Morgunblaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990 39 Haraldur Karls- son - Minning frænda. Ekki vorum við í vandræð- um með að opna pakkann, og mikill var fögnuðurinn er innihaldið birtist: Gríðarstór kastali úr krossviði, mál- aður hvítur og rauður með útskotum og vindubrú og fleiru. Einnig fylgdu með tugir af steyptum hermönnum hennar hátignar Viktoríu drottning- ar, fótgöngulið, riddarar og byssu- menn. Allt málað í tilheyrandi litum. Það má ímynda sér upplitið á sex ára snáðum við að taka á móti slíkri gjöf. Enda fór lítið fyrir öðrum jóla- gjöfum það árið. Ekki var þessi gersemi keypt í búð á kreppuárunum, enda svona hlutir þá ekki fáanlegir í búðum þótt gull væri í boði. Nei. Þórður og Jóhann smíðuðu þetta sjálfir að öllu leyti. Árum saman áttum við þessi gull og ófáar voru ánægjustundirnar sem þau veittu okkur. Álit okkar í götunni óx líka stórum hjá kunn- ingjahópnum, og vildu margir leika með, t.d. Kristján Steindórsson for- stjóri og Sverrir Erlendsson skip- stjóri. Varð að fara bónarveg að okkur í því skyni og ekki alltaf auðsótt. Pétur Þórðarson, faðir Jóhanns, var áratugum saman með föður mínum, Karli Guðmundssynij skipstjóra á togurunum Menju, Olafi og Kára, Alliance-skipum. Hann var einn af þessum alvöru togarakörlum, sem núlifándi kynslóð getur aðeins lesið sér til um í bókum. Slikir menn eru ekki til lengur. Jóhann og faðir hans áttu skap og vináttu saman. Þegar knörr gamla mannsins kom eða fór, var Jóhann jafnan á bryggju, hvort sem var dagur eða nótt. Vissi ég, að Pétri þótti vænt um. Og ekki sakaði, að Jóhann var jafnan vel keyrandi, venjulega í Buick, sem var uppáhaldsmerki hans. Á æskuárum okkar bjó Pétur með sonum sínum og Maríu, tengdamóð- ur sinni, á Oðinsgötunni. Maríu munum við vel, enda gerði hún okk- ur ævinlega gott. Árum saman var okkur boðið í slátur til hennar, rúsínublóðmör, lifrarpylsu og mjólk. Þá var vegalengdin frá Öldugötu og upp á Óðinsgötu nokkuð lengri en nú er og þetta að skreppa austur fyrir læk alls ekki daglegt brauð. Jóhann vinur okkar fór ekki á sjóinn eins og Þórður bróðir hans. Hann fór í læri hjá Vélsmiðju Krist- jáns Gíslasonar á Nýlendugötunni. Það var mikil og góð vélsmiðja á þeirra tíma mælikvarða. Hann var fljótur að læra og tileinka sér renni- smíði, járnsuðu, steyputækni, við- gerðir á glóðarhausavélum. Allt lá opið fyrir hinum handlagna og vel gefna unga manni. Síðar lauk hann prófi frá Vélstjóraskóla íslands. Dieselvélar urðu seinna hugðar- efni hans, og að öðrum ólöstuðum mun hann um áratugi hafa borið höfuð og herðar yfir þá menn sem þá iðju stunduðu. Islenskum vélstjór- um var það lika mikið lán að fá hann sem kennara, fyrst hjá Fiskifé- lagi íslands og síðar Vélstjóraskól- anum í Reykjavík. Jóhann var gæfumaður. Hann átti góðan og traustan lífsförunaut, ísafold Kristjánsdóttur, og hann átti barnaláni að fagna eins og dæturnar María og Sigríður bera glöggt vitni um. Okkur segir svo hugur um, að niðjar hans hafi erft sérstaka hæfi- leika hans og mannkosti. Með þessum orðum kveðjum við ógleymanlegan vin frá okkar æsku- dögum. Við vottum eiginkonu, dætr- ’im og öðrum ástvinum innilega sam- úð. Blessuð sé minning Jóhanns Pét- urssonar. Hjalti Geir Kristjánsson Karl JÓhann Karlsson Ég sit stundum með bangsann minn í fanginu og hugsa um hann afa minn. Eg hugsa um bláu augun hans og ljósbrúna og gráa lokkana. Ég hugsa um allt sem hann g_af mér, allt sem hann kenndi mér. Ég verð aftur lítil, hann liggur í sófan- um og er vörubíllinn minn. Ég hugsa um kvöldin í sumarbústaðn- um, ég sit með kókflösku og súkku- laði fyrir framan arineldinn og hlusta á þau ömmu. Ég hugsa um bílana hans, ég hugsa um hann afa minn. Ég þakka honum fyrir þær fjöl- mörgu stundir er við áttum saman. Stína. Fæddur 21. júlí 1933 Dáinn 26. september 1990 Nú á síðustu haustdögum lést Haraldur Karlsson á Borgarspítal- anum í Reykjavík. Hann var elstur sex bama þeirra hjóna Kristjönu Baldvinsdóttur og Karls Jonssonar frá Mörk. Haraldur ólst upp í glaðværri og samhentri fjölskyldu við leik, .nám og störf, en hóf snemma störf hjá Skeljungi þar sem hann vann alla sína starfsævi. Ungur að árum kvæntist Haraldur Ingibjörgu Arnadóttur, hinni mestu mann- kostakonu, og eignuðust þau þijú börn, sem öll em uppkomin og búa hér í borg. Hjónaband þeirra Har- aldar og Ingu var mjög farsælt og hamingjuríkt. Ung byggðu þau sér smekklegt raðhús við Látraströnd þar sem samheldni þeirra og um- hyggja fyrir heimilinu naut sín eink- ar vel. Haraldur var opinskár mað- ur, öllum velviljaður og átti auðvelt með að sjá björtu hliðarnar á lífinu. Hann hló dillandi, smitandi hlátri og kunni fjölda brandara að segja á gleðistundum. Hann var falslaus, skemmtilegur maður, sem manni þótti vænt um við nánari kynni. Fyrir hálfu ári kenndi Haraldur sér fyrst þess alvarlega meins, sem varð honum að aldurtila. Vonir stóðu til bata og varð því skyndi- legt lát hans mikið áfall fjölskyldu hans og ástvinum. Ingu, börnum og dóttursonum svo og öllu skyldfólki Haraldar og vinum bið ég styrks og blessunar. Bjarni Jónsson Minninff: Fæddur 16. ágúst 1903 Dáinn 27. september 1990 Maðurinn með ljáinn hefur verið herskár í röðum okkar bifreiðastjór- anna á BSR það sem af er þessu ári. Þrír í starfi hafa fallið í valinn og aðrir þrír með langa ævi að baki, sem lengi störfuðu á stöðinni. Á kyrru kvöldi þegar haustlitirn- ir eru upp á sitt fegursta, gjöfult sumar að baki en styttri dagar og lengri nætur taka við, kvaddi Sig- urður Bjarnason þetta jarðneska líf. Langri ævi lokið sem sagt gæti mikla sögu ef hún væri skráð um eina af hetjum hversdagslífsins, sem háði harða lífsbaráttu, en með dugnaði, þrautseigju og eljusemi náði því takmarki að sjá sér og sínum farborða og njóta þess í röð- um samferðafólksins að vera vel- metinn heiðursmaður. Sigurður var fæddur á Borg í Skötufirði, Norður-ísafjarðarsýslu, en fluttist barnungur til Reykjavík- ur og fékk gott uppeldi hjá góðum fósturforeldrum. Um aðra menntun var ekki að ræða en þá sem skyld- an krafðist. Hann var bráðlaginn í höndunum og hafði yndi af því að smíða, en ungir menn á þeim árum urðu flestir að láta brauðstritið nægja. A yngri árum var Sigurður tog- arasjómaður og var hann einn af þeim sem komst lífs af þegar Jón forseti fórst við Garðskaga á sínum tíma. Þar háði hann harða baráttu við heljarvald dauðans, en bar sigur úr býtum. Það sagði Sigurður mér eitt sinn að ef hann hefði ekki ver- ið syndur og getað fleytt sér síðasta spölinn að bátnum til lífgjafa sinna hefði hann ekki komist lífs af. Hann kveður nú síðastur af þeim sem komust lífs af úr þessu eftirminni- lega sjóslysi. 27. júní 1929 giftist Sigurður Ágústu Guðmundsdóttur og var það Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) „Mamma, er afi minn dáinn? En hann var ekkert gamall." Hvernig svarar maður ungum syni sínum, þegar engin eru til svörin. Faðir minn, Haraldur Karlsson, féll snöggleg frá, langt um aldur fram. Foreldrar hans voru Karl Jónsson frá Mörk og Kristjana Baldvinsdótt- ir frá Eiði, Seltjarnarnesi. Þau eru bæði látin. Þau áttu sex börn og var fáðir minn þeirra elstur. Systkini hans eru: Grétar, kvæntur Elísabetu Björnsdóttur; Baldur Már sem er látinn; Sigríður, gift Júlí Sæberg; Margrét sem einnig er látin og Hreiðar, kvæntur Elínborgu Gests- dóttur. Baldur Már og Margrét voru ógift. Eins og sjá má á þessum línum er höggvið stórt skarð í systk- inahópinn. Faðir minn og móðir, Ingibjörg Arnadóttir, gengu í hjónaband 5. júní 1954. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: Nanna, Edda og Heimir. Faðir minn starfaði lengst af fyrir Olíufélagið Skeljung eða í 25 ár. Hann var ákaflega duglegur mað- ur. Hann og móðir mín byggðu sér myndarlegt heimili á Seltjarnar- nesi. Avallt var hann að betrum- bæta og dytta að heimilinu og lag- færa það sem til féll. Varla er þörf á að nefna, að allt- honum mikil gæfa. Þau eignuðust fimm börn, sem öll eru á lífi. Konu sína missti Sigurður eftir 38 ára sambúð, en því sem öðru tók hann með karlmennsku og fullkominni hugarró. Lífið hafði ekki alltaf ver- ið dans á rósum hjá þessum hug- rakka góða dreng. Áður en Sigurður kom á BSR hafði hann starfað í nokkur ár hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni, en það starf hentaði honum ekki svo hann ákvað að söðla um og gerast leigubifreiðarstjóri. Hann keypti sér bíl og hóf akstur á BSR og þar störfuðum við saman í um það bil tuttugu ár. Við urðum strax kunn- ingjar og þau kynni urðu fljótt að vináttu sem enginn skuggi hefur fallið á. Vinátta hans var ekki eins og fisið, sem fýkur við minnsta andvara, heldur hafði rætur sem stóðu djúpt og varð ekki haggað. Hann hafði ákveðnar skoðanir og kjark til að láta þær í ljósi, að mínum dómi hreinlyndur dreng- skaparmaður. Sigurður var lengi í skemmtinefnd á stöðinni og átti mikinn þátt í að rækta og bæta skemmtanalífið. Hann var mikill gleðimaður, en hófsmaður á öllum sviðum, og naut þess að blanda geði með góðu fólki, dansmaður ágætur og naut þeirrar listar af lífi og sál. Sigurður var sérstaklega mikið snyrtimenni og á klæðnaði hans mátti aldrei sjást blettur eða hrukka, sama mátti segja um bílana hans. Þeir voru fægðir og pússaðir meira og betur en hjá flestum öðr- um. Hann var kurteis og lipur leigu- bifreiðarstjóri og stéttinni til sóma. Einu sinni síðdegis vorum við Sigurður staddir saman vestur í bæ, en hann átti þá heima á Hringbraut 54, þá sagði hann við mig: Nú kom- um við heim til mín og fáum okkur kaffisopa hjá konunni minni. Ég tók því vel því alltaf hef ég notið þess Sigurður Bjamason fv. bifreiðasljóri af var tekið á móti okkur af hlýhug og væntumþykju. Yndislegri afa gátu synir mínir, Agúst og Hermann, ekki óskað sér. Alltaf var hann til staðar fyrir þá, og tilbúinn að hjálpa, hversu stórt eða lítið sem um var beðið. Þeim þótti mjög vænt um afa sinn, og var það gagnkvæmt. Eg minnist föður míns sem sérlega glaðværs og hress manns. Alltaf var stutt í kímnina og spaugilegar hliðar lífsins sá hann gjörla. Blessuð sé minning hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Bið ég Guð að styrkja móður mína og einnig ljölskylduna okkar í þessari miklu sorg. F.h. okkar systkina og afabarna, . Edda Haraldsdóttir í dag er til grafar borinn Halli Karls, eins og hann var kallaður meðal vina. Eg var ekki búinn að vera í vinnu nema þijár klukku- stundir, föstudaginn 21. september, þegar ég frétti að hann hefði veikst alvarlega og mjög skyndilega í vinnu sinni. Eg ætlaði ekki að trúa þessu, hugsandi um það að kvöldið áður kom hann ásamt Ingu, konu sinni, í heimsókn. Ekki var annað að sjá, en hann væri hraustur og hress að vanda. Halli var að gera mér greiða, eins og honum var svo tamt. Halli var alltaf glaður og bros- andi og sá alltaf góðar hliðar á flest- um málum. Hann var oft gaman- samur og varla var hægt að hugsa sér betri afa. Hann gaf dóttursonum sínum alltaf tíma þegar þeir þurftu á honum að halda, og var það ekki svo sjaldan. Því miður urðu kynni okkar Halla allt of stutt, þakka ég þó Guði fyrir þann tíma. Ég man Halla sem snyrtilegan, glaðlegan, drífandi og góðan mann sem alltaf var gaman að hitta. Ef einhver var að framkvæma eitthvað í fjölskyldunni fylgdist hann með af miklum áhuga, og kom hann oft óbeðinn með ýmsa hluti sem til þurfti í verkið. Vildi hann gjarnan láta hlutina ganga og var af þeim sökum stundum kallaður verkstjór- inn, og svona mætti lengi telja. Ég kveð Halla minn með miklum sökn- uði, og þakka þann stutta tíma sem ég fékk til að kynnast honum. Sam- verustundir okkar eru mér mjög kærar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. - (V. Briem.) Ég sendi eiginkonu hans, Ingi- björgu Árnadóttur, tengdamóður, Þorbjörgu Agnarsdóttur, börnum, barnabörnum og ættingjum öllum, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnar Guðmundsson að þiggja veitingar hjá vinum mínum. Þegar ég kom inn úr dyrun- um tók á móti mér geðþekk og snyrtileg kona, sem bauð af sér mjög góðan þokka. Heimilið fagurt og fágað og veitingar eftir því, það fór ekki hjá því að hér ríkti fegurð og friðsæld. Fáa eiginmenn hef ég heyrt tala með meiri ástúð og virðingu um sína eiginkonu en Sigurð Bjamason og dreg ég ekki í efa þó ég þekkti hana lítið að hún hafi endurgoldið í sömu mynt. Eiginkonan, börnin og heimilið voru honum allt, og þar naut hann hvíldar eftir annríki líðandi stundar. Fljótlega eftir að Sigurður missti konu sína flutti hann inn á Hrafn- istu og átti þar heima síðustu tutt- ugu árin. Þar fannst honum gott að vera og var þakklátur fyrir þá þjónustu sem hann naut þar. Síðustu árin var heilsan að þrotum komin og hvíldin kær. Vistaskiptin sem bíða okkar allra orðin að veru- leika. Ég veit að mér er óhætt að flytja hér kveðjur og þakkir frá þeim starfsbræðrum hans sem þekktu hann best fyrir traust og góð kynni og vel unnin störf. Við hjónin erum þakklát fyrir fjörutíu ára kynni, því konan mín og hann voru engu síður vinir held- ur en við Sigurður. Einn af mörgum góðum sam- ferðamönnum er horfinn af sviðinu, en minningin lifir þó maðurinn hverfi. Þakkir fyrir langa og góða sam- fyigd. Jakob Þorsteinsson Pennavinir Pólskur karlmaður, 31 árs, með margvísleg áhugamál: Waldeniar Wójcik, ul. Starowolska 5, 26-600 Radom, Poland. Þrettán ára vestur-þýsk stúlka með áhuga á bókalestri, íþróttum og hestum: Katrin Gieseke, Auf der Dolinliorst 7, 2862 Worpswede, West-Germany. Nítján ára finnsk stúlka með áhuga á íþróttum og safnar póst- kortum: Aino-Maija Meronen, Jamerftntaival 7B 283, 02150 Espoo, Finland. Sovéskur háskólastúdent með áhuga á kvikmyndum, tónlist, heim- speki, byggingarlist o.fl.: Guriev Serg, ul. Naberezhnaya 16, kv. 41, Soligorsk, 223710 Minsk obiast, U.S.S.R. Átján ára stúlka í Ghana með áhuga dansi, kvikmyndum o.fl.: Hellina Elegba, c/o Mr. P.A. Dadzie, T.M.C.C., Box B151, Tema, Ghana, West-Africa. Fjórtán ára japönsk stúlka með áhuga á bókalestri og stjörnufræði: Hitomi Hayasliitani, 11-35 Yashugashi 2 chome, Asaminami-ku, Hiroshima, 731-01 Japan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.