Morgunblaðið - 26.01.1991, Page 43

Morgunblaðið - 26.01.1991, Page 43
MÓRGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR UAUGARDAGUR '26, JANÚAR 1991 43 1 KIMATTSPYRNA HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ KR úr leik? KR-ingar töpuðu dýrmætum stigum í gærkvöldi. Þeir hafa verið í efri hluta deildarinnar í vet- ur, en eftir 19:18 tap gegn botnliði ^■■■■H Framara, blasir úr- Frosti slitakeppni í neðri Eiðsson hlutanum við. skrifer Gunnar Andrés- son gerði sigurmark Fram hálfri mínútu fyrir leikslok. Heppnin var með Fram það sem eftir var, því boltinn var á leiðinni í net liðsins eftir skot Páls Ólafsson- ar, þegar flautað var til leiksloka. Leikurinn var hnífjafn allan tímann og jafnt á nær öllum tölum. Fram náði tveggja marka forystu undir lokin, 18:16, en KR-ingar jöfnuðu mínútu fyrir leikslok, sem var samt skammgóður vermir. Gunnar Andrésson var yfírburð- armaður hjá Fram og potturinn og pannan í sóknarleiknum. Guðmund- ur A. Jónsson varði vel í síðari hálf- leik. Páll Olafsson var mjög góður hjá KR og Árni Harðarson varði vel. Annars voru leikmenn greinilega spenntir í þessum þýðingarmikla leik og sóknarleikur beggja liða daufur. „Við þurftum á þessum stigum að halda, en leikurinn'gat farið hvernig sem var,“ sagði Ólaf- ur Lárusson, þjálfari Fram, sem fékk að sjá rauða spjaldið á bekkn- um rétt eins og Leifur Dagfinnsson hjá KR. ÍBV komið í efri hlutann IBV náði þriðja sigri sínum eftir áramót og hefur liðið því hlotið sjö stig úr fjórum leikjum á þeim tíma. Liðið nálgast því það takmark sitt að verða í hópi Sigfús Gunnar sex efstu liða. Það Guðmundsson var Grótta sem lá skrifar að þessu sinni, 23:22. Leikurinn var mjög jafn svo til allan leikinn. IBV hafði þó frumkvæðið í fyrri hálf- leik, náði þriggja marka forskoti rétt fyrir hlé en þá kom ágætur kafli Gróttumanna, sem náðu að jafna 11:11. Það sama var upp á teningnum í síðari hálfleik.^hann var nokkuð jafn en Eyjamenn þó oftast fyrri til að skora og þegar skammt var til leiksloka höfðu þeir svo til tryggt sér sigur, höfðu náð fjögurra marka forskoti, 23:19. En eins og í fyrri hálfleik gerðu Gróttu- menn þrjú síðustu mörkin. Bestur í liði ÍBV var Gylfi Birgis- 1. DEILD KARLA Baráttan er orðin geysihörð um sæti í úrslitakeppni sex efstu liða 1. deildar- innar, sem berjast munu um íslands- meistaratitilinn. Hér má sjá úrslit leikja gærkvöldsins, stöðuna í deildinni og hvaða leikir eru eftir. Svo geta menn velt vöngum... 18. umferð. Leikir gærkvöldsins: KR-Fram......................18:19 ÍBV - Grótta.................23:22 Staðan: Víkingur....17 17 0 0 430:354 34 Valur.......17 13 1 3 418:374 27 Stjarnan....17 11 1 5 420:401 23 FH..........17 10 2 5 405:395 22 Haukar......17 10 0 7 403:406 20 fBV.........18 7 4 7 433:426 18 KR...........18 6 6 6 413:407 18 KA...........17 6 2 9 398:380 14 Selfoss........17 3 3 11 343:391 9 Grótta.......18 3 2 13 394:427 8 Fram..........18 2 4 12 368:417 8 ÍR...........17 2 3 12 365:412. 7 Leikir í dag og á morgun: Stjaman - Valur, Víkingur - KA, ÍR - FH, Haukar - Selfoss. 19. umferð, miðvikudag 30. janúar KA - KR, Stjaman - ÍBV, Fram - Hauk- ar, FH - Grótta, Selfoss - lR, Valur - Víkingur. 20. umferð KR - Valur, ÍBV - FH, Víkingur - Stjaman, ÍR - Fram, Grótta - Selfoss, Haukar - KA. 21. umferð Fram - Grótta, Víkingur - ÍBV, Stjarn- an - KR, Selfoss - FH, ÍR - KA, Valur - Haukar. 22. umferð KR - Víkingur, FH - Fram, ÍR - Valur, Grótta - KA, Haukar - Stjarnan, ÍBV - Selfoss. ■ Úrslitakeppni 1. deildar karla hefst miðvikudaginn 6. mars. 2. DEILD Einn af úrslitaleikjum 2. dcildar er á dagskrá á sunnudaginn í Digranesi. Þá mætast Kópavogsliðin HK og Breiðablik. HK er á toppi deildarinnar ásamt Þór með 25 stig eftir 14 leiki en Breiðablik hefur 21 stig að 13 leikj- um loknum. son, sem leikið hefur mjög vel á nýju ári, bæði í vörn og sókn. Einn- ig voru Jóhann Pétursson og Sig- mar Þröstur góðir. Hjá Gróttu var Þorlákur góður í markinu og af útileikmönnunum þeir Halldór og Stefán. KR-Fram 18:19 Laugardalshöll, íslandsmótið í handknatt- leikfl. deild karla — VÍS-keppnin — föstu- daginn 25. janúar 1991. ' Gangur leiksins: 7:8, 10:8, 10:10, 16:18, 18:18, 18:19. Mörk KR: Páll Ólafsson 8/2, Kónráð Olav- son 4/2, Sigurður Sveinsson 2, Willum Þ. Þórsson 2, Guðmundur Pálmason.l, Bjami Ólafsson 1. Varin skot: Árni Harðarson 10, Leifur Dagfinnsson 6. Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Fram: Gunnar Andrésson 6, Karl Karlsson 6/4, Andrés Sigurðsson 2, Egill Jóhannesson 2, Brynjar Stefánsson 2, Gunnar Kvaran 1. Varin skot: Guðmundur A. Jónsson 7, Þór Bjömsson 5. Utan vallar: 10 mínútur. Áhorfendur: 35. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Árni Sverrisson. ÍBV-Grótta 23:22 Iþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum, ís- landsmótið í handknattleik, 1. deild karla — VÍS-keppnin — föstudaginn 25. janúar 1991. Gangur leiksins: 1:1, 5:5, 9:7, 11:8, 11:11, 14:14, 20:17, 23:19, 23:22. Mörk ÍBV: Gylfi Birgisson 10/5, Jóhann Pétursson 5, Sigurður Friðriksson 3/1, Helgi Bragason 2, Davíð Hallgrímsson 1, Sigbjöm Óskarss. 1, Haraldur Hannesson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 10 (þar af 6, er boltinn fór aftur til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Gróttu: Haraldur Ingólfsson 9/6, Stefán Amarson 5, Páll Björgvinsson 3, Svafar Magnússon 2, Friðleifur Friðleifss. 1, Jón Öm Kristjánss. 1, Gunnar Gíslason 1. Varin skot: Þorlákur Árnason 12/1 (þar af 3, er boltinn fór aftur til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Áhorfendur: Um 400. Dómarar: Steinþór Baldursson og Hafliði Maggason. 1. DEILD KVENNA ÍBV-Grótta......................18:18 Körfuknattleikur Síðásti leikur 16-liða úrslita bikarkeppni KKÍ fór fram á Akurcyri í gærkvöldi: Þór-UÍA.........................89:48 Stigahæstir: Þór: Konráð Óskarsson 20, Jón Örn Guð- mundsson 17. UÍA: Kristján Rafnsson 27, ívar Webster 6, Viggó Skúlason 6. Skíði Saalbach, Austuniki: Heimsmeistaramótið. Tvikeppnisbrun kvenna í gær. Brautin var 2.069 m löng, fallhæð 638 m. 1. Sabine Ginther (Austurríki).1:18.23 2. Petra Kronberger (Austurríki)....1:18.59 3. Chantal Bournissen (Sviss)...1:18.69 4. SvetlanaGladishiva (Sovétríkj.) .1:18.70 5. MichaelaGerg(Þýskalandi)..1:18.75 6. Katrin Gutensohn (Þýskalandi) ..1:18.90 7. Katja Seizinger (Þýskalandi).1:18.91 8. Kerrin Lee-Gartner (Kanada)..1:18.92 9. Miriam Vogt (Þýskalandi).. 1:18.99 10. V arvara Zelenskaya (Sovétríkj.) 1:19.14 ■Síðari hluti tvíkeppninnar er svig, sem fram fer næstkomandi fimmtudag. Gylfi Birgisson hefur leikið vel það sem af er nýja árinu, bæði í sókn og vörn. Bann gerði 10 mörk fyrir ÍBV gegn Gróttu í gærkvöldi. Júgó- slavi til ÍBV? Eyjamenn gera sér vonir um að fá júgóslavneskan leik- mann til liðs við hópinn. Þeir liafa verið í sambandi við Joze Koprivs, 31 árs miðjumann, sem leikur í Austurríki, og bendir allt til að hann komi til Eyja í byrjun mars. Tékkneski leikmaðurinn Milan Hermer, sem Fram átti von á í gær, kom ekki, og verð- ur því ekki með í vígsluleiknum í Kópavogi í dag eins og vænst var. Hann er hins vegar væntan- legur eftir eina til tvær vikur. SKIÐI / HM Sabine Ginther komáóvart Austurríska stúlkan Sabine Ginther, sem hefur aldrei sigr- að á heimsbikarmóti á skíðum, náði bestum tíma í fyrri hluta tvíkeppnis- brunsins, en keppt var í bruni í Saalbach í gær. Seinni hlutinn, sem er svig, fer fram á fimmtudag. Árangurinn kom Ginther á óvart, en hún sagðist vera ánægð með að hafa náð betri tíma en Petra Kron- berger. „Það eykur sjálfstraustið að ná að sýna að ég get. En ég slappaði—■ af fyrir keppnina með því að hlusta á tónlist þar til komið var að mér. Samt var ég hissa hvað ég var af- slöppuð. Auðvitað er Petra sigur- stranglegust í samanlögðu, en ég t er ekki eins þekkt og hún og sætti mig alveg við að komast á verð- launapall.“ Kronberger hefur haft yfirburði í sviginu og komi ekkert óvænt uppá verður sigurinn hennar á fimmtudag. KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐ Austurríkismenn og Skotar til íslands Austurríkismenn og Skotar hafa þekkst heimboð íslend- inga og senda landslið sín hingað í lok apríl. Skotar leika þrjá leiki og Austurríkismenn fjóra á jafn mörgum dögum. „Við höfum fengið staðfestingu frá báðum þjóðum og þetta verður hluti af undirbúningí landsliðsins fyrir' undankeppni Evrópumóts- ins,“ sagði Pétur Hrafn Sigurðs- son, framkvæmdastjóri KKI. Skotar leika 17., 18. og 19. apríl og verður líklega einn leikur- inn á Norðurlandi en hinir tveir í Reykjavík og Suðurnesjum. Aust- urríkismenn koma svo tveimur dögum seinna og leika fjóra leiki 22.-26. apríl. Gert er ráð fyrir að leikið verði á Akureyri, Sauðár- króki, Suðurnesjum og Reykjavík. Undankeppni Evrópumótsins hefst 1. maí og þar leikur ísland í riðli með Danmörku, Noregi, Portúgal, Finnlandi og írlandi. Skotar og Austurríkismenn eru einnig að undirbúa lið sín fyrir þá keppni, en þau mæta Ungverj- alandi, Tyrklandi, Luxemburg og Kýpur í hinum riðlinum. HANDBOLTI / SPANN „Gefum ekkert eftir“ sagði Alfreð Gíslason sem mætir Kristjáni Arasyni í dag Alfreð Gíslason og samheijar í Bidasoa leika gegn Kristjáni Arasyni og félögum í Teka í undan- úrslitum spænsku bikarkeppninnar í dag. Barcelona vann Granollers 31:20 í gærkvöldi og mætir Sigurði Sveinssyni og samherjum í Atlético Madríd í hinum undanúrslitaleikn- um. Alfreð sagði að Geir Sveinsson hefði leikið mjög vel með Granollers og gert góð mörk. „En liðið vantaði útispilara og ekki bætti úr skák að miðjumaðurinn fótbrotnaði senni- lega,“ sagði Alfreð. „Það reikna flestir með því að Barcelona verði bikarmeistari," sagði Alfreð við Morgunblaðið í gærkvöldi. „En við í Bidasoa ótt- umst ekki Barcelona heldur Teka. Við höfum yfirleitt spilað vel gegn Kristjáni og félögum og vorum ná- lægt því að sigra þá um jólin. Við gefum ekkert eftir og ef horna- mennirnir verða virkir og línumenn- irnir ná að skora getum við náð langt:“ Alfreð sagði að Kristján væri greinilega ekki orðinn góður í öxl- inni og veikindi hefðu ekki gert honum lífið léttara, en engu að síður hefði hann verið klettur í vörn Teka. „Hann hélt Stinga alveg niðri í fyrrakvöld, en svo er breiddin mikil hjá Teka og Mats Olsson á það til að loka markinu eins og margir vita.“ Alfreð sagði að Sigurður Sveins- son hefði leikið mjög vel hjá At- lético Madríd. „Hann var sérstak- lega góður gegn Caja Madríd. Hann vinnur vel fyrir liðið, en fær litla sem enga hjálp frá samheijunum, sem er miður. en vonandi verða tvö „íslendingalið" í úrslitum á sunnu- dag.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.