Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 42
85.35 MORGUNBLAÐIÐ rULI ...tv >;1 t,i <„• tiurr'TTrzn 42 STEIKARTILBOÐ I apríl seldi Jarlinn um 6.300 grillsteikur. Ástæðcm: Þær eru góðar - þær eru ódýrar. NAUTAGRILLSTEIK m. bak. kartöflu, kryddsmjöri og hrásalati KR. 690,- SVÍNASTEIK m. bak. kartöflu, kryddsmjöri og hrásalati KR. 650,- BARNABOXIN vinsælu með Ofurjarlinum: Hamborgari, franskar og kók (auk þess sælgæti o.fl.) KR. 480,- rlaður í bragði TRYGGVAGÖTU - SPRENGISANDI - KRINGLUNNI Meira en þú geturímyndad þér! UNNUD AGUR 19. MAÍ 1991 /4 l f 4 /. i VI I/ í : U-l / 1 Í I\ LIST Er hægt að vera bæði drottning og listamaður? Margrét Danadrottning við eitt verka sinna. Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt- ur, fréttaritara Morgunblaðsins. Undanfarin ár hafa æ fleiri danir gert sér grein fyrir því að drottningin þeirra bæði teiknár og málar, auk þess sem hún hefur stundað þýðingar. Hún hefur málað vatnslitamyndir í dagatöl fyrir góðgerðarfélög, myndskreytt bækur, teiknað messuhökla og altarisklæði og teiknað búninga og sviðsmynd fyrir Konunglega leikhúsið. Sem stendur er sýning eftir hana í Noregi á vatnslitamyndum, sem hún hefur málað undir áhrif- um af árlegum skíða- og fjallaferð- um sínum í norsku fjöllunum. Það ber æ meira á henni sem lista- manni og þó hún hafi lengi haft listiðkunina sem tómstundaiðju, virðist henni vera í mun að láta taka sig alvarlega sem listamann. En um leið hafa heyrst gagnrýnis- raddir úr röðum listamanna og annarra, sem láta sig listir varða. í tilefni af sýningunni i Noregi var sýnt í sjónvarpinu danska við- tal við Margréti drottningu um sýninguna og tilurð hennar. Daginn eftir skrifaði Henrik Sten Möller blaðamaður við Politiken dag- lega sjónvarps- gagnrýni blaðs- ins og kom þá inn á að staða hennar sem drottningar gæti engan veg- inn farið saman við listamanns- starfið. Blaða- maðurinn skrif- ar að staðaldri um byggingar- list og hönnun og hefur skrifað bækur um þessi efni. í pistli sín- um segir hann að með því að kalla sig listamann, taki drottningin stórt upp í sig. Listamaður sé lífsstarf, full iðja dag og nótt, svo annaðhvort van- meti hún listamenn eða undirbúi sig undir að stíga skrefíð til fulls. Blaðamaðurinn segist vel geta unnt henni að gleðjast yfir norskri náttúru, en list sé ekki tómstunda- iðja og geti ekki samrýmst jafn erfiðu starfi og drottningarstarf- inu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Henrik Sten Möller skrifar um list- iðkun drottningarinnar. Hann seg- ist í hvert skipti fá að heyra að svona megi hann ekki skrifa um drottninguna, því hún geti ekki svarað fyrir sig. Það segir hann hins vegar vera rugl, því hún svari með því að halda áfram að tala um sjálfa sig sem listamann og með því að taka hvað eftir annað að sér verkefni sem fullgildur lista- maður. Sýningin í Noregi sé enn eitt svar frá henni. Það þarf ekki að leita langt í fjölskyldu Margrétar drottningar til að finna listaáhugann. Móðir hennar, Ingiríður drottning, er þekkt fyrir áhuga á listum og list- rænan smekk og bróðir hennar, Sigvard Bernadotte, var arkitekt og hönnuður, svo þar fékk listaá- huginn að blómstra. Móðurafi drottningar, Gústaf Adolf 6., var reyndar ekki listamaður en sinnti fræðistörfum í klassískri fornleifa- fræði og menn- ingarsögu. Sigvard Bernadotte var ekki ríkisarfi og þyrfti því ekki að taka tillit til opinberra starfa. Gústaf Adolf gat sinnt fræðistörfum, án þess að fara inn á verksvið annarra. Vand- amálið kemur upp, þegar Margrét drottn- ing vill láta taka sig alvarlega sem listamann og tekur að sér verkefni, sem um leið verða ekki látin eftir listamönnum í fullu starfí. Listamönnum, sem hafa unnið til viðurkenningar í krafti verka sinna. Drottningin getur vart nokkru sinni búist við að fá gagnrýni á verk sín óháð því hver hún er og það hefur ótvír- ætt auglýsingagildi að fela henni verkefni. Hún verður að bíta í það súra epli að verk hennar verða seint metin á sömu forsendum og annarra listamanna og að umsvif hennar á listasviðinu vekja gremju margra í listaheiminum. V Svona lítur norsk sveitasæla út í augum Danadrottningar. Verð frá kr. 37.500.- í 2 vikur, 2 fullorðnir og 2 börn Verð frá kr. 55.600.- í 2 vikur, 2 í stúdíói Verð frá kr. 43.450,- í 3 vikur, 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára Verð frá kr. 59.800.- í 3 vikur, 2 í stúdíói BROTTFARARDAGAR: 26. maí 9. júli 20. ágúst 4. júrú 16. júlí 27. ágúst 11. júní 23. júll 3. september 18. júní 30. júli 10. september 25. júní 6. ágúst 17. september 2. júlí 13. ágúst (tttMTIK FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTÍG 1 SlMAR 28388-28580 BROTTFARARDAGAR: 29. maí 17. júnl 8. júlí 29. júlí 19. ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.