Morgunblaðið - 15.12.1991, Síða 10

Morgunblaðið - 15.12.1991, Síða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 'MAÐURINN MEÐ ÞUSUND ANDLITIN Hvernig stóð á því að upprennandi mublu- smiður varð einn vinsæl- asti skemmtikraftur þjóðarinnar? Ef til vill er ekkert svar til við því, en í nýrri bók, sem bókaforlagið „Líf og saga“ gefur út, skrifar Þráinn Bertelsson um Þórhall Sigurðsson, sem landsmenn þekkja betur sem Ladda, og þar fá lesendur að kynnast manninum sjálfum bak- við öll gervin. Við gríp- um hér niður í kaflann „Togarajaxlar" þar sem Laddi lýsir dvöl sinni til sjós með Valda vettlingi, Reyni skalla og hálfu Hafnarstrætinu. Fið Skotlandsferðina höfðum við Stebbi, Rúnsi og ég vaxið að virðingu. Vorum sigldir. Fyrir þijátíu árum voru ferðalög mun fátíðari en nú gerist. Þetta ferðalag okkar með ellilífeyr- isþegunum í Skotlandi hafði kostað talsvert mikla peninga og nú datt okkur það snjallræði í hug að fara aftur í siglingu og fá jafnframt borgað fyrir það. Lausnin var sú að láta einhverja togaraútgerð skip- uleggja ferðina í staðinn fyrir að fara á náðir ferðaskrifstofu. í Reykjavík fundum við útgerðar- fyrirtæki sem gat boðið okkur öllum pláss á togaranum Gylfa frá Pat- reksfirði. Og ekki nóg með það heldur slóst Valgarður bróðir minn í hópinn, réð sig með okkur á þenn- an dásamlega togara. Valgarður, sem er núna lögfræðingur í Hafnar- firði, var í skóla á þessum tíma og ætlaði að nota sumarleyfið sitt til að stunda vellaunaða togarasjó- mennsku og kynnast undirstöðuat- vinnuveginum. Á tilteknum tíma að kvöldlagi skömmu áður en togarinn átti að láta úr höfn mættum við félagarnir og gengum um borð prúðbúnir eins og við værum að fara í skemmti- ferð, allir í sparifötunum og fullir eftirvæntingar. Við settumst inn í messa og bið- um þess sem verða vildi. Áhöfnin Fjórir brœdur: Þórhallur, Ilermóö- ur, Valgardur og Ilaraldur. jy ▲ Þórhallur Sigurdsson. var að tínast um borð. Okkur leist ekki á blikuna. Það kom upp úr dúrnum að marga úr áhöfninni þekktum við í sjón, höfð- um séð þá í Hafnarstræti og nær- liggjandi stöðum og ekki haft hug- mynd um að þessir náungar væru annað en rónar að atvinnu. Og nú tíndust þeir um borð í Gylfa. Sumir komu í leigubíl, aðrir komu reikulir í spori eftir bryggjunni og einhverj- ir komu í lögreglufylgd. Það fjölgaði í lúkarnum. Menn réttu flöskur á milli sín og þarna var reykt svo að varla sá handa- skil. Við unglingarnir góndum á þetta furðulostnir. Sumir voru greinilega að þrotum komnir eftir Ianga drykkju og ældu þar sem þeir voru staddir. Okkur fannst þetta skuggalegt. Og þegar einn úr áhöfninni sem hafði greinilega ekki hugmynd um hvar hann var niðurkominn stóð á fætur og meig á borðið var okkur nóg boðið og við flýttum okkur upp á dekk og ætluðuyn að finna kafteininn og segja upp skipsrúminu. Skipstjórinn eða „kallinn“ var nefndur Valdi vettlingur og hann bað okkur fyrir alla muni að hafa „ Eg geri rád fyrir að mín hefii beðið björt framtíð á Sjánvarpinu ef Laddi hefii ekki troðið scr þama inn. Eg var mikið að vinna með ansi geðslegri stúlku, 'sem Bryndís hét. Og enginn veit hvað hefii getað gerst ... “ ^ ekki áhyggjur af skipshöfninni. Hann sagði að strákarnir yrðu í fínu lagi um leið og af þeim rynni. Enda kom það í ljós. Við létum skipstjórann sannfæra okkur og fórum í koju, þótt okkur yrði ekki svefnsamt fyrstu nóttina vegna drykkjuláta, búkhljóða og ólyktar. Næstu daga gengum við svo að verki og þá kom upp úr dúrnum að þessar rænulausu fyllibyttur voru fyrirtaks sjómenn, sem unnu / bókinni kemur fram að upphafi ► lega œtlaði Laddi sér að verða myndlistarmaður. Hér er mynd sem hann teiknaði af vini stnum Skúla rafvirkja. með meiri afköstum en við höfðum áður séð, og voru þar að auki góð- ir drengir, boðnir og búnir að kenna okkur nýliðunum nauðsynleg hand- tök og gefa okkur góð ráð og ábend- ingar. Auk okkar var þarna ungur mað- ur að fara sinn fyrsta túr á togara. Hann gaf sig mjög að okkur, límdi sig eiginlega á okkur og við létum það gott heita, því að þetta var dálítið sérstakur náungi. Aftur á móti gerði ég mér enga grein fyrir því að samvistir okkar ættu eftir að verða jafnlangvarandi og raun hefur á orðið. Reynir hét hann, ungur maður, nauðasköllóttur og talaði með afar- sérkennilegri röddu. Við spurðum hann náttúrlega af hveiju hann væri sköllóttur, svona ungur maður. Og hann sagði okkur frá þvi að hann væri ketilsmiður að mennt og hefði verið að logsjóða inni í stórum tanki þegar hann átt- aði sig skyndilega á því að þetta var bensíntankur. Við þá uppgötvun missti Reynir bæði hárið og röddina og var heppinn að sleppa lifandi. Þetta hafði verið áfall fyrir hann og nú var hann hættur í ketilsmíð- inni í bili og kominn á togara sér til hvíldar og hressingar. Þegar búið var að fiska í skipið var siglt til Cuxhaven í Þýskalandi. Frá því stími á ég góðar minning- ar. Það var dásamlegt að fá að standa stímvakt og stýra heilum Kafli úr bók Þráins Bertels- sonar um Þórhall Sigurdsson togara. Sérstaklega á nóttunni. Eg vildi alls ekki láta leysa mig af svo að ég fékk að standa við stýrið tímunum saman og öðru hveiju kom Valdi vettlingur og leið- rétti stefnuna hjá mér, ef eitthvað hafði farið úrskeiðis. I Cuxhaven fór áhöfnin í land enda var það höfuðtilgangur ferðar- innar. Við strákarnir eltum þá sem eldri voru og reyndari og bjuggumst við að þeir mundu sýna okkur sérstakar lystisemdir sem aðeins reyndir ferðamenn gætu fundið. Sú varð þó ekki raunin, því eins og samkvæmt eðlisávísun tók öll áhöfnin stefnu a næstu krá sem mig minnir að hafi heitið SKAKKA LOFTIÐ og þar var sest að drykkju. Reynir skalli var fljótur að skella í sig fyrsta bjórnum og var orðinn dauðadrukkinn áður en hann var búinn að lyfta þeim næsta. Það var erfitt að skilja hann edrú en þegar hann var búinn að fá sér í staupinu var næstum útilokað að skilja hvað hann var að reyna að segja. Þegar sýnt var að áhöfnin hafði ekki uppi aðrar fyrirætlanir en þær að eyða landvistarleyfinu öllu á SKAKKA LOFTINU ákváðum við strákarnir að reyna að skoða okkur dálítið um í bænum. Reynir vildi endilega koma með okkur þótt hann væri orðinn ákaflega valtur á fótun- um. Við yfirgáfum búlluna með Reyni í eftirdragi en hann lét illa að stjórn, var orðin ofbeldishneigð- ur og rak upp miklar rokur. Öðru hveiju settist hann niður í göturæs- ið að hvíla sig og svo fengum við að drösla honum áfram. Þegar við komum ofan í miðbæ var Reynir orðinn ákaflega erfiður. Þar labbaði hann út á miðja aðalgötuna og org- aði fullum hálsi: HEIL HITLER, HEIL þar til kom og hii f( i HITLER, HITLER, lögreglan ætlaði að hirð.a hann. En við félagarnir gátum útskýrt að maður- inn væri bara ölv- aður og við vær- um að reyna að honum til kojs og að hann meinti ekkert illt með þessum upphrópunum sínum og væri algerlega ópóli- tískur. Löggan lét þetta gott heita en Reynir var orð- inn leiður á okkur og hafði það af að stinga okkur af og týnast og kannski ◄ Leifur óheppni, -fyrirmyndin að honum var Rcynir, hinn seinheppni ketil- srniður sem Laddi kynntist um borð i togar- anum Gylfa. ■JF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.