Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 48
Atvinnurekstrartrygging KEYRIR STÝRIKERFI FRAMTÍÐARINNAR: CMB/3 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Fram tapaði fyrir Barcelona Morgunblaðið/RAX Framar töpuðu fyrir spænska stórveldinu Barcelona í gær í Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu á Laugardalsvelli, með einu marki gegn tveimur. Framarar voru reyndar ekki langt frá því að halda jöfnu en síðara mark Barcelona var umdeilt og kom skömmu fyrir leikslok. Á myndinni fagna Framarar jöfnunarmarki Ríkharðs Daðasonar. Frá vinstri: Kristján Jóns- son, Ríkharður, Þorsteinn Þorsteinsson, Jón Erling Ragnarsson og Pétur Arnþórsson. sjá frásögn á bls. 47. SÍF kannar möguleika á að kaupa fisk frá Alaska TVEIR fulltrúar stjórnar SÍF I hafa að undanförnu verið að kanna þróun í fiskvinnslu i Al- aska og á vesturströnd Banda- | ríkjanna. Nú eiga sér stað mikl- ar breytingar á þessum stöðum og er framleiðsla ýmissa fisk- tegunda að færast úr surimi og annarri framleiðslu yfir í flök, blokkir og saltfisk og Ieitar þessi framleiðsla í auknum mæli inn á evrópska markaðinn. Meðal annars er nú innan sljórnar SÍF rætt um möguleika á kaupum á fiski frá Banda- ríkjunum til söltunar hér og síðan útflutnings. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri SIF, segir að þróun- in vestan hafs sé mikið umhugsun- arefni. Nú sé eftirspurn eftir öllum fiskafurðum í Evrópu gífurleg og verð hátt. Því leiti framleiðsla frá Bandaríkjunum inn á evrópsku markaðina og geti fyllt upp í tóma- rúmið þar með tilheyrandi hættu á lækkandi markaðsverði. Það sama mætti í raun segja um frysti- -iðnaðinn í Bandaríkjunum, en þar væri eftirspurn nú langt umfram framboð. Við yrðum að fylgjast grannt með gangi mála, og meðal annars gæta þess, að verð á afurð- um okkar yrði ekki svo hátt, að aðrir kæmu þar inn með ódýrari afurðir. „Við þurfum að huga áð ýmsu i þessum efnum. Hugsanleg fisk- kaup að vestan geta verið raun- hæf, en. þessLniál eru enn. á um- ræðustigi innan stjórnar SÍF. I Staðan í Evrópu er nú orðin slík, að okkur er kunnugt um marga kaupendur, bæði á saltfiski og | hráefni til söltunar, er meðal ann- I ars hafa keypt héðan ferskan flatt- an fisk, sem eru nú farnir að kaupa fisk í Álaska. Þar fá þeir fiskinn | ódýrari en hér og þá munu þeir væntanlega sækja fiskinn þangað fremur en á íslenzkan fiskmark- að,“ sagði Magnús Gunnarsson. Olíulekinn; Tæringar- varnir ekki eðlilegar Iðntæknistofnun telur að ekki hafi verið viðhafðar eðlilegar tær- ingarvarnir á rörum í neðan- sjávarolíuleiðslu Olís hf. við Laug- arnes og það séu ástæður olíulek- ans sem þar varð í byrjun þessa mánaðar. Iðntæknistofnun telur málun sam- skeyta röranna misheppnaða og þau voru ekki galvahúðuð. Tæringin var í og við öll suðusamskeyti og á stöku blettum á rörunum. Orsakir eru tald- ar ónæg hreinsun stályfirborðsins fyrir grunnun, grunnur hafi ekki verið borinn á fletina eða málningar- lagið ekki verið nægjanlega þykkt. Tæplega 100 ær flæddi á skerjum ^ Innri-Múla. Á MILLI 90 og 100 ær flæddi á skerjum í Kjálkafirði aðfaranótt sl. föstudags. Var þetta rúmur helmingur af fjárstofni hjónanna Valgerðar Ingvadóttur og Bjarna Kristjánssonar á Auðshaugi. Ærnar voru reknar frá sjónum kvöldið áður, en í myrkrinu um nótt- ina leituðu þær á nýjan leik niður í fjöruna og flæddi þar á stórstraumi. „Það er óvenjulegt að svo margar ær flæði í einu. Þetta er stöðug hætta og hefur sennilega verið frá landnámi," sagði Bjarni. Hann sagð- ist áður hafa misst ær með sama hætti í Kjálkafirðinum. „Þetta gerð- ist að næturlagi og ég átti von á því að þær færu í fjöruna í myrkri. Þetta er óneitanlega tilfinnanlegt tjón og aðkoman ekki beinlínis skemmtilegt. Ég veit ekki að hve miklu leyti ég fæ þetta bætt.“ Hjónin á Auðs- haugi eru nýbyrjuð búskap, þannig að þetta er gífurlegt tjón fyrir þau. SJÞ Orkusala til Atlantsáls hf.: Tormerki á miklum breyt- ingum á samningsgrundveili - segir Robert G. Miller aðstoðarframkvæmdastj óri Alumax. Helmingi lægra orkuverð boðið í Venezuela Charleston í Suður-Karólínu, frá Sigtryggi Sigtryggssyni blaðamanni Morgunblaðsins. ROBERT G. Miller, aðstoðarframkvæmdastjóri bandaríska álfyr- irtækisins Alumax, telur öll tormerki á því að gera miklar breyt- ingar á þeim samningsgrundvelli um orkuverð, sem fyrir liggur og gerð var um áfangabókun 4. október síðastliðinn, en Miller var einn þeirra sem undirrituðu þá bókun af hálfu Atlantsálshóps- ins. Hann segir málið ekki þola miklar tafir og að aðrir möguleik- ar á álversbyggingu séu inni í myndinni, þar á meðal í Venezu- ela, þar sem orkan býðst á helmingi lægra verði en á íslandi. Miller tjáði íslenskum blaða- mönnum þetta í gær, en fulltrúar allra íslensku fjölmiðlanna eru staddir í Charleston í Suður- Karólínufylki í Bandaríkjunum, þar sem þeir skoða nýjasta og full- komnasta álver Alumax sem heitir Mt. Holly. Aðspurður um þá frétt Morgun- blaðsins, að Landsvirkjun hefði skipað þriggja manna nefnd, sem eigi að yfirtaka samningsgerðina um orkusölu til fyrirhugaðs álvers á Keilisnesi, sagðist hann sjá öll tormerki á að gera miklar breyting- ar á samningunum. Ef það þurfi að gerast, þá þurfí að ræða þær breytingar í stjórnum allra fyrir- tækjanna í Atlantsálshópnum, Alu- max, Hoogovens og Grangers, og það gæti tekið langan tíma. Samn- ingar geti ekki dregist á langinn, í mesta lagi nokkra mánuði, en alls ekki í eitt ár, þar sem aðrir möguleikar séu inni í myndinni hjá álfyrirtækjunum. Miller nefndi sem dæmi að fyrir nokkrum dögum hefði komið sendi- nefnd frá Venezuela og boðið þar aðstöðu fyrir álver og orkuverð sem er á bilinu 7 til 8 mills, sem er um helmingi lægra heldur en talað er um að borgað verði fyrir orkuna til álvers á Keilisnesi. „Ég vona að skipun þessarar nefndar Lands- virkjunar sé skref í rétta átt, en ég ítreka það að þetta má ekki verða til þess að draga málið á langinn," sagði Robert G. Miller. Álverið sem íslensku blaðamenn- irnir eru að skoða er mjög svipaðr- ar gerðar og stærðar og álverið á Keilisnesi á að vera. Það framleiðir 200 þúsund tonn af áli á ári og allmargir íslendingar hafa skoðað þetta álver að undanförnu, þar á meðal Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, samningamenn ríkisins og íslenskir sérfræðingar í umhverfismálum. Þetta er full- komnasta álver Bandaríkjanna og þykir standa sérstaklega framar- lega í umhverfismálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.