Morgunblaðið - 24.03.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.03.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991 MANNVIRKJA Guömundur Jónsson hefur vakið mikla athygli víða um lönd fyrir snjallan arkitektúr en hann hefur ekki ennþá teiknað hús sem risið hefur á Islandi. Margir gera sér þó vonir um að tónlistarhúsið bæti þar um. eftir Valgeir Guðjónsson Það er þoka yfir Osló, svo dimm að ekki er hægtað vefengja þá full- yrðingu, sem æ oftar heyrist, að borgin sé ekki lengur stærsta sveita- þorp í heimi. Frá rómuðum útsýnisstað, efst í SAS-hótelinu, er á góðum degi hægt að sjá langleiðina til Svíþjóð- ar, en nú er þokukápan svo þröngt hneppt að ekki grillir einu sinni í höfnina. Húsin í miðbænum sýnast lúta höfði, svona ofanfrá séð og eitt og eitt þeirra hristir höfuðið yfír þessu skammsýna háttalagi veður- guðanna. Andspænis mér situr ljóshærður maður á blárri skyrtu. Hann heitir Guðmundur Jónsson og er arkitekt. Þjóðsagan segir að hann megi varla taka þátt í samkeppni um hönnun mannvirkja öðruvísi en að vinna til verðlauna. Önnur þjóðsaga segir að húsin sem hann teiknar hafi þann eiginleika að láta staðar numið þeg- ar verðlaunin eru í höfn, þau láti ekki byggja sig. Hús eins og tónlist- arhúsið, Kjarvalssafn, skáli íslands fyrir Heimssýninguna í Sevilla á Spáni, stækkun Amtsbókasafnsins á Akureyri og áfram mætti telja. Síðan er það þriðja þjóðsagan um að Guð- mundur sofi með teiknipenna í hend- inni og byiji að hanna um leið og hann lýkur upp augunum. Þegar ég bið hann að segja mér frá æsku og uppvexti fer hann að skellihlæja og spyr: „Á að byija svo- leiðis?" „Ég er fæddur á Akureyri og bjó þar til 7 ára aldurs, en flutti þá til Reykjavíkur, í Álfheimana, alveg í næsta nágrenni við tónlistarhúsið væntanlega. Við félagamir byggð- um brennur á tónlistarhússlóðinni, þannig að ég hef reynslu í að byggja á þeim stað og bjó yfir umtalsverðri lóðarþekkingu þegar ég tók til við að teikna tónlistarhúsið. Nú, ég gekk í ísaks- og Langholts- skóla og eftir landspróf í Vogaskóla lá leiðin í Menntaskólann við Tjöm- ina.“ Fékkstu arkitektsbakteríuna snemma? „Ja, ég fékk víst snemma ýmsar furðulegar föndurhugmyndir og í ísaksskóla var því haldið fram að ég hefði fundið upp nýja aðferð við að búa til indjánatjald. Ég man því miður ekki lengur eftir hver þessi hugmynd var, en ég man eftir að hafa byggt módel af Isaksskóla þeg- ar ég var 7 ára. Seinna gerði ég sveitabæ úr eld- spýtustokkum fyrir jólin og hóf reyndar tímabundna fjöldafram- leiðslu sveitabæja vegna eftirspum- ar innan fjölskyldunnar. Krókurinn beygist sem sagt snemma, ég var alltaf eitthvað að dunda mér í hönd- unum og þegar ég kom í mennta- skólann var ég orðinn nokkuð ráðinn í að verða arkitekt". Þú smíðaðir geimstól? „Já geimstóllinn! Ég sá mynd af Kekkonen Finnlandsforseta að veita svona kúlustól viðtöku og það hrökk uppúr mér að það gæti varla verið mikill vandi að smíða svona stól. Þess var umsvifalaust krafist að ég sannaði þá fullyrðingu svo ég eyddi bróðurpartinum af annáluðu góð- viðrissumri í að smíða geimstólinn. Hann var úr trefjaplasti og ég þurfti að sparsla einhver ósköp til að ná réttu áferðinni. Svo þróaði ég geim- stólinn áfram, setti í hann sterí- ógræjur og eitthvað fleira. Á endan- um var hann orðinn um 70 kílóa þungur og endaði að sjálfsögðu á haugunum." Sagan um heyrnartólin úr skyr- dósunum kveikja þá spurningu hvort Guðmundur hafi komið eitthvað ná- lægt tónlist á þessum árum. „Ég var rótari eitt sumar,“ segir Guðmundur og brosir breitt „hjá hljómsveitinni Gaddavír; Vilhjálmi Guðjónssyni og félögum, meira varð það nú ekki.“ Hvenær komstu svo hingað til Ósló? „Ég kom hingað 1975 og það var í fyrsta skipti sem ég fór út fyrir landsteinana. Ég var í ofanálag al- veg gersamlega grænn í tungu hér- lendra, en var svo heppinn að skóla- systir min í arkitektúrnum, Helga Bragadóttir, túlkaði allt sem sagt var fyrsta kastið. Það var ekki fyrr en í fyrsta skólapartíinu sem ég braut ísinn og opnaði munninn. Síð- an hef ég verið altalandi og óstöðv- andi! Kúltúrsjokkið var auðvitað heil- mikið og eins það, að koma aftur heim til Reykjavíkur í frí. Þá fannst mér næstum eins og ég gengi inní líkan, ég fór að sjá ýmislegt í skipulaginu og húsagerð- inni, sem ég var ekki sáttur við. Mér finnst t.d. vanta meira þor í vemdunarmálum heima. Það er hægt að mynda heilsteypta bæjar- kjarna án þess að ganga í skrokk á byggingarhefðum og í sumum tilfell- um á ekki að vernda gamlar bygg- ingar, bara til að vernda þær, jafn- vel þó þær standi einhverri heild eða notagildi fyrir þrifum. Við megum ekki gleyma því að hús eru til að nota þau.“ Ofurlítið meiri sagnfræði, hvernig var og er að vera íslendingur í Nor- egi? „Það er gott að vera íslendingur í Noregi. Viðhorf Norðmanna er svo- lítið „stórabróðurslegt", sem gæti svo sannarlega verið verra. Ég fann þetta strax og ég kom hingað.“ Hvernig tók Arkitektaháskólinn í Ósló á móti súperföndraranum? „Vel, því fyrsta tímabilið gekk heilmikið út á einskonar föndur, eins og t.d. módelsmíði. Ég var mátulega hrifinn man ég, vildi heldur teikna hús. Á öðru ári vorum við svo látin teikna sumarhús, sem fullnægði ekki þáverandi stórhug mínum og þegar ég sá auglýsingu um alþjóðlega stúd- entasamkeppni um leikhús framtíð- arinnar hellti ég mér út í hana. Þetta sumar stundaði ég þjóðaríþrótt ís- lenskra námsmanna erlendis, skúr- ingar; vaknaði eldsnemma og skúraði í ráðhúsi Óslóborgar, síðan beint heim að teikna eins og vitlaus maður, leikhús framtíðarinnar á eld- húsborði á stærð við frímerki. Ég fékk viðurkenningu fyrir til- löguna mína, sem varð til þess að skólinn sendi mig titParísar, þar sem afrakstur samkeppninnar var hluti af opnunarsýningu Pompidousafns- ins. Þetta var vísbending fyrir mig, um að ég væri ef til vill á réttri hillu í þessu fagi. í miðju námi fékk ég tækifæri til að sækja alþjóðlegt nem- endanámskeið í Urbino á Ítalíu. Ég lenti í dálitlum vandræðum með nokkra valinkunna prófessora og leiðbeinendur á námskeiðinu, sem var um endurnotkun gamalla húsa, „Nýtt með gömlu“ og síðan sam- vinnu við þann sem arkitektinn vinn- ur fyrir hveiju sinni. Mér fannst erfítt að nálgast seinna þemað á þessum stutta tíma, gaf mér nýjar forsendur og tók að hanna heilmikla breytilega maskínu, sem notandinn átti að geta breytt eftir sínu höfði og velt fýrir sér hinum ýmsu möguleikum. Þetta var 3 metra hár stálbjálki með lóð- réttum, láréttum og skáhöllum línum og sporum, sem hægt er að renna í plötum og prófa þannig ýmsar lausnir. Þessi lausn mín fór hinsvegar eitt- hvað fyrir bijóstið á lærifeðrunum, sem sumir voru í hópi frægustu arki- tekta Evrópu og ég fékk viðurnefnið „The crazy Icelander“. Ég tók þetta nærri mér og beygði mig nauðugur viljugur undir hina upphaflegu for- skrift, en tók stálbjálkateikningarn- ar heim til Ósló, þar sem ég fékk hinsvegar góð viðbrögð og hvatn- ingu. Þetta varð mér sönnun þess, hversu mikill munur er á arkitekt- óniskum viðhorfum Skandinavíu og svo aftur sunnar í álfunni. Skandina- var hafa að mínu viti dýpri rætur í funksjónalisma og notagildisviðhorf- um á meðan suðrænir arkitektar eru meira menn forms, ytra útlits og jafnvel sýndarmennsku. En þetta er auðvitað ekkert algilt. Eftir að ég kláraði skólann fannst mér ég þurfa að vinna áfram í Nor- egi, m.a. til að geta fengist við stærri og flóknari verkefni en mér myndu hugsanlega bjóðast heima á Islandi. Ég vann á stórri stofu meðfram náminu og hélt þar áfram þegar ég útskrifaðist. Meðfram vinnunni tók ég svo þátt í ýmsum samkeppnum." Þú hefur haft tilhneigingu til að vinna til verðlauna í samkeppnum? Guðmundur brosir og lítur út í þokuna: Já, ég get sjálfsagt ekki kvartað, því ég hef fengið verðlaun eða viðurkenningu í 24 af þeim 28 sam- keppnum, sem ég hef tekið þátt í, sem verður víst að teljast nokkuð Heimssýning- arskálinn sem Guðmundur teiknaði fyrir íslensk stjórn- völd en þau hættu við að reisa í Sevilla. Nú kann að vera að opn- ast á því máli nýr flötur eins og fram kem- ur í rammam um á síðunni hér til hliðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.