Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 35
'MORGUNBLAÐÍÖ WftfMŒ #91 JLfejr 35 LJÓÐ SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR Signrður Guðmundsson við verk sitt „Diabas”. Myndlist EiríkurÞorláksson Það gerist ekki oft í íslenskum listheimi að ólíkir aðilar stilli saman strengi sína og helgi verk- um eins listamanns krafta sína og sýningarrými; því vekur það sérstaka athygli þegar slíkt ger- ist. Nú standa yfir tvær sýningar á verkum Sigurðar Guðmundssonar, annars vegar í Listasafni íslands og hins vegar í listasalnum Nýhöfn; auk þess var nýlega afhjúpað stórt útilistaverk eftir hann fyrir fram- an menningarmiðstöðina Gerðu- berg í Breiðholti, og loks er kom- in út hjá Máli og Menningu stór og vegleg bók, þar sem ferill list- amannsins er rakinn í máli og myndum. Þetta óvenjulega átak ætti að skila landsmönnum dijúgum fróðleik um listamann- inn, sem hefur lengst af sínum ferli búið í Hollandi, og því ekki verið reglulegur þátttakandi í sýningum hér á landi. Sigurður hefur á ferli sínum unnið í mismunandi efni á mis- munandi tímum, þannig að oft er fjallað um list hans í skýrt aðgreindum tímabilum. Þessu er fylgt varðandi sýningarnar tvær, og sú sem nú stendur í Nýhöfn er helguð þeim verkum sem Sig- urður hefur verið að vinna síð- ustu ár. Hér er einkum um að ræða þrívíðar myndir, unnar í brons, granít og pottjárn, en einnig eru hér grafíkmyndir og málverk, sem þó tengjast sterkt við höggmyndirnar vegna forma og viðfangsefna. Af ýmsum ástæðum getur verið erfitt að nálgast verk eins og þau, sem nú fylla sal Nýhafn- ar; forsendur þeirra virðast þeg- ar við fyrstu kynni vera aðrar en menn eiga að venjast. Þau eru ekki formrannsóknir í hefð- bundinni merkingu þess orðs, og þau eru ekki staðarlýsingar, frá- sagnir eða minningar. I viðtali vegna sýninganna sagði lista- maðurinn m.a.: „ ... listin er meiri hluti af náttúrulegri tilvist minni en rannsókn minni á menningunni. ... Myndlist mín er þó alls ekki vitsmunaleg, held- ur tilfinningaleg ... en gjör- sneydd tilfinningasemi. Þrátt fyrir þetta eiga verk Sigurðar sér á vissan hátt náttúrulegar forsendur, eins og má ráða af þeim nöfnum, sem listamaðurinn hefur valið þeim, t.d. „Sjór, „Land, „Svart sólarlag og „Atthagarót. Bliki úr listasög- unni bregður einnig fyrir í verki eins og „Landslag”, sem minnir á sólarlag í verki eftir Edvard Munch, og loks vekur „Stella Maris” væntanlega' æskuminn- ingar margra eldri Reykvíkinga um glæsifley, sem kom hingað árlega á sjötta og sjöunda áratugnum. Þannig má reyna að tengja verk Sigurðar við umhverfí og sögu, og oft hefur þeim verið líkt við ljóðlist; samlíkingar af þessu tagi verða þó aldrei meira en vísbendingar. Form verkanna virðist nefnilega fremur sjálf- sprottin en árangur aðlögunar að rökhugsun, og styðja þannig fullyrðingu listamannsins hér að framan um tilfinningalega upp- sprettu þeirra. Á sama hátt og náttúran er áberandi í myndmál-' inu, er mannleg tilvera það einn- ig; hús, skip, örvar og stafir eru visbendingar í mannlega tilvist, sem er alls staðar nálæg. Höfuð- ið hefur einnig verið Sigurði dijúg náma túlkunarmöguleika síðasta áratuginn, eins og sjá má af þekktum verkum eins og „Diabas” og hinu nýja listaverki, sem stendur við Gerðuberg. Þessi tengsl eru þó oftast óbein og að einhveiju leyti hulin; það er áhorfandans að mynda þau á ný. Listfræðingurinn Betty van Garrel orðar þetta á eftirfar- andi hátt: „Það sem er svo aðlað- andi við myndlist Sigurðar er að hún er hársbreidd frá því að láta ekkert uppi um inntak sitt. Þetta er það sem heldur áhorfandanum hugföngnum. Það er erfítt að losna úr fjötrum þessarar listar. Hún er að miklu leyti þekkjan- leg, en gerir áhorfandanum samt erfítt fyrir.... Myndlist hans fjall- ar ekki um minninguna, heldur hliðstæður hennar. Sigurður færir sér minninguna í nyt, en hún ákvarðar að miklu leyti við- horf mannsins til veruleikans. Um leið veltir hann upp spurn- ingum um eðli upplifunar og gangverkið sem knýr áfram stjómsama minninguna, en ævinlega á gáskafullan og yfír- lætislausan hátt.” - Hér er kom- ið nærri kjarna þess róts, sem listaverk Sigurðar Guðmundss- onar vekja hjá sýningargestum. - Því er rétt að hvetja alla listunnendur og aðra, sem vilja fylgjast með ferli listamannsins að láta þessar sýningar ekki fara framhjá sér. Sýningu Sigurðar Guðmunds- sonar í listasalnum Nýhöfn lýkur 23. október. Pastelmyndir Hrings Hringur Jóhannesson: „Skuggi, speglun og glampi”. Pastellitir á pappír. Gallerí Borg er nú komið af stað á ný með einkasýningar listamanna, en þar hefur um nokkurra ára skeið verið hefð að setja upp almennar samsýn- ingar á sumrin, svo að ferða- menn jafnt sem landsmenn sjálf- ir geti séð brot af því sem lista- menn hafa verið að gera hér á landi í gegnum tíðina. Því hefur samtímalistin mátt víkja um set, en það hefur síðan verið ákveðið merki um vetrarkomu og vertíð- ina í myndlistarsýningarhaldi þegar einkasýningarnar hefjast að nýju. Nú stendur yfir sýning á pa- stelmyndum frá hendi Hrings Jóhannessonar, listamálara. Hringur hefur verið afar dugleg- ur við sýningarhald að undanf- ömu, en þétta mun vera þriðja einkasýning hans á þessu ári. Þó að hver sýning beri ávallt svip listamannsins er ekki um endurtekningar að ræða, heldur mismunandi hliðar á listsköpun Hrings, þar sem fyrri sýningarn- ar byggðust á kolateikningum (á Mokka í marsmánuði) og olíu- málverkum (á opnunarsýningu í Gallerí Koti í júní), en nú hefur Hringur sett upp sýningu á myndum sem eru eingöngu unn- ar með pastellitum á pappír. Sem fyrr er viðfangsefni Hrings fyrst og fremst að finna í náttúrunni og öðru umhverfi mannsins. Hann hefur um margra ára skeið unnið að sum- arlagi norður í Aðaldal, og er ljóst af myndunum hér að svo er enn, en þær eru flestar frá þessu sumri. Myndefnin eru sjaldnast hinir stóru drættir í landinu, fjöll og firnindi, heldur fremur hið smá, nálæga og hverfula; ljósaskiptin, leysingar, stök blóm, stör við tjörn og fleira, sem minnir áhorfandann á þann fínleika, sem íslensk náttúra hef- ur til að bera. Pastellitir eru ef til vill öðrum efnum betur fallnir til að skapa myndir af þessu tagi. Mýkt þeirra, bæði hvað varðar áferð og samsetningu lita, undirstrikar vel þá þætti náttúrunnar, sem myndirnar laða fram. Sú ná- lægð, sem einkennir myndirnar, nýtur sín vel vegna litanna, eink- um þar sem þeir eru látnir renna saman í heila fleti, frekar en að einstakir drættir standi einir. Það er hins vegar ætíð bjart yfír heildarsvipnum, og myndbygg- ingin er skýr og hnökralaus. Náttúrumyndir Hrings hafa í gegnum tíðina einkennst af ná- lægð mannsins, sem hefur verið vísað til með skuggum, yfirgefn- um verkfærum eða mannvirkj- um. Slíkt er vart að finna hér, þar sem hreinni náttúrulýsing ræður ríkjum. Jafnframt eru vinnubrögðin að vissu marki grófari en þegar hann vinnur með olíuliti, þannig að heildar: svipurinn er nokkuð annar. í þessu felst viss þróun í mynd- verkinu, og það getur verið gott fyrir listunnendur að geta fylgst • með allri þróuninni á einu aðal- sviði (Aðaldalnum). Það má minna á að Monet vann að mestu í garðinum sínum síðasta aldar- fjórðunginn, og gerði þar margar stórfenglegar tilraunir í sinni myndlist, sem listamenn síðari tíma hafa búið að. Sýning Hrings Jóhannessonar í Gallerí Borg stendur til þriðju- dagsins 22. október. Nótnabók með 20 lögum eftir Arna Gunnlaugsson KOMIN er út bókin „Lát sönginn óma” með 20 lögum eftir Árna Gunnlaugsson, lögfræðing í Hafn- arfirði. Er það önnur sönglaga- Námskeið í náttúrufæði GUNNHILDUR Emilsdóttir og Soffía Karlsdóttir verða með sýnikennslu í undirstöðuatriðum jurtafæðis með makróbótísku ívafi (korn, grænmeti, þang o.fl.). Námskeiðið verður haldið á veit- ingastaðnum Næstu grösum, inið- vikudaginn 23. október kl. 20.30- 23.30 og laugardaginn 26. október kl. 9.30-18.00. bókin, en sú fyrri, „Þú fagra vor”, kom út fyrir þremur árum. Bókin er helguð minningu látinnar syst- ur höfundar, Sigurlaugar E. Gunnlaugsdóttur. Höfundar ljóða við lögin eru: Séra Árni Bjömsson, prófastur, Árni Grét- ar Finnsson, Ámi Gunnlaugsson, Eiríkur Pálsson, Finnbogi J. Arndal, Konráð Bjamason, Ólafur Pálsson og Steingrímur Thorsteinsson. Eyþór Þorláksson, hljóðfæraleik- ari, hefur útsett þrettán af lögunum, og jafnframt nótnasett öll lögin. Aðrir sem eiga útsetningar í bókinni eru eftirtaldir tónlistarmenn: Finnur Torfi Stefánsson, Guðni Þ. Guðmundsson, Jónatan Ólafsson og Páll Kr. Pálsson. Flest Iögin eru út- sett fyrir einsöng og öll eru með bókstafahlj ómum. Árni Gunnlaugsspn. Káputeikningu gerði Bjarni Jóns- son, listmálari. Prentsmiðja Hafnar- fjarðar annaðist prentvinnslu og er bókin í vönduðu bandi. Bókin fæst hjá höfundi. - t Systir okkar og föðursystir, GUÐRÚM MAGNÚSDÓTTIR frá Drangshlíð, A-Eyjafjöllum, andaðist á Borgarspítalanum þann 18. október. Kristján Magnússon, Högni Magnússon, Björgúlfur Þorsteinsson, Guðrún Högnadóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGFÚS HALLGRÍMSSON fyrrverandi kennari, Hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi, Stokkseyri, verður jarðsunginn frá Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti 19, þriðju- daginn 22. október kl. 13.30. Kristjana Steinþórsdóttir, Anna og Svein Johansen, Per, Mark, Linda Johansen og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.