Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 18
61 xeer íam ,ei auoAauMMUg aiaAuanuoaoM jg-----------------------------------MORGUNBLAsro-smsnDA.auiiJi): iggi:::; HUHAR í KOLUNUM KRÓATÍU eftir Önnu Bjarnadóttur KRÓATAR eiga í dag, sunnudag, að greiða atkvæði um hvort sambandslýðveldið eigi að verða áfram hluti af sambandsríkinu Júgóslavíu eða verða sjálfstætt ríki. Enginn vafi leikur á að stór meirihluti íbúanna mun kjósa sjálfstæði. Andúð Króata á Serbum magnaðist enn í vikunni þegar leiðtogar Serba komu í veg fyrir að fulltrúi Króata tæki við embætti forseta Júgóslavíu eins og til stóð. Ibúar Slóveníu hafa þegar kosið að verða sjálfstæðir en það veldur ekki sömu vandræðum og sjálfstæðisstefna Króatíu af því að sárafáir Serbar búa í Slóveníu. Um 12% íbúa Króatíu eru hins vegar Serbar og þeir kæra sig ekki um að verða minni- hlutahópur í nýju ríki Króatíu. Fréttaritari Morgunblaðsins fór um sambandslýðveldið um síðustu helgi og kynnti sér ástandið. hað er ekkert nýtt að við skjótum hver á annan í Júgóslavíu,“ sagði dr. Ibrahim Mucjic, varafor- stjóri Agrokomerc, stórs matvælafyrirtækis í bæn- um Velika Kladusa, rétt handan við mæri Króatíu í Bosníu- Hersegóvínu. „Morð hafa alltaf átt sér stað. Nú vekja þau bara meiri athygli en áður. Næst má búast við að það verði stórfrétt ef köttur er drepinn í einhveiju þorpi!“ Hann vildi ekki gera of mikið úr skærum á milli Króata og Serba í Króatíu á undanförnum vikum og mánuð- um. „Við erum að breyta stjórnar- fyrirkomulagi Júgóslavíu og þetta eru ekki annað en vaxtaverkir lýð- ræðisins. Serbar verða að sætta sig við vilja meirihlutans í Króatíu og virða lög og reglur þar hvort sem þeim líkar betur eða verr. Alveg eins og ég verð að aka á vinstri kanti í Englandi þótt það sé mjög erfitt fyrir mig.“ Hann kenndi óánægju Serba með að missa völd og efnahagserfiðleik- um landsins um ástandið. „Serbar gegndu mikilvægum embættum í Króatíu en nú eru nýir menn komn- ir til valda og vilja draga úr áhrifum þeirra. Það ergir þá. Og deilur og vopnaátök milli þjóðarbrota draga atbygli frá efnahagserfiðleikunum. En það verður að takast á við þá. Við þolum þetta ástand ekki lengur en í hálft ár enn.“ Hermenn í stað hótelstarfsmanna Fyrirtæki, eins og Agrokomerc, sem vilja byggja upp starfsemi sína í samvinnu við erlenda aðila eiga í erfiðleikum. Útlendingar halda að sér höndum á meðan borgarastyij- öld er spáð og framtíð Júgóslavíu er óljós. Ferðamenn forðast einnig landið. Fáir hafa áhuga á að eyða fríinu þar sem vopnaðir skæruliðar, lögregluþjónar og hermenn eru með vegatálma og þjóðernissinnar láta að sér kveða með gijótkasti og skothríð á kvöldin. Ástandið hefur versnað á undanförnum þremur vikum, sérstaklega í bæjum við Adríahafið og í þorpum í nágrenni við mæri Króatíu og Serbíu. En það er hægt að ferðast um landið og leiða stjórnmálin hjá sér, jafnvel þar sem spennan er mest. Það heyr- ir til undantekninga ef vopnaðir eftirlitsmenn leyfa fólki ekki að fara leiðar sinnar óáreitt. Enginn ætti þó að skipuleggja ferð þessa dagana í Plitvice-þjóð- garðinn, sem þjóðvegurinn frá Zagreb, höfuðborg Króatíu, til mið- hluta Adríahafsins liggur í gegnum. Þar er allt f hers höndum, í bókstaf- legri merkingu. Skriðdrekar júgó- slavneska hersins veija brú skammt frá garðinum og hermenn og skrið- drekar eru við öll helstu gatnamót í honum. Hótel eru lokuð og ferða- mönnum gefst ekki kostur á að sjá vötnin og fossana sem garðurinn státar af. En þjóðvegurinn er opinn. Herinn hefur haft eftirlit með garðinum síðan vopnaðir Serbar frá Knin, þar sem Milan Babic, leiðtogi Serba í Krajina, er bæjarstjóri, reyndu að taka yfir stjórn garðsins í lok apríl. Mario Nabilo, talsmaður Franjo Tudjmans, forseta Króatíu, sagði að þeir hefðu ætlað að nota tekjur garðsins til að fjármagna starfsemina í Knin. Varabæjarstjóri Knin, Lazo Macure, sagði hins veg- ar að Serbarnir hefðu ætlað að koma í veg fyrir að króatíska lög- reglan tæki garðinn yfir. „Við viss- um að hún ætlaði sér það. Hún kom dulbúin sem ítalskir ferðamenn en við sátum fyrir henni og 52 Króat- ar féllu.“ Nabilo hristi höfuðið þeg- ar fullyrðingar varabæjarstjórans voru endurteknar í hans eyru. Hann sagði að sjónvarpsmyndir sönnuðu að Serbar hefðu skotið á raunveru- lega ítalska ferðamenn og enginn hefði fallið. Trúa öllu illu og ýkja í ofanálag Macure sagði að 102 Króatar og 5 Serbar hefðu fallið til þessa í átökum Serba og Króata í bæjunum Pakrac og Borovo Selo og í Plitvice. Færri en 20 hafa hins vegar fallið samkvæmt opinberum heimildum. Macure sagði að fallnir Króatar sem eru fæddir í Króatíu væru bara taldir. „Yfirvöld vilja ekki viður- kenna að Króatar erlendis frá og frá Kosovo beijast með þeim og þeir eru þess vegna grafnir í laumi.“ Macure er starfsmaður serbn- eska sjónvarpsins en sagðist vera sjálfboðaliði í Knin til aðstoðar Babic. Hann er lærður enskukenn- ari og túlkar fyrir bæjarstjórann. Hann er blóðheitur og brennivín frá Mont- enegró, sem við ská- luðum í, dró ekki úr ákafa hans. Hann sagði að stjórnvöld í Króatíu hefðu gert leynilega áætlun um að eyða serbnesku þjóðinni og þess vegna þyrftu Serbar að veij- ast. Hann sagði að bandarískur öldunga- deildarþingmaður hefði hitt naglann á höfuðið þegar hann benti á að Júgóslavía og Suður-Afríka væru einu ríkin í heimi þar sem minnihlutinn kúg- ar meirihlutann. íbúar Júgóslavíu eru um 24 milljónir og þar af eru yfir 10 milljónir Ser- bar. Macure sagðist alls ekki geta sætt sig Milan Babic, Ieiðtogi Krajina, og samstarfsmenn hans á blaðamannafundi í Knin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.