Morgunblaðið - 10.12.1991, Page 13

Morgunblaðið - 10.12.1991, Page 13
in frá einu verki til hins næsta. Ennfremur er uppsetning verkanna slík, að þeim er greinilega ætluð meiri rýmiskennd en hefðbundinna málverka; þau eru mörg hver sett í kassa, sem standa langt fram frá veggjunum, og minna þannig frekar á lágmyndir en málverk. Jafnframt eru mörg verkanna sett saman úr nokkrum flötum, sem er raðað hlið við hlið, þannig að innbyrðis tengsl þeirra gegna ákveðnu hlutverki. Listakonan segir reyndar í viðtali í tilefni sýningarinnar að menntun hennar sé á skúlptúr-sviði, og megi merkja það í verkunum. Þær ímyndir sem Brynhildur not- ar eru fáar og kunnuglegar; skaut- ar, skór, hyrnd form og eygð. Þann- ig verður sólin persónugerð, og smáhlutir fá á sig stærð og tign, sem vanalega er ekki tengd þeim. En við nánari skoðun virðast form- in fyrst og fremst vera vettvangur fyrir vinnu með litina; í mörgum flötum, einkum bakgrunnum, má greina ótal tónbrigði, þannig að lit- imir breytast stöðugt fyrir augum áhorfenda, þrátt fyrir að lýsingin í litlum salnum sé ekki sú heppileg- asta til að litavinna af þessu tagi njóti sín. Málarinn er því vissulega til staðar hér, og þessi úrvinnsla litanna tengir ágætlega saman verk þeirra feðgina. - Einkum má benda á verkin „Sól” (nr. 5) og hina skemmtilegu mynd „Homauga” (nr. 8) sem góð dæmi um þessa lita- vinnu. Þetta er lífleg sýning listamanna af tveimur kynslóðum, sem fara ólíkar og persónulegar leiðir að markinu, sem er auðvitað góð myndlist. Bæði sýna hér góð tilþrif, og ber að hvetja fólk til að líta inn í FIM-salinn áður en jólaösin grípur það heljargreipum og gerir ófært til allra verka. Sýning Kristins G. Jóhannssonar og Brynhildar Kristinsdóttur í FÍM- salnum við Garðastræti stendur til sunnudagsins 15. desember. Pjetur Hafsteinn Lárusson Bókin Innhöf sem er um 80 bls. skiptist niður í sex kafla. Mynd- skreytingu gerði Örn Karlsson. Framleidd íPrentstofu G. Ben. -----» ------- Námskeið í skyndihjálp REYKJAVlKURDEILD Rauða kross Islands gengst fyrir nám- skeiði í almennri skyndilijálp nú fyrir jólin. Námskeiðið hefst fimmtudag 12. desember og stend- ur yfir í 3 kvöld í þetta skipti. Kennsludagar verða 12., 16. og 17. desember. Ollum 15 ára og eldri er heiinil þátttaka. Skráning er í síma 688188. í frétt frá Reykjavíkurdeildinni segir að ekki sé úr vegi að læra sskyndihjálp fyrir jólin, því að margt geti gerst í jólaamstrinu. Þá er bent á að oft hafí verið vinsælt að gefa námskeið í skyndihjálp í jólagjöf. Að námskeiðinu loknu fá nemendur skír- teini sem hægt er að fá metið í ýmsum framhaldsskólum. Tekið skal fram að Reykjavíkurdeild RKÍ útveg- ar leiðbeinendur til að halda nám- skeið fyrir fyrirtæki og aðra sem þess óska. MÖRGÖÍIÖLADIÖ! ÞlUÖjíiDAGÖR 'il). DESEMÖER t'99'l M MANNGERÐIR HELLAR Á (SLANDI Árni Hjartarson, Guðmundur J. Guðmundsson, Hallgerður Gísladóttir Rannsóknir á nær 200 hellum, elstu og sér- stæðustu húsakynnum á landinu. Fjöldi mynda og uppdrátta. Jón Sigttrðsson Geirungar JÓN SIGURÐSSON 0G GEIRUNGAR Lúðvík Kristjánsson Neistar úr sögu þjóðhá- tíðaráratugar. Um Jón forseta og leynifélag ungra stuðningsmanna hans í Kaupmannahöfn. ALMANAK ÞJÓÐVINAFÉ- LAGSINS Almanak um árið 1992, reiknað af Þorsteini Sæmundssyni, Ph.D., og Árbók (slands 1990 eftir Heimi Porleifsson. ISLENSK LEIKLIST I (SLENSK LEIKLIST I Sveinn Einarsson Brautryðjendaverk um íslenska leiklistarsögu fram undir síðustu alda- mót. Upphaf leikstarf- semi hérlendis og leikrit- unar. RAFTÆKNI ORÐASAFN RAFÆKNI- ORÐASAFN IV. Orðanefnd rafmagns- verkfræðinga. Orð og hugtök á sviði rafeinda- lampa og aflrafeinda- tækni. STUDIA ÍSLANDICA ANDREW VVAWN THE ANGLO MAN © REYRIAVÍK IWI THE ANGLO MAN- ÞOR LEIFUR REPP Andrew Wawn Rit á ensku um málfræð- inginn Þorleif Repp og störf hans í Bretlandi. Studia Islandica 49. ANDVARl ANDVAR11991 Tímarit Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Hins íslenska þjóðvinafélags. Ritstjóri; Gunnar Stef- ánsson. Aðalgrein: Ævi- þáttur um Björn Sigurðs- son, lækni, eftir Halldór Þormar. [ REFSI- NÝLENDUNNI 0G FLEIRI SÖGUR Franz Kafka 42 sögur eftir einstæð- an rithöfund. Þýðendur: Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson. BRÉF TIL JÓNS SIGURÐS- SONAR Úrval. 3. bindi. Þrír bréfritarar. Nafnaskrá yfir öll bindin. Umsjón: Jóhannes Halldórsson. UNDIR PARÍSAR- Jón Óskar Nýjar þýðingar á Ijóðum eftir 23 frönsk skáld, ásamt sögu Ijóðbylting- arinnar í Frakklandi á 19. og 20. öld. m Þorleifur Óskarsson ÍSLENSK TOGAR AÚTGER Ð 1945-1970 (SLENSK TOGARA- ÚTGERÐ 1945-1970 Þorleifur Óskarsson Saga mikilli umskipta í íslenskum sjávarútvegi. Útgáfa f samvinnu við Sagnfræðistofnun Há- skólans. SÓLARLJÓÐ Umsjón: Njörður P. Njarðvík Kaþólskt helgikvæði. Eitt stórjkostlegasta trú- arljóð, ort á Islensku. Út- gáfa í samvinnu við Bókmenntafræðistofnun Háskólans. )ón Ortmir Halldórsson ISLAM Saga pólittskra trúarforagða ISLAM. SAGA PÓLITÍSKRA TRÚARBRAGÐA Jón Ormur Halldórsson Saga Múhameðstrúar og samfélags múslima [ heiminum. Rit um hita- mál í samtímanum. Bókaútgáfa lDlIIl5=na/VIENNING4RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTÍG 7 • REYKJAVÍK SÍMI 6218 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.