Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991 // yManstu &kJci númerié frtt ? " Ást er... . .. að láta hana keyra, þegar þú hefur fengið þér drykk. TMReg. U.S. PatOff. -all rights reserved © 1991 Los AngelesTimesSyndicate t*k»oh¥ki ^ *"lV? Með morgunkafílnu Hvernig gekk svo afmælis- veislan hans Lilla? HÖGNI HREKKVfSI /rVlLTO SJÁ E:l^OiKO^a^JABÓKl^JA/Vli^/A/A^?," Mannsæmandi laun Velvakandi góður. Miðvikudaginn 2. janúar birtist í DV opið bréf til verkamanna Dags- brúnar eftir Þórarin Víking, fisk- vinnslumann og frambjóðanda. Kveðst hann ekki þekkja neinn verkamann sem lýst hafi yfir ánægju með þjóðarsáttina. Það skyldi þó aldrei mega skilja svo, að hann viti um fjölda verkamanna sem láta þjóðarsáttina sér vel líka og að hann þekki þá alla, nema aðeins einn, sem að hann viti ekki deili á! Nei, sjálfsagt á þetta ekki að skiljast þannig, heldur er auðvitað meint að mikil óánægja ríki útaf „sáttinni“ margumtöluðu. Ég held þó að hún eigi marga fylgjendur, enda væri annað einkenniiegt, svo sem hún hefur verið mikill hemill á víxlhækkun kaupgjalds og verðlags. Til Velvakanda. 5. janúar sl. birtist grein mín, Til varnar lítilmagnanum, í dálkum þínum. Þakka ég fyrir það. Því miður fóru smávægileg mistök í setningu en mikilvæg fýrir efni greinarinnar framhjá prófarkales- ara. Þetta verð ég að skýra í sam- hengi og endurtek því eina máls- grein: „Ber ekki löggjafanum að meta heimaumönnun barna til fjár svo fólk, sem er að vinna þjóðfélaginu annað eins gagn og gott foreldri gerir, þurfi ekki að ganga um með betlistaf? Alþingismenn hlupu upp til handa og fóta og flýttu sér að samþykkja Eýmkun fóstureyðinga- laga 1975. Þeir voru (á að vera eru) ekki alveg jafnfljótir að meta það við fólk að það nenni að eign- ast börn. Samt er framtíð þjóðarinn- ar undir því komin að börnin fái að fæðast.“ Það vantar mikið á að alþingis- menn séu búnir að rétta hlut barna- fjölskyldna. Aðstoð við þær hingað til nægir engan veginn. Greinarhöfundur spyr hver sé til- gangur þjóðarsáttarinnar og svarar því sjálfur, að hún eigi að drepa allar kröfur verkafólks með verð- bólgu- og atvinnuleysisgrýlunni og að heilaþvo þjóðina einu sinni enn með þeirri lygi að laun verkafóiks skapi verðbólgu. Já, svo mörg voru þau orð. Ég hélt í fáfræði minni að flestir vissu nú orðið hvernig vítahringur- inn hefur rúllað áfram áratugum saman í fjármálunum hér á landi. Oftast hefur fyrst komið rama- kvein um þá lægst launuðu, að þeir geti ekki lifað mannsæmandi lífi á þessum sultarlaunum. En þetta út- þvælda „mannsæmandi líf“ þykir mér vera orðið heldur hvimleitt umræðuefni. Omögulegt er að setja nein mörk þar sem „mannsæmandi lífið“ byiji Grein mín 5. janúar var skrifuð sem viðbrögð við grein „Bjarkar“ í dálkum þínum 28. desember sl. Eftir að grein mín birtist var mér bent á að hún lét ekki getið barna- bóta frá skattinum sem voru til ein- stæðra foreldra 1. nóvember sl. kr. 20.049 á mánuði með þremur börn- um. Auk meðlags og mæðralauna, sem Tryggingastofnun greiðir, kr. 21.126 og kr. 20.507 ogörorkubóta með veiku barni, kr. 8.386, fær hún alls á mánuði kr. 70.068. Sem framfærsla fyrir fjögurra manna fjölskyldu, Björku og þrjú ung börn, það elsta 5 ára og veikt, er þetta alls ófullnægjandi. I húsa- leigu greiðir hún kr. 35.000 á mán- uði, auk þess sem hún skuldar tæpa milljón, lögfræðikostnað að meiri- hluta. Er ekki löngu orðið tímabært að hækka skattleysismörk? Þau miðast nú við mánaðartekjur að upphæð kr. 57.378. Rannveig Tryggvadóttir eða endi. Tveim fjölskyldum jafn stórum með jafn miklar, eða við skulum segja jafn litlar tekjur, til að halda okkur við barlóminn, getur liðið mjög misvel, eða, sagt á lak- ari íslenzku, haft það mjög misgott. Annarri Ijölskyldunni er í blóð borinn eiginleiki sem áður taldist til mannkosta, en virðist ekki vera það lengur, hæfileg sparsemi og ráðdeild. Fyrir þá fjölskyldu eru „sultarlaunin“, svo að við lemjum lóminn áfram, alveg nægjanleg, en fyrir hina fjölskylduna eru þau ekki „mannsæmandi“. Mig langar til að árétta þetta með vísu: Einn þótt miklu eyði fé ekkert þykir skrýtinn, en spaugilegt ef spyrzt hann sé sparsamur og nýtinn. Ég ætla að fara að gera grein fyrir hvernig þetta „rúllaði" þótt allir í sjálfu sér viti það. Fyrst hafa oft þeir lægstu launuðu fengið hækkun, en þá hafa aðrir hópar venjulega fylgt í kjölfarið með verk- fallshótunum og eftir fáa mánuði er komin launahækkun yfir alla línuna. Mótmæli þeir sem geta! Svo kemur óviðráðanleg verð- hækkun á öllum sviðum. Því er stundum haldið fram að kauphækk- unin sé ekki bein orsök verðhækk- ananna, en mér a.m.k. finnst ekki orsökin vera mjög „bogin“. Talað er um í áðurnefndri grein í DV að hægt sé að stórhækka laun verkfólks án þess að hrinda af stað verðbólgu. Ætli að margir séu innst inni sammála þessu? Ég skal játa að ég get ekki fært sönnur á neitt með leik með tölum, en ég er þáð ekki. Ég hef meira gaman af vísum og læt hér aðra til fljóta með, þar sem hugsun * „mannsæmandi-launa- vantandi mannsins" er snúið í bund- ið mál: Vart þó skil ég vaxi og stækki verðbólgan með afhroð sitt, eg sem vil að ekkert hækki, utan bara kaupið mitt! Magnús Jónsson Leiðrétting Yíkverji skrifar Tveir nýir sendiherrar voru skip- aðir um áramótin. Það þótti að vonum fréttnæmt að Sigríður Snævarr varð sendiherra, fyrst íslenzkra kvenna. En hitt hefur ekki komið fram að Gunnar Pálsson er yngsti sendiherra utanríkisþjón- ustunnar frá upphafi, 35 ára að aldri. Pétur J. Thorsteinsson var 36 ára þegar hann varð sendiherra í Sovétríkjunum 1953. Sigríður Snævarr er 38 ára og Einar Bene- diktsson varð sendiherra 39 ára gamall. Það er að mati Víkveija tímanna tákn að tveir af hæfustu yngri starfsmönnum utanríkisþjón- ustunnar skuli gerðir að sendiherr- um svona ungir. Starf sendiherra hefur verið að breytast undanfarin ár hjá flestum þjóðum heims. Með nýjum háttum eru gerðar aðrar kröfur en áður og yngra fólk haslar sér völl á þessu sviði. XXX Kunningi Víkveija varð fyrir óskemmtilegri reynslu á að- fangadag jóla. Hann fór til aftan- söngs í Dómkirkjunni ásamt fjöl- skyldu sinni. Öll voru þau prúðbúin og í jólaskapi. En jólaskapið rauk út í veður og vind þegar 'nalda átti heim á leið. Fjölskyldubílhum hafði verið lagt á bílastæði á móti happdrætti Háskól- ans. Að sjálfsögðu er ekki gjald- skylda á svona helgum degi en engu að síður neitaði tölvubúnaðurinn að hleypa bílnum út heldur heimtaði í sífellu meiri peninga. Þegar allar peningabuddur voru tæmdar þraut þolinmæðina og var þá sterkasti fjölskyldumeðlimurinn sendur út til að lyfta bómunni. Það tókst og bíllinn smaug út. Eftir þessa lífsreynslu fékk kunn- ingi Víkverja þá snjöllu hugmynd að Reykjavíkurborg seldi kort sem gengi að öllum gjaldskyldum bfla- stæðum' og stöðumælum. Kortið væri samsvarandi kortum Pósts og síma sem ganga að kortasímum. Þannig gætu bíleigendur keypt kort fyrir t.d. 3.000 krónur. Þessari hug- mynd er hér með komið á framfæri við borgaryfirvöld. XXX Bjami FriðHksson hefur verið útnefndur íþróttamaður árs- ins 1990. Er valið fyllilega verð- skuldað að mati Víkveija. Hins veg- ar var útnefningin sl. þriðjudag ris- minni en Víkveiji átti að venjast fyrir allmörgum árum þegar hann stóð með fleirum-að þessu vali og var viðstaddur margar afhendingar. Þetta voru hátíðlegar stundir og mikil spenna í loftinu. Nu virðist afhendingin miðast við þarfir sjón- varps og öllu hespað af á skömmum tíma. Þá var einkennilegt að sjá hinn nýkjörna íþróttamann ársins tyggja tyggigúmmi í gríð og erg á þessari hátíðlegu stund. xxx Iþessum dálki hefur stundum ver- ið fjallað um gatnamótin Mikla- braut/Kringlumýrarbraut og þann ósið margra bílstjóra að aka þar yfir löngu eftir að rauða ljósið er komið. Víkveiji ók þarna um í fyrra- dag og blöskraði framferði bílstjór- anna. Ekki var lögreglan nálæg fremur en venjulega. Ætlar lögregl- an ekkert að gera til að stemma stigu við þessu ófremdarástandi? xxx Lesandi hafði samband við Víkveija vegna pistils hans síðasta þriðjudag þar sem bent var á mikinn verðmun á milli verslana á einum lítra af appelsínusafa frá Sól hf. Þar kom fram að Víkveiji hafði séð að þessi drykkur kostaði 77 kr. í einni búð, 99 í annarri og 106 krónur í þeirri þriðju. Les- andinn sagðist hafa keypt þessa sömu vöru í stórmarkaði í Reykjavík á 117 krónur. Verðmunurinn er því enn meiri en Víkveiji hafði tekið eftir í sinni litlu athugun, eða heilar 40 krónur sem er yfir 50%, og ekki er ólíklegt að hægt sé að finna dæmi um enn hærra verð. Það borg- ar sig áreiðanlega ekki að sofa á verðlagsverðinum. <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.