Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Valdabarátta í íhaldsflokknum Margaret Thatcher, forsæt- isráðherra Breta og leið- togi íhaldsflokksins, stendur nú frammi fyrir því í fyrsta sinn síðan hún var valin til að gegna leiðtogastöðunni fyrir 15 árum, að valdi hennar innan flokksins er ógnað. Þegar Sir Anthony Meyer bauð sig fram gegn Thatcher fyrir ári var öllum ljóst, að engum kæmi til hugar að velja hann sem forystumann íhaldsflokksins. Fyrir honum vakti að undirstrika óánægju með Thatcher í þingflokknum og búa þingmenn undir harðari átök um forystumann flokksins síðar. Að þeim er nú komið, þegar Michael Heseltine hefur lýst yfir framboði sínu gegn Thatcher. Öllum ber saman um að hann hafi þá kosti til að bera, sem krafíst verði af for- sætisráðherra í Bretlandi og undanfarin fjögur ár hefur hann markvisst unnið að því að styrkja stöðu sína meðal stuðn- ingsmanna íhaldsflokksins um allt Bretland. Stjórnmálaskýrendum ber saman um, að ræða Sir Geoffr- eys Howes, fyrrum aðstoðarfor- sætisráðherra Thatcher, í breska þinginu á þriðjudag, þegar hann skýrði afsögn sína úr stjórn Thatcher, hafi verið með áhrifamestu stundum í bresku stjórnmálalífi undan- farna áratugi. Ræðumaðurinn flutti ekki mál sitt með bægsla- gangi eða stóryrðum heldur var það þunginn og reiðin í mál- flutningi hins hógværa og reynda stjórnmálamanns sem hafði mest áhrif. Taldi hann sjálfum sér það helst til ámælis að hafa sýnt forsætisráðherra og flokksleiðtoga sínum of lengi hollustu. Að sjálfsögðu má líta þannig á að innan íhaldsflokksins sé háð hefðbundin valdabarátta. Þar sé svo komið eftir 15 ára forystu Thatcher- að þeim sé einfaldlega nóg boðið sem hafa orðið illa úti flokkslega. Þeir vilji öðlast meiri áhrif sjálfir og sætti sig til dæmis ekki lengur við þá stjórnarhætti Thatcher að taka ákvarðanir án samráðs við aðra. Sé þetta ástæðan fyrir framboði Heseltines eru ytri skilyrði honum ákaflega hag- stæð, þar sem íhaldsflokkurinn og ríkisstjórnin standa illa sam- kvæmt skoðanakönnunum en kosningar þurfa að fara fram í Bretlandi innan 18 mánaða. Þegar Iitið er á málefnalegu rökin sem Heseltine færir fram til stuðnings framboði sínu sést um hvað hefur verið deilt í íhaldsflokknum síðustu misseri. í fyrsta lagi vill hann að horfið verði frá hinni hörðu stefnu Thatcher gagnvart Evrópu- bandalaginu. I öðru lagi vill hann breyta nefskattinum sem lagður er á til að tryggja sveit- arfélögum tekjur og hefur kall- að miklar óvinsældir yfir ríkis- stjórnina. í þriðja lagi segist hann munu breyta stjórnarhátt- um á þann veg, að forsætisráð- herrann hafi meira samráð við ráðherra sína og þingmenn áður en ákvarðanir eru teknar um stefnumótandi mál. Loks segist hann vera miklu sigurstrang- legri leiðtogi en Thatcher í kom- andi kosningum. Það eru þingmenn Ihalds- flokksins sem kjósa leiðtogann. Tillögur Heseltines höfða mjög til þeirra og einnig sú staðreynd að skoðanakannanir sýna, að miklu meiri líkur eru á því að íhaldsflokknum vegni vel í kosningum undir forystu Hes- eltines en Thatcher. Þegar Hes- eltine tilkynnti framboð sitt sagðist hann eiga vísan stuðn- ing að minnsta kosti 100 þing- manpa af 372 en hann þarf minnst 159 til að hindra að Thatcher vinni í fyrstu at- kvæðagreiðslunni. Hún segist ætla að sitja áfram, þótt hún vinni ekki nema með einu at- kvæði. Ákvörðun Heseltines og undirbúningur hans innan þing- flokksins virðist hafa komið helstu stuðningsmönnum Thatcher í opna skjöldu en þeir leggja áherslu á að hún hafí aldrei hlaupist frá ábyrgð og geri það ekki heldur að þessu sinni, hún berjist þar til yfir lýkur. Fáir hefðu spáð því, að eftir 11 ára störf sem forsætisráð- herra lenti Margaret Thatcher í slíkri stöðu í eigin flokki. Breski íhaldsflokkurinn er í uppnámi, bresk stjórnmál eru í uppnámi, því að slík aðför að forsætisráðherra landsins er afar sjaldgæf. Sigri Thatcher í átökunum við Heseltine eins og líklegt er hefur verið sótt að henni með þeim hætti, að hún á ekki marga aðra kosti en draga sig í hlé. Stuðningsmenn hennar eiga hins vegar aldrei eftir að taka Heseltine í sátt. Þess vegna er líklegast að við höfum ekki enn heyrt nefnt nafn þess sem á eftir að taka við forystu í Ihaldsflokknum í Bretlandi eftir að Margaret Thatcher hefur dregið sig í hlé eða verið ýtt til hliðar. Þróunarfélag Reykjavíkur stofnað: Samstarfs vettvangrir um uppbyg’g'ingu í miðbænum Frá stofnfundi Þróunarfélags Reykjavíkur. Frá liægri þekkjast á myndinni: Gunnar Eydal, skrif- stofustjóri Reykjavíkurborgar, Guðmundur Benediktsson, ráðu- neytisstjóri, Davíð Oddsson, borg- arstjóri, Hjörleifur Kvaran, fram- kvæmdastjóri lögfræði- og stjórn- sýsludeildar Reykjavíkurborgar, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi, Arni Sigfússon, borgar- fulltrúi, Björgvin Vilmundarson, bankastjóri, Haraldur Haraldsson, stórkaupmaður og Jóhann J. Ol- afsson, stórkaupmaður. ÞRÓUNARFÉLAG Reykjavíkur var formlega stofnað í gær að frum- kvæði borgarstjórnar Reykjavíkur. Hlutverk félagsins er að efla mið- borg Reykjavíkur sem miðstöð stjórnsýslu ríkis og borgar, menning- arlífs, verslunar og þjónustu. Því er ætlað að samræma hugmyndir og tillögur hagsmuna- og framkvæmdaaðila um uppbyggingu mann- virkja og þjónustu í gamla bænum, auk þess að stuðla að framkvæmd þeirra. Aðild að stjórn félagsins eiga, auk Reykjavíkurborgar, ríkið, Skrifstofa viðskiptalífsins og Samband íslenskra viðskiptabanka en félagar geta allir orðið, jafnt einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir, sem eiga fasteignir eða hafa með höndum rekstur á starfssvæði félags- ins, svæðinu vestan Rauðarárstígs og norðan Hringbrautar. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði á blaðamannafundi í gær að ástæða þess að félagið er stofnað sé sú að til að uppbygging í miðbænum megi takast sem best þurfti að koma til eins gott samstarf og unnt er milli borgar, ríkis, banka og við- skiptalífsins; þeirra aðila sem mest umsvif hafi á svæðinu. Markmið og tilgangur Þróunar- félags Reykjavíkur er fjórþættur: í fyrsta lagi að samræma hug- myndir og tillögur hagsmuna- og framkvæmdaaðila um uppbyggingu mannvirkja, viðhald, endurbætur og þjonustu í miðborginni og stuðla að eða annast framkvæmd þeirra. í öðru lagi að vera félagsmönn- um, jafnt einstaklingum, fyrirtækj- um sem opinberum aðilum til ráðu- neytis um framkvæmdaáform þeirra. í þriðja lagi að hafa frumkvæði að gerð tillagna sem stuðla að hag- sæld miðborgarinnar, sem verslun- ar-; þjónustu- og íbúðarsvæðis. I fjórða lagi að samhæfa hags- muni einka- og opinberra aðila í þeim tilgangi að tryggja skynsam- lega uppbyggingu og endurnýjun miðborgarinnar, auk þess að stuðla að fjölbryeitlegu mannlífi og öflugri þjónustu. í stjórn félagsins sitja: Guðmund- ur Benediktsson, fyrir hönd forsæt- isráðuneytisins; Johann J. Ólafsson, fyrir hönd Skrifstofu viðskiptalífs- ins; Jón Adolf Guðjónsson, fyrir hönd Sambands íslenskra viðskipta- banka og borgarfujltrúarnir Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson og Arni Sigfússon fyrir hönd Reykjavíkur- borgar. Félagar í þróunarfélaginu greiða fast árgjald til félagsins, sem nema mun um 10 þúsund krónum, en Reykjavíkurborg stendur straum af því sem á vantar kann að vanta á fastan kostnað. Komi til fram- kvæmda á vegum félagsins eða annars sérstaks kostnaðar verður gerður um þær sérstakur samning- ur milli hlutaðeigandi. Borgarstjóri sagði aðspurður að af hálfu ríkis- ins, sem er einn stofnaðila, hefðu engin sérstök vilyrði verið gefin um þátttöku í kostnaði við framkvæmd- ir sem félagið kynni að standa að. Miklar framkvæmdir framundan í miðbænum Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í sumar og standa enn í miðbæ Reykjavíkur í samræmi við staðfest hverfaskipulag. Davíð Oddsson borgarstjóri og Þorvaldur S. Þor- valdsson, forstöðumaður Borgar- skipulags, reifuðu helstu fram- Morgunblaðið/Sverrir kvæmdir sem yfir standa og áætlað- ar eru á næstu misserum. Unnið er við gerð nýrrar um- ferðaræðar meðfram ströndinni og verður sú braut leidd fram hjá mið- bakka Reykjavíkurhafnar á næstu tveimur árum. Að því loknu verður hafist handa við að efla ýmis konar verslunar-, þjónustu- og miðbæjar- starfsemi í grennd við Tryggva- götu. Gerð verður miðstöð fyrir strætisvagna auk þess sem bíla- stæðahús verður reist þar sem nú eru stæði Akraborgar en sú starf- semi mun flytjast í austurhöfnina. Þá verður lögð akbraut upp á þak Faxaskála þar sem gerð verða bíla- stæði. Fram kom að til umræðu eru hugmyndir um sædýrasafn í grennd við Fiskmarkaðinn og höfnina auk þess sem ráðgert er að neðsta hæð Hafnarhússins verði lögð undir verslunar- og þjónustustarfsemi og í tengslum við það verði byggt yfir innigarð Hafnarhússins. Þá hefur í sumar verið unnið að framkvæmd þriggja ára áætlunar um að skipta um yfirborð við götur í Kvosinni þar sem hellulagðar upp- hitaðar gangstéttir og torg munu leysa gamlar stéttar af hólmi. Borg- arstjóri sagði að þessar fram- kvæmdir væru vissulega dýrar en að miklu leyti mætti einnig líta á þær sem fyrirbyggjandi viðhald, þar sem skipt væri í leiðinni um gamlar og úr sér gengnar leiðslur og æðar, auk þess sem þessi aðgerð mundi í senn gera miðbæinn hreinlegri, þegar útrýmt yrði sandi og salti til hálkueyðingar, og samkeppnisfær- ari við önnur verslunarhverfi Einnig eru fyrirhugaðar fram- kvæmdir við bílastæðahúss á Ióð handan Þjóðleikhússins og við Vit- astíg í tengslum við uppbyggingu þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða við Vitastíg. Þorvaldur S. Þorvaldsson sagði að öflugur hótelrekstur væri nauð- synlegur miðborginni. Aðeins væru 45 herbergi á Ilótel Borg en fyrir dyrum stæði 24 herbergja viðbygg- ing við hótelið, Lækjargötumegin, auk þess sem brýnt væri talið að rífa húsið númer 9 við Pósthús- stræti, milli Hótels Borgar og Aust- urstrætis 18, og byggja þar nýtt hús. Borgarstjóri kvaðst sjá fyrir sér að gamli miðbæjarkjarninn yrði í vaxandi mæli eins konar fjármála- hverfi (city), að verulegu leyti þar sem einnig yrðu veitingastaðir og verslanir en Laugavegurinn yrði áfram helsta verslunargatan. Hann lagði sérstaka áherslu á að hús Utvegsbanka íslands yrði nýtt sem dómhús. Sautjánda þing Sjómannasambands íslands: Tillagna um vemdun smáloðnu er að vænta allra næstu daga - segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra „MIKIL óvissa er varðandi loðnu- veiðarnar en á allra næstu dög- um er að vænta tillagna Hafrann- sóknastofnunar um verndun smáloðnu," sagði Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra á 17. þingi Sjómannasambands Islands í gær. Halldór sagði að loðnuleiðangri rannsóknaskips- ins Bjarna Sæmundssonar lyki eftir tíu daga og tillögur fiski- fræðinga um heildarafla loðnu á þessari vertíð myndu því berast sjávarútvegsráðuneytinu fyrir næstu mánaðamót. Óskar end- urkosinn formaður ÓSKAR Vigfússon í Hafnarfirði var endurkosinn formaður Sjó- mannasambands íslands með lófataki á 17. þingi SSÍ í gær en þinginu lýkur í dag, föstudag. í stjórn SSÍ voru einnig kosnir með lófataki: Guðmundur Hall- varðsson í Reykjavík varaformaður, Elías Björnsson í Vestmannaeyjum ritari og Sigfinnur Karlsson á Nes- kaupstað gjaldkeri. „Fyrr en tillögurnar liggja fyrir er lítið hægt að segja en miðað við þær upplýsingar, sem fyrir liggja, tel ég varlegra að menn búi sig undir að taka þurfi erfiðar ákvarð- anir á næstunni varðandi veiðarnar. Að sjálfsögðu verður haft samráð við hagsmunaaðila, þár á meðal Sjómannasambandið, áður en nokkrar ákvarðanir verða teknar um breytingar,“ sagði Halldór Ás- grímsson. Hann sagði um stöðu sjávarút- vegsins að í heild sé þokkalega bjart útlit og afkoma með besta móti eftir mjög erfitt tímabil. Verð á botnfiskafurðum sé mjög hátt og markaðsútlit gott. Ákveðið hafi ver- ið að botnfiskveiðiheimildir fyrstu átta mánuði næsta árs verði svipað- ar og á sama tíma í ár. Með þeim fyrirvara, sem leiddi af óvissu um hrygningargöngu þorsks frá Græn- landi séu því góðar horfur varðandi afkomu þeirra, sem fyrst og fremst byggi á botnfiskveiðum. Því miður verði ekki sama sagt um sérveiðarnar. Þrátt fyrir ört vaxandi rækjustofna og auknar veiðiheimildir sé mikill vandi á höndum varðandi rækjuveiðarnar vegna verðfalls á rækju á erlendum mörkuðum. Rækjuvinnslan virðist varla geta staðið undir núverandi hráefnisverði og þurfi menn því að vera viðbúnir breytingum. Halldór sagði að síldarstofninn væri einnig í þokkalegu ástandi en sýnt virðist að mun stærri hluti síldaraflans fari í bræðslu en áður og síldveiðarnar skapi því hvorki sjómönnum, útvegsmönnum, né ákvörðun sagði, að 1 samræmi við samning við Húsnæðisstofnun ríkis- ins um hlutverk viðskiptavaka og fleira, hafi verið ákveðið að miða kaup Landsbréfa á húsbréfum við 300 milljónir króna nafnverðs á mánuði og þessu marki hafi verið náð á miðvikudag. þjóðarbúinu í heild, þær tekjur, sem búist hafi verið við. Áfram verði unnið að því að reyna að koma sölu- málum á saltsíld til Sovétríkjanna í fýrra horf en tíminn sé að hlaupa frá okkur í þeim efnum. Hann sagði að sá stöðugleiki í þjóðfélaginu, sem leitt hefði af þjóð- arsáttinni, skilaði sér í bættum hag allra, sjómanna jafnt sem annarra. Sjómenn hefðu lengi verið með lausa kjarasamninga en óvissa væri um hveijar lyktir þeirra mála yrðu. Enda þótt ekki sé nýjum samning- um til að dreifa hafi tekjur sjó- manna, þegar á heildina sé litið, hækkað allverulega frá síðasta ári vegna hækkandi botnfiskverðs. Halldór sagði verð á botnfiski deildar Landsbréfa, sagði skýring- una á þessari ákvörðun vera að ójafnvægi hefði verið á þessum markaðj, og framboð hreinlega of mikið. Áætlanir húsnæðisyfirvalda hafi verið óskýrar og ónákvæmar. „Við höfðum fengið tölur frá þeim nú 34% hærra innanlands en það hafi verið að meðaltali í fyrra. Á móti þeirri hækkun vegi á hinn bóginn lækkun skiptahlutfalls úr 76% í 70%, sem leitt hefði af hækk- andi olíuverði, svo og aflasamdrátt- ur milli áranna 1989 og ’90, sem áætlað sé að verði nálægt 8%. Engu að síður hafi tekjur sjó- manna á 20-200 tonna bátum og ísfisktogurum hækkað um 17-18% frá meðaltali síðasta árs til dagsins í dag. Á sama tímabili hafi laun almennt hækkað um rúm 11%. Enda þótt blikur séu á lofti varð- andi síld og loðnuveiðar verði ekki annað sagt en að þrátt fyrir hækk- að olíuverð og minnkandi afla séu tekjur sjómanna betri en oft áður. um áætlanir til áramóta og þessar tölur hafa sífellt verið að hækka og núna á síðustu vikum hafa bæst við 500 milljónir í húsbréfum, sem þeir áætla að komi út á markaðinn. Því var ákaflega erfitt hjá okkur að gera okkur grein fyrir stöðunni. Þrátt fyrir hækkun ávöxtunarkröf- unnar í 7,05% dró ekki úr framboð- inu,“ sagði Sigurbjörn. Hann var spurður hvort ekki hefði komið til álita að hækka ávöxtunarkröfuna enn meira. Hann sagði það hafa verið rætt, en talið hefði verið að þrátt fyrir meiri hækkun hefði selst lítið meira af bréfunum. Landsbréf hf. stöðvuðu húsbréfakaup í gær Of mikið framboð húsbréfa og óskýrar áætlanir yfirvalda - segír Sigurbjörn Gunnarsson um orsakir stöðvunarinnar LANDSBRÉF hf., viðskiptavaki húsbréfa, stöðvaði húsbréfakaup í gær, en þau hefjast á nýjan leik í dag. Ákvörðunin um stöðvunina var tekin á miðvikudag og í gær fóru aðrir verðbréfamarkaðir að dæmi Landsbréfa og tóku húsbréf aðeins í umboðssölu, nema Kaup- þing hf., sem keypti í gær gegn hærri ávöxtunarkröfu, 7,30%. Ástæð- an sem Landsbréf gáfu upp var, að viðmiðunarmarki um húsbréfa- kaup sem nemur 300 milljónum króna að nafnvirði á mánuði hafi verið náð. Landsbréf eiga birgðir af óseldum húsbréfum, sem voru fyrir skömmu á níunda hundrað milljóna króna. I frétt frá Landsbréfum um þessa Sigurbjörn Gunnarsson, deildar- stjóri húsbréfa- og lífeyrissjóða- „SÓSÍALISMI ANDSKOT AN S “ eftir Þorkel Helgason í bréfi til Benedikts Tómassonar frá árinu 1956 kallar Vilmundur Jónsson, landlæknir, það „sósíal- isma andskotans" þegar tap er þjóð- nýtt en gróði einkavæddur. Þetta kom mér í hug þegar ég las grein eftir Jóhann J. Olafsson, stórkaup- mann og formann Verslunarráðs, sem birtist hér í blaðinu þann 10. nóv. sl. í greinarheiti spyr liann: „Ætlar Gylfi Þ. Gíslason að gera sósíalismann ódauðlegan hér á Is- landi?" Með yfírskriftinni einni er verið að læða því að lesendum að einn helsti forvígismaður markaðs- búskapar hér á landi sé eins konar nátttröll miðstýringar og ríkisfor- sjár. Þetta kallar á hörð viðbrögð. 1. Kommúnisminn er hruninn í Austur-Evrópu og nú er unnvörpum verið að koma fyrirtækjum úr opin- berri eign. Er það gjarnan gert í tveimur skrefum. Fyrst er fyrir- tækjunum breytt í hlutafélög, þar sem hlutaféð er upphaflega í ríkis- eign. Síðan er reynt að koma hluta- bréfunum í verð. Engum kemur til hugar að gefa þessi hlutabréf. Þau eru sameign viðkomandi þjóðar. Aftur á móti hafa orðið dæmi þess •að hin fyrri valdastétt hefur reynt að beita bellibrögðum og komast yfir hlutaféð eða hygla einhverjum við sölu þess. Þegar Margrét Thatcher er að einkavæða ríkisfyrirtæki fer hún eins að. Hlutafé er selt og rennur andvirðið til almannaþarfa. Að sjálfsögðu kann við slíka einkavæð- ingu að vera sanngjarnt að hafa starfsmenn hinna fyrri ríkisfyrir- tækja í huga og gefa- þeim for- kaupsrétt að hlutafénu; e.t.v. á góðum kjörum. Þetta sjónarmið hefur komið fram í Austur-Evrópu og var einnig í heiðri haft þegar Volkswagenverksmiðjurnar voru einkavæddar. Fáir efast, lengur um yfirburði markaðsstýrðs einkareksturs um- fram miðstýrðan ríkisrekstur. For- senda farsæls markaðsbúskapar er fijáls og opinn markaður um aðföng og afurðir. Þetta gildir líka um markaðsstýringu í sjávarútvegi. Fiskveiðar búa aftur á móti við þá sérstöðu að moða úr takmarkaðri auðlind. Ef ekki er gripið í taumana treður hver öðrum um tær. Við þessum markaðsbresti þarf að sjá. Það er nær samdóma álit fræði- manna, jafnt innlendra sem er- lendra, að ekki geti hagkvæmari aðferð í þessu skyni en aflakvóta- kerfi, þar sem heimiluðum afla er skipt upp í einingar. Verður þá jafn- framt að vera þannig um hnútana búið að einingarnar, kvótarnir, geti skipt um hendur eftir eðlilegum markaðsleiðum. Kvótunum má að þessu leyti líkja við hlutabréf í auðlindum sjávar. Með því að koma kvótakerfi á er þannig verið að einkavæða atvinnu- veg sem áður bjó við (stjórnlausa) miðstýringu. Gylfi Þ. Gíslason er sannur markaðshyggjumaður og styður einarðlega slíka einkavæð- ingu varðandi fiskimiðin. En hann er líka sama sinnis og aðrir stjórn- málamenn allt frá Luclwig Erhard, sem seldi Volkswagen, til Margrét- ar Thatcher, sem seldi breska síma- félagið, að hlutabréfin eigi að selja en ekki gefa. Færir hann fyrir því bæði sanngirnis- og hagkvæmnis- rök sem ekki verða tíunduð hér. Hér er ekki heldur tóm til að fjalla ítarlega um það hvernig hlutabréfa- salan, eða kvótasalan, eigi að fara fram; hvort hún eigi fremur að fel- ast í afnotagjaldi af úthlutuðum kvótUrn eða varanlegri sölu þeirra. Hið síðara er vissulega meira í sam- Þorkell Helgason „ Aflakvótakerfi er sú aðferð við stjórn fisk- veiða sem best stuðlar að hagkvæmni. Kvóta7 kerfið sem tekur gildi um næstu áramót er í stórum dráttum slíkt kerfi.“ ræmi við fullkomna einkavæðingu. En ýmis hagkvæmnis- og sanngirn- isrök mæla þó fremur með fyrri aðferðinni. Þetta er þó aukaatriði í umræddu samhengi. 2. Formaður Verslunarráðsins að- hyllist á hinn bóginn þá skoðun spilltra ráðamanna kommúnismans, að almenningseign megi ráðstafa til fárra útvaldra. Helstu rök hans felast í útúrsnúningi á hugtökunum „sameign“ og „einkaeign“. Meðan alræði öreiganna var og hét, þýddi lítið fyrir sauðsvartan almúgann að fara fram á kaup- hækkun. Hann ætti fyrirtækin og því væri hann að sækja í eigin vasa þegar hann krefðist kjarabóta. Verkföll voru því bönnuð af þvi að þau væru óþörf. Þannig var almenn- ingur fóðraður á því að fyrirtækin væru í „sameign“ enda þótt flestir vissu að þau voru í reynd í „einka- eign“ yfirstéttarinnar sem naut óspart arðs af eigninni. Formaður Verslunarráðsins beit- ir sama orðhengilshætti. Hann vitn- ar til upphafs laga um stjórn fisk- veiða þar sem segir að „nytjastofn- ar á íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar", og segir orð- rétt: „Ekki þurfa orðin „sameign íslensku þjóðarinnar" að útiloka einkaeign. Skipafloti landsmanna, bifreiðaeign, landbúnaður, húsa- kostur o.s.frv. eru sameign íslensku þjóðarinnar, enda þótt flest skip, bílar, jarðir og hús séu í einka- eign.“ Það er ekki ónýtt t.d. fyrir okkur opinbera starfsmenn — sem eigum fátt gott skilið ef dæma má af niðurlagi greinar heildsalans — að vita það að drossían hans, einbýl- ishúsið og jafnvel hlutur hans í Stöð 2 séu sameign okkar allra. Ætli hann muni ekki bregðast við líkt og kommakóngarnir austur frá, þegar almúgamanninn langar, með vísun til sameignar, að grípa í bíiinn hans, og segja að þannig hafi þetta nú ekki verið meint? 3. Jóhann J. Ólafsson ritaði grein í Morgunblaðið 9. nóv. 1989 sem bar yfirskriftina Útvegsmenn eigafiski- mið íslands. Þar var ekki verið að skafa af hlutunum. Hann notar svipaða lýsingu og ég og talar um hlutafé í Islandsmiðum, en vill að núverandi útgei'ðarmenn einir fái öll hlutabréfin í þessu arðbærasta hlutafélagi þjóðarinnar. Helstu rök- in eru þau, að þeir séu „landnáms- t menn“, sem liafi nýtt sér miðin um aldir, eins og hann kemst að orði í greininni frá 10. nóv. sl. Allir sjá hversu rök þessi eru fráleit. Hvorki eru núverandi útgerðarmenn alda- gamlir né eiga þeir heldur einir erfðarétt eftir liðna útgerðarmenn. Vissulega er sanngjarnt að taka tillit til hagsmuna þeirra sem hafa viðurværi af sjávarútvegi, eins og gert er í hinum siðmenntaða heimi þegar ríkisfyrirtæki eru einkavædd. En þeir sem hagsmuna hafa að gæta eru miklu fleiri en núverandi útgerðarmannastétt. Hvað með sjó- menn, fiskvinnslufólk eða yfirhöfuð alla þá í hinum dreifðu sjávarþorp- um sem eiga allt sitt undir fiski? ■ 4. Hér hefur aðeins verið fjallað um aðra hlið hugtaksins „sósíalisma andskotans", það er þegar fulltrúi verslunarinnar vill afhenda sér- hagsmunahópum arð sem almenn- ingur á. Þótt það sé á öðru sviði er ekki úr vegi að nefna jafnfranit dæmi um hina hliðina, þegar þeir sömu kalla. á hið opinbera, til að bjarga sér úr vandræðum og biðja um þjóðnýtingu á tapi. Það er eins og mig minni að áðurnefnd Stöð 2 hafi óskað eftir sérstakri fyrir- greiðslu Reykjavíkurborgar þegar í ljós kom að nýir hluthafar höfðu keypt köttinn í sekknum. Stórhlut- hafinn Jóhann J. Ólafsson á efa- laust hægara með að rifja þetta dæmi upp. 5. Aflakvótakerfi er sú aðferð við stjórn fiskveiða sem best stuðlar að hagkvæmni. Kvótakerfið sem tekur gildi um næstu áramót er í stórum dráttum slíkt kerfi. Það var tímamótaákvörðun að taka upp kvótakerfið árið 1984 og auka það ^ síðan og bæta. Hugsanlega er þetta stærsta framfaraskrefið sem stigið hefur verið í stjórn þjóðmála á níunda áratugnum. Ekki má rugla sama kvótakerf- inu, sem stjórntæki til að stuðla að hagkvæmni í fiskveiðum og því ranglæti að afhenda fiskimiðin fá- mennum hópi manna. Kvótakerfið er þvert á móti forsenda þess að hægt sé að taka á þessu siðleysi. Lagfæringar eiga því að byggjast á gildandi lögum. í þau vantar ekki annað en ákvæði um eðlilegt af- gjald fyrir hlutabréfin, aflakvótana. Ég er í engum vafa um að slík ákvæði koma fyrr en síðar. Þannig er t.d. tómt mál að tala um aðild að evrópskri efnahagssamvinnu án slíks veiðigjalds. Þjóðhagsstjóri hef- ur nýlega bent á þetta á opinberum fundi.. Einnig vísa ég til greinar eftir mig hér í blaðinu 15. des. fyr- ir ári. Til áréttingar þeirri sannfæringu að tími veiðigjalds sé senn kominn, vísa ég til Reykjavíkurbréfs 3. nóv. sl. Megininntak bréfsins er fordæm- ing á því siðleysi sem felist í því að einstakir menn geti slegið eign sinni á sameign þjóðarinnar, auð- lindir sjávar, án endurgjalds. Þann- ig virðist útbreiddasta blað lands- ins, Morgunblaðið, nú snúast á sveif með okkur sem höfum margir bent á þetta ranglæti árum saman í ræðu og riti. Höfundur er háskólakennari og hefur um árabil fjallaö um stjórn fiskveiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.