Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991 Form og borgarlandslag Myndlist Bragi Asgeirsson Fólk af öllum stéttum finnur hjá sér hvöt til að grípa í rissblý- ið og pensilinn sér til ánægju og hugarhægðar. Á það jafnt við ómenntað verkafólk til há- menntaðra vísindamanna, enda veitir iðkun myndlistar öllum sömu nautnina, og listrænir hæfileikar finnast hjá öllum stéttum nútíma þjóðfélags. Nýlokið er t.d. mikilli sýningu í sölum listasafns ASI á mynd- verkum verzlunarfólks í tilefni aldarafmælis félags verzlunar- manna og laugardaginn 14. þ.m. opnaði hinn kunni læknir, Björn Þ. Þórðarson, sýningu í húsa- kynnum Menningarstofnunar Bandaríkjanna á Laugavegi 26. Björn er ekki aðeins kunnur sem læknir heldur sem regluleg- ur gestur á listsýningar höfuð- borgarinnar um langt árabil og góðkunningi margra atvinnu- málara lífs sem liðinna. Læknirinn hefur sjálfur feng- ist við að mála, og eftir hann liggur mikið magn mynda, þann- ig að á stundum virðist hann hafa farið offari í sköpunargleði sinni. Á sýningunni er dálítið sýnis- horn þessarar sköpunargleði í formi 25 myndverka og sýnist mér þau flest máluð í olíu á striga. Fljótlega verður maður var við, að áhrif sín og lærdóm í málarlistinni sækir Björn til heimsókna sinna á sýningar og vinnustofur málara svo og skoð- un listaverkabóka, og er það í sjálfu sér fullgildur skóli, sem jafnvel margur atvinnumálarinn hefur látið sér nægja. Af myndunum að dæma er Björn fyrst og fremst stemmn- ingamaður, er hann mundar pentskúfinn, og er auðséð af myndverkunum að hann sækir hughrif sín til umhverfisins, þeg- ar hann málar, en útfærir þau á óhlutlægan hátt. Þannig skýr- ir hann myndir sínar nöfnum svo sem Borgarlandslag, Kvöld í Reykjavík, Fólk á ferð og Haust- ljóð. Má vel greina áhrif um- hverfisins í þessum myndum og þá allt í senn litum, formum og hrynjandi. Hið ljóðræna er og ríkur þáttur í myndsköpuninni. Hrifmestar þykja mér þær myndir sem eru byggðar upp af rólegum og jöfnum stígandi svo sem „Borgarlandslag“ (5) þar sem allt er í jafnvægi í grænum, dökkum, samstilltum litatónum. í þeirri mynd er einnig mikil efniskennd, og þar er hann á réttu róli í myndsköpun sinni, sem sést einnig greinilega í myndunum „Tákn“ (7), „Pepet- um Mobile" (14) og „Bangsar“ (18). Litið á heildina hefur maður á tilfinningunni, að gerandinn sé á mörkum tómstunda- og atvinnumálarans, og að hér vegi salt ríkar myndrænar kenndir hins óskólaða en áhugamikla dýrkanda listarinnar og skyldu- störfin allt um kring. Þannig séð er ósköp eðlilegt, að Björn Þ. Þórðarson hafi viljað sjá myndir sínar skipulega upp settar á sýningu og draga af því vissar ályktanir og njóti hann þess heill. Endurteknar eftirmyndir Það er margt sem ungt ís- lenst myndlistarfólk er að fást við um þessar mundir, þótt sjaldnast komi vinnubrögð þeirra manni á óvart. Þannig er því farið með mynd- ir þær, sem Ósk Vilhjálmsdóttir sýnir um þessar mundir og til 4. október í listahorni Sævars Karls Ólasonar, Bankastræti 9. Hún hefur raðað nokkrum lit- ljósmyndum í ramma af litlum börnum í hálfhring á gólfið, en beggja vegna þeirra á veggjun- um eru málaðar eftirmyndir af þeim í stækkuðu formi. Tilgangurinn liggur ekki al- veg ljós fyrir, en þetta er þó aðferð, sem ýmsir iðka í málara- list nútímans og er þá um að ræða hreina eftirgerð litljós- mynda, að viðbættri þeirri sér- stöku áferð, sem hin málaða lita- tegund framkallar. Á þann hátt mála ýmsir lands- lag og nota myndvörpu til að ná fram réttri stærð, en bæta svo ýmsu við til að gera mynd- irnar forvitnilegri. Fortek ég engan veginn að þetta sé full- gild aðferð svo sem ótal margt annað, sem notað er í núlistum, t.d. er hendi listamannsins kem- ur á stundum hvergi nærri við gerð myndverkanna. Ekki get ég þó sagt, að ég taki ofan fyrir slíku ferli við gerð myndlistarverka, nema þegar ljósmyndirnar eru óvenju vel teknar og myndlistarmaður- inn gengur hreint til verks og bætir heilmiklu af sjálfum sér vtö myndverkið. í þessu tilfelli er um almennar tækifærisljósmyndir að ræða, sem skera sig í engu úr öðrum slíkum, auk þess sem hinar máluðu myndir bera ekki vott um ýkja mikla kunnáttu í með- ferð pensla og lita. Þannig er tæknin öll hin sama og öll sýn- ingin byggist á eintóna endur- tekningu og það í tvígangi. Hér kemur hið hugmynda- fræðilega til skjalanna, en út frá hveiju gerandinn gengur, er hvergi upplýst, en hins vegar er uppskrift að Rifsbeijahlaupi eft- Ósk Vilhjálmsdóttir ir Helgu Sigurðardóttur í Sýn- ingarskrá(l). Sennilega er hér verið að skír- skota til hversdagsleikans, sem er auðvitað stórt atriði í lífi allra, og ef svo er, þá hefur hinni ungu myndlistarkonu tekist mjög vel upp, því að ófrumlegur hvunndagurinn að viðbættum ljósgeislum hans, svífur hér yfir vötnum. Bygging 1. Myndvefnaður 120x95 cm. Vefir og einþrykk Það eru alltaf nokkrir íslenskir myndlistarmenn búsettir erlendis, sem litlar fréttir koma af, því að þeir starfa að list sinni í kyrrþey, þótt náð hafi umtalsverðum frama. Af öðrum fáum við nógar upp- lýsingar og oft meiri en tilefni er til, en það er önnur saga. Til fyrri hópsins telst tvímæla- laust Sigrún Sverrisdóttir, sem búsett hefur verið í Stokkhólmi frá árinu 1977 og starfrækir þar eigin vinnustofu, en hún telst fyrst og fremst veflistarmaður og er menntuð sem slík frá MHl, þar sem hún stundaði nám á árunum 1963-1973. Má að ósekju geta þess, að Sigrún var einn af efni- legustu nemendum skólans á þeim árum og miklar vonir voru bundn- ar við hana. Sigrún hefur unnið mörg verk- efni fyrir Stokkhólmsborg og sænska ríkið og eru verk eftir hana á sjúkrahúsum, hjá Fast- eignastofnun ríkisins og í skólum. Tvö verka hennar eru í eigu sænsku Listastofnunarinnar og hún fékk listamannalaun sænska ríkisins árið 1989. Myndlistarkonan hefur haldið tvær einkasýningar í Stokkhómi árið 1984 og 1989, auk þess að taka þátt í hinum ýmsu samsýn- ingum vítt og breitt, var m.a. með á fyrsta norræna textiltvíæringn- um 1976-1977. Sigrún heldiir um þessar mund- ir sína fyrstu sýningu á íslandi í listahúsinu Borg við Austurvöll, og má með sanni segja, að það sé ekki vonum fyrr. Á sýningunni eru 10 vefir, sem gerðir eru á árunum 1987-1991 og 20 einþrykk sem öll eru gerð á þessu ári. Eðlilega gætir nokkurra sæn- skra áhrifa í vefum Sigrúnar og þá sérstaklega í þeim, sem eru einhven veginn svo laus í formum, en þegar hún fléttar formin í eina heild og notar að auk mettaða lita- og efnisáferð, þá nær hún að mínu mati langbestum árangri svo sem í verkum nr. 1-4, og í þeim kennir maður að auk meira af upprunans æð en í öllum öðrum verkum á sýningunni. Þau verk eru létt og einföld í formi og út- færð á skemmtilega áreynslulaus- an hátt og þó skynjar maður um leið heilmikla undiröldu átaka við efniviðinn. Einþrykkin eru flest af allt öðr- um toga, þótt einfaldleikinn sé hafður að leiðarljósi eins og fyrr. Má vera ljóst að fá form og ótvíræð, samræmd afstaða þeirra til hvors annars séu bestu eðlis- kostir listakonunnar ásamt hrein- um og skýrum vinnubrögðum, og má hér nefna sem dæmi myndir nr. 13 og 27-29, en það eru allt sláandi verk. í heild er þetta í senn ákaflega tilgerðarlaus sýning og blátt áfram, sem er dijúgur styrkur hennar og gefur um leið til kynna, að það búi langtum meira í þess- ari listakonu. CANTABILE Geisladiskar Egill Friðleifsson Fyrir nokkru kom út hjá útgáfu- fyrirtækinu Steinari hf. geisladisk- ur er ber titilinn Cantabile en þar er að finna leik þeirra Sigrúnar Eðvaldsdóttur á fiðlu og Selmu Guðmundsdóttur á píanó. Þar sem ekki hefur farið mikið fyrir umfjöll- un fjölmiðla á diski þessum, þykir rétt að benda unnendum fagurtón- listar að gefa honum gaum, því það á hann skilið. Sigrún Eðvaldsdóttir vakti korn- ung athygli fyrir óvenju glæsilegan fiðluleik. Hún var bráðþroska í faginu og útskrifaðist sem einleik- ari frá Tónlistarskólanum í Reykja- vík aðeins sautján ára að aldri og hefur engum tekist að leika það eftir henni. Að loknu framhalds- n.ámi í Bandaríkjunum hefur stjama hennar farið hækkandi. Hún hefur átt góðu gengi að fagna í alþjóðlegum tónlistarkeppnum, þar sem m.a. 3. verðlaun í hinni þekktu Síbelíusar-keppni í Helsinki vöktu verulega athygli á hæfni hennar. Selma Guðmundsdóttur er vel þekkt í röðum íslenskra píanista og hefur reynst farsæl í öllum sín- um störfum og svo er einnig hér. Þær stöllur Sigrún og Selma hafa Sigrún Eðvaldsdóttir starfað saman um fimm ára skeið og víða komið fram, bæði innan- lands og utan. Á diskinum Cantabile (sem er ítalska og gæti þýtt „með syngj- andi tjáningu") er að finna 16 stutt verk, glansnúmer og ljúflingslög, sem flestir kannast við. Margir af helstu fiðlusnillingum aldarinnar höfðu mörg þeirra jafnan á tak- teinunum og nægir þar að nefna stórmeistara á borð við Kreisler og Heifetz og svo auðvitað alla hina líka. Samanburður er því nærtækur en Sigrún þolir hann vel. Hún býr yfir glæsilegri og öruggri tækni og hefur fallegan og safaríkan tón. Túlkun hennar einkennist af snerpu ogtilfinninga- hita ungmennis sem þó er borinn uppi af aga hins vandvirka, vel- menntaða listamanns. Gildir þá einu hvort hún tekst á við stökk, skala og trillur í „Polonaise Brillante" eftir Wieniawski eða mótar langar, breiðar laglínur í „Aprés un réve“ eftir Fauré svo að dæmi séu tekin. Annars kemur ijöldi tónskálda við sögu á þessum diski og nægir að bæta við þeim Paganini, Chopin, Brahms, Rachmaninoff og Sibeliusi en einn- ig Þórarinn Jónsson og Jón Nordal og er þó ekki allt upp talið. Það má til sanns vegar færa að sum verkanna rista ekki ýkja djúpt og væri áhugavert að heyra Sigr- únu takast á við stærri og bita- stæðari verk því til þess hefur hún alla burði. En þegar jafnvel er leik- ið og á þessum diski verður allt að eyrnayndi. Samvinna þeirra Sigrúnar og Selmu er með ágæt- um. Það er rétt að benda fagurker- anum á að hér er að finna 16 lipur og velleikin „aukalög" en þau eru jú alltaf vel þegin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.