Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 Bókaforlagið Sögusteinn: Niðjatal Gunnlaugs Briem og Valgerðar Amadóttur gefið út Ættarmót á Hótel íslandi á morgnn BOKAFORLAGIÐ Sögxisteinn er um þessar mundir að gefa út bók um Briemsætt, niðja Gunnlaugs Guðbrandssonar Briem (1773-1834) sýslumanns og Vaigerðar Árnadóttur (1779-1872), sem lengst af bjuggu á Grund í Eyjafirði. Niðjar hjónanna halda ættarmót á Hótel Islandi á morgun, sunnudag, og þá kemur niðja- tal þeirra út en í ritinu birtist fjöldi áður óþekktra mynda. Bri- emsnafnið er dregið af Brjánslæk á Barðaströnd, fæðingarstað Gunnlaugs. Gunnlaugur og Valgerður áttu tíu börn og sjö þeirra komust upp. Sex þeirra áttu afkomendur og eru niðjar þeirra um tvö þúsund talsins. Niðjatal Gunnlaugs og Val- gerðar var fyrst gefið út árið 1915 í samantekt Eiríks Briem prófessors og Tryggva Gunnars- sonar bankastjóra. Niðjatalið, sem nú er að koma út, er aðal- lega byggt á gagnaöflun Eggerts P. Briem, sem nú er látinn. Aðrir höfundar ritverksins eru Þor- steinn Jónsson ættfræðingur og Eggert Ásgeirsson. í niðjatalinu birtist æviskrá þeirra, sem náðu fultorðinsaldri af fyrstu þrem kynslóðunum. Víða hefur verið leitað fanga í þessa æviþætti og hefur Eggert Ásgeirsson tekið flesta þeirra saman. Ættföður og ættmóður Bri- emsættar eru gerð sérstök skil í grein Sigurðar Líndals. I grein- inni kemur meðal annars fram að Gunnlaugur Guðbrandsson Briem fæddist á Bijánslæk í Barðastrandarsýslu 13. janúar 1773. Foreldrar hans voru Guð- brandur Sigurðsson (1735-1779) prestur á Brjánslæk og kona hans Sigríður Jónsdóttir (1747-1835). Séra Guðbrandur, faðir Gunn- laugs, var sonur Sigurðar Þórðar- sonar prests á Bijánslæk og konu hans, Sigríðar Gunnlaugsdóttur úr Svefneyjum. Bróðir Sigríðar var Ólafur Gunnlaugsson, faðir Eggerts Ólafssonar náttúrufræð- ings og skálds, þannig að séra Guðbrandur og Eggert Ólafsson voru systkinabörn. Guðbrandi presti er lýst svo að hann hafi verið mikið hraust- menni, smiður, málari, kennimað- ur góður og hagorður. Guðbrand- ur lést eins og áður sagði árið 1779. Hann var í embættisferð að vitja sjúks manns þegar hann hrapaði í náttmyrkri fyrir björg og höfuðkúpubrotnaði. Gunn- laugur, sonur hans, var þá sex vetra gamall. Séra Björn í Sauðlauksdal tekur Gunnlaug í fóstur Ári síðar var Gunnlaugur tek- inn í fóstur af séra Bimi Halldórs- syni í Sauðlauksdal (1724-1794) og konu hans, Rannveigu Ólafs- dóttur frá Svefneyjum (1734- 1814), systur Eggerts, en þau hjónin voru bæði skyld Gunn- laugi. Hann ólst upp hjá þeim næstu 8 árin, lengst af á Set- bergi í Eyrarsveit en það presta- kall fékk séra Bjöm árið 1781 og fiuttist þangað 1782. Séra Björn var brautryðjandi í garð- rækt á Islandi, lærdómsmaður í mörgum greinum, skáld og rit- höfundur. Gurmlaugur sigldi til náms í Kaupmannahöfn árið 1788, að- eins 15 ára að aldri. Þar stundaði hann nám við listaháskólann, Det Kongelige Maler, Bildhugger og Bygnings-Akademie en skóli þessi er enn við lýði og til húsa í Charlottenborg við Kóngsins Nýjatorg. Þegar Gunnlaugur hóf nám í skólanum var þar fyrir Bertel Thorvaldsen, sem frægast- ur hefur orðið allra myndhöggv- ara á Norðurlöndum. Myndlistarmaður og lögfræðingur Gunnlagur tók lokapróf frá listaháskólanum árið 1795 og „á sama ári þáði hann af konstaka- demíinu silfurmedalíu til heiðurs fyrir atgjörfí sitt í bílætasmíði," segir séra Jón lærði í Möðrufelli í æviágripi hans, sem kom út árið 1838. Jafnframt námi sínu við listaháskólann aflaði Gunn- laugur sér almennrar menntunar. Til að geta kynnt sér goðafræði og listasögu, svo og að ná tökum á rómönskum málum, stundaði hann latínunám en Jón Ólafsson Svefneyingur, frændi hans, bróðir Eggerts, var kennari hans. Þá segir í Sunnanpósti að Gunnlaug- ur hafí talað og skrifað þýsku sem sitt móðurmál. Gunnlaugur ætlaði að verða listamaður og bjóða Thorvaldsen þjónustu sína en Napóleonsstyij- aldirnir komu í veg fyrir þær fyr- irætlanir og ekki lágu störf á lausu. Hann neyddist því til að hverfa af listabrautinni um sinn og í ársbyijun 1797 hóf hann nám í lögfræði og lauk prófí 25. októ- ber sama ár. í Sunnanpóstinum segir að Gunnlaugur hafi fengið „sem danskur júristi besta vitnis- burð“ og verið álitinn hæfur til dómaraembættis. Fátt er kunnugt um störf Gunnlaugs sem myndhöggvara og er ekki annað að sjá en hann hafí lagt þá iðju á hilluna þegar til íslands kom og hann hafi ein- ungis lítillega fengist við tré- skurð. Gunnlaugur veitti þó til- sögn í teikningu í Hólavallaskóla veturinn 1802-1803. í Þjóðminja- safni íslands eru til fjórir munir eftir hann, eða honum eignaðir, allir skomir í tré. Kristján Eldjám fer svofelldum orðum um þessa muni: „Allir eru þessir hlutir frá- bærlega vel og fagmannlega gerðir og leynir sér ekki hand- bragð manns, sem hefur tré- skurðarlist fullkomlega á valdi sínu.“ I niðjatali Gunnlaugs og Valgerðar eru birtar myndir af þessum gripum. Árið 1848 málaði I.L. Ussing prófessor eftirmynd málverks- ins af Gunnlaugi Briem, sem málað var 1796-1797 og eftir málverkinu er þessi stein- þrykksmynd gerð. Lögsagnari og jarðamatsmaður Að loknu lögfræðiprófí sneri Gunnlaugur sér aftur að list sinni og vann við hana næstu tvö ár við bág kjör. Munaði þar mestu að honum tókst að verða sér út um vinnu við Fredensborgarhöll. Árið 1799 barst honum hins veg- ar boð um að gerast aðstoðarmað- ur, eða lögsagnari, Jóns Jakobs- sonar sýslumanns í Eyjafjarðar- sýslu, föður Jóns Espólíns sýslu- manns og sagnaritara. Gunnlaug- ur venti því sínu kvæði í kross, Frúin á Grund, Valgerður Árnadóttir. Þessa mynd af henni háaldraðri tók dótturson- ur hennar, Tryggvi Gunnars- son. hvarf til íslands eftir 11 ára úti- vist og gerðist embættismaður. Gunnlagur kvæntist Valgerði Árnadóttur (1779-1872) 21. júní 1800. Foreldrar hennar voru séra Árni Sigurðsson (1732-1805), prestur á Breiðabólstað á Skógar- strönd en síðar á Holti undir Eyjafjöllum, og kona hans, Kristín Jakobsdóttir (1743-1791), systir Jóns Jakobssonar sýslu- manns. Valgerður og systkini hennar voru 14 að tölu en fimm þeirra dóu ung og Jón sýslumaður tók Valgerði systurdóttur sína í fóstur. Grund í Eyjafirði, þar sem Gunnlaugur og Valgerður bjuggu lengst af. Brjánslækur á Barðaströnd, fæðingarstaður Gunnlaugs Briem. Þaðan er Briemsnafnið komið. Gunnlaugur hafði numið land- mælingu og sama ár og hann kvæntist var hann kvaddur í jarðamatsnefndina, sem skipuð var 18. júní 1800 og sat í henni þar til hún var lögð niður 4. júlí 1806. Nefndinni var ætlað að annast fyrsta sjálfstæða jarða- matið á Islandi á síðari öldum en tilgangurinn var einkum sá að skattgjaldi yrði hagað sem líkast á Islandi og í Danmörku. Þessum störfum fylgdu stöðug ferðalög og bjuggu þau Gunnlaugur og Valgerður því á ýsmum stöðum. Þau reistu fyrst bú á Grund í Eyjafírði en 1801-1802 bjuggu þau á Möðrufelli í Eyjafirði, 1802-1803 í Reykjavík, 1803- 1804 á Hvítárvöllum og loks reistu þau bú á Arnarbæli á Fells- strönd og þar stóð heimili þeirra til 1807. Sýslumaður og amtmaður Gunnlaugur gat sér góðan orðstír í jarðamatsnefndinni og var fyrir hann sæmdur af kon- ungi nafnbót svokallaðs kammer- sekretera árið 1804. Hann var síðan skipaður sýslumaður Eyja- fjarðarsýslu 17. apríl 1805 og fékk því eina bestu sýslu landsins aðeins 32 ára að aldri. Gunnlaug- ur gegndi sýslumannsembætti þessu til dauðadags 1834, eða í 29 ár. Frá 1807-1815 bjó hann á Kjarna í Eyjafirði en 1815-34 á höfuðbólinu Grund í sömu sveit. Tvívegis var hann settur amtmað- ur norður og austuramts, árið 1810 í fjarveru Stefáns amt- manns Þórarinssonar og 1833 eftir að Grímur Jónsson hafði lát- ið af embætti og þar til Bjarni Thorarensen tók við. Gunnlaugur þótti reglusamur og nákvæmur um alla embættisfærslu en hins vegar strangur og óvæginn sem dómari. Enginn dró þó í efa rétt- sýni hans og heiðarleika. Þegar Gunnlaugur var orðinn sýslumaður og sestur að á Kjama í Eyjafjarðarsýslu gerðist hann athafnasamur um allan búrekstur og rak myndarlegan búskap, fyrst á Kjarna og síðan á Grund. Hann ritaði einnig ýmislegt um búskap, þar á meðal garðrækt. Eftir Gunnlaug liggja einnig miklar ættartölusyrpur og nokkuð fékkst hann við að yrkja. Börn sín sendi hann flest utan til náms og þrjú hin elstu settust að erlendis, hvert í sinu landi. Gunnlaugur átti gott bókasafn og var félagi í Hinu íslenska lærdómslistafélagi, svo og arftaka þess, Hinu íslenska bókmenntafélagi. Frúin á Grund Valgerður Ámadóttir giftist Gunnlaugi rúmlega tvítug og kom brátt í hennar hlut að stýra fjöl- mennu heimili þegar hann var orðinn sýslumaður. Þangað áttu margir erindi, þannig að segja má að það hafí orðið einn helsti samkomustaður sveitarinnar og svo fæddust börnin með stuttu millibili. Svo mjög þótti sópa að Valgerði í þessu hlutverki að hún var jafnan kölluð frúin á Grund þegar þau hjón höfðu tekið sér bólfestu þar. Þrátt fyrir þetta var hún frábitin því að fara í mann- greinarálit. Valgerður varði talsverðum tíma í að kenna börnum sínum og mennta sjálfa sig og í bóka- safni hennar vom um eitt hundr- að bindi. Hún var ekki skartbúin hversdagslega, enda gekk hún að heimilisstörfum með dætrum sínum og vinnukonum. Ekki þótti minna um vert lítillæti hennar og líknarhugur til þeirra, sem minnst áttu undir sér. Hún umgekkst þá eins og jafningja, gladdi börn þeirra og sendi þeim gjafir. Fyrir þetta ávann hún sér mikla virð- ingu og vinsældir. Valgerður lifði ekkja í rúm 38 ár en hún lést 25. júlí 1872, á 93. aldursári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.