Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990 33 Sigurbjörg Þorsteins- dóttir — Minning Fædd 12. janúar 1915 Dáin 8. nóveniber 1990 Veröld er slungið orð. Orðið vísar í senn í öldina, þessa einstefnu tímans og tilvistina, veruna í öld- inni, tíðina í vistinni. Inn í veröld er maðurinn öfinn, en maðurinn er líka vefari. Af geðprýði og sýnilegri ná- kvæmni óf hún amma. Þræðimir margvíslegu liggja víða og mynda þau mynstur sem við gleðjumst jrfir og söknum. Þannig sjáum við mynstrin en vitum að ekki verða ný mynduð úr þessum þræði, slíkt er tómarúmið, slík er vistin. Mynstrið — hygg ég — er sú ein- staka lund að vera geðgóður, og meira, skapgerðin bar vott um ein- stakt jafnvægi. Sú dásemd að hafa kynnst manneskju er ómetanleg, hún er verðmæti sem enginn getur »■ af hendi sleppt án þess að glata traustu bandi. Eg hafði vist í rúm tvö ár á Holtsgötunni. Vistina fæ ég aldrei þakkað eins og vert væri, en tíðin geymir stundirnar, hveija og eina. Eg þekki ekki annað en hlýjuna, langlundina og umburðarlyndið, allt hlutar verunnar sem ég vildi hafa í þessum ríka mæli sem amma hafði. En nú hefur vefarinn mikli kallað öldina, markað tímann og leyst upp vistina. Hún Sigurbjörg Þorsteins- dóttir, amma, var trúuð og algóður Guð hefur ljáð henni hvíldina og veröldin heldur áfram að vera slungið orð. F.h. fjölskyldunnar á Kirkjubraut 6, Nj., Ágúst Ásgeirsson í dag kveðjum við elskulega ömmu okkar. Hún amma á Holts- götu einsog við kölluðum hana, var svo góð. Við sem héldum að hún Kveðjuorð: yrði hjá okkur miklu lengur. Það var alltaf gott að koma til ömmu. Við hugsum um allt það fallega og góða sem hún hefur kennt okkur. Allar bænirnar sem hún fór með með okkur þegar við sváfum hjá ömmu og afa. Við munum hvað amma varð glöð þegar litli bróðir okkar fæddist. Við eigum eftir að sakna hennar mikið. Við biðjum góðan Guð að styrkja elsku afa. Við kveðjum ömmu með bæninni sem hún kenndi okkur. Leiddu mína litlu hendi ljúfi Jesús þér ég sendi bæn frá mínu bijósti sjáðu blíði Jesús að mér gáðu. Berglind og Telma Amma mín, Sigurbjörg Þor- steinsdóttir, fæddist í Sæbyrgi í Vestmannaeyjum. Hún var dóttir Þorsteins Sigurðssonar verslunar- manns og Sigurbjargar Sigurðar- dóttur._ Þorsteinn átti tvö börn að auki, Óskar, f. 1908, og Huldu, f. 1927. Amma mín var fyrsta og eina barn móður sinnar sem lést 25 ára gömul. Þegar amma var ung stúlka kom til hennar kona og sagði henni eftirminnilega sögu um hana sjálfa. Konan var farþegi ásamt ömmu minni, sem þá var reifabarn, á leið- inni frá Vestmannaeyjum til iands. Þegar komið var á sandana undir Eyjafjöllum var barnið lagt í sandinn á meðan verið var að sel- flytja menn og dót í land. Þessi kona sagðist aldrei gleyma um- komulausa barninu sem horfði svo blítt á allt í kring. Þannig var amma mín, hún horfði með blíðu á allt umhverfi sitt, alla tíð. Guð sá til þess að hún var ekki lengi umkomulaus. Hún var borin á milli bæja í von um að einhver vildi taka hana að sér. Móðir henn- ar var undan Eyjaijöllum og faðir úr Rangárvallasýslu svo ekki þótti Kristín Gestsdóttir Ingibjörg Þórðardóttir Kristín Fædd 22. júlí 1911 Dáin 31. október 1990 Ingibjörg Fædd 12. ágúst 1944 Dáin 4. október 1990 líta dýrð þína á hinu hæsta fjalli. Innilegar samúðarkveðjur til ætt- ingja og vina þeirra. Nína óeðlilegt að leita fanga ejnmitt á þessum slóðum. í Stóru-Mörk bjuggu hjónin Helga Sigurðardóttir og Björn Þorgilsson, þau tóku ömmu mína að sér. Helga var fjar- skyld ömmu minni en umfram allt góð kona sem vildi láta gott af sér leiða. Hún hafði áður fóstrað dreng, Árna Siguijónsson, sem nú er lát- inn. Þær mæðgur -urðu óaðskiljan- legar og aldrei minntist anima móð- ur sinnar nema með votum augum. Þær upplifðu saman mikla sorg í tengslumm við andlát ástvina sinna. Björn dó þegar amma var 5 eða 6 ára gömul og ekki löngu síðar miss- ir Helga dætur sínar þrjár með stuttu millibili, Sigui-veigu, Ragn- heiði og Sigríði. Þær mæðgur fluttu eftir þetta til Vestmannaeyja og bjuggu í Staf- holti þar til amma giftist afa mínum Óskari Jónssyní árið 1942. Þau eignuðust fjögur börn, Helgu, f. 1942, gift Ásgeiri Ólafssyni, Frið- þjóf, f. 1944, ókvæntur, Stellu Gróu, f. 1949, gift Guðmundi Sigur- jónssyni og Sigþór, f. 1953. kvænt- ur Hjördísi Lúðvíksdóttur. Barna- börnin eru níu, elstur Ágúst Ás- geirsson, f. 1964 en yngstur Óskar Sigþórsson f. 1987. Afi og amma bjuggu fyrstu hjúskaparár sín í Vestmannaeyjum en árið 1955 fluttu þau búferlum til Ytri- Njarðvíkur. Á Holtsgötu 32 í Njarðvík bjó fjölskyldan eftir það. Afi kenndi við Gagnfræðaskólann í Keflavík og síðar við fjölbrauta- skólann. Amma vann úti um tíma en alla ævi var fjölskyldan og heim- ilið aðaláhugamál hennar. Nú kveð ég elsku ömmu mína í hinsta sinn. Það er sárt að þurfa að kveðja hana sem var mér svo hjartfólgin. Hún studdi mig og styrkti og kenndi mér að meta það góða í lífinu. Hún á stóran þátt í uppeldi mínu og þess vegna höfum við sennilega verið fremur sem mæðgur en amma og ömmubarn. Amma mín var að mörgu leyti óvenju þroskaður persónuleiki, gaf mikið af sjálfri sér og engan vissi ég betri hlustanda en hana. Hún var létt í lund og átti auðvelt með að brosa. Þessir góðu eiginleikar hennar nýttust henni vel í erfíðum veikindum síðustu árin. Þá sýndi hún best hversu sterk og þolinmóð hún var. Trú á Guð og bænin veittu henni þó meiri styrk í lífinu en nokk- uð annað. Það var veganesti sem hún fékk frá móður sinni, vega- nesti sem hún færði börnum sínum og barnabörnum og enginn getur þakkað nógsamlega. Um leið og ég bið góðan Guð að styrkja afa minn, vil ég þakka hon- um fyrir að gefa mér svo góða ömmu. Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir Ó Guð minn. Ó þú, sem fyrirgef- ur syndir okkar, gefur okkur gjafir, eyðir sorgum okkar. Sannlega bið ég þig að fyrirgefa syndir þeirra sem hafa afklæðst jarðneskum líkömum sínum og haldið til æðri heims. Ó, Drottinn minn, hreinsa þær af misgjörðum, dreif sorgum þeirra og snú myrkri þeirra í ljós. Lát þær frænkurnar ganga í garði hamingjunnar, þvo þær með tærasta vatni og gef að þær megi + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa langafa, KJARTANS S. BJARNASONAR fv. lögregluvarðstjóra, Bústaðavegi 85. Sérstakar þakkir til Lögreglukórs Reykjavíkur. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Hópurinn sem tekur þátt í leiksýningunni. ■ KRAKKARNIR í Unglinga- deild Leikfélags Hafnarfjarðar frumsýna í dag leikritið Gulldreng- irnir eftir Peler Terson. Leikstjóri er Lárus Vilhjálmsson. í kynningu segir m.a.: „Leikritið fjallat' í stuttu máli um áhangendur fótboltaliðs, og líf Halla sem er í klíkunni." í leikritinu eru 46 leikarar og hljóm- sveit. Allir sem taka þátt í sýning- unni eru á aldrinum 13-16 ára. U NÝJASTA spurningaskrá Þjóð- minjasafns um sauma og fatnað er komin út og hefur verið send til heimildarmanna deildarinnar víða um land. Þar er leitáð upplýsinga hjá eldra fólki um t.d. áhöld við sauma, heimasaum, saumakonur og klæðskera, hversdags- og spari- fatnað, liirðingu á fatnaði og þjóð- trú varðandi föt og sauma. Þá er spurt um hvort menn viti af fötum, skóm eða höfuðfatnaði frá því um ____________Brids_______________ ArnórRagnarsson Bridsfélag Hornafjarðar Hótel Höfn sigraði í Landsbankamót- inu sem lauk sl. sunnudag. Borgey hf. varð í öðru sæti ogÞorsteinn Sigurjóns- son í 3. sæti. Lokastaðan: Sveit Þorsteins: Þorsteinn Sigur- jónsson, Einar Jcnsson, Skarphéðinn Larsen og Stefán Hclgason. Alls 1.419 stig. Sveit Hótels Hafnar hf.: Skeggi Ragnarsson, Baldur Kristjánsson, Árni Stefánsson og Jón Sveinsson. Alls 1.412 stig. Sveit; Borgeyjar lif.: Gestur Halldórs- son, Magnús Jónasson, Sigurpáll Ingi- bergsson og Guðmundur Guðjónsson. Alls 1.378 stig. Næsta sunnudag, þann 18. nóvemb- er, hefst Vísismótið sem er 3ja kvölda tvímenningur. Allir áhugasamir hvattir til að mæta og vcra komnir tímanlega cn spilamennskan byijar klukkan 19.30. Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Lokið er fimm umferðum í baro- meter-tvímcnningi scm cr aðaltvímenn- ingur vetrarins; Staðan: ísak Ólafsson - Sigurður Freysson 63 Aðalsteinn Jónsson - Pálmi Kristmannsson 37 Ámi Guðmundsson - Gísli Stefánsson 31 Jónas Jónsson - Guðmundur Magnússon 31 Kristmann Jónsson - Magnús Bjarnason 30 Ásgeir Metúsalemsson - Friðjón Vigfússon 21 Bjarni Garðarsson - Hörður Þórhallsson 15 Hæsta skor í 5. umferð: ÞorbergurHauksson-SigurðurFreysson 29 Kristmann Jónsson - Magnús Bjarnason 28 Ásgcir Metúsalemsson - Friðjón Vigfússon 23 Guðmundur Magnússon—Jónas Jónsson 11 Jóhann Þorsteinsson - Kristján Kristjánsson 3 Frá Skagfirðingum, Reykjavík Lokið er tveimur kvöldum af þremur í hraðsveitakeppni. Staða efstu sveita er þessi: Lárusar Hermannssonar 933 (482). Ingibjargar Grímsdóttur 927 (423). Sigmars Jónssonar 866 (467). Ragnars Hjálmarssonar 865 (424). Tölur innan sviga eru skor 1. kvöld- og fyrir miðja öld og beðnir að sjá til þess að slíku sé ekki hent. Þjóð- minjasafnið þiggur með þökkum gamlar flíkur, hvort heldur er spari- eða hversdagsfatnað svo og myndir sem sýna gamlan klæðnað. Þeir sem kynnu að vilja leggja þessari söfnun lið eru beðnir að hafa samband við starfsmenn þjóðháttadeildar Árna Björnssonar eða Hallgerði Gísla- dóttur. (Frcttatilkynning) ið. Aðalsveitakcppni deildarinnar hefst svo þriðjudaginn 27. nóvember nk. Skráning er hafin hjá Ólafi Lárussyni í síma 16538. Allt spilaáhugafólk velkomið meðan húsrúm leyfir. Veitt verður aðstoð við myndun sveita, sé þcss óskað. Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 12. nóvember var spilað fjórða og síðasta kvöldið í A. Hansen- keppninni, sem 20 pör tóku þátt í. Vcitt voru þrenn matarverðlaun sem gefin voi'u af veitingahúsinu A. Hansen í Hafnarfirði auk bikara. A-riðiIl Ólafur Gíslason — Sigurður Aðalsteinsson 129 Jón Þorkclsson — Kjartan Jóhannsson 128 Jens Sigurðsson — Jón Sigurðsson 125 Guðbrandur Sigurbergsson — Kristófer Magnússon 121 B-riðilI Hulda Hjálmai'sdóttir — Sigurður Siguijónsson 130 Guðlaugur Sveinsson — Magnús Sverrisson 127 Esther Jakobsdóttir — Hjördís Eyþórsdóttir 124 Árni Reynisson — RúnarÁrnason 120 Lokastaðan í keppninni: Guðbrandur Sigurbergsson — Kristófer Magnússon 496 Ólafur Gíslason — Sigurður Aðalsteinsson 481 Anna Þóra Jónsdóttir — , Ragnar Hermannsson 468 Guðlaugur Sveinsson - Magnús Sverrisson 467 Næstkomandi mánudag, hinn 19., hefst síðan aðalsveitakeppnin. Ákveðið hefur verið að spila sömu spi! á öllum borðum og reikna árangur út fyrir livert par um leið. Skemmtileg blanda af sveitakeppni og tvímenningi. Bridsdeild Rangæinga Sl. miðvikudag hófst 5 kvölda hrað- sveitakeppni með þátttöku 11 sveita. Staðan eftir fyrsta kvöldið: Sveit Þorsteins Kristjánssonar 619 Sigurðar Jónssonar 606 ÁsmundarGuðmundssonar 578 Lilju Halldórsdóttur 560 Meðalskor 540. Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HALLDÓRS BENEDIKTSSONAR frá Fjalli. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki sjúkrahúss Sauðárkróks. Guðrún Þóra Þorkelsdóttir, Margrét S. Halldórsdóttir, Ólafur Þ. Olafsson, Grétar Benediktsson, Erna Bjarnadóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.