Morgunblaðið - 15.12.1990, Page 22

Morgunblaðið - 15.12.1990, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990 Sagnaþættir frá Djúpi Páll bóndi í Bæjum að koma með útigönguá norður úr Jökulfjörðum sem hann sótti á vélsleða 7. apríl. Við fjárhúsin í Bæjum. Frá Jens í Kaldalóni, Kirkjubæ, ísafirði. Á sumardaginn fyrsta Oft hafa kaldir vindar strokið vanga Islendinga á sumardaginn fyrsta gegnum árin og aldirnar, og minningar um hörðu árin blundað í huga feðranna til frásagnar um raunir og hinar ristu rúnir, sem hið válega veðurfar skildi eftir sig í straumum tímans, og sem svo sárt bitu innað merg og beinum margra þegna þessa lands, að við lá að til auðnar horfði á köflum. En sumar- dagurinn fyrsti var þá oftast sá vonarneisti sem innst inni yljaði hröktum sálum í von um betri tíð með blóm í haga. En hver skyldi trúa því, að undan þessum feiknalega fannafeldi, sem alla jörð þakti, svo sem meðfylgj- andi myndir bera með sér, frá Bæjum á Snæfjallaströnd á sumar- deginum fyrsta vorið 1990, skyldi svo mikið gras vaxa að allar hlöður Páls í Bæjum ekki einungis fylltust af ilmandi töðu, heldur varð að hirða afganginn í hlöður fyrrverandi nábúa síns, sem nú í eyði tróna í öllu sínu umkomuleysi og einmana- kennd. En það var á fleiri stöðum en Bæjum sem vel spratt og heyjaðist, að segja má, að með eindæmum hafi heyskapur Djúpmanna góður verið, og því vel úr ræst eftir horf- um þeim sem við auga blöstu á sumardaginn fyrsta. Römm er sú taug ... Kirkjan í Unaðsdal er orðin aldin að árum, upphaflega byggð árið 1896. Var því farið að feyskjast í stoðum hennar og fótum. En þótt ekki sé hann nú stór söfnuðurinn í sókninni þeirri arna, aðeins 3 bæir í byggð, lét þessi fámenni söfnuður sig hafa það, að taka þessa kirkju sína til algerrar endurnýjunar nú á liðnu sumri, og svo rækilega að þar var hver einasta fúaspýta, fót- stykki, járn og klæðning fjarlægð að öllu, og nýtt sett í staðinn. Og sem ný væri nú að allri gerð brosir hún við söfnuði sínum og mikilhæfa kennimanni í guðs trú og góðum siðum, séra Baldri Vilhelmssyni, prófasti í Vatnsfirði. Endurnýjun þessi í fámennum söfnuði er mikil í fjármálum talið eða sem næst um 2,6 milljónir króna, og vóg þar í efni mikil gjöf Unaðsdalssystkina fyrír nokkrum árum, þ.e. barna Helga Guðmundssonar _ bónda, og konu hans Guðrúnar Ólafsdóttur, sem með ávöxtun sinni nú var orð- in hátt í kr. 600.000, en betur má ef duga skal, og væri hverri þeirri hendi fagnandi tekið, sem framrétta vildi kirkjunni sinni, frá fornu fari, lóð sitt á þá vogarskál til stuðnings. En svo var hin ramma taug föst- um rótum gróin í meðvitund þeirra og tilveru, sem áður þar góðra söngva nutu, en burtu horfnir, að smiðir máttu hafa sig alia við, að loka þeim helgidómi svo kirkjulegar athafnir mættu þar fram ganga, enda smiðirnir röskir í starfi, þeir: Óskar Kárason, yfirsmiðurinn frá Hornströndum ættaður og með- Á sumardaginn fyrsta, 19. apríl 1990. Páll bóndi í Bæjum að moka snjó niður á bryggjuna í Bæjum. smiður hans Rúnar Eyjólfsson á ísafirði, en þéttsetinn bekkurinn er þar komu saman kirkjugestir í ætt- armóti Hærribæjar-ættar, þeirra hjóna Sigurðar Ólafssonar og konu hans Maríu Rebekku Ólafsdóttur, um 140-150 manna hópi, en ein- mitt í þessari kirkju var Sigurður forsöngvari alla sína tíð í Bæjum, óg því kærkomið afkomendum þeirra að heyra þar tíðir sungnar, og sýna þessu helga húsi virðingu sína og hlýhug. Daginn eftir, 24. júní, svo fermd- ur yngsti sonur Páls í Bæjum, og konu hans Önnu Magnúsdóttur, eina fermingarbarnið í hreppnum. Önnur ættarmótsathöfn var svo í kirkju þessari 15. júlí, en þá komu þar saman milli 70 og 80 manna ættárhópur Jóns Ólafssonar, bróður Sigurðar, sem að ofan getur, og konu hans Steindóru Steindórsdótt- um haustið áður, og þá búið var lengi um að svipast, og var sjón sögu ríkari um ástand kindarinnar á meðfylgjandi mynd. En þar sem enginn er annars bróðir í leik um lífið og tilveruna, hafði garmurinn hann Rebbi greyið tekið sér bessaleyfi á hrútlambi, sem með ánni átti að vera, til að seðja sitt sárasta hungur, þar sem engir markaðir þar um slóðir voru í að hlaupa, enda fyrir lítið að kaupa. En ánni tókst þeim að ná og draga á snjósleða sínum innað fjárhúsum Páls bónda, og þá er að burði leið, kom í ljós að góðrar meðhjálpar hafði henni notast í skuggum dimmra élja á fengitíð- inni, þar sem tveimur lömbum bar hún stæðilegum eftir sinn löggilta meðgöngutíma. Slátrun á Hólmavík ur. En sú stóra rúsína í pylsuenda þeirrar heiðríkju og kristilegu at- hafna sem geisluðu um helgidóminn í Dalskirkju sumarið 1990 var svo þegar dóttir þeirra Unaðsdalshjóna, Elín Anna, og maður hennar Hrafn- kell Þórðarson, læknir útí Noregi, komu þaðan alla leið til að láta ferma þar tvö börn sín, og skíra eitt, og éinnig bróðir Elínar: Helgi Kjartansson, og kona hans Ásta Albertsdóttir, létu skíra þar sína dóttur, einnig um leið, og má þar með sanni segja, að römm sé sú taug sem bindur hugi þessara ágætu barna við bernskuslóðirnar, og um leið að lífga upp á helgustu athafnir í fámennri byggð. Að berja gaddinn og lifa á sjálfri sér En mitt í harðríki síðasta vetrar má með-eindæmum telja í sögur færandi, að norður í Jökulfjörðum sást síðast í fyrravetur kind ein á berangri fannhvítrar auðnarinnar. Fé Páls í Bæjum gengur þarna um slóðir sumarsins, og er hann 7. apríl fær með sér knáan dreng, Ingólf Kjartansson í Unaðsdal, á snjósleða yfir Dalsheiði í mugguélj- um á köflum, finna þeir þar úti- gengna á, sem Páll vissi sig vanta Sláturfé allt úr Djúpi var flutt til Hólmavíkur í haust er leið. Slátr- að var þar 16.000 fjár, og var með- altalsfallþungi dilka þar 16,45 kg. Af því varð 35% héðan frá Djúpi. En hæstu meðalvigt af öllu sem þar var slátrað, 19,60 kíló, átti bóndinn á Birnustöðum í Ögursveit, Jón Helgi Karlsson. Þau hafa því verið kjarnrík grænu stráin sem uxu undan þeim skelfilega fannafeldi, sem hér um slóðir lokuðu allri jörð lengi fram á sumar. Að lokum færi ég öllum þeim fjölda kærustu þakkir, sem færðu mér gjafir, skeyti og hlýjar kveðjur á áttræðisafmælinu 9. nóvember, og þá sérstaklega börnum mínum og tengdabörnum er héldu mérveg- lega veizlu í tilefni dagsins, sem og Morgunblaðinu fyrir geislandi körfu af brosandi blómum. Eg óska öllum landsmönnum gleðilegra jóla, árs og friðar á nýju ári. I I > > > > > \ > > > Dalskirkja í viðgerð sumarið 1990. r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.