Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Árás í Bankastræti: 17 ára piltur dæmd- ur fyrir manndráp 15 ára stúlka samsek í tveimur ránum SAUTJÁN ára piltur hefur í sakadómi Hafnarfjarðar verið dæmdur til 6 ára og 5 mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa orðið manni að bana í húsasundi við Bankastræti aðfaranótt 3. mars síðastliðinn. Þá var 15 ára stúlka dæmd samsek honum um að hafa rænt hinn látna og annan mann þá sömu nótt. Hún var sýknuð af ákæru um hlutdeild í manndráp- inu. Þann 16. mars höfðu ungmennin játað aðild að málinu við yfirheyrslur hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Pilturinn játaði að hafa ráðist að manninum í því skyni að ræna hann og veitt honum þá áverka, sem leiddu hann til dauða. Stúlkan játaði að > hafa verið í vitorði með piltinum og aðstoðað hann við að lokka manninn inn í bakgarðinn, þar sem pilturinn beið og veittist að honuni með heima- tilbúnu hnúajárni. Tilgangur ung- mennanna var að komast yfir pen- inga. Skömmu eftir þessa árás rændu þau annan mann í bakgarði við Hverfísgötu. Fengur þeirra úr ránun- um tveimur nam um tvö þúsund krónum. Réttarhöld yfir piltinum og stúlk- unni fóru fram fyrir luktum dyrum, vegna lágs aldurs þeirra. Af sömu ástæðu neitaði dómari að gefa upp nöfn þeirra. Dómurinn yfir piltinum áfrýjast sjálfkrafa til Hæstaréttar, þar sem refsing er þyngri en 5 ára fangelsi. Refsing stúlkunnar var ákveðin 3 mánaða óskilorðsbundið varðhald og 21 mánaðar skilorðs- bundið fangelsi. Frá refsingu piltsins dregst gæsluvarðhald hans frá 15. mars til uppkvaðningar dómsins, 1. október. Guðmundur Jóhannesson, héraðsdómari í Hafnarfirði, kvað upp dóminn. Málnefnd gerir athuga- semdir við textavarpið STJÓRN íslenzkrar málnefndar hefur sent útvarpsráði og útvarps- stjóra athugasemd vegna þess að texti textavarps Ríkisútvarpsins kemur fram brenglaður á skjám flestra sjónvarpsviðtækja. „Stjórn málnefndar vill beina þvi til stjórnenda Rikisútvarpsins að leit- að verði lausnar á þessu vanda- máli hið bráðasta," segir í bréfi nefndarinnar til RÚV. Sr. Heimir Steinsson útvarpsstjóri segir í svarbréfi til málnefndar að athugasemdin sé fyllilega réttmæt og stjórnendum RÚV ekki síður íhug- ^ unarefni en málnefnd. Útvarpsstjóri segir að um bytjunarörðugleika sé að ræða. „Orðugt virðist vera að leysa vandann „hið Sráðasta“. En sú kemur tíð, er sjónvarpstæki lands- manna upp til hópa verða þess albú- in að nema textavarp með við- hlítandi hætti að því er til stafsetn- ingar tekur,“ segir útvarpsstjóri. „Kostirnir munu raunar því aðeins koma í ljós, að Ríkisútvarpið kynni textavarpið og hvetji landsmenn þannig til að seilast eftir þeim fróð- leik, sem bættur viðtækjabúnaður smám saman mun veita þeim,“ segir í bréfi útvarpsstjóra. „Þar af leiðir, að Ríkisútvarpið sér ekki annað ráð vænna en halda fram stefnunni, þrátt fyrir tímabundna annmarka. Allt orkar tvímælis, þá gert er, og svo er um þessa ákvörðun. En undan henni verður ekki vikizt.“ Sjá bréfaskipti málnefndar og útvarpsstjóra í heild á bls. 23. Brotsjór eyðilagði siglingartækin Morgunblaðið Ó.B. Röst SK 17 fékk á sig brotsjó í vonskuveðri út af Húnaflóa í fyrrinótt, og skemmdust flestöll siglinga- tæki í brúnni. Skipið kom til hafnar á Skagaströnd eftir hádegið í gær, og á myndinni sést Finnur Sigur- björnsson stýrimaður halda á gluggakarmi sem brotnaði í tvennt þegar brotsjórinn reið yfir brúna. „Allt í einu reis hnúturinn upp framan við skipið, og ég hafði ekki tíma til neins nema að slá af. Hnúturinn var jafnhár frammastrinu og skall svo ofan á brúna. Hann var svo krappur að framdekkið var þui-rt, því hann kom bara á brúna og þar fyrir aftan,“ sagði Finnur. Flutningaskipið Laxfoss fékk einnig á sig brotsjó í gærmorgun þegar skipið var statt við Færeyjar. Nokkrar skemmdir urðu á gám- um um borð í skipinu og fóru tveir þeirra í hafið, en engin slys urðu. Sjá nánar á miðopnu Ráöuneyti hafnar beiðni SAS um breytingu á fargjöldum Samgönguráðuneytið hafn- aði í gær beiðni SAS um 6 nátta fargjald til Norðurlanda á sama verði og Flugleiðir bjóða fyrir 3ja nátta helgarferðir. Birgir Þorgilsson ferðamálasljóri og Gott verð fyrir lýsi og mjöl á mörkuðum ytra Tonnið af mjöli á 325-330 pund og tonnið af lýsi á 320-325 dollara MARKAÐSHORFUR fyrir loðnuafurðir eru nú mun betri en þær voru á síðasta ári og betra verð í boði fyrir bæði mjöl og lýsi. Jón Reynir Magnússon, framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins, seg- ir að verð á mörkuðum ytra sé nú 325-330 pund fyrir tonnið af mjöli, eða 33.670 krónur, og 320-325 dollarar fyrir tonnið af lýsi —,'ída 18.880 krónur. Þetta verð er um 10% hærra en það var í fyrra. Jón Reynir segir að þetta verð verði að taka með fyrirvara, því nokkur óvissa ríkir á mörkuðum okkar fyrir þessar afurðir nú. Óviss- an ræðst af því að ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir enn um loðnuveiðar né það magn sem veiða má á komandi veitíð. Þá er einnig óvíst hversu mikið verði brætt af síld á komandi vertíð. „Sökum þess- arar óvissu hafa engir fyrirfram- samningar um sölu verið gerðir í ár og í fyrra voru slíkir samningar í lágmarki," segir Jón Reynir. „Þetta er ólíkt því sem gerðist fyrir nokkrum árum þegar töluvert magn af loðnuafurðunum var ávallt selt fyrirfram." Norðmenn hófu loðnuveiðar í Barentshafí í miðjum síðasta mán- uði en óvissa er með veiðar íslend- inga. Víðtæk loðnuleit átti að vera hafin fyrir nokkru pn veður hefur hamlað henni hingað til. í máli Jóns Reynis Magnússonar kom fram að engar birgðir eru til af loðnuafurðum í landinu nú, þann- ig að búast megi við að sala á mjöli og lýsi verði greið þegar loðnuveið- ar hefjast. „Okkar verksmiðjur eru tilbúnar og búið að standsetja þær. Við höfum að vísu ekki ráðið til okkar viðbótarmannskap vegna óvissunnar um loðnuveiðarnar en bíðum nú spenntir eftir niðurstöðu úr loðnuleitarleiðangrinum," segir Jón Reynir. formaður flugeftirlitsnefndar, segir að fordæmi séu fyrir 4ra nátta helgarferðum og hefði nefndin verið tilbúin til að heim- ila þær. „Ferð yfir sex nætur er nýtt fyrirbrigði og myndi ná til stórs hluta af utanlandsferð- um landsmanna á þessum flug- leiðum,“ sagði Birgir. „Það má ekki gleyma því að hér er ein- ungis eitt íslenskt flugfélag sem heldur uppi ferðum alla daga árið um kring og okkur ber að taka tillit til þess.“ „Hver segir að Flugleiðir eigi að stjórna ferðinni," sagði Jóhann- es Georgsson framkvæmdastjóri SAS. „Af hveiju á að bera saman okkar beiðni um fargjöld við það sem Flugleiðir hafa beðið um? Af hveiju má ekki fjalla um okkar fargjöld ein og sér? Flugleiðir gætu þá gert það sem þær vilja og boðið önnur fargjöld.“ Um helgarfargjöld gildir sú regla að flug til baka má ekki fara fyrr en eftir miðnætti aðfara- nótt sunnudags. „SAS óskaði eftir heimild til að selja ferðir, þar sem dvalið er í sex nætur erlendis en algenga reglan til þessa er hámark þijár nætur,“ sagði Birgir. „For- dæmieru fyrir fjögurra nátta helg- arferðum og lagði flugeftirlits- nefnd til að SAS fengi heimild til slíkra ferða á sama verði og Flug- leiðir bjóða sínar 3ja nátta ferðir. Þannig gæti SAS nýtt sér tvær af þremur ferðum héðan til Kaup- mannahafnar.“ í beiðni SAS um sex nátta helg- arfargjald fólst jafnframt fram- haldsflug til níu annarra borga. Sagði Birgir að flugeftirlitsnefnd hefði sett það skilyrði að Flugleið- ir sem eingöngu fljúga til Ósló, Stokkhólms og Kaupmannahafn- ar, stæðu jafnfætis SAS með flutning farþega til borganna níu. „Og jafnframt að félögin næðu um það samkomulagi hvernig þau skiptu með sér tekjunum af slíkum ferðum," sagði Birgir. „Við erum að reyna að koma til móts við neytendur um hagstæð og ódýr fargjöld og sömuleiðis að hugsa um hag þess íslenska flugfélags sem flýgur á þessum flugleiðum. Það er reynt að koma til móts við bæði félögin sem hafa átt milljarða viðskipti á undanförnum árum og mjög nána samvinnu. Það er því háif dapurlegt að menn skuli ekki geta náð samkomulagi um far- gjöld á vetrarpakkanum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.