir að menn geti leikið sér að alls konar útreikningum í sambandi við olíuverðshækkunina og áhrif hennar. Aðalatriðið í þessu máli sé hins vegar það, að ríkisvaldið og aðilar vinnumarkaðarins þurfí að leggja sitt af mörkum við að halda jafnvægi í efnahagslífínu. Nú hafi orðið tímabundnar erlendar hækk- anir á olíu og ef þeim verði velt af fullum þunga út í verðlagið, sé ver- ið að eyðileggja þann árangur í verðlagsmálum, sem náðst hafi í kjölfar samninga í febrúar. Það sé ljóst, að launþegasamtökin muni ekki líða, að þessar hækkanir lendi á launþegum einum, en ekki á ríkinu eða fyrirtækjum. Stakk af á ofsahraða ÖKUMAÐUR bfls sem mældist aka um Sæbraut við Dugguvog á 108 kílómetra hraða í fyrrinótt hvarf sjónum lögreglu, sem skömmu síðar fann bílinn mannlausan í Eikjuvogí. Skömmu siðar sást til ungs manns veifa bílum við nálæga götu. Þar reyndist vera sonur skráðs eiganda bifreiðarinnar og var hann undir áhrifum áfengis. Hann var færður á lögreglustöðina þar sem hann neitaði harðlega að hafa ekið bílnum né vita nokkuð um málið. Pilturinn gisti fangageymslur og var síðan færður til yfírheyrslu. Ágreiningur um val í sljórn VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, var í kjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Mikill ágreiningur kom upp á landsþingi sambandsins í gær um kosningu stjórnar, en eftir nokkurt þóf náðist samkomulag um uppstillingu, sem samþykkt var samh\jóða. Samband íslenskra sveitarfélaga hélt 14. landsþing sitt í Reykjavík í gær og fyrradag. Fulltrúar voru á þriðja hundrað, hvaðanæva af landinu. í stjórn sambandsins eiga sæti níu menn, tveir úr Reykjavík og einn úr hveiju hinna kjördæma landsins. Síðdegis í gær kom upp ágreiningur á þinginu um. uppstill- ingu í stjóm og var deilt um skipt- ingu stjórnarmanna milli stjóm- málaflokka eftir kjördæmum. Fram kom málamiðlunartillaga um að stjómarmenn Reykjaneskjördæmis yrðu tveir í stað eins, þannig að stjómarmenn yrðu tíu. Var þessi tillaga felld og leit um tíma út fyr- ir að til kosninga kæmi um skipan stjórnarinnar í fyrsta sinn í sögu sambandsins. Eftir mikil fundarhöld í kjömefnd þingsins náðist samkomulag um uppstillingu, sem var samþykkt samhljóða af þingfulltrúum. Sam- kvæmt tillögu kjörnefndar var Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgar- fulltrúi í Reykjavík, kjörinn formað- ur og aðrir í stjóm, Jón G. Tómas- son, borgarritari í Reykjavík, Ing- var Viktorsson, Hafnarfírði, Bryndís Brynjólfsdóttir, Selfossi, Kristján Magnússon, Vopnafirði, Sigríður Stefánsdóttir, Akureyri, Valgarður Hilmarsson, Engihlíðar- hreppi, Ólafur Kristjánsson, Bol- ungarvík og Ingvar Ingvarsson, Akranesi. Dvergasteinn hf. á Seyðisfirði: Eignir Norðursíldar keyptar á 47 milljónir FISKVINNSLAN Dvergasteinn hf. á Seyðisfirði hefur keypt eign- ir þrotabús Norðursíldar hf. af Landsbanka íslands á 47 miHjónir króna. Áður hafði fyrirtækið keypt eignir Fiskvinnslunnar hf. af Byggðastofnun á 55 milljónir. Fiskvinnslan Dvergasteinn hf. er almenningshlutafélag i eigu eigenda útgerðar togarans Gullvers, einstakl- inga á Seyðisfirði, bæjarsjóðs, hafn- arsjóðs og Verkamannafélagsins Fram. Fyrirtækið var stofnað fyrr á þessu ári til að taka við rekstri Fisk- vinnslunnar-Norðursíldar hf„ sem gjaldþrota varð á síðasta ári. Við skipti þrotabús fyrirtækisins eignað- ist Landsbanki Islands eignir Norð- ursíldar og Byggðastofnun eignir Fiskvinnslunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.