Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991 31 Vantar þig trésmið? Trésmiðaflokk vantar verkefni. Önnumst alla almenna smíðavinnu jafnt úti sem inni. Reyndir menn. Tilboð, mæling, tímavinna. Nánari upplýsingar gefur Svavar í síma 91-27212 og Haraldur í síma 985-32052. PAGVIST BARIVA Leikskólar Reykjavíkurborgar Matráðskona Leikskólinn Hálsaborg óskar eftir að ráða matráðskonu nú þegar. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 78360. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Sölumaður Tryggingafélag í borginni vill ráða sölumann til almennra sölustarfa á skrifstofu. Starfið er laust strax. Stúdentspróf af viðskiptabraut og/eða verslunarpróf eða starfsreynsla er skilyrði. Hér um að ræða gott framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 23. nóv. nk. Guðnt Jónsson R AÐC JOF&RAÐNIN CA R.LJ O N Ll STA TIARNARGÖTÚ 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 VINNUEFTIRLIT RIKISINS Administration of occupational safety and health Bíldshöföa 16 ■ Pósthólf 12220 • 132 Reykjavík Laus staða Skrifstofustjóra Vinnueftirlit ríkisins starfar skv. lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og ör- yggi á vinnustöðum og er markmið stofnun- arinnar að stuðla að framförum á þessu sviði með eftirliti og fræðslu. Stofnunin hefurskrif- stofur á 9 stöðum á landinu og er fjöldi starfsmanna 45. Starfið fer fram í nánu sam- ráði við aðila vinnumarkaðarins. Starfsemin er fjármögnuð með mörkuðum tekjustofni, eftirlitsgjöldum og seldri þjónustu. Verkefni skrifstofustjóra eru m.a. fjármála- stjórn, starfsmannahald, verkstjórn á aðal- skrifstofu, verkefnastjórnun og aðstoð við yfirstjórn stofnunarinnar. Óskað er eftir starfsmanni, sem hefur áhuga á verkefni stofnunarinnar, hefur þægilega framkomu og háskólamenntun í viðskipta- eða rekstrarhagfræðum. Umsóknum, er greini frá menntun og fyrri störfum, skal skila til aðalskrifstofu stofnun- arinnar á Bíldshöfða 16, Reykjavík, fyrir 9. desember nk. Laun eru samkv. launakerfi opinberra starfsmanna. Söfustarf Heildverslun með fjölbreytt vöruúrval óskar eftir að ráða duglega sölumanneskju til sjálf- stæðra sölustarfa. Selt er til verslanna. Vinnutími frá kl. 8.30-17. Æskilegur aldur 24-30 ára. Reynsla æskileg en ekki skilyrði. Umsónareyðublöð og nánari upplýsingar hjá Ráðgarði milli kl. 9-12 til 20. nóvember nk. RÆX3ARÐURHE STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88 GREIIMIIMGAR- OG STÖÐ RÍKISINS RÁÐGJAFAR- Lausar stöður 1. Staða þroskaþjálfa á almennri athugun- ardeild. Um er að ræða fullt starf frá ára- mótum eða eftir nánara samkomulagi. Starfið felst í meðferð og greiningu fatl- aðra barna á forskólaaldri, sem og ráð- gjöf til foreldra og meðferðaraðila í náinni samvinnu við aðra faghópa. 2. Staða meðferðarfulltrúa á almennri at- hugunardeild. Um er að ræða fullt starf, sem gæti verið heppilegt fyrir aðila, sem hyggur síðar á nám á sviði fatlana barna. Meginhlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar rikisins er rann- sókn og greining á fötluðum börnum, svo og ráðgjöf til foreldra og þeirra sem annast þjáflun, kennslu og meðferð. Þar starfa 35 manns úr ýmsum starfsstéttum, flestir sérfræðingar í fötlun- um barna. Mikil áhersla er lögð á nána samvinnu starfsstétta. Nánari uppýsingar gefa forstöðumaður og deildarstjóri almennrar athugunardeildar í síma 641744. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist forstöðumanni fyrir 1. desember nk. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Digranesvegi 5, 200 Kópavogi. Bókhald - Skífan Skífan hf. óskar eftir starfsmanni í bókhald. Viðkomandi þarf að hafa bókhaldsþekkingu og vald á enskri tungu. Umsóknum sé skilað fyrir 22. nóvember. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu okkar í Skeifunni 17. S • K* I • FJA' N Lifandi fyrirtæki í sókn. HEILSUVERNDARSTOÐ REYKJAVÍKUR BARÓNSSTÍG 47 Bókhald Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar eftir að ráða starfsmann til bókhaldsvinnu og annarra starfa á því sviði. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi starfs- reynslu við tölvubókhald og þekkingu á tölvu- vinnslu almennt. Verslunarpróf, Samvinnuskólapróf eða hlið- stæð menntun nauðsynleg. Upplýsingar gefa framkvæmdastjóri heilsu- gæslustöðva í Reykjavík og skrifstofustjóri, Barónsstíg 47, Reykjavík. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra heilsugæslunnar í Reykjavík, Barónsstíg 47, á umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 25. nóvember 1991. Framkvæmdastjóri Á Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum er laus staða framkvæmdastjóra sem annast skal daglegan rekstur í umboði forstöðumanns, sjá um aðföng, skrifstofu- og starfsmannahald, aðstoða forstöðumann við gerð fjárlagatillagna og framkvæmd fjár- hagsáætlana og hafa eftirlit með fjárreiðum stofnunarinnar. Laun samkvæmt launakjör- um starfsmanna ríkisins. Skriflegar umsóknir með ítarlegum upplýs- ingum um menntun og starfsreynslu skulu sendar forstöðumanni fyrir 10. desember 1991. Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum - Forstöðumaður - Pósthólf 8540, 128 Reykjavík. Auglýsingastjóri Ríkisútvarpið auglýsir starf forstöðumanns auglýsingadeildar laust til umsóknar. Tilskilið er próf í viðskiptafræðum, sambæri- leg menntun eða veruleg reynsla í markaðs- málum og stjórnunarstörfum. Umsóknarfrestur er til 9. desember nk. og ber að skila umsóknum til Ríkisútvarpsins, Efstaleiti 1, á eyðublöðum sem þar fást. RIKISUTVARPIÐ Matvælafræðingur Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða, sem fyrst matvælafræðing til starfa við gæðaeftirlit í kjötvinnslu félagsins á Hvol- svelli. í starfinu felst m.a. framleiðslueftirlit, vöruþróun og eftirlit með hreinlæti í fram- leiðsludeildum auk ýmissa sérverkefna. Skriflegum umsóknum óskast skilað í starfs- mannahald á Frákkastíg 1, Reykjavík á eyðu- blöðum sem þar fást. Upplýsingar veittar í síma 91-25355 eða 98-78392. 9 AuMIRlc HOMESTAY USA Heimili að heiman Ef þú ert á aldrinum 18-25 ára og vilt fara löglega sem „Au pair" til Bandaríkjanna á vegum samtaka, sem hafa reynslu og þekk- ingu, þá skaltu hringja strax í dag. Við erum að bóka í brottfarir 1992: Feb. - mars - apríl. Arnþrúður Jónsdóttir, Þórsgötu 26, 101 Reykjavík. Sími 91-62 23 62. Fax 91-62 96 62. Símatími eftir hádegi. Au Pair/Homestay USA tilheyrir samtökunum The Experiment in Int- ernational Living, sem er frumkvöðull ialþjóðlegum menningar- samskiptum. E.I.L. starfar með sérstöku leyfi bandariskra stjórnvalda. Erindreki - umsjónarmaður Skátafélag í Reykjavík óskar að ráða starfs- mann. Starfið felur í sér erindrekstur og umsjón með almennu skátastarfi og foringja- þjálfun. Leitað er að skáta, a.m.k. 20 ára, með reynslu í skáta- og foringjastörfum. Gilwellpróf æskilegt. Viðkomandi þarf að hafa gaman af skáta- starfi og eiginleika til að umgangast ungt fólk. Um er að ræða ca 20-25% starf með vinnutíma oftast að kvöldlagi. Ágæt laun. Ráðningartími og annað fyrirkomulag eftir samkomulagi. Umsóknir sendist til skrifstofu Skátasambands Reykjavíkur, Snorrabraut 58, 101 Reykjavík, fyrir 1. desember merktar: „Rikk - tikk". BANDALAG ÍSLENSKFtA SKÁTA /I f I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.