Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTOBER 1991 21 Færiband Þjónustueining Geymslusiló Varahlutavagn Flutningavagnar Borvél Borhöfuó Hvað varðar framtíð- aráform í gangagerð fást þær upplýsingar hjá Vegagerð ríkisins að samkvæmt langtímaá- ætlun sé veggangagerð næst ráðgerð á Aust- fjöt'ðum, en ekki sé enn búið að ákveða nánar um staðsetningu þeirra. Hugmyndin um göng undir Ilvalfjörð bíður betri tíma. Að virkjanagöngum meðtöldum hafa menn alls látið sér detta í hug hátt á þriðja hundruð kílómetra af mögulegum jarðgangaframkvæmd- um hérlendis. Til þess að samgöng- ur komist í svipað horf á íslandi og í Færeyjum þarf hins vegar að bæta við um 50-75 km af veg- göngum, svo langan tíma gæti tek- ið að ljúka því verki. Gangagerðin Tækni sú er notuð verður í BB- göngunum byggist á hefðbundnum aðferðum þar sem boraðar eru um 70 fjögurra metra djúpar holur lá- rétt inn í bergið framundan og þær fylltar af sprengiefni, 200-300 kíló- um í senn. Holurnar eru vandlega staðsettar með það fyrir augum að þversnið ganganna verði með réttu lagi. Við verk þetta verður notaður borvagn með fjórum bómum, þrem- ur með bor á endanum og einni með körfu, þar sem hleðslumaður vinnur við að koma sprengiefni fyr- ir í holunum. Sprengingunum er stjórnað með tímastilli sem sér til þess að á broti úr sekúndu springi fyrst í þeim holum sem eru neðarlega fyrir miðju og dreifist út frá þeim, svo endað sé á ystu og efstu holunum, sem ráða útlínum ganganna. Ef bergið losnar fyrst inni við miðju myndast rými fyrir það sem síðar losnar, og þannig koll af kolli, svo sprengingin í ystu holunum skemmir ekki gangaveggina. Eftir að kaflinn hefur verið sprengdur þarf að hreinsa út bergmulninginn sem áætlað er að verði um 320.000 rúmmetrar í allt. Notaðir eru til þess vörubílar, og fer allt það efni það sem þannig fæst í vegagerðarframkvæmdir að munnum ganganna og í veginn yfir botn Skutulsfjarðar. Þegar allt laust gijót hefur verið fjarlægt verður að meta hvernig til Eimreið Hm nyja jarðgangaborunarsamstæða sem reynd verður i Svíþjóð í haust. Jarðgangaborvelar af þessu tagi eru ekki nýjar af nálinni, en nú verður í fyrsta sinn unnt að bora upp í móti í miklum halla auk þess sem hægt er að flytja bergmulningiim burt jafn óðum á teinum sem vélin leggur sjálf. BORAR GEGNUM FJÖLL NÝ TÆKNI hefur rutt sér rúms á sviði jarðgangagerðar. í stað hinnar hefðbundnu aðferðar þar sem margar holur eru boraðar lárétt inn í bergið og sprengihleðslum komið fyrir í þeim, er hér notast við nokkuð sem má líkja við risavaxinn bor. Það eru jafnvel til tækjasamstæður sem hreinlega aka inn í fjöll og kletta á teinum sem þær leggja sjálfar jafnóðum. að er einkum við virkjanaframkvæmdir sem þessi tækni kann að reynast íslendingum vel. Jarðgangaboi’vélar geta bæði borað lá- rétt og niðuráviðhallandi göng og eru til- valdar til gerðar aðrennslisganga. Enn hef- ur þessari aðferð ekki verið beitt hér á landi, en ætlunin er að hefjast handa við borun 31 kíló- metra langra aðrennslisganga Fljótsdalsvirkjunar með þessari tækni kringum áramótin 1992-3. Vegna þess að göng eftir jarðgangaborvél hafa hringlaga þversnið henta þau ekki í veggöng, sem hafa „hælformað“ þversnið með flötum botni. Þetta verður til þess að sprengja þarf út kverkam- ar síðar, og er það kostnaðarsamt verk. Aðferð þessi er því eingöngu notuð við lengri veggöng enn sem komið er. Þó nokkrir áratugir séu síðan jarðgangaborvél- in í sinni frumstæðustu mynd kom fram á sjónar- sviðið var það árið 1985 sem til komu vélar sem réðu við mishörð jarðlög og gátu borað upp í móti. Vélar þessar, sem enn eru á tilraunastigi, munu fyrst verða teknar í notkun í haust í Svíþjóð. Þessi svokallaða RH-tækni („rapid hauling“) einkennist af því að borhöfuðið sendir mulninginn aftur fyrir sig þar sem hann hleðst á járnbrautar- vagna sem flytja hann burt jafn óðum. Hingað til hefur verið vandkvæðum bundið að aka svo þungu hlassi á teinum upp brattar brekkur, en nú hafa Svíar fundið upp þrýstiskinnu sem gerir lestinni kleift að ná því taki sem hún nær ekki ella. Því má segja að tækjasamstæðan aki viðstöð- ulítið gegnum fjöll. Ekki er fyrirsjáanlegt hvenær þessari vél verð- ur beitt á íslandi enda er hún enn á tilraunastigi í Svíþjóð. Jarðgangaborvél er heilborar göng. Borskjöldur- inn til hægri á myndimii snýst og brothjólin rúlla á berginu og mylja það. Oflugir tjakkar halda vélinni fastri meðan borað er og gera kleift að stýra henni. (Úr Árbók VFÍ 1989/90.) Brothjólin framan á borkrónu jarðgangaborvél- arinnar rúlla hring eftir hring á stafni ganganna og flísa úr berginu. Slik vél, um 5 metrar í þver- mál, verður notuð við gerð aðrennslisganga Fljóts- dalsvirkjunar. hafi tekist og hvort óhætt sé að halda áfram eða hvort styrkja þurfi. Styrkt er með bergboltum sem ganga inn í bergið og varna því að stykki úr því hrynji niður, og er áætlað að um 8.000 slíkir muni standa vörð um öryggi vegfarenda. Að lokum verða göngin húðuð að innan þar sem nauðsynlegt reyn- ist með sérstakri sprautusteypu sem inniheldur stáltrefjar og hefur gefið mjög góða raun sem styrking og húð bæði í jarðgöngum og á kletta- veggjum sem binda þarf. Einbreið og tvíbreið Sá hluti ganganna sem liggur frá Tungudal inn af Skutulsfirði tii „neðanjarðargatnamótanna" verð- ur tvíbreiður, en armar þeir sem þaðan liggja til Súgandafjarðar og Ónundarfjarðar verða einbreiðir. A þeim köflum verða gerð stór útskot á 160 metra fresti til að bílar geti mæst og numið staðar ef á þarf að halda. Kostnaður við veggöng fer að mestu leyti eftir rúmmáli; með öðr- um orðum lengd og þvermáli. Ástæðan til þess að tveir armanna verða mjórri er því fyrst og fremst fjárhagslegs eðlis, auk þess sem vænta má að mest umferð verði um göngin til Skutulsfjarðar og því verði þau að vera breiðari. Arðsemisútreikningar benda til þess að um 60% kostnaðarins við göngin um Breiðadals- og Botns- heiðar skili sér á 30 árum, miðað við að þau séu opin 5 daga í viku að meðaltali. Hinu má ekki gleyma að mikil fólksfækkun hefur átt sér stað á Vestfjörðum undanfarin ár, og göngin munu eflaust gera sitt til að snúa þeirri þróun við. Norræn samvinna Eins og svo oft áður hafa íslend- ingar fengið til liðs við sig sérfræð- inga frá öðrum löndum til að að- stoða við jarðgangaframkvæmdir. ístak og hinir norrænu samstarfs- aðilar, Skanska frá Svíþjóð, Selmer frá Noregi og Ephil og synir frá Danmörku, skipta að nokkru leyti með sér verkum í ljósi sérfræði- þekkingar hvers aðila um sig. Við sjálfa gangagerðina munu starfa 15-20 manns, Skandínavar og Islendingar. Stefnt er að því að Islendingarnir taki yfir að mestu leyti þegar á líður, en við eigum ennþá sitthvað ólært í þessu sem öðru. Samningur RÚV o g Sýnar um breytingar á dreifikerfi RÍKISSJÓNVARPIÐ og Sýn hf. hafa gert með sér samning um nauðsynlegar breytingar á dreifi- kerfi RÚV vegna fyrirhugaðra útsendinga Sýnar á sjónvarpsrás 6. Sýn hf. ábyrgist að notendura RÚV, sem þessar breytingar ná til, verði tryggð jafngóð móttaka á útsendingum Sjónvarpsiris eftir að breytingar liafa farið fram. Sjónvarpssendir Sýnar verður á Vatnsendahæð og sendir út á VHF- rás 6, segir í fréttatilkynningu frá RÚV. Á þeim stöðum sem þessi send- ir getur valdið truflunum á núver- andi sjónvarpssendingum RÚV verð- ur komið fyrir nýjum sendi og/eða útsendingartíðni RÚV breytt. í a.m.k. fjórar vikur fram að fyrsta útsendingardegi Sýnar senda bæði gamlir og nýir endurvarpar út dag- skrá Sjónvarpsins til að tryggja að enginn missi neitt af dagskrá þess vegna breytinganna. Þeir notendur, sem þess þurfa, fá nýjan búnað og uppsetningu hans, sér að kostnaðar- lausu. Kapaltækni hf. í Reykjavík annast allar breytingar hjá notendum fyrir hönd Sýnar og hefjast þær á næst- unni. Sérstakur fulltrúi RÚV til að fylgjast með framkvæmdunum og gæta hagsmuna notenda RÚV er Eiríkur Gíslason hjá EICO sf. í Mos- fellsbæ. Leikstjóri: Asdís Skúladóttir Leikmynd og búningar: Illín Gunnarsdóttir Lýsing: Lárus Björnsson Tónlist: Þorkell Sigurbjörnsson Leikarar: Árni Pctur Guðjónsson, Gunnar Helgason, Guðmundur Olafsson, Guðrún Asmundsdóttir, llelga Þ. Slcphensen, Helgi Björnsson, Jakob Þór Einarsson, Jón Sigurbjörnsson, Magnús Jónsson, Margrét Ilelga Jóhannsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Ragnheiður Trygg\adóttir, Saga Jónsdóttir, Sigurður Karlsson, Steindór Hjörleifsson, Þórey Sigþórsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson o.fl. Fruinsýning funmtud. 24. október. Uppselt. 2. sýning föstud. 25. október. Grá kort gilda. 3. sýning sunnud. 27. október. Rauð kort gilda. Miðasalan er opin daglega frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Auk þess er tekið á móti iniðapöntunum í síina frá kl. 10-12 alla virka daga. Sími 680680. I síbbuxum eftir Björn Th. Björnsson LEIKFÉI.AG REYKJAVÍKUR Borgarleikhús Leikh\r>slínan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.