Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990 Skýrir valkostir eftir Sólveigu Pétursdóttur Sporin hræða í þeim kosningum til Alþingis sem fara í hönd á næsta ári verður annars.vegar tekist á um stefnumál Sjálfstæðisflokksins og hins vegar stefnu eða stefnuleysi svokallaðra „félagshyggjuflokka" og flokks- brota, sem virðast eiga það eitt sameiginlegt að efia ríkisforsjá á öllum sviðum. Reyndar hefur það verið svo í íslenskum stjórnmálum um áratugi að togast hefur verið á um stefnur og áherslur, annars vegar vinstri flokkanna og hins vegar stefnumál Sjálfstæðisflokks- ins. Ferill núverandi ríkisstjórnar er með þeim hætti, að sjaldan hefur munurinn verið jafnskýr milli sjálf- stæðisstefnunnar og vinstri stefnu. Á sama tíma og flestar vestrænar og reyndar einnig austantjaldsþjóð- ir reyna að draga úr miðstýrðum, úreltum ríkisrekstri hafa íslensk stjórnvöld í raun stóraukið ríkisaf- skipti með tilheyrandi skattahækk- unum, miðstýringu á fjármagni, atvinnuvegum og þjónustu við landsmenn. Heílbrigðisþjónustan Kröfur almennings til heilbrigðis- þjónustunnar hafa farið vaxandi á undanfömum árum og þar með einnig útgjöld til þessa málaflokks. Heilbrigðiskerfíð er háð fjárveiting- um á fjárlögum á hverjum tíma og verður því fyrir niðurskurði þegar samdráttur verður. Slíkur niður- skurður, svo sem lokanir sjúkra- deilda, tekur ekki tillit til þarfa þeirra sem á þjónustu þurfa að halda, svo sem eldra fólks, sem þó hefur byggt það velferðarkerfí, sem við búum við í dag. Núverandi stjórnvöld hafa bmgð- ist við þessum vanda með því að stórauka miðstýringu heilbrigðis- þjónustunnar og í raun er málum þannig komið í dag, að ríkið er að öðlast nánast algjört forræði í allri heilbrigðisþjónustu landsmanna, stórum þáttum sem smáum. Sjúkra- samlög sveitarfélaganna hafa nú verið lögð niður og starfsemi þeirra færð alfarið til Tryggingastofnunar ríkisins. Með þeirri breytingu hurfu síðustu leifamar af tryggingarhug- takinu í heilbrigðisþjónustu, þ.e. að landsmenn hafí greitt iðgjald til sjúkratrygginga og eigi þar með rétt á ákveðinni þjónustu, en þurfi ekki að sækja slikt eins og ölmustu í gegnum ríkissjóð. Ef tekið er mið af reynslu ann- arra þjóða á þessu sviði er augljóst að sú miðstýring, sem nú er að komast á hröðum skrefum, mun einungis leiða ti! lakari og dýrari þjónustu þegar fram í sækir. Sann- ast þar sem fýrr að við eigum erf- itt með að læra af mistökum ann- arra þjóða fyrr en við höfum gert þau sjálf. Þessari öfugþróun verður að snúa við. Það er engin lausn að skera aðeins niður og segja að við höfum ekki efni á að veita fólki sómasamlega heilbrigðisþjónustu. Það verður að leita leiða til þess að fólk fái þá þjónustu sem því ber og það á fullan rétt á. Endurvekja þarf tryggingahugtakið, efla einka- rekstur í heilbrigðisþjónustu og síðast en ekki sist að færa forræði í rekstri heilsugæslu og sjúkrahúsa aftur í hendur stærri sveitarfélaga og landshlutasamtaka þannig að rekstrarleg og fjárhagsleg ábyrgð sé sem næst neytand'anum. Þetta þýðir auðvitað að endurskoða þarf frá grunni verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og færa nauðsynlega tekjustofna til sveitarfélaganna. Fjölskyldan og skattamál Ýmsir stjómmálaflokkar hafa í stefnuskrám sínum lýst fjölskyld- unni sem hornsteini þjóðfélagsins og lýst yfír vilja og nauðsyn þess að tryggja stöðu fjölskyldunnar í samfélaginu. Framkvæmdin hefur hins vegar orðið öll önnur og er ranglæti í skattamálum fjölskyld- unnar ef til vill hvað mest áber- andi. í raun er það svo að fólki er hegnt fyrir það að vera í hjóna- bandi, persónuafsláttur er skertur og nýtist ekki að fuilu milli hjóna. Tryggingagreiðslur svo sem elli- lífeyrir og örorkubætur eru háðar tekjum maka viðkomandi einstakl- ings, og nú er komið fram fmm- varp frá núverandi stjórnvöldum um að tekjutengja ellilífeyri almennt. Hér er um annan þátt ríkisforsjár- hyggju og skömmtunar að ræða; einstaklingar hvort sem þeir eru í hjónabandi eða ekki hafa áunnið sér rétt til ellilífeyrisgreiðslna og ríkið á ekki að komast upp með það að skerða þessi réttindi. Það er engin furða að gift fólk, líti svo á að þjóðfélagið telji það annars flokks þegna. Húsnæðis- og lánamál Á einu sviði hefur fijálsræði far- ið vaxandi á nokkrum undanfömum árum, þ.e. í peninga- og fjármálum. Það var löngu orðið ljóst að nauð- synlegt var að afnema ýmis höft og auðvelda fólki umsýsiu í íjármál- um sínum, en þessi þróun hefur að sjálfsögðu leitt af sér ýmsar aðrar breytingar, m.a. félagslegar. Háir ... ................. ....1 .1....... Vid styðjjum CUDMUm MAGIUÚSSOIU sagnfræðing í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik 26. og 27. október 1990. Guðmundur Magnússon hefur sýnt og sannað með skrifum, erindum og ötulu starfi, að hann er traustur og hugmyndaríkur málsvari sjálfstæðisstefnunnar. Hann verður góður fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Alþingi. H. Andri Haraldsson, varaformaður Heimdallar. Anna Lovísa Johannessen, húsmóðir. Anna K. Jónsdóttir, borgarfulltrúi. Auðun Svavar Sigurðsson, læknir. Ása Jónsdóttir, fyrrverandi skólastjóri. Ásgeir G. Ásgeirsson, sagnfræðingur. Ásgeir Jakobsson, rithöfundur. Áslaug Ragnars, blaðamaður. Áslaug Sigurbjörnsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri. Ásta Möller, hjúkrunarfræðingur. Ástríður S. Jónsdóttir, húsmóðir. Bergþóra Kristín Grétarsdóttir, flugfreyja. Birgir Ármannsson, formaður Heimdallar. Björgvin Hannesson, skrifstofumaður. Bolli Kristinsson, verslunarmaður. Börkur Gunnarsson, heimspekinemi. Eiríkur Ingólfsson, framkvæmdastjóri. Elías Elíasson, hárgreíðslunemi. Elín Sigríður Grétarsdóttir, fjölbrautaskólanemi. Erna Hjaltalín, húsmóðir. Eva Garðarsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Gunnar Jóhann Birgisson, héraðsdómslögmaður. Gunnlaugur Snædal, læknir. Halldór Guðmundsson, arkitekt. Hannes H. Gissurarson, lektor. Hildur Nielsen, Ijósmóðir. Hinrik Fjeldsted, sölumaður. Séra Hjalti Guðmundsson, sóknarprestur. Hlynur Níels Grímsson, læknanemi. Indriði Waage, framhaldsskólanemi. Jenna Jensdóttir, rithöfundur. Jón Ásbergsson, forstjóri. Jónas Fr. Jónsson, laganemi. Júlíus B. Jóhannsson, meðferðarfulltrúi. Karitas H. Gunnarsdóttir, héraðsdómslögmaður. Karl J. Steingrímsson, framkvæmdastjóri. Kjartan Gunnar Kjartansson, blaðamaður. Magnús Þórðarson, framkvæmdastjóri. Margrét Theódórsdóttir, skólastjóri. Oddur C. S. Thorarensen, lyfsali. Óðinn Geirsson, prentsmiðjustjóri. Ólafur Garðarsson, lögmaður. Óli Björn Kárason, framkvæmdastjórí. Per Henje, menntaskólanemi. Ragnar Júlíusson, skólastjóri. Selma Júlíusdóttir. Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, laganemi. Sigurbjörn Magnússon, héraðsdómslögmaður. Steingrímur Ari Arason, hagfræðingur. Steinunn Friðriksdóttir, fatahönnuður. Sveinn Guðmundsson, líffræðinemi. Thomas W. Möller, framkvæmdastjóri. Trvggvi Pétursson, útflytjandi. Póröur Þórarinsson, heimspekinemi. Sólveig Pétursdóttir vextir á undanförnum árum og tak- mörkuð geta opinbera húsnæðis- lánasjóða ásamt vísitölutryggingu lána, einkum meðan verðbólga var há, hafa valdið fjölda einstaklinga og fjölskyldna miklum erfíðleikum á undangengnum árum. Stjórnvöld og stjómmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, verða að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir auknu frelsi í peninga- og ljármál- um sem og á öðrum sviðum. Samfé- lagið verður að gera ráðstafanir til að mæta þeim félagslegu örðugleik- um sem fylgja slíkum grundvallar- breytingum og ef ekki á að skaða alvarlega sjálfseignarstefnuna sem flestir landsmenn fylgja í raun, þá er nauðsynlegt að leita úrbóta í gegnum bankakerfíð og á öðrum sviðum til þess að gera fólki kleift að eignast eigið húsnæði með hóf- legri greiðslubyrði. Lífeyrisþegar og aldraðir í ljósi verulegrar fjölgunar aldr- aðra á næstu árum þarf að taka málefni þeirra til sérstakrar athug- unar. Leita verður leiða, sem tryggt geta öryggi og hag hinna öldruðu m.a. með aðstoð í heimahúsum, dagdeildum og á dvalarheimilum. Samhliða verður að koma til öflugt átak til að auka framboð á hjúkr- unaraðstöðu. Þá er nauðsynlegt að styðja alla viðleitni til þess að við- komandi einstaklingur geti verið á heimili sínu sem lengst. Áður hefur verið bent á ýmsa vankanta í skattamálum í sambandi við lífeyrisgreiðslur og því má einn- ig bæta við að ríkið tvískattleggur í raun þann sparnað sem einstakl- ingamir leggja til hliðar í formi greiðslna í sína lífeyrissjóði. Nauð- synlegt er að efla núverandi lífeyris- sjóðakerfí. Eðlilegt er, að fyrir- komulag þess sé ákveðið í samning- um aðila vinnumarkaðarins, og að slíkir samningar ákveði réttindi og skyldur sjóðsfélaga. Hugmyndir, eins og t.d. Alþýðuflokkurinn hefur sett fram, um einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, em óraunhæfar, m.a. vegna þess að um alltof mikla samþjöppun valds yrði að ræða. Sá sparnaður sem á sér stað með ið- gjaldagreiðslum í lífeyrissjóði er best kominn í vörslu eigenda sjóð- anna, sem geta ávaxtað eign sína að vild. Eftir sem áður er nauðsyn- legj. að lífeyristryggingar almanna- tryggingakerfísins verði gmnn- lífeyrir án tillits til tekna. Gegm forsjárhyggju Hér að framan hefur verið fjallað um þá þróun til stóraukinnar mið- stýringar sem orðið hefur í heil- brigðisþjónustu landsmanna á undanfömum ámm. Þær breytingar em í raun aðeins einn liður í þeirri þróun sem orðið hefur á síðustu árum í átt til síaukinnar forræðis- hyggju ríkisvalds í nánast öllum málefnum landsmanna. Nægir þar m.a. að nefna yfírtöku ríkisins á allrí löggæslu, þar með talið fyrir Reykjavík. Nýjasta dæmið um mið- stýringaráráttuna er tilraun stjóm- valda til að setja Borgarspítala og Landakot ásamt Ríkisspítölum und- ir eina stjórn ríkisins. Brýnt er að það komi fram, að ríkisvaldinu. er ekki treystandi fyrir því að hafa algjört forræði í þessum undirstöðu- málefnum almennings. Þvert á móti ber að stefna að því að sveitar- Geir H. Haarde í for- ystusveit uppbygg- ingar eftir illviðri vinstrimennskunnar eftirÞórhall Jósepsson Enn á ný sjá íslendingar fram á harðindavetur versnandi lífskjara þar sem von er hrakviðra skatta- hækkana sem skekja hvert hreysi í landinu jafnt sem háreistar hallir. Fátt er um skjól handa minni máttar. Man einhver eftir þeim ískalda næðingi úr stjómarráðinu, sem feykti gamla fólkinu úr síðasta skjólinu í sumar sem leið? Sjúkra- húsunum var lokað og ósjálfbjarga fólkið sett á guð og gaddinn. Það vantaði vist einar sextíu milljónir króna til þess' að hægt væri að skýla þessu fólki og þakka því með sæmd þann skerf sem það lagði til þjóðfélagsins sem nú ber byrðar ráðherrasósíalismans. Nokkru fyrr hafði ekki lengi þurft að leita sextíu milljóna til að byggja háreista múra til að skýla flokkssneplum félagshyggju- furstanna fyrir viljaleysi almenn- ings a lesa og kaupa þann lýra pappír. Þetta er kallað aðhald í rekstri ríkisins og er eins og annað í veður- lýsingum forsjárhyggjuliðsins þeg- ar bylurinn úti fyrir, sem smýgur inn um allt, er kallaður sól og blíða. Það er gegn slíkum ósanninda- vaðli sem þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa barist á Alþingi síðustu tvo vetur, með málflutningi að afhjúpa götóttar flíkurnar sem vinstristjómin fleygir í landsmenn og með tillöguflutningi að freista þess að staga í stærstu götin. Til þess að dylja hina sviknu vöru sópar svo stjórnin vandamál- um nútíðarinnar undir teppið og ætlar framtíðinni að leysa eins og dæmi byggingarsjóðanna sýnir. Þetta er veruleikinn í dag, blekk- ingar, bruðl, forræðishyggja, út- þensla ríkiskerfísins, aukin mið- stýring, síhækkandi skattar, mis- kunnarieysi, og þessi veruleiki heldur áfram á meðan vinstri- stjórnin situr. Gegn þessu gjömingaveðri vinstrimanna þarf harðsnúið lið, ef takast má að kveða það niður. Einn ötulasti baráttumaður sjálf- stæðismanna gegn vinstrimenns- kunni er Geir H. Haarde alþingis- maður og hefur verið óþreytandi innan sem utan þings í því starfí. Hann hefur sótt hart gegn stjómarliðinu, sýnt fram á veik- leika stjórnarathafna, afhjúpað blekkingar og vanþekkingu stjóm- arliða í einstökum málum sem þeir hafa keyrt fram af offorsi, auk þess að fletta ofan af smánarlegum athöfnum eins og lýst var hér í upphafí. Nú em fáir mánuðir til þing- kosninga þegar tækifæri gefst til uppbyggingar eftir illviðri vinstri- mennskunnar. Það verk bíður þar til Sjálfstæðisflokkurinn fær afl kjósenda til að vinna það. til þess starfs þarf menn, sem kunna til verka og hafa dug og frumkvæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.