Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.09.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 Minning: Sr. Bjartmar Krisljáns son, fyrrv. prófastur Við höfðum fengið að vera sum- artíma í skólahúsi, kenndu við Steinsstaði í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði og fórum oft í göngu- ferðir um nágrennið. Einn sunnu- dag hafði verið auglýst messa á Mælifelli og datt okkur í hug að fara þangað, úr því veður var gott, sjá kirkjuna og heyra kórinn syngja. Þegar við vorum komin fram að Mælifelli um það leyti sem messan átti að hefjast, gengum við rakleitt að kirkjunni, en hún var þá læst og enginn sjáanlegur. Við biðum undir kirkjuveggnum og kunnum ekki við að fara heim á prestssetrið að spyija hvort yrði messufall. Við vorum um það bil að gefast upp á að bíða þegar við sáum mann koma hraðstígan frá prestssetrinu. Þetta reyndist vera presturinn, séra Bjartmar Kristjánsson, en hempu- laus og án meðhjálpara. Hann heils- aði okkur í fljótheitum og bauð okkur velkomin, vissi raunar deili á Kristínu sem var ættuð úr sömu sveit og hann, Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði. Að sjálfsögðu var honum kunnugt um veru okkar í skólahús- inu og líklega hefur hann verið búinn að frétta, að ég kynni eitt- hvað á píanó, ef ekki harmóníum, nema hann spurði mig snarlega hvort ég gæti hugsanlega leyst vandræði hans, þar sem organistinn hafði forfallast á síðustu stundu. Ég hafði einu sinni eða tvisvar leik- ið á orgel við messu, svo að ég samþykkti að reyna hvað ég gæti, enda leist mér vel á þennan stæði- lega og hálffeimnislega prest sem vildi kanna til þrautar hvort hann yrði að fella niður messu, þegar hann hafði stefnt fólki til kirkju. Hann varð allshugarfeginn, snarað- ist aftur heim á prestssetrið og kom að vörmu spori hempuklæddur, en á meðan var búið að opna kirkjuna og hleypa inn fólki sem hafði beðið á prestssetrinu. Kirkjugestir voru óneitanlega fáir, enda var þetta um hábjargræðistímann, og var öllum boðið inn í stofu á prestssetrinu að lokinni messu sem hafði gengið vel, þrátt fyrir viðvaning í organ- istastarfínu. Gestir voru nú settir við hlaðið borð allskyns kræsinga sem prestsfrúin hafði til reiðu, lág- vaxin kona, döggeyg og hæversk í framkomu. Prestur reyndist hress í tali við gesti sína og laus við form- legheit, svo við áttum þarna nota- lega stund hjá þessum vingjarnlegu hjónum og börnum þeirra sem heima voru og létu lítið fyrir sér fara, prúð og mannvænleg. Þetta voru fyrstu kynni okkar af séra Bjartmar Kristjánssyni og ijölskyldu hans. Þau lýsa Bjartmari nokkuð: að halda ró sinni og gefast ekki upp fyrr en að fullreyndu. Hvers vegna að flýta sér að aflýsa mesSu, þó organistinn forfallaðist? Hafði guð ekki bara sent einhvern annan sem beið undir kirkjuveggn- um til að bjarga messunni? Vel gat séra Bjartmar hafa hugsað þannig, að minnsta kosti var þarna djarf- lega gengið að verki. Síðar gerðist það, að við urðum samkennarar í Steinsstaðaskóla, þar sem bæði börn og unglingar voru við nám samtímis. Þrír menn vorii þá áhrifamestir um skólahald- ið í Lýtingsstaðahreppi: Jóhann Hjálmarsson bóndi á Ljósalandi, formaður skólanefndar, Björn Eg- ilsson á Sveinsstöðum, oddviti sveit- arinnar, og séra Bjartmar á Mæli- felli. Af þeim þremur er nú Björn Egilsson einn á iífi. Allir höfðu þeir sín sérkenni: Jóhann hæglátur og kíminn, en ákveðinn, Björn aðhalds- samur fyrir hreppinn, en skilnings- góður á hag skólans og fjörlegur í tali, heimspekingur í hugsun, séra Bjartmar vingjarnlegur og hispurs- laus með einkennilegar glettnisvipr- ur kringum munninn um leið og hann brosti með augunum. Séra Bjartmar hafði verið kenn- ari við skólann áður en við Kristín kona mín tókum þar að okkur kennslu og skólastjórn einn vetur. En þann vetur kynntumst við séra Bjartmari vel og urðum vinir hans og konu hans, Hrefnu Magnúsdótt- ur, sem einnig var kennari við skólann. Séra Bjartmar var stærð- fræðingur góður og tók því að sér að kenna stærðfræði, en einnig kenndi hann íslensku og að sjálf- sögðu kristin fræði. Við spjölluðum oft saman í ró og næði, þegar eyð- ur voru milli kennslustunda. Hann var furðu skarþskyggn á sérkenni nemenda og gerði sér far um að skilja skaphöfn hvers einstaklings. Við ræddum einnig um þjóðmálin og heimsmálin. Hann var mikill sjálfstæðismaður, en ég langt til vinstri. En þrátt fyrir mjög and- 'stæðar stjórnmálaskoðanir gátum við auðveldlega skipst á skoðunum um allt milli himins og jarðar, enda var hann svo þægilegur í geði og kíminn að það var ekki nokkur leið að hleypa honum upp. Hann kunni einnig vel að beita rökum á þann hátt að við gætum orðið sammála um ýmsa hluti, en um trúmál rædd- um við ekki. Ég vissi að hann var einlægur í trú sinni og hann reyndi ekki að kristna mig frekar en orðið var. Og þegar hann messaði féll mér vel hve laus. hann var við mærð og tilgerð og hversu vel hann flutti ræður sínar sem sumar voru hinar merkustu. Bjartmar Kristjánsson var fædd- ur og uppalinn á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og lauk síðan námi í guðfræði frá Háskóla íslands 1946, fékk þá Mælifellsprestakall og þjónaði þar til ársins 1968, að hann varð prest- ur í Eyjafirði og sat á Syðra-Lauga- landi, þar sem bróðir hans, séra Benjamín Kristjánsson, hafði áður verið prestur. Við hjónin komum oft þangað í heimsókn og síðar að Álfabrekku sem þau hjón reistu sér í sömu sveit, þegar séra Bjartmar hafði látið af prestsskap fyrir aldurs sak- ir. Meðan séra Bjartmar var þjón- andi í Eyjafirði lét hann sér mjög annt um kirkjuna á Munkaþverá sem er ein af elstu kirkjum lands- ins, meira en 150 ára gömul. Hann vildi varðveita það í sögu þjóðarinn- ar sem hann taldi að hafa bæri í heiðri. Þessvegna stuðlaði hann að því að kirkjan, sem hafði verið klædd blikki að utanverðu á síðari tímum, yrði færð í upprunalegt horf og tjörguð eins og verið hafði í fyrstu. Sömuleiðis lét hann sér annt um það messuform sem hann hafði vanist frá bernsku í lúterskum sið og var mjög andvígur þeirri stefnu að breyta því í átt til þess sem það hafði verið í kaþólskum sið. Ekki þurftum við séra Bjartmar að þrátta um það, en um ýmislegt gátum við rætt sem við vorum ekki sammála um, og þá átti hann til að koma með örstuttar dæmisögur eða frásagnir máli sínu til stuðn- ings. Nú er hann farinn og þau skemmtilegheit úr sögunni. Þá minnist ég hans og fagurra stunda með honum og Hrefnu konu hans, þessum hæversku hjónum sem hafa verið okkur vinir alla tíð frá þvi við kynntumst þeim í Skagafirði fyrir mörgum árum. Jón Óskar Hvenær sem kallið kemur, kaupir sig engipn frí, Þar læt ég nótt, sem nemur neitt skal ei kvíða því. Þessai' hendingar úr sálmi sr. ■Hallgríms um dauðans óvissa tíma komu í hug mér er mér var sagt andlát viiiar míns, skólabróður og embættisbróður, sr. Bjartmars Kristjánssonar fyrrv. prófasts. Ég vissi að hann átti við veikindi að stríða, en vonaði að þeim linnti og hann ætti enn eftir að fá að njóta samvista við ástvini sína og við að hittast og ræða saman. Því að enn var margt að segja, bæði að riija upp liðinn tíma og einnig að tala um áhugamál okkar sem í svo mörgu fóru saman. En hvenær sem kallið kemur kaupir sig enginn frí. Bjartmar var fæddur að Ytri- Tjörnum í Öngulsstaðahreppi 14. apríl 1915. Foreldrar hans voru hjónin Fanney Friðriksdóttir og Kristján H. Benjamínsson bóndi og hreppstjóri. Þau bjuggu lengst á Ytri-Tjörnum og eignuðust 12 börn er þau komu öllum til manns. Bjartmar ólst því upp í stórum systkinahópi. Systkinin frá Ytri- Tjörnum urðu mörg kunn í héraði og víðar og settu svip á umhverfi sitt. Kunnastur þeirra systkina var sr. Benjamín sem lengst þjónaði Grundarþingum og var prófastur Eyfirðinga í nokkui' ár og ritaði margar bækur um ýmis efni. Bjartmar las utan skóla til gagn- fræðaprófs ásamt bróður sínum, Valgarði, en stúdentspróf tóku þeir frá MA vorið 1941. Síðan lá leið þeirra í Háskóla íslands. Valgarður las lögfræði en Bjartmar guðfræði. í guðfræðideild urðu kynni okkar meiri en í menntaskóla. Bjartmar tók guðfræðipróf 1946 og prests- vígslu 14. júlí sama ár sem settur prestur í Mælifellsprestakall í Skagafirði. Þar var hann prestur í meir en 20 ár. Vorið 1968 fékk hann Laugalandsprestakall í Eyja- firði eftir bróður sinn sr. Benjamín og því þjónaði hann uns hann lét af störfum vegna aldurs 1986. Pró- fastur var hann tvö síðustu starfs- árin. Sr. Bjartmar kvæntist 9. októ- ber 1943 Hrefnu Magnúsdóttur, sem bjó þeim gott og fagurt heim- ili. Þau eignuðust sex börn, sem öll eru uppkomin og hafa reist sér heimili. Bjartmar var vinsæll í sóknum sínum og gegndi þar ýmsum. trún- aðarstörfum. Ég hefi fundið það glögglega síðan ég kom í Skaga- fjörð að sóknarbörn hans og fleiri Skagfirðingar minnast þeirra hjóna hlýlega og þakka störf þeirra. Bjartmar var ákveðinn í skoðun- um, bæði í trúmálum sem öðrum málum. Hann ritaði greinar um ýmis mál og gerði það á skemmti- legan hátt og skörulegan, svo að eftir var tekið. Hann var gagnrýninn og deildi á margt í kirkju og utan, en rök- studdi skoðanir sínar, var einlægur og hreinskilinn. Fróður var hann, vel lesinn í ýmsum fræðum og átti góða frásagnargáfu. Áhugamaður um sögu, sérstaklega íslenska kirkjusögu. Hann birti lítið eitt um þau mál í blöðum og tímaritum. Sýna þær greinar hve hann var vel ritfær. Meira gaman þótti mér þó að heyra hann segja frá ýmsu, er hann vissi um þá sögu, t.d. um Munkaþverárklaustur og fleira úr Eyjafirði. Hann sagði lipurlega frá því með kátlegu ívafi en alvöru þó. Sr. Bjartmar var skáldmæltur, en flíkaði því lítt. Vísur komu frá honum á ýmsum prestafundum, vel kveðnar og sýndu þær að hann hafði glöggt auga fyrir því bros- lega, en einnig hlýju og skilning. Ég hygg að hann hafi ekki haldið saman þeim vísum sem hann gerðff' en ég á nokkrar þeirra og tel happ að fá að geyma þær. Samskipti okkar urðu meiri er árin liðu. Ekki síst eftir að hann flutti í Laugaland. Það var gott að koma á heimili þeirra hjóna, hvort sem var á Mælifelli eða Syðra- Laugalandi. Þar var vinum að mæta, við skólabræður og konur okkar skólasystur. Ég minnist einn- ig þeirra stunda með gleði er þau komu á heimili okkar eða hvar sem við fengum tækifæri að blanda geði. Eftir að sr. Bjartmar lét af emb- ætti reistu þau hjón, ásamt Jónínu dóttur sinni, hús í lándi Hóls í Öng- ulsstaðahreppi, er þau nefndu Álfa- brekku. Er það í fögru umhverfi og útsýni fagurt. Þarna bjuggu þau hjón vel um sig. Heimilið fagurt þar sem annars staðar sem þau bjuggu. Þarna í nágrenni frænda og vina skyldi ævikvöldinu lifað. Síðasta árið var heilsa hans þannig, að hann gat ekki stundað áhugamál sín. Síðasta samtal okkar var er hann hringdi í mig á ofan- verðum síðasta vetri. Við rifjuðum upp atriði úr ættfræði er við höfðum áður rætt. Ilann gat enn slegið á léttari strengi. Og hlý var kveðja hans þá sem fyrr. Þannig er margs að minnast frá liðnum árum. í huga mér er fyrst og fremst þökk að hafa átt hann að vini. Við Aðalbjörg sendum Hrefnu, börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum, einnig systkinum Bjartmars, innilegar samúðarkveðj- ur með þökk fyrir liðnar stundir. Guð blessi minningu um góðan vin. Sigurður Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.