Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 15
T A TC 'TCJfTf M 15 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991 Aðalfundur Æðarrækt- arfélagsins Æðarvés Miðhúsum. AÐALFUNDUR Æðarræktarfé- lagsins Æðarvés var haldinn að Mjókurvöllum föstudaginn 8. nóv- ember sl. Á fundinum kom fram að dúntekja við Breiðafjörð og Vestfirði er minni en í fyrra. Sum- ir vilja kenna ágangi frá varg- fugli um og hafa sums staðar nokkrir geldernir haldið til í æðarvörpum. I sumar sáust suður á Fellsströnd 22 ernir á flugi í einu og hér í sveit hafa sést 8 emir á flugi í einu og algengt er að 4 ernir sjáist í hóp. Ef hver örn étur eina kollu á dag má sjá að sumartollurinn er ansi hár. Þess má geta að haft var eftir Zópaníasi Þorvaldssyni á Læk í Dýrafirði að vorið 1988 hafi verið vont og fáir æðarungar hafi komist upp hér vestanlands, en sá árgangur hafi átt að hefja varp í vor. Miklu meiri kröfur eru nú gerðar til verkunar æðardúns en áður og sérstaklega eru Japanir kröfuharðir. Sængur þeirra eru öðruvísi en hér. Þær eru með 1.200 g af dúni. Dúnn- inn verður að vera þveginn og laus við rusl. Sængurnar eru klæddar silki og kosta út úr búð 860 þúsund kr. sængin. Hér er því mikið verk framundan að geta fullnægt þessum kröfum, ef íslendingar ætla ekki að verða frumhráefnisframleiðendur. Um 2.500 svartbakar voru drepn- ir á svæðinu í sumar og nokkrir kjó- ar. Mink er haldið í lágmarki og komist tófa í varp þá gerir hún mik- inn usla og skemmdi hún sum vörp á svæðinu í sumar. Stjóm Æðarræktarfélagsins Æðarvés er skipuð þannig: Eysteinn Gíslason bóndi, Skálaeyjum, Þórður Jónsson bóndi, Árbæ, og Steinólfur Lárusson bóndi, Ytri-Fagradal á Skarðströnd. Sala hefur verið hæg það sem komið er, en Æðarræktarfélag ís- lands hefur staðið sig vel í fram- leiðslumálum, en þarf að fylgjast betur með sölumálum. Nær allur útflutningur á æðardúni fer í gegn- um Reykjavík. - Sveinn ■ Á FUNDI bæjarráðs Nes- kaupstaðar sem haldinn var 14. nóvember var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Bæjarráð Neskaupstaðar skorar á ríkisstjórn- ina að framfylgja vilja Alþingis að kaupa hið fyrsta fullkomna björg- unarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Bæjarráðið minnir á mikilvægi slíks björgunartækis fyrir sjómenn og íbúa þeirra landshluta sem búa við erfiðar samgöngur. Bæjarráðið tel- ur aigerlega óviðunandi að íslend- ingar séu háðir erlendri þjóð í þess- um efnum.” 4K$»siU(ftfeife Metsölublað á hverjum degi! E12 4WD «ö,„kr 6 manna bjartur og kr. 9, - skemmtilegur fjölskyldubíll. 9‘°Oo,. 's*®' E12 4WD Sendibíll meö gluggum. aÖUtkr « n°kr 86SOOo*'- **gr * * Athugið! Takmarkaðar birgðir. Bílasýning laugardag og sunnudag, frá kl. 14.00 til 17.00. Ingvar Helgason hf Sævarhöföa 2 sími 91-674000 E12 4WD er á sterkri sjálfstæðri grind sem nær fram í stuöara. LABALL aDENGSA & félögum ivinitu/, Dengsa þekkja allir ur sjonvarpinu, hann þekkir líka alla „svo vel", hann er svo mikið svoleiöis. Hann bíöur líka öllum á jolaball með sér og félögum sínum. Þaö koma fullt af krökkum. Hemmi Gunn, Glámur og Skrámur, jólasveinninn og margir, margir aörir í heimsókn. Sungin eru öll alvöru jólalögin, auk þess sem Dengsi, Hemmi og fleiri taka lagiö. Þaö veröur svo mikið skemmtilegt, Jaaaááú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.