Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991 KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN Tómas Holton er kominn „heim“ að með Honved í Ungveijalandi. við toppinn án þess þó að ná alla ieið. Þeir hafa þegar losað sig við bandarískan leikmann sem kom til þeirra í haust og á endanum tókst þeim að fá Dan Krebbs aftur til liðs við sig. Jóhannes Kristbjörnsson er farinn til UMFN en Pálmar Sigurðs- son úr Haukum hefur gengið til liðs við félagið og verður fróðlegt að sjá hvernig hann spjarar sig í vetur. Spennandi á báöum endum Baráttan um að komast í úrslita- keppnina verður eflaust hörð og keppnin um að tryggja sér áfram- haldandi veru í deildinni verður ör- ugglega ekki minni. Borgnesingar eru eina liðið sem ekki hefur áður leikið í Urvalsdeildinni. Þeir hafa æft vel og sagði Birgir Michaelsson Hlíðarenda eftir að hafa leikið í tvö ár þjálfari og leikmaður liðsins að stefnan væri sett á að halda liðinu í deildinni. „Það er mikill hugur í öllum, bæði leikmönnum og bæj- arbúum almennt og ég er ánægður með stígandann í liðinu í haust,“ sagði Birgir. Snæfelli tókst, undir stjórn Hreins Þorkelssonar, að halda sér í deildinni á síðasta keppnistímabili og markmið liðsins í ár hlýtur að vera hið sama. Allt þar fyrir ofan er plús fyrir liðið. Haukar og Þór frá Akureyri eiga bæði eftir að tína stig af flestum liðum og fyrirfram er enginn leikur unnin í deildinni í vetur. Ahugasam- ir körfuboltamenn geta því litið með tilhlökkun tii komandi tímabils. Spennandi íslands- mót framundan Tæknivrti — útaf! Njarðvíkingar hafa tekið upp ágæta vinnureglu sem fleiri mættu athuga. Ef dæmt er tæknivíti á leikmann liðsins þá er hann umsvifalaust tekinn af leikvelli í einhvern tíma á meðan hann fær að „kæla“ sig aðeins. Fleiri mættu koma þessari reglu á hjá sér því það hefur háð körfuknattleiknum hér á landi, og víðar reyndar, hversu mikið er vælt og röflað í dómurum leiksins. Agaleysi virðist vera meira i körfunni en í örðum hópíþróttum hér á landi og segja forráðamenn félagana að alltaf sé verið að reyna að laga hlutina. Jonathan Bow, sem lék með bikar- meisturum KR i fvira, hefur gengið til liðs við ÍBK. tækifæri til að leika æfíngaleiki. Reykjavíkurmótið er ekki merkilegt og ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ekki væri ráð að fá að leika með í Reykjanesmótinu sem gestir,“ sagði Birgir. Keflvíkingar eru bjartsýnir á gott gengi í vetur. „Eg sé ekkert því til fyrirstöðu að við náum í báða titlana, en auðvitað stefna öll félög- in að því sama. Við erum með breið- an hóp sterkra leikmanna og fjár- hagurinn er í lagi hjá okkur þannig að við erum bjartsýnir," sagði Hannes Ragnarsson formaður körfuknattleiksdeildarinnar. Keflvíkingar hafa misst Fal Harðar- son, en hann fór til náms til Banda- ríkjanna, en Jonathan Bow mun leika með þeim í vetur. Heilsteyptara Valslið „Við höfum bætt lið okkar frá því í fyrra, sérstaklega þær stöður sem voru veikar,“ sagði Matthías Matthíasson Valsmaður. „Liðið er heilsteyptara og við höfum æft mjög vel og setjum markið hærra en í fyrra,“ sagði Matthías en til leiðs við liðið hafa m.a. gengið Franc Booker og Tómas Holton. UMFG oft verið við toppinn Grindvíkingar hafa löngum verið ÚRVALSDEILDIN íkörfuknatt- leik hefst á morgun með þrém- urleikum. Forráðamenn félag- anna eiga von á skemmtilegu móti og einnig má búast við góðum vetri því mótið í fyrra var spennandi og vist er að mótið í vetur verður ekki síður spennandi. Tíu lið leika í tveimur riðlum. í A-riðli eru íslandsmeistararnir frá Njarðvík, bikarmeistarar KR, Tindastóll frá Sauðárkróki, Snæfell úr Stykkishólmi og Skallagrímur frá Borgarnesi. í B-riðli leika Keflvíkingar, Grindvíkingar, Haukar, Þór frá Akureyri og Valur. Vegna þess að fimm lið eru í hvorum riðli þá situr alltaf eitt lið yfir í hverri umferð. B-riðillinn erfiðari Við fyrstu sýn virðist B-riðillinn mun erfiðari en A-riðillinn en þar sem einnig er leikið á milli riðla hefur það ekki eins mikil áhrif. Samkvæmt spá leikmanna og forr- áðamanna úi-vaisdeildarinnar verða það Njarðvíkingar og Keflvíkingar sem munu berjast um Islandsmeist- aratitilinn og ef það reynist rétt þá er aðeins spurningin hvaða lið fylgja þeim í úrslitakeppnina. Úr A-riðli er ekki ólíklegt að það verði Njarðvík og KR sem komast í úrslitakeppnina, en Tindastóll get- ur þó sett strik í reikninginn. Erfið- ara er að spá um B-riðilinn en þar munu ÍBK, UMFG og Valur trúlega beijast um sæti í úrslitakeppninni. Flest liðin hafa æft frá því í byrj- un ágúst og koma vel undirbúin til leiks. Undirbúningur Njarðvíkinga og KR-inga hefur þó aðeins riðlast vegna þátttöku þeirra í Evrópu- keppninni. „Undirbúningurinn hefur farið fyrir ofan garð og neðan hjá okk- ur,“ sagði Hreiðar Hreiðarsson fyr- irliði íslandsmeistaranna, á blaða- mannafundi í fyrradag, þar sem íslandsmótið var kynnt. „Við byijuðum seint og Reykja- nesmótið er orðið svo sterkt að menn undirbúa sig aðeins fyrir næsta leik. Annars er ég bjartsýnn á vetur- inn. Við stefnum að sjálfsögðu að sigri í öllum leikjum en til að verða íslandsmeistarar verðum við að komast í úrslitakeppnina," sagði AF INNLENDUM VETTVANGI Skúli Unnar Sveinsson skrifar Pálmar Sigurðsson, fyrrum leik- maður Hauka, hefur gengið til liðs við Grindvíkinga. Hreiðar. Litlar breytingar eru á liði meistaranna frá því í fyrar. Gunnar Örlygsson er farinn til Þórs og Jó- hannes Kristbjörnsson er kominn „heim“ eins og Hreiðar orðaði það. Húsnæðishrak KR Birgir Guðbjörnsson þjálfari bik- armeistara KR segir liðið hafa alla burði til að blanda sér í baráttu efstu liða. „Við lentum í vandræðum með útlending, biðum lengi eftir svari frá sovéskum leikmanni og misstum Bow fyrir bragðið en feng- um John Bear í staðinn. Það alvarlegasta er þó húsnæðis- hrakið sem við erum í. Við æfum út um allan bæ en spilum á Seltjarn- arnesinu. Einnig má nefna að Reykjavíkurfélögin fá ekki mörg Ék Arshátíð S§ Breiðabliks Árshátíð UBK verður haldin laugardaginn 12. október í félagsheimili Kópavogs. Miðaverð kr. 2.800. Forsala aðgöngumiða í félagsheimilinu við v/sandgras- ið og Ljóshraða, Hamraborg 5. Nánari uppllýsingar í símum 641990, 45461, 43684. Jón Otti Ólafsson lengi í eldlínunni: Hefur dæmt 904 leiki á 28 árum! Jón Otti Ólafsson, sem dæmir fyrir KR, hefur staðið lengi í eldlínunni — lang lengst allra sem dæma í úrvalsdeildinni í vetur. Jón Otti hóf dómgæslu árið 1963, fyr- ir 28 árum, og á 904 leiki að baki sem dómari! Bergur Steingrímsson, Valsari, er næst leikjahæstur þeirra sem , dæma í vetur — hefur dæmt 383 leiki, en hann hóf dómgæslu 20 árum á eftir Jóni Otta, 1983. Bi-ynjar Þór Þorsteinsson úr Haukum er sá dómari sem fæsta leiki hefur dæmt, en hann hóf dómgæslu árið 1988 og hefur dæmt 71 leik. Aðrir sem dæma í úrvalsdeild- inni eru: Kristinn Albertsson, UBK (358), Árni Freyr Sigurlaugsson, ÍS (187), Helgi Bragason, ÍS (186), Leifur Garðarsson, Haukum (162), Kristján Möller, UMFN (155), Kristinn Óskarsson, ÍBK (112) og Víglundur Sverrisson, UMFN (75). Fleiri dómarar eiga eflaust eftir að bætast í hópinn því engin forföll mega verða þegar fimm leikir eru sama daginn. lnjJÍnU ■eilí'OiíaiHiM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.