Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 18
18 C MORGU|NBLAÐIÐ IVIEMIMIMGARSTRAMMARsu^uPAGimj;? . |Qkt;óber ,1391 ■ Úrvalslið leikara fer með aðalhlutverkin í nýjustu Clint Eastwoodmyndinni. Hún heitir Unforgiven og það er Clint sjálfur sem framleiðir og leikstýrir 0g fer með aðalhlutverkið en aðrir með honum í myndinni eru Gene Hackman, Morg- an Freeman og Richard Harris en hann er nú tekinn að birtast aftur á tjaldinu eftir margra ára hlé. MFrægt leikrit leikskálds- ins og leikstjórans David Mamets, Glengarry Glen Ross, er nú sett upp fyrir framan kvikmyndatökuvél- ar undir leikstjóm James Foleys. Með aðalhlutverkin fara engir aukvisar: A1 Pac- ino, Jack Lemmon, Alec Baldvin, Alan Arkin, Jon- athan Pryce og Ed Harris. MÞá er Roman Polanski kominn á fleygiferð með nýjustu mynd sína, Bitter Moon. Hann gerir sjálfur handritið ásamt samstarfs- manni sínum til margra ára, Gérard Brach og John Browiyohn en myndin er byggð á sögunni Lunes de Fiel eftir Pascal Bruckner. Með aðalhlutverkin fara Peter Coyote, Emmanu- elle Seigner, Hugh Grant, Suzanna Hamilton og Victor Baneijee, indverski leikarinn úr David Lean- myndinni Ferðin til Ind- lands. MHöfundur Mad Max, Ge- orge Miller, er byijaður á nýrri mynd, Lorenzo’s Oil. Hún er með Nick Nolte og Susan Sarandon í aðalhlut- verkum en með önnur hlut- verk fara Peter Ustinov og Zach Greenberg. MSmáfrétt fyrir Batman- aðdáendur. Framhalds- myndin, Batman 2, heitir alls ekki Batman 2 heldur Batman Returns eða Bat- man snýr aftur. Hvíti víkingurinn f rumsýnd 1. nóv. HVÍTI víkingurinn, þriðja víkingamynd Hrafns Gunnlaugsson- ar, verður frumsýnd í Háskólabíói þann nóvember. Hrafn leik- stýrir og skrifar handritið en með aðal- hlutverkin fara Egill Ólafsson, Gottskálk Sigurðsson, Maria Bonnevie, Tomas Norström, Helgi Skúla- son, Jón Tryggvason og Torgils Moe. Myndin kostar næstum hálfan milljarð ís- lenskra króna og hafa all- ar norðurlandaþjóðimar átt einhvem þátt í gerð hennar. Hvíti víkingurinn er á íslensku og höfundur hennar og margir heistu leikaramir koma frá ís- landi. Framleiðandinn Dag Alveberg er norskur; klipparinn Syliva Ingi- marsson og kvikmynda- tökumaðurinn Tony Fors- berg koma frá Svíþjóð; höfundur tónlistar, Hans Erik Philip, er danskur og leikmyndahönnuðurinn Ensio Suominen er frá Finnlandi. „Það urðu til nokkur samskiptavanda- mái þegar fólk frá öllum þessum löndum fór að vinna saman en við kom- umst yfir þau," er haft eftir framleiðandanum. Hrafn Gunnlaugsson hefur sagt að titill myndarinnar, Hvíti vík- ingurinn, sé dreginn af því hvernig margir víkingar til foma hafi séð fyrir sér Jesú sem hvítklæddan vík- ing er barðist gegn hinum myrku öfl- um heiðn- innar. Myndin Ijallar um átök kristni og heiðni, gerist á tí- undu öld í Noregi og á íslandi og segir frá ungum manni, Aski, af voldugri íslenskri fjölskyldu, sem kvænist Emblu, dóttur norsks höfðingja. Konungurinn vill koma á kristinni trú og heijar á brúðkaups- gesti og tekur Ask og Emblu til fanga. Til að bjarga lífi Emblu tekur Askur kristna trú og held- ur heim til íslands að kristna íslendinga en konungur heldur að inn- fæddum verði meira ágengt en sendimönnum sínum. Úr mynd Hrafns, Hvíti víkingurinn. Listamaðurinn (Þröstur) og lögfræðingurinn (Valdi mar) takast á í mynd Sigurbjöms. Ókunn dufl í GÆR var frumsýnd í Háskólabíói ný 30 mínútna stutt- mynd eftir Sigurbjörn Aðalsteinsson sem heitir Ókunn dufl. Með aðalhlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson og Valdimar Örn Flygenring. Myndin segir frá ókunnu dufli sem rekur á land hjá Hrólfi nokkrum (Þröstur Leó), listamanni sem notar duflið í skúlptúr. Hann fær lögfræðing (Valdimar Örn) í heimsókn sem byija vill þor- skeldi á jörð Hrólfs en þegar listamaðurinn sýnir því eng- ann áhuga reynir lögspek- ingurinn hvað hann getur að hrekja hann af jörðinni. Handritið gerði Jón Ás- geir Hreinsson ásamt Sigur- birni, kvikmyndatökumaður er Baldur Hrafnkell Jónsson en ívar Sigurðsson semur tónlistina ef frá er talið lagið Dufl sem gert er undir dul- nefninu Breki Boddason, er svipar grunsamlega til hljómlistarmannsins Meg- asar. Sigurbjörn er ekki ókunn- ur stuttmyndagerð. Hefur gert þijár áður. Nýlega sýndi ríkissjónvarpið myndina Hundur, hundur eftir hann en hún vann til verðlauna í Þýskalandi fyrr á árinu og var valin í hóp bestu stutt- mynda níunda áratugarins á Norðurlöndum. Alice; 5.000 manns. 49.000 á Beint á ská AHs hafa tæp 49.000 manns séð gamanmyndina Beint á ská 2V2: Lyktin af ótta í Háskólabíói samkvæmt upplýs- ingum frá bíóinu. Hún er því komin talsvert framyfir fyrri myndina sem 32.000 manns sáu árið 1989. Sami eða mjög svipaður áhorfendafjöldi er á þril- lerinn Lömbin þagna með Jodie Foster og Anthony Hopkins eða tæp 49.000 manns. Nýjasta mynd Alan Par- kers, „The Commitments” tók inn um 2.000 manns fyrstu sýningarhelgina en af eldri myndum er það að frétta að Hamlet eftir Franco Zeffirelli með Mel Gibson er komin í tæp 5.000 manns og Alice eftir Woody Allen fór í tæp 5.000. Af næstu erlendu myndum á dagskrá bíósins má nefna þriðju myndina um háðfugl- inn Ottó Frislending 0 g sápu- óperugrínið Soapdish með Sally Field og Kevin Kline. í BÍÓ Einna skemmtilegustu leikaramir í bíó- ""KVIKMYN DI fr'" Geta áhorfendur verid vondu kallamir? Altman í Hollywood BANDARÍSKI leikstjórinn Robert Altman á að baki marg- ar frægar og góðar myndir frá því hann var á hátindi ferils síns í Hollywood uppúr 1970. Þar á meðal eru M.A.S.H. og Nashville. Hann hefur ávallt haldið sjálf- stæði sínu gagnvart Hollywoodkerfinu og storkað hefð- bundnum klisjum bandarískra bíómynda og svo fór að hann flutti til Evrópu. Þar gerði hann sínar eigin myndir á eigin forsendum, sú síðasta var hin ágæta Vincent og Theo um listmálarann Vincent van Gogh. 115 ár gerði hann ekki mynd í Hollywood. Þar til nú. Nýjasta myndin hans heitir „The Player” eða Leikarinn (gæti líka ver- ið Spilarinn), er gerð í Holly- wood og fjallar um sjálfa kvik- mynda- borgina. Hún er byggð á sögu Mic- hael Tolk- ins og segir Indrióoson frá yfír- manni í kvikmyndaveri sem fær sendar hótanir á sakleys- islegum póstkortum frá handritshöfundi, sem reynt hefur mikið að ná í hann en hann aldrei svarað. Svo fer í skyndilegri tilvistarkreppu yfírmannsins að hann myrðir höfundinn. En fær hann samviskubit? „Því get ég ekki svarað nema hafa lög- fræðing minn viðstaddann,” segir leikarinn Tim Robbins, sem fer með hlutverk yfír- mannsins. Morðið aftrar hon- um a.m.k. ekki frá því að renna hýru auga til konu höfundarins, sem Greta Scacchi leikur. Altman segir The Player ekki gefa sérstaklega nei- kvæða mynd af Hollywood. Tim Robbins leikur aðalhlutverkið. „Ég held hún sé ekki nei- kvæðari en hver önnur. Við gerum meira af því að veija Hollywoodvélina en að ráðast á hana,” segir Altman. „Vondu kallamir í myndinni er ekki fólkið í Hollywood sem aðeins fer eftir skipun- um heldur eru það áhorfend- umir. Fólkinu er skylt að gera myndir sem græða sem mest af peningum.” Fáir í Hollywood hrifust af handritinu og það gekk illa að fá menn til að gera eftir Arnald Robert Altman; fyrsta Hollywoodmyndin í 15 ár. úr því bíomynd. Þeir sögðu það of sértækt og voru hræddir við morðingja sem áhorfendur fínna samúð með. Það merkilega við hana, fyrir utan að Altman leik- stýrir, er stórieikaraflóðið sem kemur við sögu. Fjöldi leikara birtist í stórum og smáum hlutverkum og flestir leika sjálfa sig. í myndinni er fylgst með gerð þrillers sem í leika Kevin Costner, Julia Roberts og Bruce Will- is. Að auki má sjá leikarana Anjelicu Huston, Jeff Goldbl- um, Cher, John Cusack, Whoopi Goldberg, Dean Stokwell, Griffín Dunne, Vincent D’Onofrio og fleiri og fleiri. „Þú getur horft á myndina fímmtán sinnum og uppgötvað einhvem nýjan í hvert sinn,” segir Altman hróðugur. Hollywood hefur lítið breyst á þeim 15 árum síðan Altman hvarf þaðan en hvort hann heldur áfram að vinna þar verður tíminn að skera úr um. myndum borgarínnar þessa dagana eru Bill Murray og Richard Dreyf- uss i Bíóborginni. Barátta Dreyfuss til að losna við Murray úr sínu lífí læknar annan af slæmum geð- truflunum en biýtur hinn niður Jí andlegan og lík- amlegan aumingja. Bæði Murray og Dreyf- uss eru kostulegir í hlut- verkum sínum. Murray hefur bitastæðari rulluna sem sjúklingur sálfræð- ingsins, Dreyfuss. Hann er haldinn fjölfaelu svo hann óttast hreinlega allt í veröldinni en hefur þó kjark til að elta „sálann” sinn í sumarfrí þar sem hann leggur líf hans ger- samlega í rúst með því að líma sig við fjölskyldu hans fullur af elskuleg- heitum. Dreyfuss er í van- þakklátara hlutverkinu en sýnir með stæl sífellt versnandi sálarástand „sálans” sem sér einkalíf sitt lagt í rúst af sjúklingi sínum og snýst um siðir til varnar. Frank Oz leikstýrir þessum tveimur ágætislei- kurum með hæfilegum ýkjum í persónusköpun og lýsingu aðstæðna þar til úr verður minnisstaéð bar- átta. Góðir leikarar í góðri gamanmynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.