Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁGUR 11. JANÚAR 1991 31 aði hún því, og bætti síðan við í gamansömum tón um leið og hún blikkaði glettnislega öðru auganu: „Já, nú er sko annaðhvort að duga eða drepast!" Já, húmorinn og hugurinn voru í lagi fram til hins síðasta. Hún var tilbúin til að beijast ,eða falla með sæmd í síðustu orrustunni og hlýða kalli örlaganna á hvorn veginn sem var. Og eins og ævinlega kvaddi hún með ástúðlegum blessunarorð- um. Á þessum síðustu augnablikum, sem við áttum hérna megin grafar, miðlaði hún af sama brunninum og hún hafði ævinlega getað ausið svo ríkulega af og kvaddi í jafnvægi og _sátt við skapara sinn. Á kveðjustund koma hennar eig- in kveðju- og blessunarorð í hug- ann: Guð geymi hana ævinlega. Omar Þorfinnur Ragnarsson Mig langar með örfáum orðum að minnast ástkærrar ömmu minnar, Ólafar Runólfsdóttur sem lést á Hrafnistu í Reykjavík þann 2. janúar síðastliðinn. Amma Ólöf eins og við barna- börnin kölluðum hana vár fædd 18. nóvember 1896 í Hólmi í Land- broti. Foreldrar hennar voru hjónin Rannveig Bjarnadóttir og Runólfur Bjarnason, en þau eignuðust níu börn sem öll komust til manns. Rannveig og Runólfur bjuggu í Hólmi öll sín búskaparár. Sem barn var amma send í fóstur til frænd- fólks síns að Svínafelli í Öræfum. og voru þessar æskustöðvar henni afar hjartfólgnar. Árið 1920 giftist hún afa mínum, Þorfinni Guð- brandssyni múrara, og eignuðust þau tvö börn, Jónínu Rannveigu, kennara, og Gunnlaug, verkstjóra hjá álverinu. Amma Ólöf og afi Finnur voru mjög samhent hjón og áttu yndis- legt heimili á Ásvallagötu 51 í Reykjavík, en hann lést árið 1967 og var það ömmu mikill missir. Amma mín var fríð kona, sérstak- lega gestrisin og fram úr hófi gjaf- mild og greiðvikin. Einnig hafði hún ákaflega skemmtilegan „húmor“ og átti því auðvelt með að lífga upp á hversdagsleikann með léttu spaugi. Það eru fáir sem halda slíkum eigin- leika fram á tíræðisaldur. Mörg atvik minna mig á hversu úrræðagóð hún var. Á veturna þeg- ar veðrið var oft slæmt og við gát- um ekki leikið okkur utandyra krítaði hún parís á eldhúsgólfið svo við börnin mættum vel við una. Eitt sinn sem oftar er við eldri syst- urnar vorum staddar á Ásvallagöt- unni, veiktumst við báðar og til að hugsa um góðu gömlu dagana og viljum helst hafa allt eins. Við munum alltaf minnast ömmu okkar með kærleika og hlýju. Hún gaf okkur svo margt. Einnig minn- umst við Nóna sem var okkur öllum barnahópnum sem afi en hann lést fyrir nokkrum árum. Við viljum síðan sérstaklega þakka fyrir okkar hönd Bróa og Guggu fyrir alla þá hjálp sem þau veittu ömmu og einnig Jónasi Þór fyrir allajians umhyggju sem amma mat mikils. Síðan kveðjum við elsku ömmu okkar þar til síðar og vitum að vel hefur verið tekið á móti henni af þeim sem á undan fóru. Hildur og Jónas Nú er hún fallin frá, þessi kona sem alltaf var svo gaman að heim- sækja. Ékki af því að ég var að heimsækja ömmu mína, heldur vegna þess að frá þessari konu staf- aði ávallt svo mikilli vinsemd og blíðu. Ég hugsa að öllum hafi þótt gaman að heimsækja Torfhildi í Pálmalundi. Nú er hún fallin frá, þessi hrausta, hugrakka kona, sem lifði tvo menn sína og bauð ellinni birg- inn, síðasta áratuginn ein í sinu húsi sem einhvern tímann hefur mátt muna fífil sinn fegurri, verið þéttara, hlýrra, reisulegra. En í augum gömlu konunnar var Pálma- okkur liði sem best í veikindunum fór amma niður í geymslu, sótti borðstofuborðið, sem eingöngu var notað á hátíðisdögum vegna pláss- leysis, kom því fyrir í horni stofunn- ar og bjó um okkur á því. Ánægju- legri veikindadaga hafa sennilega engar litlar telpur átt og mörgum árum seinna sýndi hún okkur mynd- ir sem við höfðum teiknað og litað þá daga sem við dvöldum á borð- stofuborðinu. Ekki óraði okkur þá að hún héldi þeim til haga. Ótelj- andi brot minninga um góða ömmu geymum við barnabörnin í hugum okkar. Með sálmi Matthíasar Jochums- sonar kveð ég elsku ömmu mína og þakka henni af heilum hug allt það sem hún gerði fyrir mig, eigin- mann minn og börnin okkar. Þá ég hníg í djúpið dimma, Drottinn, ráð þú hvernig fer. Þótt mér hverfi heimsins gæði, - hverfi allt, sem kærst mér er: Æðri heimur, himnafaðir, hinumegin fapar mér. Ólöf Ragnarsdóttir Á öðrum degi þessa árs kom upp í huga minn sálmur Matthíasar Jochumssonar, „Hvað boðar nýárs- blessuð sól“ er ég fór frá sjúkra- beði móðursystur minnar, Ólafar Runólfsdóttur. Það boðaði mér að nú væru þáttaskil í lífi þessarar elskulegu frænku minnar. Hún reyndist ávallt foreldrum mínum, Ragnheiði og Þorláki Sveinssyni, hin styrka stoð, bæði í gleði og sorg. Á fyrstu hjúskaparárum þeirra höfðu þau misst tvö fyrstu börnin sín. í litlu baðstofunni á Laugarbökkum var þriðja barn þeirra nýfætt _og þótti tvísýnt að það héldi lífi. Ólöf var þá hjá þeim og var sem fyrr þeirra hjálparhella. Ávallt voru þau hjónin Olöf og Þor- finnur hjá okkur á Sandhól við fermingu okkar systkinanna, af- mæli og önnur hátíðleg tækifæri. Eiginmaður hennar, Þorfinnur Guð- brandsson, lést árið 1967 og var það henni mikið áfall, sem hún þó bar vel. Síðustu ár ævi sinnar dvald- ist Ólöf á Hrafnistu í Reykjavík. Óiöf kvaddi þessa jarðvist að kveldi áðurnefnds dags, umvafin ástúð barna sinna, Jónínu og Gunn- laugs, ásamt Ólöfu dótturdóttur hennar. Mér verður núna hugsað til allra fyrirbæna hennar á fyrri tíð og allt til hins síðasta. Ég er sannfærð um að það hefur verið mér og mínum blessun. Ég enda því sjálf minningarorð mín með fyr- irbæn. Guð blessi hana og hennar niðja. Rósa Þorláksdóttir T- lundur áreiðanlega enn sú höll sem húsið hafði forðum verið henni og Jónasi, þótt það státaði hvorki af breiðum stigum, rúmgóðum göngum né láréttum gólfum. Þenn- an bústað skyldi hún ekki yfirgefa uppistandandi. Enda gekk það eft- ir. Skömmu fyrir jól var hún flutt á sjúkrahús þar sem hún andaðist eftir stutta legu. Hennar tryggð við húsið var af sama toga spunnin og tryggð við aðra förunauta á yfir 90 ára ævi- ferli, hvort sem það voru menn, dýr eða hlutir. í Pálmalundi var Torfhildur sjálfs sín herra og barðist við að halda reisn yfir búskap sínum allt fram í andlátið. Þegar ég heimsótti hana hinsta sinni síðastliðið haust merkti ég að farið var að draga nokkuð af henni. Brosið var að vísu jafn hlýtt og endranær og gamalkunn- um kímniglampa brá ennþá fyrir í augum hennar þegar við spjölluðum um heima og geima. En nú skamm- aði hún mig ekki fyrir að hafa ekki Iátið sig vita að mín væri von, svo hún gæti bakað áður en ég kæmi. Og nú var kaffiborðið hennar held- ur ekki alveg jafn hlaðið og iðu- lega, þegar hún sagði samt afsak- andi, „Æ, góði minn, reyndu nú að gera þér þetta lítilræði að góðu“. Nú er þessi kona farin til annars og betri heims, þar sem hún mun vonandi uppskera eins og hún sáði í þessu jarðlífi. Jón Baldur Guðbjörg Guðbrands- dóttír - Minning Fædd 27. júlí 1889 Dáin 2. janúar 1991 Hinn 2. janúar sl. lést á Elliheim- ilinu Grund móðursystir mín, Guð- björg Guðbrandsdóttir. Hún hafði dvalið þær nokkur síðustu árin. Guðbjörg fæddist á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi í Flóa 27. júlí 1889 og var því 101 árs er hún lést. Foreldrar hennar voru Guðbrand- ur Guðbrandsson og Katrín Einars- dóttir. Guðbjörg var næst elst fjög- urra barna þeirra hjóna, sem á legg komust. Systkini hennar voru: Sig- urður, tögaraskipstjóri, hans kona var Eyríður Árnadóttir, Eygerður, móðir mín, hennar maður var Ás- mundur Magnússon, sjómaður og síðar símamaður, og Guðrún, henn- ar maður var Magnús Einarsson bóndi í Munaðarnesi í Stafholts- tungum. Fjölskyldan flutti til Eyrar- bakka nálægt aldamótum og þar bjó hún í nokkur ár, en flutti síðan til Reykjavíkur. Þar dvaldi Guðbjörg að mestu leyti síðan, að frádregnum nokkrum árum, er hún var við störf á Meðalfelli í Kjós hjá þeim hjónum Elínu Gísladóttur og Eggerti Finns- syni, sem 'hún alla tíð mat mikils. I Reykjavík lærði Guðbjörg mat- reiðslu, en mestan starfsaldur sinn vann hún við saumaskap. Starfaði m.a. í Fatabúðinni í allmörg ár við saumaskap og afgreiðslu. Undirritaður fæddist í Skugga- hverfinu í Reykjavík, en fluttist á öðru ári á Týsgötu 4 og bjó þar bernsku- og unglingsár, Eg segi frá þessu vegna þess að frá sama tíma bjó Guðbjörg hjá okkur. Þess vegna var samband okkar systkinanna við hana miklu nánara en venjulegt er um frænku, jafnskylda. Bernsku- minningar mínar eru allar tengdar Guðbjörgu og eru þær minningar allar mjög góðar. í hvert skipti sem eitthvað var um að vera hjá fjöl- skyldunni var hún þar, hvort sem það var í gleði eða sorg. Mér er það sérstaklega minnisstætt hversu rausnarleg hún var alltaf við okkur systkinin, t.a.m. á jólum og afmæl- um, þrátt fyrir lág laun. Guðbjörg var falleg og glæsileg kona. Það má geta þess að á henn- ar yngri árum var gefið út póstkort með henni, þar sem hún bar íslensk- an búning. Guðbjörg var heilsteypt kona. Hún var skapföst og lá ekki á skoðunum sínum, en var alla tíð mjög hjálpsöm. Dæmi um það-var, að hún var sífellt boðin og búin að hjálpa konum, sem voru með henni á Grund og það, þrátt fyrir að þær væru oftar en ekki yngri en hún. Guðbjörg hélt andlegri heilsu til hins síðasta. Hún var einnig líkam- lega hraust, þar til fyrir um það bil hálfu ári að hún lærbrotnaði og var að mestu rúmliggjandi frá þeim tíma. Hún hélt t.a.m. upp á 100 ára afmæli sitt á heimili Katrínar, systurdóttur sinnar með mikilli reisn. En þær systur mínar Katrín og Oddný heimsóttu hana reglulega í hverri viku. Ég kveð frænku mína með sökn- uði. Guð blessi minningu hennar. Magnús Ásmundsson Á öðrum degi nýs árs andaðist á Elliheimilinu Grund elsti vistmað- urinn þar, Guðbjörg Guðbrands- dóttir, á 102. aldursári. Útför henn- ar verður gerð frá Kapellunni í Fossvogi í dag. Guðbjörg var fædd að Brúnastöð- um í Hraungerðishreppi 27. júlí 1889. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbrandur Guðbrandsson bóndi þar og feijumaður og Katrín Ein- arsdóttir frá Gafli í Flóa. Börn þeirra voru fimm, einn sonur og fjórar dætur. Elstur var Sigurður, kunnur aflaskipstjóri sem í meira en aldarfjórðung starfaði hjá Kveld- úlfi hf.; næst var Þorgerður er dó ung, þá Guðbjörg sem hér er kvödd, síðan Eygerður sem gift var Ás- mundi Magnússyni starfsmanni Bæjarsímans í Reykjavík, og loks Guðrún húsfreyja í Munaðarnesi í Stafholtstungum í Borgarfirði, sem gift var Magnúsi Einarssyni bónda þar. Jarðskjálftinn mikli á Suðurlandi 1896 kom miklu róti á alla byggð þar. Hjónin á Brúnastöðum brugðu því búi og fluttust með fjölskyldu sína til Eyrarbakka. Þar stundaði Guðbrandur vinnu til sjós og lands. Árið 1905 fluttu þau alfarin til Reykjavíkur. Þegar Guðbjörg var rúmlega tvítug réð hún sig til hjónanna Elín- ar Gísladóttur og Eggerts Finnsson- ar að Meðalfelli í Kjós. Á þessu rausnar- og menningarheimili dvaldi hún í nokkur ár, og í veik- indaforföllum húsmóðurinnar tók hún við hússtjórninni og þótti leysa það verk af hendi með mikilli prýði. Frá Meðalfelli fór Guðbjörg til Reykjavíkur og tók að stunda nám _ í Ilússtjórnarskóla Hólmfríðar Gísladóttur í Iðnó. Síðar lærði hún einnig saumaskap. Að námi loknu starfaði hún lengi hjá Fatabúðinni í Reykjavík, bæði við saumaskap og afgreiðslu. Það má segja að þar hafi hún unnið sitt aðal ævistarf. Hún minntist húsbænda sinna þar oft, Guðríðar Bramm, Klöru dóttur hennar og Jons Heigasonar, með hlýhug og mat þau mikils. Á þessum árum bjó Guðbjörg hjá Éygerði systur sinni og fjölskyldu hennar og var mjög kært með þeim systr- um. Til hinstu stundar reyndust dætur Eygerðar, þær Katrín og Oddný, Guðbjörgu ákaflega vel og var hún þeim mjög þakklát. Guðbjörg lifði í heila öld, tímabil ótrúlegra breytinga í lífi þjóðarinn- ar. Hún fæðist þegar grútartýran og tólgarkertin voru aðal ljósgjaf- arnir, hún sér þegar olíulampinn kemur til sögunnar, og þegar hún er 21 árs klæðist hún sparifötunum og fer með vinkonum sínum niður í bæ til þess að vera viðstödd þegar þau undur gerast að kveikt er á gasljósunum á götum Reykjavíkur í fyrsta sinn. Og hún er vitni að því þegar raflýsingin kemur. Hún sér byltinguna í atvinnuháttum þjóðarinnar. Hún sér Reykjavík breytast úr bæ í borg. Saga Guð- bjargar er saga þeirra þúsunda sem fæddust og ólust upp í sveit en flutt- ust síðar á mölina og tóku þátt í þeim þjóðfélagsbreytingum, sem áttu sér staðá þessari öld og sköp- uðu nútíma ísland. SI. 15 ár dvaldi Guðbjörg á Elli- heimilinu Grund. Þar undi hún sér vel í öruggu skjóli við góða aðhlynn- ingu. Lengst af átti hún því láni að fagna að búa við góða heilsu. Hún var mjög ern í 100 ár, hafði góða heyrn og lengst af góða sjón og ótrúlega gott minni. Guðbjörg giftist ekki og hún átti ekki börn, en systkinabörn hennar nutu ástar hennar og kærleika í ríkum mæli. Guðbjörg var falleg kona. Hún var ákaflega heilsteypt, tp'Kglynd og mikill vinur vina sinna. Um hana á frændfólk hennar og samferðamenn ekkert nema góð- ar minningar. Láti Guð henni nú raun lofi betri. Magnús Helgason Valgerður Guðmunds- dóttír - Minning Fædd 20. ágúst 1904 Dáin 29. desember 1990 Það er merkilegt hvað hægt er að koma manni úr jafnvægi, jafnvel þótt maður sé undirbúinn. Þegar móðir rnín hringdi og tilkynnti okk- ur Ölmu að amma, Valgerður Guð- mundsdóttir, Droplaugarstöðum, áður Grænuhlíð 3 í Reykjavík, væri dáin, sló það okkur mjög. Við viss- um að amma í „Grænó“, eins og við bræðurnir kölluðum hana alltaf, myndi fljótlega kveðja okkur að eilífu. Mér var einmitt hugsað til þess er ég kvaddi hana í lok sept- ember síðastliðins og fór til náms í Þýskalandi, hvort ég myndi sjá hana aftur. Hún amma átti langa og góða ævi og hlotnaðist mér sú gæfa að vera hluti af henni í 24 ár. Amma var okkur bræðrunum alltaf svo góð og alveg fram á það síðasta var hún að hafa áhyggjur af okkur og fylgjast með hvað við vorum að aðhafast. Hún amma fylgdist ávallt með öllu. Alltaf tók hún vel og elskulega á móti okkur þegar við komum í heimsókn og alltaf spurði hún um líðan litlu kisunnar okkar. Það þótti okkur vænt um. Amma bjó í nokkur ár ein í Grænuhlíðinni eða þar til fyrir nokkrum árum að hún flutti á elli- og hjúkrunarheimilið Droplaugar- staði við Snorrabraut, þar sem hún svo andaðist. Mikið var gaman þegar ég var yngri og fékk að vera nótt hjá ömmu. Þær voru ekki ófáar skák- irnar sem voru tefldar og öll spilin sem við spiluðum. Með þessu öllu fékk ég svo frábæra hafrakexið hennar ömmu. Þetta voru dýrðar dagar. Það er svo gott að eiga þess- ar minningar, þær get ég geymt og enginn tekur þær frá mér. Hjálmar afi dó árið sem ég fædd- ist og Guðrún Vigdís dóttir þeirra þremur árum síðar. Amma átti þó föður minn og föðurbróður minn að, og voru þeir hennar stoð og stytta allt til enda. Nú er hún amma mín komin til Guðs. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að dauðinn er ekki endir, heldur upphaf. Það er svo gott að trúa því að lífið heldur áfram og Guð er svo miskunnsamur að gefa okkur annað tækifæri hjá sér. Mig langar að þakka öllu hjúkr- unarfólkinu á Droplaugarstöðum fyrir að hafa hugsað svo vel um hana ömmu mína og megi góður Guð vera með ykkur. Svo þakka ég Guði fyrir að hafa átt svo yndis- lega ömmu. Pabbi og Guðmundur, við hugs- um sterkt til ykkar og fjölskyldu á þessari stundu. Eiríkur og Alma, Köln, Þýskalahdi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.