Morgunblaðið - 24.03.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.03.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991 MORGUNBLAÐIÐ ARZ 1991 27 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Háskólasjónvarp O ennilega er meiri þekking saman komin á vettvangi Háskóla ís- Knds en annars staðar í þessu þjóð- félagi. Þar eru starfandi flestir helztu vísinda- og fræðimenn þjóðar- innar. Þar er helzta menntasetur landsins. Þótt tugþúsundir íslend- inga hafi sótt menntun sína til há- skólans hefur stundum verið haft á orði, að sú þekking, sem þar er sam- an komin, nýttist samfélaginu ekki nægilega vel. Sérstaklega hefur ver- ið rætt um það á undanfömum ára- tugum, að tengsl háskólans og at: vinnulífsins þyrftu að vera meiri. í þessu sambandi hefur gjaman verið vitnað til tæknibyltinga, sem gjör- breytt hafa daglegu lífi fólks og orð- ið hafa til vegna samstarfs atvinnu- fyrirtækja og háskóla í Bandaríkjun- um. Á síðustu ámm hefur orðið gjör- breyting á stöðu Háskóla íslands að þessu leyti. Undir markvissri forystu dr. Sigmundar Guðbjarnasonar, há- skólarektors, hefur háskólinn eflt tengsl sín við atvinnulífið. Jafnframt hefur háskólarektor átt manna mest- an þátt í að tengja þá þekkingu, sem fyrir hendi er innan veggja háskól- ans daglegum umræðum. Ræður háskólarektors á hátíðarstundum hafa vakið þjóðarathygli og nú hefur nokkur hópur háskólakennara tekið höndum saman um virka þátttöku í þjóðmálaumræðum fyrir komandi alþingiskosningar með greinaskrif- um hér í Morgunblaðinu. Engan þarf að undra, þótt há- skóli, sem er á þessari leið hugi að því að taka í sína þjónustu þann nútímalega fjölmiðil, sem sjónvarpið er. Forráðamenn Háskóla íslands hafa tekið ákvörðun um að undirbúa starfrækslu sérstaks háskólasjón- varps. Slík starfsemi mun stórauka möguleika háskólans á að miðla þeirri þekkingu, sem háskólamenn búa yfir út til samfélagsins. Þátttaka atvinnufyrirtækja í háskólasjónvarpi væri því eðlileg gagnkvæm sam- skipti og ástæða til að ýta undir þau. Menn hafa jafnvel leitað skýr- inga á auknum hagvexti í stórauk- inni þekkingu við uppbyggingu at- vinnufyrirtækja. Virk tengsl háskóla við umhverfi sitt hafa gífurlega þýðingu eins og dæmin sanna, sérstaklega í Banda- ríkjunum. Auk þess yrði háskóla- sjónvarp fyrsta alíslenzka sjónvarp- ið, sem miðlaði þekkingu á hinum ýmsu svið.um og hefði þannig svip- uðu hlutverki að gegna og þeir hug- -sjónamenn, sem andæfðu dönskum áhrifum á íslandi og réðu líklega úrslitum um, að við héldum tungu okkar og ræktuðum menningararf okkar með þeim hætti, sem raun ber vitni. Hér áttu í hlut menntamenn síns tíma, sem fléttuðu mikilvæg erlend áhrif samtímans inn í þann íslenzka veruleika, sem við blasti. Á þessum grundvetli byggðist sjálf- stæðisbarátta íslenzku þjóðarinnar, sem lauk með fullum sigri 1944 og það er á þessum sama grunni, sem við þurfum að horfast í augu við nýtt umhverfi og náin tengsl við aðrar þjóðir án þeirrar einangrunar, sem skýldi arfleifð okkar að ein- hveiju leyti á öldum áður. Þess vegna ber að fagna þessu frumkvæði Háskóla íslands og stuðla að því, að háskólasjónvarp verði að veruleika. Þeir, sem hafa allt á hornum sér vegna þessa frum- kvæðis Háskóla íslands, horfa á umhverfi sitt af lítilli þúfu í stað þess að klífa tindinn. Rás2 "p^að er sannast sagna með ólík- indum hvað starfsmenn Rikisútvarpsins eru viðkvæmir fyrir umræðum um það að selja eigi Rás 2. Ástæðan fyrir þessum umræðum er auðvitað sú, að spurt er og ekki að ástæðulausu, hvort ríkið eigi að reka afþreyingarútvarpsstöð. Á hinn bóginn er alveg hægt að snúa þess- um umræðum við og segja sem svo, að það geti verið eðlilegt, að ríkið reki aðra útvarpsrás en þá eigi hlut- verk hennar að vera annað og meira en þeirra afþreyingarstöðva, sem hér eru reknar. Það væri t.d. verðugt verkefni fyrir ríkið og þá hæfu starfsmenn, sem Ríkisútvarpið hefur yfír að ráða að reka hér útvarpsrás, sem sendi út sígilda tónlist og fjallaði um menningarmál á háu plani. Þá hefði rekstur annarrar útvarpsrásar á veg- um ríkisins annan og meiri tilgang. -I C\n ÞAÐ ER lu I aekkisízt auðna íslenzku þjóð- arinnar að forystu- mönnum Sjálfstæðis- flokksins skyldi tak- ast að móta hann úr íslenzkum arfi og breyta erlendum áhrifum í íslenzkan veruleika. Það er aðalsmerki sjálfstæðisstefnunn- ar, mesti styrkur hennar. Hvað skatta varðar hefur Sjálf- stæðisflokkurinn hreinni skjöld en aðrir hérlendir flokkar. Hann hefur aldrei litið á eignir manna sem eins- konar varasjóð handa ríkinu, þótt hann hafi stundum farið að geð- þótta eyðslusamra þingmanna sinna. En í stórum dráttum fer hann varlegar í skattheimtu og virð- ir betur eignarrétt en aðrir flokkar. Af þeim sökum ekkisízt er hann stærsti flokkur landsins. Og enn allvel virður af skattgreiðendum. Fylgi flokksins við eignarréttarafsal á miðunum hefur aðvísu verið blett- ur sem hann á eftir að þvo af sér, áðuren hann neyðist til að þjóðnýta miðin vegna óánægju. 1^0 ÞORVALDUR GARÐ- X Lá O • ar Kristjánsson hefur sagt mér þessa sögu af Ólafi Thors: „Það bar ekki ósjaldan við þegar ég hringdi í Ólaf að kvöldi dags,“ sagði Þorvaldur, „að hann segði mér eitt og annað sem á daginn hafði drifíð. Eitt kvöld sagði hann mér að hann hefði staðið í ströngu. „í dag komu til mín heildsalar og aðrir slíkir og gerðu miklar kröfur til flokksins,“ sagði hann. „Ég neit- aði en þeir vildu ekki láta sér segj- ast og voru þaulsetnir,“ bætti hann við. „Að skilnaði sagði ég þeim: „Þið eruð ríkir og getið hugsað um ykkur sjálfir, Sjálfstæðisflokkurinn hugsar um þá fátæku.““ Menn ættu að huga að þessari sögu á vettvangi Sjálfstæðisflokks- ins, enda þykist ég vita afstaðan sé í anda bæði fráfarandi og núver- andi formanna flokksins. Það kvað við skemmtilegan og manneskjuleg- an tón í ræðu Davíðs Oddssonar sem komst m.a. svo að orði í framboðsræðu sinni á landsfundi: „And- stæðingamir segja: „Sterkur Sjálfstæðis- flokkur er aðeins fyrir hina sterku." Þeim skjátlast enn. Slíkur flokkur á ekkert erindi með sjálfstæðis- stefnuna í farteskinu. Sjálfstæðis- flokkurinn verður að vera sterkur flokkur, nógu sterkur til þess að þeir, sem verr kunna að vera sett- ir, finni þar öflugast skjólið. Nógu sterkur til þess að þurfa aldrei að láta einstaka hópa, öfl eða áhrifaað- ila segja sér fyrir verkum, ekki vegna þess að slíkir aðilar hafi ekki margt til mála að leggja eða eigi ekki allt gott skilið og á þá þurfi ekki að hlusta, heldur vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að líta til margra átta. Hann vill aldrei missa sjónar á því, að hann er flokk- ur landsins alls, hann kallar til allra þeirra Islendinga, sem una vilja frelsi, sem vilja gefa fólkinu tæki- færi, sem vilja efla kjark og þor hvers einstaklings og virkja þann kraft, sem í hveijum manni býr. Hann er ekki flokkur til þess eins að slá skjaldborg um þá, sem betur mega sína. Þann dag, sem hann yrði þess háttar flokkur, hætti hann að vera fjöldaflokkur og ætti ekki lengur skilið að vera fjöldaflokkur.“ Menn tala ekki um hug sér á slíkri stundu og þvísíður þvert á skoðanir fundarmanna þegar fram- undan eru harðar og tvísýnar kosn- ingar og hvert atkvæði getur skipt sköpum. Á slíkum stundum geta menn orðið gegnsæir. Falskar nótur eru háværar. Sjálfstæðisflokkurinn er einfald- lega svona flokkur einsog borgara- legar rætur hans bera vitni um. Hann er sprottinn úr mannúðar- stefnu evrópskrar lýðræðishugsjón- ar og kristnum viðhorfum og því verður einfaldlega ekki breytt. „Þröng lífssýn" á ekki heima í þess- ari breiðfylkingu. Sá leiðtogi flokks- ins sem væri ekki trúr velferðarhug- sjóninni hrökklaðist frá, það er allt- og sumt. Frelsi og mannúð gætu þess vegna verið einkunnarorð flokksins, ekki síður en landsfund- arins. inq ÞINGIN VORU EKKI lut/isízt stofnuð til að hafa hemil á skattheimtu konunga og forréttindapoti lénsstéttar. Skatt- píningarflokkar nútímans eru í raun framhald þeirra, svo þverstæðu- kennt sem það er. 1 QA ÞAÐ ER ALMENN IOU»skoðun alþingi hafi sett niður og stjórnmálamenn séu ein- ungis hugsjónalitlir og tækifæris- sinnaðir potarar. Mér er nær að halda þetta hafi alltaf verið sagt. En tilvistarkreppa stjórnmálaflokk- anna er mikil, þótt hitt sé auðvitað ofsagt þegar því er haldið fram spillingin hér á landi sé einkum lög- fræðingum að kenna einsog ég hef séð á prenti. Stjórnmálamenn eru úr öllum stéttum og enginn lög- fræðingur er t.a.m. í núverandi ríkisstjórn. Ekki vantar samt umtal- ið og óánægjuna með stjórnarfar- ið(!) mSJÁLFSTÆÐIS- • flokkurinn er ekki leng- ur eina sameiningartákn þeirra sem óttast kommúnisma eða káupfé- lagsvald, þótt svo hafi verið í eina tíð þegar sósíalismi og þjóðnýting voru í tízku. Engum dettur lengur í hug að nefna þjóðnýtingu á nafn og ég get vart ímyndað mér nokkur óbijálaður stjórnmálamaður fari að prédika hugmydir um félagsverzl- un. Hvorttveggja þykir tíma- skekkja. Nútímamaðurinn er af- huga þessum tilraunum í efnahags- bjástri sínu, svo illa sem reynslan hefur leikið kenningarnar. Og Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ekki einu sinni einkaleyfi á markaðshyggj- unni lengur þvíað hún er orðin tízkustefna allra flokka. M. (meira næsta sunnudag.) HELGI spjall REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 23. marz IKJÖLFAR LANDSFUNDAR Sjálfstæðisflokksins, sem lauk fyrir tveimur vikum, hafa spunnizt nokkrar umræður um það, hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn harðari flokkur en áður. Þannig talaði Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, í eld- húsdagsumræðum á dögunum jafnan um hinn nýja harða Sjálfstæðisflokk. Björn > Bjarnason, sem skipar 3. sæti á framboðs- lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík í kom- andi alþingiskosningum, hefur reyndar sýnt fram á í grein hér í blaðinu, að Ólaf- ur Ragnar talaði með sama hætti eftir að Þorsteinn Pálsson var kjörinn formaður flokksins haustið 1983. En hvað sem því líður er ástæða til að fjalla svolítið um þessar staðhæfingar. Við setningu landsfundarins flutti Þor- steinn Pálsson ræðu, sem gefur nokkra hugmynd um viðhorf hans til Sjálfstæðis: flokkins og þróunar hans á næstunni. í ræðu þessari sagði Þorsteinn Pálsson m.a.: „Það er eðli breiðfylkingar af því tagi, sem Sjálfstæðisflokkurinn er, að þar takast á ólík öfl. í slíkum átökum er fólgið afl fram- faranna ... Vissulega stöndum við hér á tímamótum. En úrlausnir okkar á nýjum verkefnum og nýjum viðfangsefnum byggjast enn á sömu traustu og einföldu grundvallarhugmyndunum. Sj álfstæðis- stefnunni var í upphafí lýst sem þjóðlegri umbótastefnu er byggðist á athafnafrelsi og einstaklingsfrelsi, þar sem stétt stæði með stétt ... Þjóðernið og menningin eru samofin Sjálfstæðisstefnunni eins og vilj- inn til þess að tryggja velferð allra og strengja öryggisnet í þágu þeirra, sem höllum fæti standa hveiju sinni. Varðstað- an um þjóðleg réttindi og öryggi landsins hefur verið Sjálfstæðismönnum í blóð bor- in. Fyrir þá sök byggist stefnan og fram- kvæmd hennar á víðsýni en ekki þröng- sýni. Hún krefst umburðarlyndis, ekki valdbeitingar.“ Undir þessa lýsingu á grundvallaratrið- um Sjálfstæðisstefnunnar mun yfírgnæf- andi meirihluti Sjálfstæðismanna taka og þá ekki síður þá framtíðarsýn, sem á eftir fór. Þorsteinn Pálsson sagði ennfremur í umfjöllun um breyttar aðstæður í stjórn- málum og málefnasigra Sjálfstæðisstefn- unnar: „En hver eiga viðbrögð okkar Sjálf- stæðismanna að vera? Viljum við hagnýta okkur nýjar aðstæður og þrengja málefna- svið flokksins og færa hann fjær miðju stjórnmálanna? Mitt svar er nei. Við eigum miklu fremur að opna flokkinn, breikka málefnasviðið og gefa þannig fleirum kost á að finna athafnaþrá sinni farveg innan okkar raða. Við drögum í engu úr stefnu- festunni. Við hvikum hvergi frá markmið- um okkar en sýnum meiri tillitssemi og umburðarlyndi en áður og bjóðum fleiri velkomna til starfa á okkar vettvangi.“ Hér fer ekki á milli mála, að við upphaf síðasta landsfundar taldi Þorsteinn Pálsson ástæðu til að leggja áherzlu á, að flokkur- inn ætti ekki að fjarlægjast miðju stjóm- málanna heldur þvert á móti að breikka flokkinn. Þessi orð eru ekki sízt athyglis- verð í ljósi þeirrar staðreyndar, að síðasti áratugur einkenndist mjög, bæði hér á íslandi og annars staðar, af uppgangi þeirra hugmynda, sem kenndar hafa verið við fijálshyggju og hafa í sumum tilvikum verið öfgakenndar þótt að öðru leyti hafi þar einungis verið um að ræða undirstrik- un á grundvallaratriðum Sjálfstæðisstefn- unnar. Það er eftirtektarvert að á sama tíma og Þorsteinn Pálsson leggur áherzlu á, að Sjálfstæðisflokkurinn megi ekki fjarlægj- ast miðju stjórnmálanna er kominn til valda í brezka íhaldsflokknum nýr leið- togi, John Major, sem virðist ekki sækja hugmyndafræði sína í stjómmálum til Margrétar Thatcher og fylgismanna henn- ar eins og talið var, heldur til látins for- ystumanns brezka íhaldsflokksins, Ian Macleods, sem var miklu fremur miðju- maður j stjórnmálum. AF OFANGREIND- um tilvitnunum í ræðu Þorsteins Pálssonar við setn- inigu landsfundar er ljóst, að ekki talaði hann á þann veg, að túlka mætti, sem yfirlýsingu um harðari Sjálfstæðisflokk. En hvað um Davíð Oddsson? í ræðu, sem hann flutti á landsfundinum daginn fyrir formannskjör lýsti hann meginhugmynd- um sínum um stjórnmál. Ræða þessi vakti m.a. athygli vegna þess, að Davíð Oddsson hafði fram að þessu ekki fjallað mikið um landsmál á vettvangi stjórnmálanna. Skoð- anir hans á málefnum Reykjavíkurborgar hafa verið vel þekktar en hið sama verður tæpast sagt um landsmálastefnu hans. Óhætt er að fullyrða, að ræða hans kom mörgum á óvart. Davíð Oddsson sagði m.a.: „Við teljum, að sterkur Sjálfstæðisflokk- ur sé þjóðinni nauðsyn. Andstæðingarnir segja: „Sterkur Sjálfstæðisflokkur er að- eins fyrir hina sterku.“ Þeim skjátlast enn. Slíkur flokkur á ekkert erindi með Sjálfstæðisstefnuna í farteskinu. Sjálf- stæðisflokkurinn verður að vera sterkur flokkur, nógu sterkur til þess, að þeir, sem verr kunna að vera settir, finni þar öflug- ast skjólið. Nógu sterkur til þess að þurfa aldrei að láta einstaka hópa, öfl eða áhrifa- aðila segja sér fyrir verkum, ekki vegna þess, að slíkir aðilar hafi ekki margt til mála að leggja eða eigi ekki allt gott skil- ið og á þá þurfi ekki að hlusta heldur vegna þess, að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að líta til margra átta. Hann vill aldrei missa sjónar á því, að hann er flokkur landsins alls, hann kallar til allra þeirra íslendinga, sem una vilja frelsi, sem vilja gefa fólkinu tækifæri, sem vilja efla kjark og þor hvers einstaklings og virkja þann kraft, sem í hveijum manni býr. Hann er ekki flokkur til þess eins að slá skjaldborg um þá, sem betur mega sín. Þann dag, sem hann yrði þess háttar flokkur, hætti hann að vera fjöldaflokkur og ætti ekki lengur skilið að vera fjöldaflokkur.“ Síðar í þessari sömu ræðu sagði Davíð Oddsson: „Við þurfum fijálsara og opnara atvinnulíf, sem stenzt fullkomlega sam- keppni við atvinnulíf annars staðar. En um leið verðum við að tryggja, að þeir, sem þurfa að glíma við ýmis vandræði vegna þess, að atvinnulífið verður opnara og fijálsara, geti lagað sig að breyttum aðstæðum ... Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur allra stétta og hann á fylgi í öllum byggðum landsins. Hann getur ekki leikið sama leik og Alþýðuflokkurinn að skera upp herör gegn einni stétt landsins. Hann verður að sætta sjónarmið, sætta frelsi og mannúð. Hann verður að taka tillit til hvors tveggja, neytandans í þéttbýli og framleiðandans í stijálbýli.“ Sá sem hér talar boðar hvorki öfga- kennda né harða stjórnmálastefnu. Þvert á móti má segja, að Davíð Oddsson undir- striki enn frekar þann boðskap, sem Þor- steinn Pálsson hafði flutt landsfundinum tveimur dögum áður: að Sjálfstæðisflokk- urinn væri sízt af öllu að fjarlægjast miðju stjórnmálanna. Raunar er ekki hægt annað en skilja þá Þorstein og Davíð á einn og sama veg, að báðir telji þeir tilefni til, að flokkurinn leggi aukna áherzlu á miðju- pólitík og virðast að því leyti vera á sömu leið og John Major í Bretlandi í umfjöllun sinni um stjómmál. Hér er því ekki á ferð- inni „nýr og harður Sjálfstæðisflokkur", eins og Ólafur Ragnar boðaði í eldhúsdags- umræðum, heldur má búast við á næstu mánuðum og misserum, að Sjálfstæðis- flokkurinn leggi vaxandi áherzlu á breidd sína eins og hinn nýkjörni formaður flokks- ins, Davíð Oddsson, sagði raunar í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag, þar sem hann sagði m.a.: „Á hinn bóginn er ég afskaplega ákveðinn í því og lít á það sem hlutverk Sjálfstæðisflokksins, forsendu stöðu hans, stærðar og styrkleika, alveg öfugt við það, sem þeir sem kallaðir eru hörðustu frjálshyggjumenn gera, að vera Öflugt skjól hinna verst settu V. Morgunblaðið/Árni Sæberg ekki flokkur einhverra þröngra og ein- hæfra gilda.“ ^I HITT ER SVO _______annað mál, að Onnur Og ny landsfundurinn er vinnubrögð tvímælalaust vísbending um, að ný og önnur vinnubrögð eigi eftir að koma til sögunnar í Sjálfstæðisflokknum á næstu árum og innan flokksins er vafalaust skoðanamunur um, hversu farsælt það kann að vera. í forystugrein Morgunblaðs- ins að loknum landsfundi sagði m.a.: „Aðdragandi þessara átaka á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur verið umdeildur og verður umdeildur. Sjálfstæðismenn hafa löngum horft til formennsku í flokki sínum með sérstökum hætti. Þegar mót- framboð kom við formannskjör í fyrsta sinn í sögu flokksins árið 1979 töldu marg- ir flokksmenn það brot á óskráðum starfs- reglum flokksins. Ljóst er, að fjölmargir Sjálfstæðismenn telja, að framboð vara- formanns Sjálfstæðisflokksins gegn for- manni flokksins hafi af þessum sökum verið álitamál, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Þeir hinir sömu telja nauðsyn- legt fyrir velferð flokksins sjálfs, að þeir sem gegna formennsku í Sjálfstæðis- flokknum geti gengið frá því starfi með reisn, þótt þeir verði óhjákvæmilega fyrir mikilli ágjöf meðan þeir sitja á formanns- stóli. Úrslitin í formannskjörinu nú munu engu breyta um þessa skoðun fjölmargra Sjálfstæðismanna, þótt hitt sé ljóst, að fjöl- mennir hópar telja ekkert athugavert við framboð og kosningu af þessu tagi og raunar eðlilegan þátt í stjórnmálabaráttu nýrra tíma.“ Þorsteinn Pálsson sagði í samtali við Morgunblaðið að loknum landsfundi: „Ég held, að vinnubrögðin í kringum þetta séu þess eðlis, að niðurstaðan hljóti að túlkast sem ósk fundarins um harðara yfirbragð á flokknum en er í dag.“ Þegar hann var beðinn um að skýra nánar hvað hann ætti við sagði Þorsteinn: „Ég hef ekki orðið var við neinn tetjandi skoðanaágrein- ing, en þetta er svolítið önnur sál, en við höfum þekkt í Sjálfstæðisflokknum fram til þessa.“ Þessi ummæli Þorsteins Pálssonar verða tæpast skilin á annan veg en þann, að þegar hann talar um harðara yfirbragð eigi hann við vinnubrögð en ekki stefnu- mál. Og ekki verður um það deilt, að þeg- ar varaformaður flokksins tekur ákvörðun um að bjóða sig fram gegn formanni flokksins á landsfundi er þar um að ræða önnur vinnubrögð en áður hafa tíðkazt í Sjálfstæðisflokknum eins og að var vikið í þeirri forystugrein Morgunblaðsins, sem fyrr var vitnað til. Auðvitað má endalaust deila um það, hvort þessi vinnubrögð flokkast undir nýj- ungar og nýja tíma eða aukna hörku. Hitt fer .ekki á milli mála, 'að héðan í frá geta menn búizt við því, að landsfundir Sjálf- stæðismanna geti orðið sviptingasamari en þeir hafa oftast nær verið, þótt vissu- lega hafi þeir stundum verið stormasamir. Það er t.d. vel hugsanlegt að i kjölfar þessa landsfundar geti menn búizt við framboði eða framboðum við formannskjör til þess að undirstrika ákveðna málefnaaf- stöðu. Verði t.d. hart deilt á landsfundi um fiskveiðistefnu, þar sem formaður flokksins tekur ákveðna afstöðu, gætu slíkar deilur leitt til framboðs við for- mannskjör, sem byggðist á ákveðinni stefnumörkun í fiskveiðimálum. Hið sama gæti gerzt, ef tekizt yrði á um það, hvort Sjálfstæðisflokkurinn ætti að lýsa stuðn- ingi við aðild að EB. Þá gæti komið fram- boð við formannskjör af hálfu þeirra afla, sem teldu þann formann, sem byði sig fram til endurkjörs, ekki þóknanlegan sínum málstað. Að þessu leyti er því hugsanlegt, að í kjölfar formannskjörs á þessum landsfundi sé hægt að búast við harðari átökum um formannsstól í framtíðinni á allt öðrum forsendum en nú og jafnframt, að í slíkri baráttu yrði jafnvel beitt amerískum vinnu- brögðum í kosningaslag, þar sem barátta formannsframbjóðenda yrði háð fyrir opn- um tjöldum í enn ríkara mæli en nú t.d. við kjör fulltrúa á landsfundi. Sjálfstæðis- flokkurinn kann því að standa frammi fyrir nýjum tímum að þessu leyti. Hvort það verður flokknum til farsældar eða óþurftar getur tíminn einn leitt í ljós. „Þvert á móti má segja, að Davíð Oddsson undirstriki enn frekar þann boðskap, sem Þor- steinn Pálsson hafði flutt landsfundinum tveimur dögum áð- ur: að Sjálfstæðis- flokkurinn væri sízt af öllu að fjarlægj- ast miðju stjórnmál- anna. Raunar er ekki hægt annað en skilja þá Þorstein og Davíð á einn og sama veg, að báðir telji þeir tilefni til, að flokkurinn leggi aukna áherzlu á miðjupólitík og virðast að því leyti vera á sömu leið og John Major í Bret- landi í umfjöllun sinni um stjórn- mál.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.