Morgunblaðið - 26.01.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.01.1991, Blaðsíða 33
MORCÍUNBLÁÐIÐ LAUGARDÁGUfl 2é. JáNÚAR 19§1 33 Miniiing: Pála J. Pálsdóttir Fædd 17. janúar 1906 Dáin 20. janúar 1991 í dag er til moldar borin tengda- móðir mín, Pála Jonína Pálsdóttir. Hún var af þeirri kynslóð sem man og lifði tímana tvenna, þar sem dugnaður og nægjusemi voru núm- er eitt. Þessi kynslóð er nú óðum að hverfa af sjónarsviðinu. Pála var sátt við lífið þrátt fyrir lítil verald- leg umsvif á langri ævi. Hennar líf snerist um heimilið og umhyggjunni fyrir eiginmanni, börnum og barna- börnum. Hún var ákaflega dul kona og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Sjálf kvartaði hún aldrei, hafði frek- ar áhyggjur af öðrum. Pála var heilsuhraust en síðastliðna 6 mán- uði átti hún við mikla vanheilsu að stríða, en hún kvartaði aldrei. Pála fæddist í Prestbakkakoti á Síðu 17. janúar 1906. Þegar hún fæddist lá Jon Pálsson frændi henn- ar á líkbörum og 5 dögum seinna deyr faðir hennar, Páll Þorláksson. Þess vegna hlaut hún nafnið Pála Jonína, og var skírð yfir kistu föður síns. Um vorið hafði móðursystif hennar, Amdís, útvegað þeim mæðgum, Pálu og Guðrúnu Hall- dórsdóttur, vist hjá Þorláki Jonssyni og seinni konu hans, Sigríði Eyjólfs- dóttur, í Austurhúsum á Hofi. Þor- lákur hafði misst fyrri konu sína og tvö börn. Pála var síðan tekin þar í fóstur og kallaði þau ætíð mömmu og pabba. Þau tóku einnig í fóstur Magnús Þorsteinsson sem auk þess að vera fósturbróðir henn- ar varð seinna mágur hennar. Systkinum Pálu, en þau voru Sólveig, Ingibjörg, Halla Þuríður og Jón, var öllum komið fyrir á góðum heimílum hér í sveitinni. Þau eru öll látin nema Sólveig sem býr í Svínafelli í hárri elli. Móðir þeirra var í vinnumennsku og lést síðan hjá dóttur sinni, Sólveigu, í Svína- felli. Afkomendur þeirra eru nú orðnir æði margir hér í sveit. Einn vetur réð Pála sig í vist í Vík hjá Einari Erlendssyni og Þor- gerði Jonsdóttur og líkaði ágæt- lega. Annars hefur hún ekkert far- ið í burtu, vildi helst vera hér og fara hvergi. Pála giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Guðmundi Bergi Þor- steinssyni, 9. júní 1930. Fyrstu búskaparárin voru þau í vinnu- mennsku í Skaftafelli en bjuggu æ síðan á Hofi. Lengi bjuggu .þau saman með stóran barnahóp, Magn- ús fósturbróðir Pálu og bróðir Bergs og Þuríður dóttir Arndísar móður- systur Pálu, alla tíð í góðri sam- vinnu svo aldrei bar skugga á. Þau byggðu sér síðan nýtt hús og fluttu í það 1950. Pála og Bergur eignuð- ust 13 börn, 4 böm fæddust and- vana, 9 böm komust á legg og eru öll á lífi, þau eru: Sigrún, f. 1930, gift Þórði Stefánssyni, Hnappavöll- um. Páll, f. 1932, giftur Þorgerði Dagbjartsdóttur, Selfossi. Guðrún, f. 1934, var gift Ingimundi Gísla- syni, Hnappavöllum, en hann lést eftir stutt en erfið veikindi 13. sept. síðastliðinn. Jómnn Þorgerður, f. 1935, gift Bjarna Jonassyni, Vest- mannaeyjum. Steinunn, f. 1937, gift Gísla Oddsteinssyni, Kópavogi. Guðjón, f. 1939, ógiftur, hefur hald- ið heimimli með foreldmm sínum á Hofi. Sigþrúður, f. 1943, gift Braga Ólafssyni, Kópavogi. Helga, f. 1945, gift Rúnari Garðarssyni, Hofi. Þorlákur Örn, f. 1952, giftur Brynju Kristjánsdóttur, Hofi. Barnabörnin eru 25 sem eru á lífi. Bamabarnabörnin em orðin 6. Síðastliðið sumar áttu Pála og .Bergur 60 ára brúðkaupsafmæli. Upp úr því fer heilsu hennar að hraka en að heiman vildi hún helst ekki fara. Hún hafði alla tíð haldið heimili með eiginmanni og börnum, síðast var Guðjón einn eftir. Öll hafa þau aðstoðað eftir mætti að gera þeim mögulegt að vera sem lengst heima. Rétt fyrir áramótin er hún flutt suður og síðan á Sel- fossspítala. Hún naut frábærrar umönnunar Helgu dóttur sinnar í veikindum sínum eins og svo oft áður. Nú er hún horfin okkur en minn- ingin um góða konu lifir. Kallið er kbmið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Br.) Brynja Kristjánsdóttir Hofi Díana Asmunds dóttir - Kveðja Fædd 10. ágúst 1942 Dáin 4. desember 1990 Það dró skyndilega ský fyrir sólu að kvöldi 4. desember. Við fréttum að nágrannakona okkar og vinur, Díana Ásmundsdóttir, hefði dáið um kvöldið. Það er ekki hægt að lýsa þeim tilfinningum í orðum sem að okkur settu. Svona sorglegri staðreynd gátum við ekki trúað. Við gátum ekki sætt okkur við að Díana sem fór suður til þess að fá betri heilsu kæmi ekki vestur aftur. Okkur setti hljóð og okkur féllu öll verk úr hendi. Hvernig gat nokkrum manni dottið í hug að þegar hún lagði af stað suður full bjartsýni um betri heilsu og meiri orku að lengra yrði ferðinni heitið. Að hún hefði kvatt okkur hinstu kveðju. Nei, manni finnst þetta ekki vera satt og manni finnst þetta óréttlátt. En svona er lífið. Við vit- um hvað getur verið stutt milli gleði og sorgar en það snertir mann samt svo sárt að vita til þess að eiga ekki eftir að sjá Díönu aftur hér í þessu lífi. Við vitum að hún lifir annars staðar og hefur fengið þá lækningu sem hún gat ekki fengið hérna megin. Okkur systkinin langar að þakka henni fyrir þann tíma sem við áttum með henni. Við minnumst hve gott var að heimsækja hana, hve rausn- arleg hún var og gjafmild og tók okkur alltaf vel. Sum okkar gerðu sér tíðari ferðir „yfir lækinn“ en hin og það var sama hvaða tími eða stund það var, Díana var alltaf með kaffi á könnunni og tók okkur allt- af vel. Við nutum ætíð hennar rausnarlegu gestrisni. Þess vegna finnst okkur undarlegt að hugsa til þess þegar maður bregður sér næst í heimsókn „yfir lækinn“ að þá verði einum færra að spjalla við í eldhús- inu eða í stofunni við að horfa á sjónvarpið. Það vantar mikið þegar einn fer í litlu samfélagi. í svona lítilli sveit hefur hver maður sitt ákveðna gildi og þannig myndast sterk og ákveð- in sameind. Díana hafði svo sannar- lega sitt ákveðna gildi. Hún var m.a. matráðskona í grunnskólanum og því starfi sinnti hún af þvílíkum áhuga og natni að erfitt verður að fylla það hlutverk. Hún var mjög félagslynd og áhugasöm um gott félagslíf og samheldni í .sveitinni. Hún var fjölhæf og alltaf reiðubúin að bjóða sig fram og rétta hjálpar- hönd þegar þess þurfti við. Um leið og við þökkum, fyrir hönd okkar systkina og foreldra, Díönu fyrir hlýleika og góðvild í okkar garð biðjum við Guð að styrkja og hjálpa eftirlifandi eigin- manni hennar, Einari Sigurbrands- syni, og börnum, tengdabörnum og barnabörnum að komast yfir þenn- an sorglega missi. Og þar sem sakleysis sólin skín þar sést ekki ský eða þoka. Það gleymist engum góðverk þín þau giltu til æviloka. (Ur kvæðinu hjúkrunarkonan.) Systkinin Innri-Múla Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðslns á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein; sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Eggert Benónýs- son - Kveðjuorð Það er skammt stórra högga milli í stétt okkar útvarpsvirkja (rafeindarvirkja). Fyrir einni viku kvöddum við Bjarna Karlsson. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan við fylgdum Einari Stefáns- syni úr Keflavík til grafar. Nú er einn af elstu félögum þess- arar stéttar farinn í viðbót. Eggert Benónýsson var einn elsti útvarps- virki á landinu. Hann var einn af þessum mönnum sem var óhræddur við að glíma við nýjungar alla tíð. Þegar þráðlaus fjarskipti hófust í byijun þessarar aldar urðu sumir úthverfir af vonsku og töldu þetta galdra eða svindl. Aðrir sáu mikla framtíð og ótakmörkuð tækifæri í notkun þessarar tækni. Við vitum í dag hvað rafeindatæknin er mátt- ug. Á augnabliki sjáum við og heyr- um hvað er að hinumegin á hnett- inum og úti í geimnum. Um það leyti sem útvarpsrekstur hófst á íslandi var Eggert byijaður að smíða útvörp handa sveitungum sínum í Skorradalnum. Hann flutt- ist síðar til Reykjavíkur og vann á viðtækjastofu Útvarpsins. Síðar stofnaði hann ásamt öðrum Viðtækjavinnustofuna sem hann rak í um 30 ár. Hjá Eggert hafa margir af fremstu mönnum í þess- ari stétt fengið sína fyrstu tilsögn. Sumir þeirra urðu stóratvinnurek- endur í okkar stétt og aðrir eru nú kennarar nýrrar kynslóðar í raf- eindavirkjun. Þegar ég var um 12 ára gamall fór ég að fikta í útvörp- um. Síðan eru liðin 35 ár. Þá var erfitt að fá hluti til að smíða úr og ekki margir menn að leita til um hjálp í þessum efnum. Ég var svo heppinn að afi minn þekkti fýrrver- andi vinnufélaga Eggerts. Þeir stormuðu á hans fund og kváðust vera með ungan mann sem þyrfti aðstoð við sín áhugamál. Það var auðsótt af hans hálfu. Ég átti rnarg- ar stundir hjá Eggert bæði til að fá ýmsa hluti sem mig vantaði í mína smíði og að fá tilsögn. Þegar ég hugsa til baka veit ég að hann hafði ánægju af því að geta liðsinnt ungum áhugasömum unglingi í sínum áhugamálum. Seinna þegar ég hafði aldur til tók hann mig í nám. Ég-tel mig vera heppinn að hafa átt þess kost að vera undir handleiðslu slíks manns sem Eggert var, í önnum dagsins gaf hann sér alltaf tíma til að leiðbeina okkur nemunum, ef við urðum strand. Eða þá maður labbaði fram í afgreiðslu til hans með sín vandræði og hann leysti úr þeim í hvelli. Til hans leit- uðu menn með gömul tæki sem aðrir töldu að ekki svaraði kostnaði að lagfæra. Hann var ekki alltaf á sama máli og hefur átt allt fram á þennan dag varahluti í gömul tæki. Þar af leiðandi kynntist ég tækjum frá fyrstu tíð útvarpsins á íslandi, jafnt sem nýjum. Þetta er ómetan- leg reynsla sem ég nýt jafnvel í dag í mínu starfi. Eitt hafði hann fram yfir aðra menn sem ég hef kynnst. Minnið var einstakt. Hann gat munað hvaða tæki menn áttu og hvað var að þeim, þó þeir væru að sækja þau úr viðgerð, jafnvel eftir marga mánuði. Eins man ég ekki eftir að viðskiptavinir hans væru nokkurntíma óánægðir. Þá sjaldan þegar einhver vandamál komu upp, hafði hann einstakt lag á að leysa þau og gera menn ánægða. Þetta er ekki öllum gefið, því miður. Egg- ert var mikill bridsmaður og nutu þessir hæfileikar hans sín ekki síst þar, eins og við dagleg störf. Oft komu vinir hans úr bridsinu í heim- sókn á verkstæðið og þá voru heilu mótin krufin til mergjar. Hann mundi hvað menn höfðu á hendi, jafnvel allt kvöldið. Eftir að hann hætti daglegum rekstri Við- tækjavinnustofunnar vegna aldurs stundaði hann áfram innflutning á lömpum og fleiru í gömlu tækin. Það er því án efa honum að þakka að mörg gömul útvörp eru í gangi enn. Þessi tæki eru ekki í dag nein- ar „stereógræjur" en þeim fylgja góðar minningar margra og þeir vilja heyra úr þeim hljóð. Eggert hitti ég nú síðast snemma í sumar og var hann þá hress í anda og vel inni í heimsmálunum, en heilsan farin að gefa sig. Það er ánægjulegt til þess að hugsa þegar menn geta kvatt þennan heim saddir lífsdaga með ánægjulegt og heilladijúgt lífsstarf að baki. Sigurður Harðarson rafeindavirki t Þökkurrí auðsýnda samúð og hlýhug við andlát föður okkar, tengdaföður og afa, HAUKS ÞORSTEINSSONAR formanns íslendingasambandsins í Svíþjóð. Sigurveig Hauksdóttir, Jóhanna Hauksdóttir, Brynhildur Hauksdóttir, Brynjólfur Hauksson, barnabörn og Pétur Magnússon, Eiríkur Viggósson, Ólafur Bjarnason, Arndís Magnúsdóttir, barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, ata og sonar, BJARNA I. KARLSSONAR rafeindavirkjameistara, Ystaseli 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11-E á Landspítala. Þórunn Adda Eggertsdóttir, Anna Bjarnadóttir, Högni Guðmundsson, Arnar Bjarnason, Axel Högnason, Bragi Þór Bjarnason, Bjarni Freyr Bjarnason, Anna Bjarnadóttir, Karl Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.