Morgunblaðið - 23.05.1991, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 23.05.1991, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ ^99,1 4» Sigrún og Selma i Islensku Operunni ÞÆR Sigrún Eðvaldsdóttir fiðlulcikari og Selma Guðmundsdóttir píanó- Ieikari halda tónleika í Islensku óperuimi á laugardaginn kl. 14.30. Tónleikarnir eru á vegum Styrktarfélags Islensku óperunnar og eru þeir haldnir í tilefni af útgáfu geisladisks með listakonunum, en það eru Steinar hf. sem annast útgáfuna. Þetta eru fyrstu tónleikar Sigrún- hljómsveitunum í bæjunum Vaasa Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari. Sólveig Anna Jónsdóttir píanó- leikari. Félag íslenskra tónlistarmanna: Þrennir tónleikar á Norðurlandi BRYNDÍS Pálsdóttir fiðluleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir pían- óleikari halda þrenna tónleika á Norðurlandi á vegum Félags ís- lenskra tónlistarmanna. Hefjast þeir á Hvammstanga á fimmtu- dag 23. maí kl. 20.30, á laugar- dag verða tónleikar á Akureyri kl. 17 og á Sauðárkróki á sunnu- dag kl. 16. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Beethoven, Pro- kofiev, Árna Björnsson og fleiri. Bryndís hóf fiðlunám átta ára gömul hjá Katrínu Árnadóttur í Barnamúsíkskóla Reykjavíkur. Þremur árum síðar gerðist hún nemandi Björns Ólafssonar í Tón- listarskólanum í Reykjavík. Aðrir kennarar hennar voru Guðný Guð- björnsdóttir og Mark Reedman en einleikaraprófi lauk hún frá skólan- um vorið 1984. Bryndís stundaði framhaldsnám í fjögur ár við Juill- iardskólann í New York og lauk þaðan B.M. prófi vorjð 1987 og Mastersgráðu ári seinna. Að því loknu hélt hún til Amsterdam og var þar við nám í eitt ár. Síðastlið- Fyrirlestrar um kirkjulist DR. ELISABETH Stengárd, kirkjulistfræðingur frá Stokk- hólmi, heldur á næstunni þrjá fyrirlestra í tengslum við Kirkj- ulistahátið. Dr. Stengárd er listráðunautur hjá sænsku kirkjunni og hefur rit- að ýmsar bækur um kirkjulist auk fjölda greina í blöð og tímarit. Doktorsritgerð hennar um Krist- stúlkanir í sænskri myndlist 19. aldar vakti mikla athygli og nýtur hún álits á Norðurlöndum og víðar um heim. Fyrsti fyrirlestur hennar, Arki- tektúr og kirkjulist, á vegum Arki- tektafélags íslands, verður í Lang- holtskirkju föstudaginn 24. maí kl. 12. Þar fjallar hún um kirkjuhúsið. Hann er öllum opinn. Annar fyrirlesturinn, um Krist- stúlkanir í nútímalist, verður í Málstofu um kirkjulist í Safnaðar- heimili Dómkirkjunnar laugardag- inn 25. maí kl. 10-15. Þar verða einnig á dagskrá umræður um kirkjulist undir stjórn dr. Gunnars Kristjánssonar. Léttur hádegis- verður verður á borðum. Þátttöku- gjald er 1.500 kr. og innritun verð- ur á biskupsstofu. Þriðji fyrirlesturinn er um Ma- ríumyndir, ljósastikur og vefnað og verður í Safnaðarheimili Dóm- kirkjunnar sunnudaginn 26. maí kl. 17. Hann er opinn almenningi. kÞOBGBlMSSON&CO E3Qf3QÖD!0. gólfflísar- kverklistar ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 in tvö ár hefur Bryndís verið fast- ráðinn fiðluleikari í Sinfóníuhljóm- sveit íslands og kennari við Tónlist- arskólann í Reykjavík. Sólveig Anna er Akureyringur. Hún stundaði fyrst nám í píanóleik við Tónlistarskóla ísafjarðar og síð- an við Tónlistarskólann á Akureyri. Einleikaraprófi lauk hún frá Tón- listarskólanum í Reykjavík vorið 1984 og var síðan við framhalds- nám í University of Houston í Tex- as í 3 ár. Meðal kennara hennar voru Ragnar H. Ragnar, Philip Jenkins, Halldór Haraldsson og Nancy Weems. Nú starfar Sólveig Anna sem píanókennari á höfuð- borgarsvæðinu og hefur komið fram á fjölda tónleika. ar Eðvaldsdóttur frá því hún vann til verðlauna á hinrji þekktu Sibelíus- ar-tónlistarkeppni í desember í fyrra. Sigrún varð fyrst íslendinga til þess að ná slíkum árangri í jafn erfiðri keppni og hefur árangur hennar vak- ið mikla athygli. Hún hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum hér- lendis sem erlendis á undanförnum árum og mun ekki ofmælt að hún sé talin einhver efnilegasti íslenski tónlistarmaður, sem komið hefur fram í langan tíma. I kjölfar árang- urs síns í Sibelíusarkeppninni hyggst Sigrún leggja höfuðáherslu á einleik- inn, en áður hefur hún starfað m.a. sem fyrsti fiðluleikari í Miami- strengjakvartettinum og hún var konsertmeistari hljómsveitar ís- lensku óperunnar á sýningum Rigo- letto sl. vetur. Sigrún kom fram með sinfóníu- og Pori í Finnlandi í apríl sl. og lék hún með þeim einleik í fiðlukonsert Mendelsohns á tvennum tónleikum. Selma Guðmundsdóttir hefur á undanförnum árum margsinnis kom- ið fram á fjölda tónleika utanlands sem innan, ýmist á einleikstónleik- um, sem einleikari með sinfóníu- hljómsveitum eða á kammertónleik- um. Þær Sigrún hafa oft leikið sam- an, bæði hér heima og erlendis, síð- ast á tónleikum Tónlistarfélagsins í Reykjavík sl. haust. Á tónleikunum á laugardag verða leikin mörg þeirra verka, sem verða á væntanlegum geisladiski, en þar er einkum lögð áhersla á ýmsar smáperlur fiðlubókmenntanna, svo sem verk eftir Sarasate, Kreisler, Paganini o.fl., en á efnisskránni verða einnig m.a. Rondó eftir Mozart og Sónatína eftir Schubert. HUGSUÐURINN Listræn stytta úr postulíni eftir Gusella Verökr. 3.900,- Ath. 5% stoðgreiðsluafsláttur KOSTABODA IA-, KR1NGMN KtítHeiNe Sími 689122 Selma Guðmundsdóttir og Sigrún Eðvaldsdóttir. EITT HANDTAK 0C SUMARHUS A HJOLUM RÍS Holtkamper Opnast á 2. mín. með fortjaldi. Svefnpláss fyrir 7 manns auk fortjalds. Heildarflötur 25 ferm. 13 tommu dekk. Fjöbrun fyrir íslenskar aðstæður. Fullkominn Ijósabúnaður. Vagnskúffan hvílir á öflugum undirvagni,alveg ryðfrír. Tvíofinn dúkur, 100% vatnsþéttur. Þolirallt ab 12 vindstigum Tveggja loga gaseldavél og borðstofuinnrétting fylgir. Mikib geymslupláss / 400 kg. Eigin þyngd 340 kg, burbargeta 750 kg. Öflugur bremsubúnaður. Eftir áralanga reynslu í útleigu á ýmsum gerðum tjaldvagna þorum vib ab fuliyröa að FLYER er eins og hannaöur fyrir íslenskar abstæbur. SELJUM OG cpOTT SÝNING UM LEIGJUM ■Dl e i g a nI HELGINA Gengt Umferðamiöstöbinni, símar 19800 og 13072

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.