Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 NÝJU VÉLSLEOARNIR KOMNIR Ásamt miklu úrvali af vélsleðafatnaði ^ ARCTIC CAT Sleðasýning laugardag og sunnudag Cat vélsleðarnir árgerð 1992 eru nú komnir í miklu úrvali. Við sýnum þá að Ármúla 13 laugardag og sunnudag frákl 10-17. Á sýningu L.í. V. þann 7. des. 1991 á Akureyri, var Wildcat 700 kosinn fallegasti sleðinn af sýningargestum. UMBOÐSAÐILAR FYRIR ARCTIC CAT: Höldur sf. Akureyri, Múlatindur Ólafsfirði, Flugfélagið Ernir ísafirði. Tilvaliö til jóiagjafa Á sýningunni verður einnig mikið úrval af vélsleðafatnaði og öðrum gjafavörum fyrir vélsleðamenn. BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HF. Ármúla 13108 Reykiavík Símar 6812 00 & 312 36 Af ljósakri List og hönnun BragiÁsgeirsson Líkast til er þetta í þriðja skipti sem þau hjónin Hörður Daníelsson og Kristín Þorkelsdóttir gefa út sitt sérkennilega dagatal, sem hlotið hefur miklar vinsældir og prýtt hefur veggi fjölda heimila og opinberra stofnana síðustu ár. Hörður ljósmyndar, en Kristín hannar og hvorutveggja fram- kvæmdin telst vera í hágæða- flokki. Eftir að hafa skoðað dagatalið fyrir árið 1992, er auðvelt að kom- ast að þeirri niðurstöðu að hann sé toppurinn á samvinnu þeirra tii þessa, bæði hvað ljósmyndir og hönnun áhrærir. Hönnunin er ein- faldari og markvissari og ljós- myndirnar njóta sín betur í upp- setningunni, hafa einhvern veginn meiri nánd og eru þar af leiðandi ágengari, auk þess sem Ijósmynd- unin er a.m.k. jafn góð. Jafnan hefur framtakið ákveðið heiti og fyrir ári tengdist það hug- takinu bjartsýni, en í ár nefnist það „Af ljósakri“ og til að kynna hvað liggur að baki nafngiftarinn- ar tel ég vel við hæfi að vitna strax í texta Harðar: „Því í Ijósnæma húð filmunnar er greypt þetta heillandi Ijós, sem kallar okkur sumar eftir sumar út á akur ljóss- ins ... Og ef til vill er hér komin skýringá því, að ljósmyndir dagat- alsins eru eiginlega ekki af neinu sérstöku. Hvar er fossinn frægi?... og fjallið eina ...? að ógleymdum hver liveranna? Því myndirnar eru af íslenzku Ijósi í íslenzkri náttúru, þegar Ijósopið starði agndofa eina örskotsstund, smellti í góm og sagði: aftur! Hér er brugðið upp mynd af stemmningunni í kringum athafn- irnar, og þetta er vafalaust sann- leikanum samkvæmt. Nema að myndimar séu eiginlega ekki af neinu sérstöku, sem er trúlegast orðaleikur sem hefur ákveðna skír- skotun, því að sjálfsögðu er hver blettur íslenzkrar náttúru sérstak- ur og getur framkallað ákveðna hugljómun við vissar aðstæður, þótt ekki hafi hann né um hverfið forframast af íslenzkri þjóð né sögu. Og rétt er það að ljósið er alveg sérstakt á Islandi, sem kemur einna skýrast fram í birtuskilum ljósakursins á sumri og stillum á vetri og þó ekki sé þetta gull áþreifanlegt, né verði varðveitt í skjölum eða föstu áþreifanlegu formi er hér falinn fjársjóður og margfalt verðmætari öllum stór- framkvæmdum neysluþjóðfélags- ins sem landið byggir. Dagatalið heldur sinni fyrri lög- un, er aflangt og óvenjulegt í formi en þó aðeins styttra í þverveginn en áður og er það til bóta því að það ryður braut nýjum hönnunar- möguleikum, sem hafa verið nýttir á snjallan hátt. Ekki geri ég upp á milli ljósmyndanna, en vil vekja sérstaka athygli á mynd júlímán- aðar „Á Fellsströnd“, því að slíkar myndanir í landslaginu eiga að höfða til íslenzkra mótunarlista- manna og verða þeim til meiri innblásturs en nokkrar listastefnur frá útlandinu. Þetta er „últra mód- erne“ virkt frá náttúrunnar hálfu, núlist út í fingurgóma, og minnir mig dálítið á formamyndanimar í klettunum við Figureas á Spáni, fæðingarþorps Dalis, en hann not- aði þær iðulega i myndverk sín með magnþrungnum árangri svo sem heimurinn veit. Prentun dagatalsins og litgrein- ing hefur tekist mjög vel og hér er sóminn prentsmiðjunnar Odda ásamt filmuvinnu og bókbandi. Þá má geta þess, að myndirnar eru tekna rá Kodak Ektacrome 64/EPR 120 og framkallaðar hjá Skyggnu hf. Tölvuvinnslu og setn- ingu hefur annast Stephen Fairba- irn AUK hf. Þýðing texta Harðar á ensku, þýsku og frönsku: Step- hen Fairbairn, Helmut Heinric- hsen, Ólöf Pétursdóttir. Þá hafði Magnús Þór Jónsson AUK hf. umsjón með prentvinnslu. Hafa allir aðilar leyst verk sín óað- finnanlega af hendi svo sem heild- stæður árangurinn ber með sér. Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu: Tíu 1 ög valin fyrir ís- lensku lokakeppnina DÓMNEFND hefur valið tíu Iög í undankeppni til þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu 1992. Alls bárust 150 lög eftir nokkuð færri höfunda. Lögin tíu eru, Nótt sem dag, eft- ir Skúlptúr, Ein með þér, eftir Sig- þrúðu Fróðan, Eva, eftir Tinna og Sófa, Þú mátt mig engu leyna, eft- ir Haf, Mig dreymir, eftir Reyk og bófa, Nýr heimur, eftir Hrelli, Ein- falt mál eftir Lala og Tralla, Nei eða já, eftir Nordbass og 31. febrú- ar, Þú -um þig-frá þér-til þín, eftir Hnokka og Karen eftir Halla og Palla. Réttum nöfnum höfunda verður haldið leyndum þar til úrslit eru kunn. Enn hefur ekki verið tek- in ákvörðun um hveijir verða flytj- endur laganna. Dómnefndina skipuðu þau Helga Möller, Kristinn Svavarsson, Magn- ús Einarsson og Magnús Kjartans- son auk Jóns Ólafssonar, sem verð- ur hljómsveitarstjóri í undankeppn- inni. Hún verður haldin í janúar og febrúar og sigurlagið valið sem verður framlag Islands til keppninn- ar í Svíþjóð í maí 1992. Spádómarnir rætast I ■Hotpo^ ÞVOTTAVÉL Model 9535, ~ 4.1 kg. Tveir vinduhraðar, 500 og 1000 snúningar á mlnútu 20 þvottakerfi, t.d. sparkerfi — hraðkerfi — ullarkerfi o.s.frv. Tromla úr ryðfrlu stáli. Heitt og kalt vatn. Hæð 85 cm - breidd 59,5 cm - dýpt 56,3 cm. Verð kr. 65.313.- itgr. LAUGAVEGI 174 S. 695500/695550 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 ■ FIMM Nýaldarbækur eru komnar út: Eftir dauðann — hvað þá? heitir bók efitr George W. Meek, sem Esther Vagnsdóttir hefur þýtt. í’ kynningu útgefanda segir m.a.: „Með þessari bók er svipt burt þeirri hulu sem aðskilið hefur okkar eigið jarðsvið og það sem stundum hefur verið nefnt „himnaríki" eða „heimurinn fyrir handan“. Þessi bók skýrir frá vís-. indalegum rannsóknum sem átt hafa sér stað um allan heim á síð- astliðnum sextán árum. Hér kemur í fyrsta sinn fram í bókarformi full staðfesting á því að hugur manns- ins, dul, minni og persónuleiki lifa áfram eftir dauða efnislíkamans.“ Bókin Mörg líf, margir meistarar eftir Brian L. Weiss og hefur Helga Ágústsdóttir þýtt. í kynn- ingu útgefenda segir: „Hér er á ferðinni sérlega greinargóð lýsing á því hvernig jarðbundinn efa- hyggjumaður kynnist fyrirbærum sem hann óraði ekki fyrir að væru til. Höfundurinn lýsir hér á einlæg- an, en jafnframt gagnrýninn hátt, hvernig hann uppgötvar áhrif fyrri lífa á líf okkar í dag; hvernig at- burðir og áhrif geta fylgt okkur líf eftir líf, uns við lærum að takast á við þau.“ Aúktu styrk þinn er eft- ir Sanaya Roman. Þessi bók er sjálfstætt framhald bókarinnar Lifðu í gleði. í kynningu útgefenda segir: „Hér er fjallað um æðri gildi og markmið lífsins, hvernig við stuðlum að fyllra lífi okkar og þeirra sem við erum samvistum við. Bókin er einnig einstök kennsla í því að nálgast vitneskju eftir leiðum fjar- skynjunarinnar og fá upplýsingar um framtíðina. Lesandinn fær greinargóðar leiðbeiningar um hvernig hægt er að skynja tilfinn- ingar og hugsanir annarra — og hvernig hægt er að veijást neikvæð- um orkustraumum og áhrifum þeirra.“ Helga Ágústsdóttir þýddi bókina.Vígslan er eftir Elisabeth Haich og er efni hennar þannig kynnt m.a.: „Vígslan er ævintýraleg ferð um undirdjúp sálarinnar. Hún lýsir einstakri andlegri. reynslu — ferðlagi sem hefst á einum tíma í fjarlægri fortíð en endar á öðrum. Ung stúlka er undirbúin fyrir vígslu í dulspeki forn-Egypta í pýramídan- um mikla. Undir leiðsögn æðsta- prestsins upplifir hún yfirskilvitleg sannindi og skref fyrir skref kynn- ist hún leyndardómum dulspekinnar og óráðnum. gátum tilverunnar.“ Sigrún Ragnarsdóttir þýddi bók- ina. Fimmta nýaldarbókin er Mika- elhandbókin eftir Jose Stevans og Simon Warwick-Smith, sem Helga Ágústsdóttir hefur þýtt. í kynningu útgefenda segir m.a.: „Þessi einstæða bók er skemmtileg lifandi kennsla komin frá Mikael, vitsmunaveru á öðru tilverustigi. Hér fást svör við því hvers vegna mennirnir fæðast aftur og aftur og hvernig sálkjarninn, innsta gerð mannsins, safnar sífellt í sig meiri þroska. En það foivitnilegasta er c 19 ; -------------------------------------- i að í bókinni er sagt frá sjö gerðum sálna. Hvert og eitt okkar tilheyrir einhverri þessara gerða og ber ein- ■ kenni henanr oft skýrt í fasi, við- i fangsefnum og lífstíl." ■ BÓKAFORLAG Odds Björns- j sonar hefur gefið út bókina Depill fer í lystigarð eftir Eric Hill. f kynningu útgefanda segir: „Ný barnabók um Depil, sem nú fer í lystigarð með vinum sínum. Eins og fyrri bækurnar um Depil, er þessi bók tilvalin fyrir yngstu les- endurna og ekki síður fyrir foreldra til að lesa fyrir börnin.“ Prentun og bókband: Prentverk Odds Björnssonar hf. ■ BÓKAÚTGÁFAN Setberg hefur sent frá sér bækurnar: Allir krakkar út að leika sér og Krakk- ar busla í bleytu með íslenskum : texta Stefáns Júlíussonar. Þetta er harðspjaldabækur með litríkum og skemmtilegum teikningum. Fimmtánda fjölskyldan eftir Jón Óttar ... saga sem kannski er að gerast núna. Knúin áfram af óbilandi trú á réttlætið, sogast Kristín inn í hringiðu atburðarásar sem verður því ógnvænlegri sem lengra líður: Átökin milli fimmtándu fjölskyld- unnar og hinna fjórtán. Hverjir sigra og hverjir tapa? Hver er fimmtánda fjölskyld- an? Og hver er Óskar Hvammdal? Snillingur? Eða morðingi? /0i\ Og ef ekki hann... þá hver? iTv^) IÐUNN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.