Morgunblaðið - 10.12.1991, Síða 27

Morgunblaðið - 10.12.1991, Síða 27
'MORGtTNBLAÐIÐ PRÍÐJUDÁGUÉ 'l'O. DKSKÍÍBKR lí)91 Frank Lacy Varði doktorsritg'erð í byggingaverkfræði EYJOLFUR Arni Rafnsson varði doktorsritgerð í byggingaverk- fræði við University of Missuri- Rolla í Bandaríkjunum hinn 6. september síðastliðinn. Eyjólfur Árni fæddist 21. apríl 1957 að Mosum á Síðu í Vestur-Skaftafells- sýslu. Hann lauk BS prófi í byggin- gatæknifræði frá Tækniskóla ís- lands í maí 1984 og MS prófi í byggingaverkfræði frá University of Missuri-Rolla 1988, með jarðgækni og grundun sem sér- grein. Doktorstigerðin nefist „Displace- ment Based Design of Rigid Retain- ing Walls, Subjected to Dynamic Loads Considering Soil Nonlinea- rity”. í stað hefðbundinna hönnun- araðferða á stoðveggjum er færsla þeirra undir sveifluálagi ákvörðuð og notuð sem hönnunarkrafa. Reikn- ilíkan, sem tekur tillit til svifluálags fará jarðskjálftum var þróað. Sýnt er fram á að hefðbundin hönnunar- krafa, sem byggir á hlutfalli álags- og mótstöðukrafta er ekki alltaf full- nægjandi og að færsla stoðveggja í jarðskjálftum getur orðið veruleg. Hluta af námstíma sínum naut Eyjólfur Árni námsstyrkja frá Rót- aryhreyfingunni og Minningarsjóði Lúdvig Storr. Eyjólfur Arni er kvæntur Egilínu S. Guðgeirsdóttur og eiga þau þijá syni: Rúnar Þór, Rafn og Reyni Inga. Eyjólfur Árni er sonur hjónanna Halldóru S. Árnadóttur og Rafns Dr. Eyjóifur Árni Rafnsson. Valgarðssonar, sem búsett eru í Reykjavík. Eyjólfur Ámi starfar á verkfræðistofunni Hönnun hf. og er einnig stundakennari við Háskóla Islands. Stórsveit Lacy á Púlsinum LOKAATÓNLEIKAR banda- ríska básúnuleikarans Franks Lacy verða á Púslinum við Vita- stíg í kvöld, 10. desember og hefjast klukkan 21.30. Á þessum tónleikum kemur Frank Lacy í fyrsta sinni fram með íslenzkri stórhljómsveit, en hann hefur undanfarna dagaþjálf- að stórsveit Tónlistarskóla FIH og æft með þeim útsetningar sínar. Frrank er vel kunnur stórsveitum og hefur m.a. leikið með Dizzy Gillespie, Illinois Jacquet og McCoy Tyner, auk hjómsveitar Cörlu Bley. Á tónleikunum kemur einnig fram sjö manna hljómsveit og spil- ar tónlist Franks Lacy, m.a. lög sem hann lék með djassboðberum Arts Blakey. Septettinn skipa auk Franks Lacy þeir Búi Petersen, Óskar Guðjónsson, Úlfur Eldjárn, Magnús Jóhansen, Bjöm Sigurðs- son og Einar Scheving. Að lokum mun Frank Lacy spila með Tóm- asi R. Einarssyni og félögum, en þeir léku tónlist Tómasar af geisla- disknum íslandsför um helgina á tónleikum í Reykjavík og á Sel- fossi. ......♦ -♦--- Leiðrétting Mistök urðu í frásögn um platínu- plötu til handa Gísla Helgasyni tón- íistarmanni í þættinum „Fólk í frétt- um” fyrir nokkru. Þar birtist mynd af Gísla veita plötunni viðtöku með þeim orðum að hún væri veitt vegna góðrar sölu hinnar nýju hljómplötu hans. Ilið rétta er, að þann dag sem myndin var tekin kom sú hljóm- plata út og var þá tækifærið notað og Gísla afhent platínuplata fyrir góða sölu á síðustu plötu hans. Er beðist velvirðingar á þessum mis- tökum og þau leiðrétt hér með. -----♦ ♦ ♦--- Leiðrétting BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út bókina „Manngerðir hellar á íslandi”. Í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag voru birtir tveir bókakafla úr bókinni og slædd- ust þar inn nokkrar meinlegar prentvillur. í fyrsta lagi er rangt farið með hvenær Einar Benedikts- son var sýslumaður í Rangárvalla- sýslu, en sem kunnugt er gengdi hann því embætti frá 1904 til 1907. Þá er villa í myndatexta. Efsta myndin er úr Kolholtshellishelli, en ekki Kolholtshelli og í texta við myndina úr Steinahelli stendur „sápur eða útskot”, en á auðvitað að vera „skápur eða útskot”. TEXTAVARP J Jl » Fullkomið textavarp með 20 Stereo í öllum PHILIPStækjum. síður í minni. Phílips myndlampi sem skilar 100 Mz MÍM eölilegum litum og betri mynd, Enginn titringur í mynd, betra Mynd í mynd. Tvær stöðvar á líka í dagsljósi. fyrir augun. skjánum í einu. PHILIPS maichÍSl JL/NE Nú á dögum er sjónvarpstækjum ætlað margbrotnara hlutverk en við upphaf lítasjónvarps á islandi. Þau eiga t.d. að geta tekið við textavarpi, stereoútsendingu og sagt okkur hvað er á einni stöð meðan við horfum á aðra. Gþ Heimilistæki hf SÆTÚNt 8 SÍMI69 151S ■ KRINGLUNNISÍMI69 15 20 > í sam/uK^ujK Nýju Matchline sjónvarpstækin frá Philips uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til hágæða sjónvarpstækja í heiminum I dag. - Ótal spennandl nýjungar. Þess vegna ættir þú að hringja eða koma í heimsókn. Það væri gaman að skýra þetta allt nánar fyrir þér. Sjón er sögu ríkari. ÞU GETUR TREYST PHILIPS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.