Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1991 27 VJterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! *Skilmálar 1. Eingöngu þeirsem eiga staðfestar bókanir f 3ja og.4ra daga helgarferðir tii Londott á tímabilinu 30. októbertil 5. desembereru gjaldgengirí leiknum. 2. Ferðin ervinningshbfum að kostnaðatiausu að undanskildum flugvallarskatti sem er 1.250 kr. 3. Hringt verður (vinningshafa (síðasta i'agi fi/idjudaginn 29. október. Haft ferðin verið að fulllu gneidd fyrir Jutnn tima verður hún ettdurgreidd vinningshafa. 4 4 tU URVAL UTSVN / Mjódd: sími 60 30 60; vid AusturvöU: simi 2 69 00; i Hafnarfirbi: simi 65 23 66; vib Rábhústorg á Akureyri: simi 2 50 00 - oghjá umbodsmönnum um land allt. FLUGLEIDIR i KiiBFARKCJRT FÍF **Verð miðast viðgistingu dSt. Giles hótelinu, slaðgreiðs/u ferðakostnaðar oggengi ogf/ugverð 15. okt. 1991. F/ugva/larskattur, 1250 kr., ogforfallagjald, 1200kr.,eru ekki innifalin iverði. iO» S KJt S i «£? iJA 14U2- — - Tryggðu þér strax sœti á veisluverði! Laufey Einars- dóttir - Minning Sem móðir hún býr í bamsins mynd, það ber hennar ættar merki. Svo streyma skal áfram lífsins lind, þó lokið sé hennar verki. Óg víkja skal hel við garðsins grind, því guð vor, hann er sá sterki. (E. Ben.) Mánudaginn 21. október verður kvödd hinstu kveðju tengdamóðir mín Laufey Einarsdóttir frá Bjargi í Grindavík, síðast til heimilis í Hólmgarði 42, Reykjavík. Laufey lést í Hátúni 10B að morgni 9. október eftir löng og erf- ið veikindi. Laufey fæddist 4. júlí 1909 að Bjargi í Grindavík og var hún yngri dóttir merkishjónanna Einars Guð- mundssonar sem fæddur var í Múla- koti í Fljótshlíð og Guðrúnar Jóns- dóttur frá Dagverðarnesi á Rangár- völlum, en þau Guðrún og Einar bjuggu allan sinn búskap að Bjargi í Grindavík og ólst Laufey þar upp ásamt eldri systur sinni Guðríði sem lést fyrir þremur árum, en Guðríður var ljósmóðir Grindvíkinga um ára- ■ bil. Þær systur ólust upp við mikið ástríki foreldra sinna að Bjargi sem var menningarheimili, en þar var- bókakostur góður og var Einar fað- ir þeirra stofnandi góðtemplara- stúkunnar í Grindavík. Guðrún móðir Laufeyjar var orðlögð gæða- kona og áttu margir lítilsmegnugir athvarf á heimili þeirra Guðrúnar og Einars og báru þær systur það með.sér að þær óiust upp á góðu . heimili. Laufey gekk að eiga Loft Georg Jónsson frá Arney í Breiða- firði en hann lést fyrir 22 árum. Þau Laufey og Loftur eignuðust 6 börn en einn son átti Loftur fyrir, Skarphéðin sem kvæntur er Erlu Egilsson, en hann ólst upp hjá þeim frá 7 ára aldri. Börn þeirra hjóna eru Eyrún Lára, gift Gunnari Gísla- syni, Lofthildur Kristín, gift Ragn- ari Franzsyni, Guðmunda, var gift Eyjólfi Kristjánssyni, en hann lést í ágúst sl., Helga, gift Gunnari Kristjánssyni, Eiríkur Jón, hann lést á öðru aldursári og Hrefna Björk gift Hirti Karlssyni. Þau Laufey og Loftur bjuggu sín fyrstu búskaparár að Bjargi í Grindavík og stundaði Loftur sjó- mennsku á opnum bátum eins og þá tíðkaðist, lengst af sem formað- ur. Árið 1936 fluttust þau hjón til Reykjavíkur, þá var kreppan í al- gleymingi og lítið um atvinnu og þröngt í búi hjá mörgum, en þau hjón létu ekki deigan síga, hóf Lauf- ey störf utan heimilis og Loftur hóf eigin atvinnurekstur sem fisksali. Með dugnaði og ráðdeild tókst þeim að sjá sér og börnum sínum far- borða, enda var Laufey framúrskar- andi húsmóðir og var sem allt yxi í höndum hennar. Hún var fríð kona sýnum og hafði flest það við sig sem prýða má eina konu og heimili hennar bar það með sér að hún hafði næmt auga fyrir öllu því sem fallegt var. Hún var dagfarsprúð og tilfinninganæm en stóð sig samt eins og hetja þegar á móti blés, en hún fór ekki varhluta af mótlæti, hún missti einkason sinn sem að framan greinir, hún missti eigin- manninn úr krabbameini og hafði hún annast hann lengi heima í hans erfiðu sjúkralegu með mikilli um- hyggju og fórnfýsi. Ári siðar missti hún tengdason sinn, mann Hrefnu, af slysförum, en hann var aðeins 25 ára gamall er hann lést. Tók hún þá Hrefnu og dætur hennar tvær inn á sitt heimili og studdi hún Hrefnu sem best hún gat í hennar miklu sorg og reyndist dætrum hennar sem besta móðir. Þegar Laufey var orðin sjúkling- ur var auðséð að Hrefna kunni að meta hvað móðir hennar hafði fyrir hana gert. Sonur Helgu, Róbert Birgir, ólst upp á heimili Laufeyjar með móður sinni til 15 ára aldurs og þrjú önnur barnabörn hennar dvöldu á heimili hennar um lengri eða skemmri tírna og reyndist hún þeim öllum eins og þau væru henn- ar eigin börn, enda bar hún velferð barnanna og barnabarnanna fram- ar öllu öðru fyrir bijósti. Þegar ég kom á heimili tengda- foreldra minna sem ungur maður, tóku þau mér strax opnum örmum og reyndust þau mér og minni fjöl- skyldu ætíð mjög vel. Þegar ég var í Stýrimannaskólanum, þá nýbúinn að kaupa fyrstu ibúðina og með tvö börn, lánuðu þau mér allt sitt spari- fé án þess að fyrir því væri nokkur stafur skráður. Fæ ég það traust sem þau sýndu mér seint fullþakk- að. Að leiðarlokum þakka ég fyrir allt það góða>sem Laufey gerði fyr- ir okkur öll sem áttum því láni að fagna að kynnast henni. Blessuð sé minning Laufeyjar. Ragnar Franzson ítilefni afbreskum dögum t Reykjavtk getur þú tekið þátt í einföldum og spennandi leik með Úrvali-ÍJtsýn. ívinning eru fimm helgarferðir til London á neestu vikunt. Allir sem bóka helgarferð til London í næstu viku og staðfesta ferðina með greiðslu staðfestingargjalds fyrir vikulok eru sjálfkrafa með í leiknum. Við drögum síðan út nöfri fimm þátttakenda sem fá þessa helgarferð í vinning. Helgarveisla í London slær öllu við: Leikhúsin, tónleikamir, listsýningamar, veitingahúsin, verslanimar og fótboltinn. London býður einfaldlega betur. Fjögurra daga helgarferð frá 31.730 kr. í tvíbýli.**

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.