Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990 Kreppuástand við Persaflóa; Olía og auður II eftir Alfreð J. Jolson Tugir þúsunda af hermönnum hafa verið sendir til viðbótar til Persaflóa og spennan eykst. Þótt kynlegt sé merkir'nafn Saddams Husseins forseta átök í hugum manna. Hvað tekur síðan við? Sú spurning liggur á vörum og býr í huga margra. Saddam Hussein forseti er sterk- ur leiðtogi. Hann hefur fulla stjórn á fólki sínu þótt hann beiti til þess valdi og áróðri og haldi fólkinu hræddu. Hann er gáfaður og vægð- arlaus foringi. Hann virðist vanta gætni og visku og því er núverandi ástand þeim mun hættulegra fyrir heiminn allan. Vitur leiðtogi sem stæði í sporum hans myndi hörfa frá Kúvæt þegar hér væri komið sögu til að sýna samkomulagsvilja sinn og eftir því sem sagt er til þess að standa vörð um heimsfriðinn. En ef hann hörfar nú, hvað tæki þá við? Hann myndi vera áfram leiðtogi sem hefur fulla stjórn á írökum — leiðtogi sem lmt- ar friðar og sátta! Við suðurlanda- mæri lands hans bíða mörg hundruð þúsund hermann í eyðimerkurhitan- um og sandinum. Öðrum stjórn- málamönnum og leiðtogum gæti virst undanhald Iraka, sem svo lengi hefur verið krafíst, þýða martröð heima fyrir og erlendis. Ólíklegt er að við eigum eftir að sjá fyrir okkur hinn „vitra“ Saddam Hussein forseta. En hvað tekur þá við? Svo virðist sem heimurinn sé að komast fram á hyldýpisbrún styijaldar, jafnvel kjarnorkustyij- aldar. Eitt atriði í ráðgátunni við Persaflóa er mjög óstöðugt, þar er sá möguleiki opinn að beita kjarn- orkuvopnum til verndar þess það sem það ríki lítur á _sem hagsmuni sína. Þetta atriði er Ísraelsríki. All- ir vita að ísrael á miklar birgðir kjarnorkuvopna. ísrael stefnir að því að vernda samheldni sína og tilveru af staðfestu og harðfylgi, hvað sem heimurinn segir og hugs- ar. Ef svo færi að Saddam Hussein forseti reyndist svo óvitur að beita taugagasi og kjarnorkuvopnum (sem hann myndi áreiðanlega gera ef hann hefur þau), þá myndu Isrá- elar ekki sitja með hendur í skauti sér, heldur grípa til sinna ráða upp á eigin spýtur, hratt og grimmúð- lega. Það yrði dapurlegasta fram- hald á þessari deilu. Hefðbundnar kristnar siðgæði- sreglur um réttlátt stríð: réttmætur málstaður, góð fyrirætlun, sæmi- legar horfur á' sigri og hagstætt hlutfall hins góða sem áynnist, sam- anborið við hið illa sem sigrað yrði, virðast varla eiga við þegar við tök- um með í reikninginn notkun efna- og karnorkuvopna sem virðist líkleg í þessum átökum. Sé litið til hlut- fallsins milli góðs og ills út af fyrir sig, virðist ekkert réttlæta styijöld. Bagdad er ekki mikið yfir 1000 ára gömul en í rás sögunnar hefur hún tvisvar verið lögð algerlega í eyði. Átök við Persaflóa myndi hafa í för með sér þriðju gereyðinguna — að minnsta kosti margar milljón- ir manna myndu verða fórnarlömb þeirra átaka. Stríð við Persaflóa merkiifr ekki götubardaga til að frelsa draugaborgina Kúvæt á kostnað þúsunda mannslífa frá Vesturlöndum. Það myndi merkja gerðeyðandi árásir á írak sjálft svo að herlið íraka í Kúvæt myndi ein- angi-ast þar. Og það virðist helst vera það hernaðaráform sem skipu- lagt hefur verið. Það er fávíslegt að blanda sér í deilur fjölskyldna og ættflokka. Ekkert er lögreglunni ógeðfelldara en vera kölluð út til að kveða niður fjölskyldudeilur. Það er alltaf hættulegt. Ættflokkur íraks — sjálft Irak sem hefur mótast af stjórn lénsherraættflokksins — hef- ur ráðist á nágrannaríkið Kúvæt út af langvinnri deilu um landsvæði (og efnahagsmál). Tikriti-ættflokk- urinn — ættflokkur Saddams Huss- eins,_ norðan við Bagdad — ræður yfir írak og ákveður stefnu þjóðar- innar. Því er verr og miður að heimur- inn einangraði ekki írak og íran í hinum heimskulegu átökum þeirra (sem Saddam Hussein forseti hóf líka) fyrir mörgum árum: Skeyting- arleysi heimsins sáði fræinu að ævintýri Saddams Husseins forseta í Kúvæt. Aðstæður hafa að vísu breyst við það að spennan milli Vesturlanda og hinna austrænu landa er úr sögunni. Staðan er mjög flókin eins og sakir standa. Styijaldarhættan er fyrir hendi af hálfu Vesturland- anna, svo sem Thatcher forsætis- ráðherra og Bush forseti sem vilja bæla niður óánægju heima fyrir og kröfur hernaðarsinna. íraksmegin blasir við nokkuð óstöðug og óvitur- leg en sterk forusta Saddams Huss- eins forseta. Þar sem Vesturlönd hafa nú blandað sér í þessa deilu, felst helst vonin um friðsamlega lausn í fast- heldni við efnahagslegar og póli- tískar þvingunaraðgerðir heimsins. Þær aðgerðir kosta mikið fé en þær verður þó að taka fram yfir gereyð- andi styijöld sem myndi snerta allan heiminn. Allir menn verða að biðja til Guðs að hann gefi valdamönnum beggja aðila-visku og það sem fyrst! Komandi kynslóðir — það fólks sem Alfreð J. Jolson „Því er verr og miður að heimurinn einangr- aði ekki Irak og íran í hinum heimskulegu átökum þeirra (sem Saddam Hussein forseti hóf líka) fyrir mörgum árum: Skeytingarleysi heimsins sáði fræinu að ævintýri Saddams Husseins forseta í Kúv- æt.“ kynni að Iifa af — munu fordæma eyðingarstríð út af olíu og auði. Á minningardegi vopnalilés- ins í fyrri heimsstyrjöldinni, 11. nóvember 1990. Höfundur er biskup kaþólskra á lslandi. Þrjú ný leikrit leiklesin í Borg- arleikhúsi LEIKRIT eftir þá Björn Th. Björnsson, Jón Hjartarson og Jón Árnason verða leiklesin í anddyri Borgarleikhússins næstu þrjá laugardaga kl. 15.00. Verkin eru enn á þróunarstigi þótt segja megi um þau öll að þau séu býsna langt komin. Leikarar Leikfélags Reykjavíkur lesa verkin, æfa þau fyrst í nokkra daga ásamt leikstjóra, en ætlunin er að flutning- ur af þessu tagi geri hvort tveggja að kynna verkin og veita áhorfend- um góða skemmtun. Á laugardaginn kemur ríður Björn Th. Björnsson á vaðið með verk sitt Konráð í Kreischa, stutta kómedíu þar sem söguhetjan er Konráð Gísla- son Fjölnismaður. Leikstjóri þessa fyrsta leiklestrar vetrarins er Sigríð- ur Margrét Guðmundsdóttir. Lesarar eru: Edda Björgvinsdóttir, Guðný Ragnarsdóttir, Karl Guðmundsson, Margrét Ólafsdóttir, Steindór Hjör- leifsson, Sigríður Hagalín, Sigurður Skúlason, Saga Jónsdóttir, Valgerð- ur Dan, Vilborg Halldórsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Aðgangseyrir er 500 kr. og kaffi innifalið. (Fréttatilkynning) HAFDU BETUR EN BANKtNN! . .: HHPPflÞREMfl HAPPDRÆTTIS HÁSKÓLANS HB Gistiaöstaöa er glæsileg á Hótel Sögu. í herbergjunum er góð vinnuaöstaöa og öll þægindi þarfyrir hendi. A veitingastööum okkar bjóöum viö mat og þjónustu í sérflokki og fundaraöstaða á hótelinu er eins og best verður á kosið. Hafðu samband í síma 29900. holrel/ 'Jaoa lofar góðu! Vidtalstími borgarfulltrúa i Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum íveturfrá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 17. nóvember verða til viðtals Sveinn Andri Sveinsson, formaður stjórnar SVR, í umferðarnefnd, íþrótta- og tómstundaráði, stjórn Dagvistar barna, og Sigríður Sigurðardóttir, stjórn Dagvistar barna. W W W W W:' W’ V Y-Y a! y y y KVIK KLÆÐASKAPAR ÓTRÚLEGA ÓDÝRIR T Gerð 50-hvítur 50 x 210 x 60 sm m/hattahillu, slá fyrir herðatré og höldum. AÐEINSKR. 9.478 Gerð 100 tvöfaldur, hvítur 100 x 210 x 60 sm m/skilrúmi hattahillu, 3 hillum, slá fyrir herðatré og höidum. AÐEINSKR. 14.760,- BÆJARHRAUNI 8 • HAFNARFIRÐI SÍMI 651499

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.