Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 ÁRNAÐ HEILLA HJÓNABAND. Hinn 10. ágúst síðastliðinn gaf sr. Pálmi Matthíasson saman í Bústaða- kirkju brúðhjónin Ragnheiði Eyjólfsdóttur og Björn Árnason. Heimili þeirra er í Rjúpu- felli 22, Reykjavík. HJÓNABAND. Hinn 10. ágúst síðastliðinn gaf sr. Bernharður Guðmundsson saman í Háteigskirkju brúðhjónin Kolbrúnu Örlygs- dóttur og Snorra Sigurðsson. Heimili þeirra er á Ægisgrund 12, Garðabæ. HJÓNABAND. Hinn 17. ágúst síðastliðinn gaf sr. Sigurður Sigurðarson saman í Sel- fosskirkju brúðhjónin Þórlaugu Bjarnadótt- ur og Karl Þóri Jónsson. Heimili þeirra er á Laugarnesvegi 77. HJÓNABAND. Hinn 20. júlí síðastliðinn gaf sr. Hjalti Guðmundsson saman í Dóm- kirkjunni brúðhjónin Júlíönu Hansdóttur og Guðmund Hjaltason. Heimili þeirra er á Melhaga 8. HJÓNABAND. Hinn 17. ágúst síðastliðinn gaf sr. Guðmundur Óskar Ölafsson saman í Neskirkju brúðhjónin Nongnooch Put Hratsu og Geir Harðarson. Heimili þeirra er í Veghúsum 27A. (Jim Smart) HJÓNABAND. í Fríkirkjunni gaf séra Pétur Maack saman brúðhjónin Önnu Kar- en Hauksdóttur og Þorfinn Ómarsson, Jöklafold 4, Rvík. Þau eru búsett í París. (MYND Hafnarfirði) HJÓNABAND. Þann 20. júlí voru gefin saman í Víðistaðakirkju af séra Sigurði Guðmundssyni þau Bjarnfríður Sigurðar- dóttir og Hilmar Þór Bryde. Þau eru til heimilis á Miðvangi 4, 220 Hafnarfirði. HJÓNABAND. Hinn 25. maí síðastliðinn gaf sr. Pálmi Matthíasson saman í Bústaða- kirkju brúðhjónin Björku Viðarsdóttur og Jón Sverri Bragason. Heimili þeirra er í Sörlaskjóli 34, Reykjavík. Þessar dömur færðu Hjálparsjóði Rauða krossins 1.075 krónur nú í lok ágúst en peningana höfðu þær fengið með því að halda hlutaveltu. Á meðfylgjandi mynd eru Auður Katrín Newman, Kristín Lilja Jónsdóttir og Katrín Björk Bjarnadóttir. Katrín var ekki með í söfnuninni en kom í heimsókn til okkar á Morgun- blaðið í stað Unnar Völu Guð- bjartsdóttur sem átti ekki heim- angengt. ISLANDSBANKI Tölvunarfræðingur íslandsbanki leitar að tölvunarfræðingi til starfa í tæknideild bankans. Tæknideild sér um þróun margvíslegra upplýsingakerfa fyrir banka, sem er í far- arbroddi í nýsköpun bankaþjónustu. Deildin sér einnig um fræðslu vegna þessara kerfa. Helstu stýrikerfi eru VAX/VMS, Novell, Windows 3 og MS-DOS. Helstu hugbún- aðarverkfæri eru Oracle, C++ og Turbo Pascal. Umsækjandi þarf að hafa góða skipulags- hæfileika og eiga gott með að umgang- ast samstarfsmenn og viðskiptavini deildarinnar. Hann þarf auk þess að vera jafnvígur á hópvinnu og sjálfstæði í vinnubrögðum. Bankinn býður upp á góða vinnuaðstöðu, öflugt félagslíf, frekari menntun á þessu sviði og góðan starfsanda. Hér er því um líflegt og skemmtilegt starf að ræða hjá traustum vinnuveitenda. Nánari upplýsingar veitir Haukur Oddsson, tæknideild, í síma 608000. Umsóknir þurfa að berast Guðmundi Eiríkssyni, starfsmannahaldi, Ármúla 7, fyrir 20. september næstkomandi. í Dansskóla Jóns Péturs og Köru, 3. starfsár Dansskóla Jóns Péturs og Köru SKÓLI Jóns Péturs og Köru er að fara af stað með sitt þriðja starfsár. Miklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði skólans, m.a. hefur verið tekinn í notkun æfingasalur sem verður opinn alla daga vikunnar. Nemendur skólans geta komið og æft sig fyrir utan sína föstu tíma þegar þeim hentar. Almennar dansæf- ingar verða reglulega um helgar V^terkur og k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! í vetur þar sem kennarar skól- ans stjórna tónlistinni. Unglingahópar 15 ára til rúm- lega tvítugs verða starfræktir í vetur ásamt hinum almennu barna- og fullorðinshópum. Kenndir verða samkvæmisdansar (standarddans- ar og suður-amerískir dansar), barnadansar og gömlu dansarnir. Skólinn býður þeim sem áhuga hafa upp á danssýningar í vetur þar sem bæði kennarar og nemend- ur sýna. Kennarar í vetur verða Jón Pét- ur Úlfljótsson, Kara Arngrímsdótt- ir, Hinrik Valsson og Auðbjörg Arngrímsdóttir. Innritun á dansnámskeið skól- ans fyrir komandi vetur stendur yfir 1.-8. september og hefst kennsla 11. september 1991. (Frcttatilkynning;)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.